Evrópa er að smitast vegna þess að Ítalíu var ekki lokuð.

 

Í Suður Kóreu er það rætt í fullri alvöru að lögsækja þá sem bera ábyrgð á útbreiðslu veirunnar, fyrir morð.

Hvað verður gert í Evrópu við þá sem ábyrgðina bera á ítalska smitinu??

 

Gerum okkur grein fyrir alvarleika málsins.

Í The Guardian mátti lesa grein í gær þar sem líkur voru leiddar að því að smitið á Ítalíu hefði grasserast miklu lengur en opinberir aðilar vilji viðurkenna. 

Rökin eru að veiran hefur stökkbreyst þar í landi, er ekki eins og upprunalega veiran sem kom frá Kína.

Stökkbreytingar eru skýring þess að stjórnlausar veirusýkingar eru vá, þær geta orðið hættulegri, bæði banvænni sem og að þær finna sér fleiri smitleiðir.

 

Þessi staðreynd gæti verið skýring þess að sóttin er miklu alvarlegri á Ítalíu en hún var nokkru sinni í Kína.

Af 1.694 sýktum eru þegar 34 dánir, sem er um 2% sýktra.

Og gleymum ekki að veiran hefur sinn meðgöngutíma, þegar dánartölur eru bornar saman við fjölda þeirra sem hafa náð bata, er niðurstaðan skelfileg eða 34 á móti 83, sem er 40% dánarhlutfall.

 

Samt er veiran flutt inn með vitund og vilja sóttvarnarlæknis og almannavarnarráðs.

Allar sýkingar hérlendis má rekja til Ítalíu, allir þeir tugir eða hundruð sem eru í sóttkví, eru vegna þess að þeir hafa umgengist Ítalíufara, eða eru sjálfir nýkomnir þaðan.

Ef smitið fer úr böndum, hvað þá??

 

"Það er svolítið af rugli í gangi eins og gengur," segir fulltrúi almannavarna.

Og það er vægt til orða tekið, en ruglið er alfarið hjá honum og hans mönnum.

Það eru þeir sem gera lítið úr hættunni, dreifa falsfréttum um að þetta sé ekki svo hættulegt nema þá fyrir gamla fólkið, og reyna að réttlæta hið óverjanlega með vísan vanhæfni þeirra sem stjórna sóttvörnum á meginlandi Evrópu.

 

Og það er ekkert svolítið rugl í þeim, ruglið er algjört.

"Hann segir að heilbrigðiskerfið sé viðkvæmt og megi ekki við því að margt starfsfólk þess fari í sóttkví. Landlæknir sé því að fara yfir hvaða tilmælum eigi að beina til heilbrigðisstarfsfólks varðandi ferðalög. „Svo er líka það að það var dálítið af heilbrigðisstarfsfólki í þessum ferðum og var að koma frá Ítalíu þannig að það er svolítið af heilbrigðisstarfsfólki í sóttkví nú þegar. Við megum ekkert við miklu svoleiðis.“".

Nei, við megum ekki við miklu svoleiðis.

 

Og af hverju voru þá ferðar til Ítalíu ekki stöðvaðar þegar ljóst var hve alvarlegt ástandið var þar í landið.

Afsökunin er ekki að vísa á önnur dómgreindarlaus fífl.

 

Evrópa er að stöðvast vegna þess að ekki var skorið á innflutning á smiti frá Ítalíu.

Það má vel vera að smit hefði samt breiðst út, en það væri ekki að gerast í dag, eða á morgun, því smitið eru að megninu til ítalskt.

Það eru þau sem eru að koma öllu í uppnám í Evrópu.

 

Og hver dagur, hver vika sem er hægt að hefta faraldurinn er dagur og vika sem það er styttra í að læknavísindin komi með bóluefni sem virkar á veiruna.

Því það mun gerast, mannsandinn mun sigra þessa ógn eins og aðrar.

 

En þangað til þarf að berjast með öllum tiltækum ráðum.

Það er ekki gert í dag.

 

Því miður.

Kveðja að austan.


mbl.is Starfsmenn Landspítala í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ítalarnir voru líka ábyrgir fyrir að koma svarta dauða til evrópu, hvenær förum við að gera eitthvað í þessari þjóð?

Páll (IP-tala skráð) 2.3.2020 kl. 12:25

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nú það, það þarf að fara að kenna þeim að borða feitt kjöt og slátur í stað alls þessa pastarusl sem þeir háma í sig.

En það er seinna tíma verkefni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2020 kl. 12:40

3 identicon

"Hvenær förum við að gera eitthvað í þessari þjóð", spyr einn. "Það þarf að fara að kenna þeim að borða feitt kjöt og slátur í stað alls þessa, pastarusl", svarar annar.

Fyrst menn eru í hita og ákafa að leita orsökum veirunnar, vandamálsins, væri ekki nær fara alla leið? Hver veiran á fætur annari sprettur upp í sauð-austur Asíu sem berst síðan yfir veröldina. Þessu er tekið eins og um náttúrulögmáli, eins og veðri og vindum. En þegar vesturveldi verður illa fyrir barðinu á einni slíkri veiru slær við annan tón. Þá þarf að gera eitthvað - þá þarf að kenna þeim að borða. Eru menn að fá Kóróna vírusa úr ítölsku pasta? Er það ekki einmitt matarvenjur íbúa hluta Asíu sem eru að valda þessum faraldri-þyrfti ekki að gera e-h við því frekar?


stefan thor (IP-tala skráð) 2.3.2020 kl. 14:02

4 identicon

Það er bannað að forðast ítalska og kínverska ferðamenn hér á landi.  Þórólfur segir það.

En Þórólfur sóttvarnarlæknir segir að það eigi bara að setja Íslendinga í sóttkví.

Kannski vill Þórólfur setja alla Íslendonga í sóttkví?  Segja þeim að loka sjálfa sig inni, en leyfa erlendum ferðamönnum að valsa einum um allt landið eins og þeim sýnist?

Verst er að öll stjórnsýslan er mönnuð ESB og Schengen undirlægjum.  Og við erum skattlögð til að halda þessum undirlægjunum á fóðrum.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.3.2020 kl. 16:03

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Stefan Thor, og afsakaðu hástafina.

Hvað sem um mig og Pál verður sagt, þá er ljóst að við erum ekki það illa smitaðir að við höfum gleymt húmor, gálgahúmor eða öðrum húmor.

Páll fann sniðugan flöt á færslu minni, sem snéri alveg að aukaatriði, því hvað sem veldur, þá er Ítalía, sú indælisþjóð, sem lenti fyrst í illkvittnu afbrigði kórónaveirunnar.

Og ég svaraði honum á sama hátt, vísaði í þekkt minni okkar Norðfirðinga, þar sem Jónas Árnason í togarasögum sínum í bland við Norðfirðingasögur, sagði frá því að portúgölskum sjómönnum hefði verið kalt við Grænland, á sumarlagi.

Seldu því rauðvín fyrir lopa, sem íslenskum sjómönnum fannst stórskrýtið, því þeir skildu ekki hlutfallið á vöruskiptunum.

Jónas hélt að einna helst mátti skýra  þennan misskilning á mikilvægi vara, það er íslensku sjómennirnir hefðu gefið margt annað en lopa fyrir rauðvín, með mataræði Portúgalanna, þeir hefðu ekki næga fitu.

Sem skýrir andsvar mitt, sem var alveg jafn mikið út í hött og innleggið sem það beindist að.

Svo tekur þú það alvarlega.

Hvað getur maður sagt???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2020 kl. 16:09

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Ef fólk deyr hér á Íslandi vegna Ítalíusmita, þá verða fleiri ákærðir fyrir morð en trúarleiðtoginn í Suður Kóreu.

Hann vissi þó ekki betur.

En það er ekki afsökun hér.

Allra síst sú afsökun sem þetta aumkunarverða lið notar í dag, að þau séu á sama róli og þau sem brugðust á meginlandi Evrópu.

Það er bara svo,.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2020 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 1321537

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband