Bretum ofbauð svikin.

 

Þau svik að gefa þjóðinni kost á að kjósa um aðildina af Evrópusambandinu, og taka svo Brussel á niðurstöðuna þegar aðildinni var hafnað.

Brussel er andlýðræðislegt batterí sem játar lýðræðinu aðeins af nafninu til, svindlar ekki í kosningum eins og var í Sovétríkjunum forðum daga, en virðir aðeins niðurstöðuna ef hún er jákvæð.

Annars er fundin hjágönguleið sem hundsar Nei, hundsar höfnun.

 

Breska stjórnmálaelítan var viss um að þjóðin myndi segja Já, en þegar hún tapaði, þá var strax leitað leiða til að vinna gegn niðurstöðunni, makkað með Brussel um einhverja afarkosti í viðskiptum, kennt við útgöngusamningi, eða stöðugt klifað á að þjóðin yrði að greiða aftur atkvæði, og þá kjósa rétt.

Jafnvel stuðningsfólki Evrópusambandsins ofbauð þessi vinnubrögð, og það skýrir þennan afgerandi sigur Borisar Johnsson. 

Sigur sem er ennþá sterkari ef það er haft í huga að Íhaldsflokkurinn var ekki einhuga að baki Borisar, elítan, hið hefðbundna aristókrata vald sem átti flokkinn í raun, vann gegn honum allan tímann í kosningabaráttunni.

 

Hér á Íslandi hefur verið bent á svipuð svik, þar sem þvert gegn fyrri yfirlýsingum og opinberri stefnu fyrir kosningar, ákváðu stjórnarflokkarnir að framfylgja stefnu Viðreisnar og Samfylkingarinnar í orkumálum þjóðarinnar, það er fremja þau landráð að afhenda stofnun Evrópusambandsins, ACER, yfirráð yfir orkuauðlindum þjóðarinnar.

Þvert gegn vilja þjóðarinnar og margur hefur trúað því að þjóðin myndi refsa í komandi kosningum.

 

En það er ansi ólíklegt.

Vegna þess að andófið gegn orkupakkanum leitaði aftur inní flokkana sína og er þar stillt og þægt.

Miðflokkurinn fær aukið fylgi vegna orkupakkamálsins, en í raun er ekkert sem bendir til þess að flokkurinn hefði ekki gert nákvæmlega sama hlutinn ef hann hefði verið í ríkisstjórn, og Framsóknarflokkurinn í stjórnarandstöðu.  Og Framsóknarflokkurinn hefði þá haldið ræður Miðflokksmanna.

Andófið gegn orkupakkanum hefur ekki leitað útí stofnun alvöru stjórnmálahreyfingar sem gerir upp við stjórnmálastéttina og svik hennar við sjálfstæði þjóðarinnar.

Við erum á leið inní Evrópusambandið, eða réttara sagt við erum komin þar í fast hjáleigusamband, en það á eftir að segja okkur það.

Það á bara eftir að tilkynna innlimunina.

 

Boris Johnsson hefur hins vegar lengi verið á móti aðild Breta af Evrópusambandinu og í krafti þeirrar andstöðu, náði hann völdum í Íhaldsflokknum, og vann síðan þennan sögulegan sigur.

Hann náði að virkja andúð þjóðarinnar á svikum og brigslum og þeirri vanvirðingu þeirra sem eiga stjórnmálin, að hundsa svona beint vilja hennar.

Breska þjóðin hafði einhvern sem hún gat treyst til að standa við orð sín.

 

Engu slíku er til að dreifa hér á Íslandi.

Og andófið er svo aumt að það tjáir óánægju sína með því að lýsa stuðningi við annað hvort flokk frjálshyggju og atvinnurekana, Viðreisn, eða flokk frjálshyggju og upplausnar, Pírata.

Eitthvað sem vitiborið fólk getur ekki samsinnað sig við.

 

Kýs því ennþá nauðbeygt eitthvað sem það telur illskást.

Sér engan trúverðugan valkost.

 

Þess vegna borga svik sig ennþá á Íslandi.

Auðurinn sér til þess að þjóðin hefur ekkert val í raun.

Og enginn í sjónmáli sem er nógu sterkur til að breyta því.

 

Við erum þjóð án forystu.

Þjóð án leiðtoga.

 

Þannig er það bara.

Kveðja að austan.


mbl.is Stærsti sigur Íhaldsflokksins í 32 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í tveimur ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslum, um Brexit í Bretlandi og nýja stjórnarskrá á Íslandi, kom upp svipuð tala að einu leyti: 37% þeirra, sem höfðu kosningarétt, greiddu Brexit í Bretlandi og nýrri stjórnarskrá á Íslandi atkvæði sitt. 

Að sjálfsögðu átti að fara eftir úrslitunum í báðum löndum, Brexit í Bretlandi, þar sem 52 prósent þeirra, sem greiddu atkvæði, kusu Brexit, og úrslitunum á Íslandi, þar sem 67 prósent þeirra, sem greiddu atkvæði, vildu stjórnarskrá á grundvelli tillögu stjórnlagaráðs, og enn stærri meirihluti greiddi helstu atriðum nýrrar stjórnarsrká atkvæði sitt. 

En ólíkt er aðhafst í löndunum, samkvæmt fréttunum frá í gær. Í Bretlandi er nú stefnt ótrauðlega að Brexit, en hér á landi er beitt svipuðum undanbrögðum og gert hefur verið síðan nýrri stjórnarskrá, gerðri af Íslendingum fyrir Íslendinga, sem var lofað af forystumönnum allra flokka á þingi 1943. 

Ómar Ragnarsson, 13.12.2019 kl. 10:54

2 identicon

"stofnun alvöru stjórnmálahreyfingar" er það ekki fullreynt og nóg af smáflokkum á Alþingi

Sá viðtal við kjósendur sem kosið höfðu verkamannflokkinn allt sitt líf þeir voru sammál þér um svikin við það sem kjósendur völdu með Brexit - þó RUV hafi alltaf haldið því fram að sú kosningin hafi verið svindl og svínarí

en þau bættu líka við að stefnuleysi JC og aldargamlar hugmyndir um að þjóðnýta fyritæki og endurvekja t.d. áburðarverksmiðjuna væri mun verri kostur en Boris

svo þetta minnir á USA - Trump vann ekki af því að hann væri bestur en hinn valkosturinn var ömurlegur fyrir þá sem nenntu að kjósa

Grímur (IP-tala skráð) 13.12.2019 kl. 10:54

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hamingju með þessi tíðindi af Bretum, vinur, sjálfstæðis- og fullveldissinni. 

Nafni þinn Ragnarsson gleymdi að geta þess, að s.k. stjórnlagaráð var ólöglegt fyrirbæri.

Jón Valur Jensson, 13.12.2019 kl. 12:04

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Sé ekki alveg samhengið, en læt þig njóta vafans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2019 kl. 12:49

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur, þó ég lúslesi texta minn þá minnist ég hvergi á að stofna smáflokk sem stendur vörð um hag þjóðar og sjálfstæði.

Annars finnst mér greining þín glögg, og fáu við að bæta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2019 kl. 12:51

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Valur.

Nafni minn Ragnarsson gleymir ýmsu, en ég skil samt alveg pointið hans, og hann má eiga, að í öllum sínum störfum og verkum, hefur hann verið gegnheill.

Eitthvað sem gerir jafnvel geirfuglinn algengan í samanburði við nútímann.

Og já Jón Valur, við sem fögnuðum falli múrsins 1989, fögnum þessum áfanga að falli Sovétsins hins nýja, sem reyndar er ekki í nafni alræðis öreiganna, eins og það fyrra, heldur í alræði auðsins eftir forskrift frjálshyggjunnar.

Mammonstrúarinnar sem er skurðgoðadýrkun af svæsnustu gerð.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 13.12.2019 kl. 12:55

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sorglega sönn greining á tíðaranda stjórnmálanna, sem skarta dúkkulísum á Íslandi og raunveruleikara í USA. Held samt að Bretar ættu ekki að vera of vissir með að Boris sé ekki b-leikari. 

Magnús Sigurðsson, 13.12.2019 kl. 15:19

8 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður 'Omar!

Eigum við alls ekki að vera ánægðir ef að einhverjir sína að þeir vilji þjóðinni vel sem að miðflokksmenn eru að gera.

Og að búa til eitthvað dæmi ef að framsókn eitthvað.

Er eg mjög ósáttur við

Óskar Kristinsson, 13.12.2019 kl. 16:21

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Þú eins og aðrir verður að sætta þig við að ég skrifa út frá mínum skoðunum og tilfinningu.

Hér á Moggablogginu eru öflugir pennar sem mæra Miðflokkinn, telja hann arftaka hinna borgarlegu sjónarmiða sem áður voru varðveitt í Sjálfstæðisflokknum.

Jæja, ég kann vissulega að meta landvörn þeirra í orkupakkamálinu, og ég tel að sú viðbót sem þeir fengu frá Flokki fólksins, séu einstaklingar sem eru með þeim hæfustu á þingi.

Breytir samt ekki því að ég læt ekki plata mig nema einu sinni og það tókst Sigmundir Davíð að gera fyrir kosningarnar 2013.  Þá sýndi hann sömu hegðun og þeir flokkar sem komu úr stjórnarandstöðunni núna.  Umpólaðist um leið og völdin voru í höfn.

Þess til viðbótar þá stóð Gunnar Bragi vaktina þegar orkupakkinn kom fyrst inní ráðuneyti, og ekki verður séð að hvorki hann eða Sigmundur hafi á neinn hátt hagað sér öðruvísi en núverandi ráðherrar gerðu í aðdraganda orkupakkans á síðasta þingi.

Þannig að þetta er bara mitt mat Óskar sem ég tjái.

Aðrir segja annað, og það er ekki neitt nema gott um það að segja.

En ég tel að harmur þjóðarinnar sé sá að hún er leiðtogalaus í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2019 kl. 19:38

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Þekki Boris lítt, en það er töggur í manni sem lítur út eins og leikari í Harry Potter, og hefur náð að leiða klofinn flokk til sigurs, í máli sem varðar allan hinn vestræna heim.

Því sjálft lýðræði var í húfi, lýðræði er ekki valkostur fyrir elítuna, að það virki aðeins þegar almúginn kýs rétt.

Hitt kemur bara í ljós, en er á meðan er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2019 kl. 19:40

11 Smámynd: Óskar Kristinsson

Þakka þér svarið Ómar, þú et snillingur

Óskar Kristinsson, 13.12.2019 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 1523
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1298
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband