"Við tök­um þetta mjög al­var­lega.".

 

Sem vekur þá upp þá kurteislegu spurningu, af hverju er fólki frá smituðum löndum hleypt inní landið án þess að fara í sóttkví við komuna??

Á hvaða ábyrgð er það og ætla menn að axla þá ábyrgð??

Til dæmis með því að greiða fórnarlömbunum, fólkinu sem þarf að ósekju að fara í sóttkví vegna þessa afglapa, bætur??

Eða læra yfirvöld ekki neitt nema þau séu sótt til saka??

 

Það dó fólk á Íslandi vegna þess að landinu var ekki lokað í tíma með reglum um sóttkví.

Önnur lönd, miklu fjölmennari, til dæmis Nýja Sjáland og Taivan, gripu til slíkra aðgerða og eru annars vegar með dánarhlutfall uppá 5 per milljón íbúa og 0,3 per milljón íbúa, á meðan við erum með 29 per milljón.

Þeim sem finnst slíkur árangur vera ásættanlegur, veita jafnvel fálkaorðuna fyrir hann, ættu að biðja almættið um að spóla tímann til baka og bjóða sitt líf í staðinn.

Annað er hrein hræsni eða afneitun á raunveruleikanum.

Síðan má heldur ekki gleyma öllu því fólki sem fékk veiruna og hefur ekki ennþá náð heilsu, er ónýtt eins og mörg fórnarlömb hafa sagt frá í viðtölum.

 

En það er mannlegt að taka rangar ákvarðanir og íslensk stjórnvöld voru ekki ein um það.

En að læra ekki að reynslunni þegar dauðans alvara á í hlut, það er hreinn afglapaháttur hálfvita.

 

Gleymum því heldur ekki að við vorum heppin. 

Það var ekkert sem sagði fyrirfram að aðeins þrjú svæði yrði lokuð af vegna hópsýkinga, það var til dæmis ekkert sem sagði að þegar starfsmaður HSA hér fyrir austan gekk um smitaður inná næstum allar heilsugæslustöðvar fjórðungsins, að hann væri með það afbrigði veirunnar sem var ekki bráðsmitandi.

 

Við vorum heppin, við sluppum.

Að halda öðru fram er annað dæmi auman afglapahátt.

Að hafa dauðans alvöru í flimtingum.

 

Sem og rífast við staðreyndir.

Þær staðreyndir að eina leiðin til að hindra drepsótt, þegar lækning er ekki þekkt, er að skera á smitleiðir hennar.

Með einangrun og sóttkví.

Eitthvað sem tókst svo vel hjá okkur, eitthvað sem sóttvarnaryfirvöld eiga hrós skilið fyrir að hafa tekið föstum tökum eftir þau loksins tóku drepsóttina alvarlega.

 

Og þegar það tókst, þá byrja menn ekki að flytja inn smit.

Vísvitandi, með bæði augun opin, og segja svo eftir á, "við tökum þetta mjög alvarlega".

Því sá sem tekur drepsótt alvarlega, hann hleypur ekki inn fólki frá smituðum svæðum, nema þegar það er búið að ganga úr skugga um að það sé ekki smitað.

Og í dag er sóttkvíin eina örugglega leiðin til þess.

 

Lýðskrumarar og afneitarar staðreynda eru langt komnir með að eyðileggja árangur vestrænna þjóða í baráttunni við Kovid veiruna.

Vanvirða þannig fórnir almennings.

Vanvirða þannig þá sem létust og alla þá sem hafa þjást, hvort sem það er vegna veirusýkingarinnar sjálfrar, einangrunar samfélaga, atvinnu og tekjumissis, vegna alls þess helvítis sem lagt hefur verið á almenning vegna þess að menn höfðu hvorki manndóm eða vit til að loka á veiruna í tíma áður hún breiddist út til Vesturlanda.

 

En af hverju hérna líka??

Af hverju??

Við gátum alveg beðið aðeins lengur.

 

Skömm þessa fólks er algjör.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Fyrsta innanlandssmitið í um tvo mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríki ráða þessu sjálf og öll ríki í Evrópusambandinu eru sjálfstæð ríki, þar sem kosið er í lýðræðislegum kosningum. cool

Ungverjaland, sem er í Evrópusambandinu, á landamæri að sjö ríkjum og þau hafa öll verið opnuð, nema landamærin að Úkraínu, sem
er ekki í Evrópusambandinu, en þau verða opnuð á mánudaginn.

Landamærum Íslands hefur aldrei verið lokað alveg vegna Covid-19 og Íslendingar geta til að mynda flogið með Wizz Air til Ungverjalands.

Þar er allt opið og öll þjónusta veitt eins og venjulega en menn verða að vera með grímur í verslunum og þegar þeir nota almenningssamgöngur.

Engir tveir menn hafa nákvæmlega sömu skoðanir á öllum málum, allir geta að sjálfsögðu verið "kóvitar" en ríkjum er stjórnað af viðkomandi stjórnvöldum. cool

Þorsteinn Briem, 26.6.2020 kl. 14:39

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini.

Ég held svei mér þá að þetta sé það skynsamlega sem ég hef lesið frá þér lengi, og ekkert kópý peist.

Vandinn er samt sá að þetta kemur efni pistils míns ekkert við, nema þá viðkomandi það sem ég sagði hér;

"Lýðskrumarar og afneitarar staðreynda eru langt komnir með að eyðileggja árangur vestrænna þjóða í baráttunni við Kovid veiruna.".

Málið er ekki hvað bjánarnir heita sem rífast við staðreyndir, málið er afleiðingarnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.6.2020 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 1537
  • Frá upphafi: 1321545

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1310
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband