Ung stúlka.

 

Gerði heiðarlega tilraun til að eyðileggja íslenska fótboltasumarið.

Og núna vogar hún sér að kæra þá sem sögðu frá því.

 

Afsökun hennar er sjálfsagt að vísa í blöndu af afglapahætti sóttvarnaryfirvalda og óvitskap þess óþroskaða fólks sem stjórnar landinu í dag.

En hvaða afsökun er það??

 

Að koma frá þekktu smitsvæði, umgangast smitað fólk.

Og smita.

 

Afglapaháttur annarra er ekki hennar afsökun.

 

Hennar eina afsökun eru viðbrögð hennar, þegar hún fattaði að hún gæti verið smitberi.

Því ber að þakka, hún sýndi meiri vit og þroska en þeir sem kinnroðalaust ákváðu að flytja inn smit til landsins.

 

Sú þökk afsakar hins vegar ekki að benda á þá sem bentu á sök hennar.

Hvað þá að kæra þá.

 

Eru engin mörk á meðvirkninni í þessari frétt??

Kveðja að austan.


mbl.is Kæra fótbolta.net fyrir nafnbirtingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ótrúlega ósmekklegt hjá þér að kenna þeim sem smitast að sjúkdómi um það og orða það þannig að hún hafi ,,gert heiðarlega tilraun til að eyðileggja fótboltasumarið" Leikmaðurinn fór nákvæmlega eftir lögum og fyrirmælum eins og margoft hefur verið staðfest. það á að sjálfsögðu ekki að birta nöfn og myndir af þeim sem smitast af sjúkdómi - hvorki í þessu ástandi eða annars. Fjölmiðlar sem ákváðu að birta nafn hennar voru bara leita sér að smellum og það þjónaði engum öðrum tilgangi. Eða ertu að leggja til að daglega birtist í fjölmiðlum listi yfir þá sem hafa smitandi sjúkdóma ?

Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 21:11

2 Smámynd: Ómar Geirsson

ll

Blessaður Flosi.

Þegar þú kemur frá smitsvæði, og virðir ekki það grundvallaratriði sóttvarnar að fara í sóttkví þegar þú kemur inná smitlaust svæði, þá berðu ábyrgð á þínu smiti.

Að vísa í lög og fyrirmæli annars vegar afglapa og hins vegar óvita, er engin afsökun gagnvart þeirri ábyrgð sem þú berð á smiti þínu.

Þó menn hefðu aflátsbréf frá miðaldakirkjunni á sínu tíma sem kvað þá syndlausa, þá breytti það í engu um ábyrgð gjörða þeirra og glæpa, ef því var að skipta. 

Viðurkenni reyndar að þessi tilvísun mín í söguna reynir á lágmarksþekkingu á sögu sem ekki er víst að þú búir yfir, en svo ég færi mig í nútímann, þá hættir heimska hægrið ekki að vera heimskt í viðbrögðum sínum og afstöðu gagnvart drepsóttinni þó það vitni í Donald Trump eða Jair Bolsanaro.

Það felst í frelsi einstaklingsins að bera ábyrgð á gjörðum sínum.

Þessi unga stúlka mætti smituð beint í fótboltaleik, það er ekki henni að þakka að hún smitaði ekki liðsfélaga sína eða leikmenn þeirra liða sem hún keppti við.  Það er hins vegar smitinu hennar að kenna að önnur lið þurftu að fara í sóttkví, og áhrifin af því gætti niður í yngri flokka.

Hefði hún virt grundvallaratriði sóttvarna og farið í sóttkví við komuna til landsins, þá hefði ekkert af þessu gerst.

Það kemur smekk ekkert við að benda á að slíkt var heiðarleg tilraun til að eyðileggja íslenska fótboltasumarið, kjósir þú að orða það á annan hátt, þá er þér orðið alveg frjálst á þeim vettvangi sem þú kýst.

Varðandi fjölmiðlana eða fjölmiðilinn sem birti nafn þessarar ungu stúlku, þá flokkast það undir skyldu að hafa kjark til þess, því það er eina leiðin til að hreinsa aðra, saklausa af áburði og grun.

Að fatta ekki það einfalda samhengi, er annað dæmi um sorglega meðvirkni.

Fyrir þig og aðra meðvirka, sem og stúlkuna, eða aðstandendur hennar sem fatta hvorki sökina eða ábyrgðina, þá er þessi drepsótt bein ógn við líf og heilsu milljóna, tugmilljóna, og jafnvel hundruð milljóna ef hún hagar sér eins og spænska veikin á sínum tíma, að seinni bylgjur verði munn illvígari en sú fyrsta.

Ógn sem verður ef fullorðið fólk hefur ekki manndóm í sér að mæta heimsku, forheimsku, meðvirkni, óvitaskap, afglapahátt eða annað sem skýrir að seinni bylgjan skuli vísvitandi vera boðin velkomin inná smitlaus eða smitlítil svæði.

Og þar er líklegast aumast af öllu að vísa í óvitanna ráð.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 17.7.2020 kl. 22:46

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Ómar,

Þvílík endalaust kjaftæði og rugl!  Og þetta svokallaða blaðamannalið að birta nafn hennar er gersmalega fyrir neðan allar hellur, svo ekki sé meira sagt.  Þetta rugl er þér gersamlega til skammar!  Viðbjóðslegt einelti sem þessi unga stúlka hefur lent í og aljögrlega til háborginnar skammar.  Svo einfalt er það.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 18.7.2020 kl. 02:30

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arnór.

Ég ber ekki ábyrgð á firringu eða hugarástandi þínu.

Fullorðið fólk ber ábyrgð á að vernda sitt nánasta umhverfi sem og samfélag sitt.  Og þegar það er ekki gert þá ber öðru fullorðnu fólki skylda til að benda á það sem miður fer, jafnvel þó það stuði einhverja vitleysinga, eða aðra sem geta ekki feisað dauðans alvöru.

Það var lán að þetta smit náði ekki að breiðast út með þeirri afleiðingu að saklaust fólk varð illa veikt, eða dáið.

Það varð ekki, þökk sé skynsömum viðbrögðum þessarar ungu stúlku, en alvarleikinn er sá sami fyrir það.

Skoðanir mínar og pistillinn hér að ofan hafa ekkert með það sem þú kallar viðbjóðslegt einelti, atlagan að íslenska fótboltasumrinu var upphaf síðustu bloggtarnar minnar, og þessi pistill var skrifaður af gefnu tilefni, mér ofbauð fórnarlambshlutverkið og meðvirkni fjölmiðla.

Nafnið sem mér var ekki kunnugt um, enda skiptir það engu máli í því samhengi sem ég ræði hlutina, kom fram í ítarlegu viðtali við stúlkuna á Mbl.is. 

Fréttin hér að ofan er um fólk sem kann ekki að skammast sín, og reynir að gera einhvern annan ábyrgan fyrir skömm sinni.  Í stað þess að biðjast afsökunar, segja fyrirgefið, mér varð á, og lífið heldur svo áfram.  Og ég væri ekki að eyða morgninum fyrir Reycup ferðina í að benda á hið augljósa í málinu.

Það var skylda að birta þessar upplýsingar, til að hreinsa aðra af áburðinum.

Og þá skyldu og frelsi fjölmiðla til að greina frá atburðum, ber að verja.

Aldrei mikilvægara en núna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.7.2020 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 495
  • Sl. sólarhring: 598
  • Sl. viku: 660
  • Frá upphafi: 1320503

Annað

  • Innlit í dag: 434
  • Innlit sl. viku: 576
  • Gestir í dag: 405
  • IP-tölur í dag: 402

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband