Hann upplýsir um staðreyndir.

 

Og er sakaður um þöggun.

 

Rökin gegn staðreyndum er síbyljan um að alltaf eigi að trúa þolendum.

Ofsinn og ofstækið þolir ekki málefnalega umræðu, gegn henni er virkjuð hatursorðræða samfélagsmiðla.

Vart má á milli sjá hvort við séum stödd á Íslandi í dag eða í Kína á dögum menningarbyltingarinnar.

 

Lögregluskýrslan sannar að Kolbeinn fer rétt með í nýlegri yfirlýsingu sinni að hann hafi gengist við ábyrgð sinni, það er hann véfengir ekki ásakanir Þórhildar, en hann kannist ekki við þær.

Þetta eru hans orð þegar lögregluskýrslan er tekin, hann afneitar engu, biðst afsökunar á meintum gjörðum sínum, hann trúði meintum þolendum.

Hann gekkst við ábyrgð, hann greiddi miskabætur.

 

Hvað réttlætti síðan það sem gerðist??

Hvað réttlætir þegar Styrmir féll frá, ásjón Morgunblaðsins seinni hluta síðustu aldar, að Morgunblaðið skuli hafa ráðið Gróu á Leiti til að dreifa slúðri og rógi, í stað þess að leyfa alvöru blaðamönnum að fjalla um ásakanir á hendur KSÍ.

Hverjar eru staðreyndir að baki ásakanir um meintar hópnauðganir, af hverju er Hanna Vilhjálmsdóttir ekki láti standa við stóru orð sín, spurð um hvaða staðreyndir búa að baki ásökunum hennar um allavega tvennar hópnauðganir sem íslenskir landsliðsmenn frömdu, og KSÍ er sagt hafa þaggað niður.

Hvernig er hægt að ásaka KSÍ um nauðgunarmenningu þegar ekkert er í hendi um slíkar nauðganir annað en orðrómur.

Hvenær varð orðrómur að frétt??

Og af hverju er það ekki rannsakað hvaða fólk eða samtök voru meðsek um þann glæp að þagga niður og hvetja meint fórnarlamb hópnauðgunar til að kæra ekki??

 

Af hverju fékk Gróa að matreiða frétt um meint heimilisofbeldi Ragnars Sigurðssonar, þegar ljóst er að í tilfinningaójafnvægi beindist ofbeldi hans eingöngu að húsgögnum og húsmunum??

Af hverju komst Gróa upp með að setja fyrirsögn á frétt um löngu liðna atburði sem tengjast Kolbeini, og segja að "Önnur kona stígur fram", þegar ljóst var í efnisatriðum fréttarinnar að þessi "önnur kona", var hin konan sem tengdist máli Kolbeins frá 2017, og augljóst var samkvæmt hennar eigin frásögn að Kolbeinn beitti hana engu kynferðisofbeldi, og ljóst var að hennar pústrar voru vegna þess að hún þóttist vera dyravörður, greip inní meinta ofbeldishegðun, í stað þess að ná í dyraverði sem eiga að kljást við slík mál.

Eigi skal ætlast til að Gróa hefði spurt hvort hún brugðist eins við ef þetta hefði verið einhver rafvirki út í bæ, en að setja frásögn hennar í sambandi við kynferðislegt ofbeldi og síðan hnykkja á ásökunum um nauðgunarmenningu og gerendameðvikni er vítaverð fréttamennska.

 

Svona má lengi halda áfram um gerendameðvirkni ritstjórnar Morgunblaðsins gagnvart slúðri og orðrómi, að ekki sé minnst á nauðgun ritstjórnarinnar á arfleið Styrmis Gunnarssonar.

Gjaldþrot ábyrgar blaðamennsku, uppgjöf fyrir slúðri samfélagsmiðla.

 

Blaðið lætur meir að segja Gróu rífast við staðreyndirnar sem Sigurður Guðjónsson birtir í færslu sinni.

Ertu meðvirkur í nauðgunarmenningu, ertu að taka þátt í þöggun, hvernig vogar þú þér að segja satt og rétt frá??

 

Ég játa á mig þá sök að ég trúði þegar ég heyrði fyrst, bæði frásögn kvennanna tveggja sem skömmuðu KSÍ fyrir að þegja yfir máli Kolbeins, sem og að ég hélt að meint nauðgun hefði átt við einhver rök að styðjast, af hverju ætti fólk annars að koma svona fram undir nafni, og skila frá sér skömminni??

En grímurnar tvær urðu grímurnar margar, þegar ofsinn jókst í samfélaginu, og hann var keyrður áfram af upphrópunum ásamt heift gagnvart þeim sem vildu ekki kannast við, eða skildu ekki alveg samhengið milli ásakana gagnvart einstaklingi eða einstaklingum, og þess að heill hópur var sekur, og heilt samband íþróttafólks var allt í einu orðið sekt um þöggun, gerendameðvirkni og nauðgunarmenningu.

Ég hjó síðan eftir því að Þórhildur varð síðan tvísaga, og síðan margsaga um alla atburðarásina varðandi hið meinta ofbeldi Kolbeins, og í ljósi staðreynda var bæði ljóst að Kolbeinn hafði gert upp sitt mál, afplánað sinn dóm, og ekkert réttlætti núverandi skít og níð um hann, sem og að Guðni formaður var í mesta lagi sekur um klaufaskap, en ekki þöggun, hvað þá að hann væri hluti af nauðgunarmenningu.

 

Staðreynd sem var öllum ljós, ekki nema að baki ásakana væri annarlegar hvatir, heift eða ofstæki.

Og það fólk stjórnaði umræðunni og fjölmiðlar dönsuðu með, misheimskir, misforhertir.

 

Þetta er ömurlegur blettur á þjóðarsálinni.

Þetta er vanvirðing gagnvart öllum þolendum kynferðisofbeldis í gegnum tíðina, að sársauki þeirra og áþján sé notuð sem réttlæting í fordæmalausum rógi og níði gagnvart saklausu fólki, í miskunnarlausu valdabaráttu ofstækisfólks sem hefur yfirtekið umræðuna um kynferðislegt ofbeldi, sér og sínum til framdráttar.

Og þetta er vanvirðing gagnvart arfleið Morgunblaðsins, þessarar kjölfestu íslenskrar blaðamennsku.

 

Það þurfti lögmann til að upplýsa um staðreyndir.

Á meðan Gróa, kennd við Leiti, stjórnað umfjöllun blaðsins, sem var keyrð áfram á slúðri og orðrómi.

 

Engar efasemdir, engar spurningar.

Engin fréttamennska.

Líkn blaðsins var þó að Styrmir þurfti ekki að upplifa þessa niðurlægingu, þetta gjaldþrot blaðsins, endalok alls þess sem það hafði staðið fyrir, og haft í heiðri.

 

Það er það eina sem hægt er að telja núverandi ritstjórn til tekna.

Kveðja að austan.


mbl.is Þreyttur á „atlögum“ í garð knattspyrnumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afbragðs pistill

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 6.9.2021 kl. 20:42

2 identicon

Hef engu við þennan pistil að bæta.  Vildi bara segja:

Vel er hér mælt, Ómar, í þessum afbragðs góða pistli.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.9.2021 kl. 22:47

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þú gefur blaðamönnum mbl.is og öðrum kollegum þeirra aldeilis á kjaftinn.

Jónatan Karlsson, 7.9.2021 kl. 07:06

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.9.2021 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband