Guð blessi hið frjálsa flæði.

 

Vinnuafls og þjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Það tryggir stöðugt framboð af láglaunavinnuafli sem sættir sig við næstum því hvað sem er.

 

Svo ég vitni í Halldór heitinn Ásgrímsson; "hvað eruð þið að rífast, ef við hefðum ekki þessar starfsmannaleigur (sem þurftu ekki að virða innlenda kjarasamninga því að skammtímavinnuafl taldist vera þjónusta), þá hefði Kárahnjúkavirkjun verið of dýr til að skila samkeppnishæfu raforkuverði til nýrra álvera", eða þannig.  Vísaði Halldór þar til að tilboð Skandia (þá stærsta verktakafyrirtæki Norðurlanda) hefði verið það hátt að Kárahnjúkar hefðu ekki verið hagkvæmir.

Því  norræn fyrirtæki borguðu eftir kjarasamningum.

Og ekki megum við gleyma Páli Péturssyni, þáverandi félagsmálaráðherra, sem sagði eftir að upp komst um þrælaaðbúnað rúmenskra verkamann sem voru að byggja einhverja húnverska rafmagnslínu, að þessar aðstæður hefðu þótt vera vel boðlegar þegar hann fór í göngur á yngri árum.

 

Og raunveruleikinn talar sínu máli, fyrir svona 15 árum síðan, þá var áætlað að um 40% af byggingaiðnaði Óslóar gengi fyrir ódýru þrælavinnuafli hins frjálsa flæði sem kennt er við Evrópusambandið. 

Þó voru Norðmenn harðastir í að virða lög og reglur.

Menn geta ímyndað sér hvernig ástandið var í öðrum löndum, þar sem bókstafurinn var ekki eins heilagur.

Og gleymum ekki að síðan þá hefur ástandið aðeins versnað.

 

Þessar staðreyndir um blessun hins frjálsa flæðis láglaunavinnuafls, er megin skýring uppreisnar almúgans gegn elítunni og ESB.

Því frjáls maður vill ekki vera þræll, ekki ef hann hefur eitthvað um það að segja.

Fólk sem hatar annað fólk, sérstaklega ef það er fátækt eða ómenntað, í daglegu tali kallað góða fólkið, það skilur ekki þessa uppreisn, og kennir hana við lýðskrum eða hægri öfga.

Það eins og yfirstéttin í Róm forðum, alsælt með hið frjálsa flæði hins lægsta samnefnara.

Það er svo alsælt að það passar sig á að setja nógu margar og flóknar reglur til að heiðarlegt fólk hrekist af samkeppnismarkaði. 

Því heiðarlegt fólk, sem virðir kjarasamninga og reglur um aðbúnað, það tapar iðulega fyrir hinum blessuðu sem nýta sér hið frjálsa flæði þræla, þegar lægsta tilboð er tekið.

 

Síðan passar góða fólkið sig rosalega á að fordæma taparana, það heiðarlega fólk sem virðir kjarasamninga, og og stendur við allar sínar skyldur.

Setur það í sama flokk og hina blessuðu, þá sem nýta sér hið frjálsa flæði frá fátækum löndum til landa þar sem kjör og aðbúnaður launafólks eru mannsæmandi, til að brjóta niður hin sömu kjör og aðbúnað.

Þó hinir blessuðu beri ábyrgðina, þá er skuldinni skellt á hina heiðarlegu sem eiga stanslaust undir högg að sækja gagnvart hinu frjálsa flæði þræla samkvæmt heilögum reglum Evrópusambandsins þar um.

 

En fyndnasta er að hlusta á mann eins og Halldór Gröndal, undirmann Gylfa forseta til ótalmargra ára.

Án þess að gera nokkurn ágreining við stefnu Gylfa, sem var stefna Alþýðusambandsins, sem var að lofsyngja hið frjálsa flæði, að lofsyngja frjálshyggjuna kennda við ESB.

Það er eins og að styðja Helförina en gráta síðan beinagrindurnar.

Sá grátur er alltaf falskur nema að hann sé á þeim fagurfræðilegum forsendum að beinagrindur séu ekki fallegar.

 

En fólk sem vill ekki samfélag þar sem þrælar knýja áfram hin lægstu tilboð, verður að átta sig á samhengi hlutanna, að frjálst flæði vinnuafls, þar sem kjarasamningar fátækustu landanna eru viðmið sem má ekki hafna, að það leiðir alltaf til ósigurs hinna heiðarlegu, þeirra sem eru ærlegir og standa við allar sínar skyldur við guð og menn.

Það er óhjákvæmilegt samkvæmt reglum Evrópusambandsins að ætíð skuli taka lægsta tilboðinu.

Sem per se breytir engu í hinu fátækari löndum sambandsins, en gerir gæfumun í þeim ríkari.

Og þó spyrnt sé við ljótustu dæmunum, þá er hitt undirliggjandi, að innlendir verða undir í samkeppninni við hið frjálsa flæði fátæktar og þrældóms.

Þetta er einföld stærðfræðijafna sem raunveruleikinn hefur staðfest, alveg eins og allar tilraunir hafa staðfest jöfnur Einsteins.

 

Svo það er spurningin hver er ógeðið.

Afleiðingin eða sá sem berst fyrir hinu frjálsa flæði?

 

Þó veit ég að á árum áður, þegar verkalýðshreyfingin naut forystu alvöru fólks, sem barðist af heilindum fyrir betri kjörum, að þá hefði þessi spurning aldrei verið spurð.

Því dagurinn sem þrælar í flæði hins frjálsa markaðar hefðu mætt til landsins, það hefði verið dagurinn þar sem Alþýðusambandið hefði gripið til verkfallsvopna, og ekki hætt þeim átökum fyrr en þrællinn hefði fengið sömu kjör og á innlendum markaði.

Og það hefði engu skipt þó ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefði kveðið ótal marga úrskurði um að slík þverska væri brot á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

Því alvöru fólk sættir sig ekki við þrældóm, sama hvert orðskrúðið er, sama hver hugmyndafræðin er.

Og það hefði aldrei stutt slíkt þrælabandalag, sama hvað góða fólkið segði þar um.

 

En það var þá.

Þetta er í dag.

 

Ginningargap er þar á milli.

Nútímanum í óhag.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Þetta er bara hreint ógeð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Ómar, það er alveg með ólikindum að almenningur skuli halda það að ESB sé eitthvað sem sé hagfellt fyrir hann.

kv. hrossabrestur 

Hrossabrestur, 8.2.2019 kl. 19:25

2 identicon

Sæll Ómar

þetta hefur legið undir nefinu á fólki í fjölda ára, veit ekki af hverju menn eru að rumska 

nú allt í einu. Þetta austantjaldsfólk heldur launagólfinu niðri og kjarabaráttan er eftir því.

En þetta er rétt hjá þér Ómar að þetta hefur aukið launabilið heldur en hitt í ESB, 

launafólkið hefur beðið lægri hlut. Í gamla daga var þetta betra þegar Gvendur Jaki og

fleiri réðu ferðinni, og launþegar gátu þó borið vonarkorn í hjarta, sammála því.

Böðvar (IP-tala skráð) 8.2.2019 kl. 20:22

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður pistill Ómar.

Þetta flæðis "ógeð" hefur blasað við iðnaðarmönnum á hverjum degi alla þessa öld og er ein af ástæðum þess að verkmenntun er að deyja út í landinu.

Auk þess sem þessi "þrælahalds stefna" hefur eyðilagt heilbrygð ábyrg afköst með þeim afleiðing reglugerðarfarganið hefur blásið út bókvitinu til góða, sem hefur jafnframt stórhækkað allan kostnað. 

Þetta mun ekki breytast fyrr en frjálst flæði fær veiðileyfi á menntaelítuna, þá mun það sama gerast og nú þegar hefur gerst í sumum ESB ríkjum, gulu vestin verða nógu mörg.

Magnús Sigurðsson, 8.2.2019 kl. 20:53

4 identicon

"En fyndnasta er að hlusta á mann eins og Halldór Gröndal, undirmann Gylfa forseta til ótalmargra ára.

Án þess að gera nokkurn ágreining við stefnu Gylfa, sem var stefna Alþýðusambandsins, sem var að lofsyngja hið frjálsa flæði, að lofsyngja frjálshyggjuna kennda við ESB."

En gott fyrir Halldór að vita að hann þarf ekki að svara erfiðum spurningum því fréttabörnin kunna ekki söguna, nenna ekki að skilja og þora ekki að móðga "mikla" menn.

Esja frá Kjalarnesi. (IP-tala skráð) 8.2.2019 kl. 22:08

5 identicon

Hér hefur ætíð verið stöðugt framboð af láglaunavinnuafli sem sættir sig við næstum því hvað sem er. Hér hefur einnig ætíð verið stöðugt framboð af siðlausum einstaklingum sem miskunnarlaust misnota fólk. Það var allt komið löngu fyrir daga Evrópska Efnahagssvæðisins og er ekki því um að kenna. Þeir sem halda annað lifa í einhverjum draumaheimi þar sem fortíðin og eignarhald atvinnurekenda á verkalýðsforustunni er gleymd.

En það sem kom með Evrópska Efnahagssvæðinu voru strangari reglur um vinnutíma og hvíld, bann við barnaþrælkun og strangari aðbúnaðar og öryggisstaðlar á vinnustöðum. Það að verkalýðsforustan sé áhugalaus um að ekki sé níðst á verkafólki og upptekin af því að auglýsa sjálfa sig með lýðskrumi, rangfærslum og fagurgala er ekki Evrópska Efnahagssvæðinu að kenna. Misnotkun á verkafólki er aðeins möguleg ef við teljum okkur svo sérstök að við getum hundsað lög okkar og reglur Evrópska Efnahagssvæðisins.

Vagn (IP-tala skráð) 9.2.2019 kl. 05:35

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vagn.

Það er mikið á sig lagt að vakna eldsnemma á morgni til að réttlæta níðingskap gagnvart fátæku fólki og það kerfi sem gerir þann níðingsskap mögulegan.  Ég veit ekki hvort fullyrðingar þínar um íslenskan vinnumarkað hér á árum áður stafar af vanþekkingu undgæðingsháttarins eða þú sért viljandi að fara rangt með, en fullyrðingar þínar hér að ofan eru hreinlega rangar. 

Hins vegar er það rétt hjá þér að margt gott er í löggjöf ESB um réttindi og aðbúnað, líkt og það var margt gott í löggjöf Sovétríkjanna sálugu.  Raunveruleikinn er bara annar.

Varðandi ESB kemur tvennt til, það fyrra er rakið hér að ofan, það seinna er að stórfyrirtæki hafa komist út með að útvista framleiðslu sinni til landa þar sem engar kröfur eru gerðar, þeir sem heima sitja, og fara eftir lögum og reglum, lúta því í gras fyrir óheftum innflutningi þrælasamfélaganna.

Evrópska verkalýðshreyfingin hefur barist af alefli gegn þessum neikvæðum afleiðingum hins frjálsa flæðis og hér á Íslandi hefur félagi Ögmundur verið duglegur að upplýsa landsmenn um þau mál. Þess vegna er síðasta setning þín hér að ofan bein lygi, þar sem þú ert að gefa í skyn að þetta sé séríslenskt vandamál.

Og það er ljótt að ljúga Vagn, þó maður skrifi sem nafnleysingi.

Ég myndi ráðleggja þér að fara heim til mömmu þinnar og biðja hana að bursta tunguna uppúr sápulegi, helst níðsterkum lút.

Það lagar yfirleitt svona vandamál.

Kveðja að austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 9.2.2019 kl. 10:22

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar aðrir hér, jafnt með nafni sem og ekki.

Takk fyrir innlitið og athugasemdir.

Magnús, þú ert með naglann, það breytist ekkert fyrr en fólkið sem telur sig vera öruggt, og er með siðgæði á við bananaflugu, það er góða vel menntaða fólkið, fær að upplifa sama ófögnuð.

Og veistu, ég held að þetta sé ein af skýringum þess víðtæka stuðningi sem Donald Trump fékk í Bandaríkjunum, því það voru ekki bara blúkollar sem kusu hann, margar hvítflibbastéttir voru farnar að upplifa á eigin skinni útvistun verkefna, og þá yfirleitt til vel enskumælandi fólks, með ágæta menntun, á Indlandi.

Það var nefnilega ekki fordómar hans eða lygavaðall sem fékk fólk til að kjósa Trump, held að flestum hafi bara þótt hann fyndinn, svona eins og maður glotti á unglingsárunum í saltfisknum þegar maður hlustaði á kjaftinn á gömlu köllunum sem létu ýmislegt flakka, gróft og groddað, missatt, en yfirleitt helv. skemmtilegt.

Fólk trúði honum þegar hann sagðist ætla að taka slaginn við globalismann og gera Ameríku great again.

Hér upplifir góða fólkið ekki frjálsa flæðið á eigin skinni, það fagnar ódýrum tilboðum í opinberar framkvæmdir (alvöru fyrirtæki spyrja hins vegar um gæði) og nýtir sér ódýran vinnukraft, svart til að þrífa skítinn undan sjálfu sér.

En einn daginn mun það breytast, en í millitíðinni megum við ekki láta þau komast upp með orðskrúð skinheilagleikans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2019 kl. 11:18

8 identicon

Ég er ekki að réttlæta níðingsskap gagnvart fátæku fólki með því að benda á að sökudólgurinn sé annar en þú heldur. Persónuleg reynsla af kúgun fyrirtækja á farandverkamönnum og hræðslu verkalýðsfélaga við að styggja fyrirtækin sem áttu staðina stangast á við lofgjörð þína og fortíðarhyggju. Það var oft gott að geta farið þegar aðstæður voru jafnvel verri en þær sem þessum Rúmenum er boðið upp á. En erlenda vinnuaflið var bundið vinnuveitenda með vistarböndum atvinnuleyfis og gat ekkert farið. Pólitísk sannfæring þín og draumórar eru ekki í neinu samræmi við raunverulega reynslu þeirra Íslendinga sem fundu kúgun atvinnurekenda og áhugaleysi verkalýðsfélaga á egin skinni.

Vagn (IP-tala skráð) 9.2.2019 kl. 13:31

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú ert samt af því Vagn.

Það sem þú vísar núna í fortíðinni er frá löngu liðinni tíð, sem gjörbreyttist á 20. öldinni, einmitt vegna baráttu verkafólks og samtaka þess.

Ég er það gamall að ég náði í skottið á þeirri baráttu, og ég veit hvernig þetta var, og hvernig þetta varð.

Allt þetta sem þú ert að reyna að halda fram, var ómöguleiki, alveg þar til Íslendingar tóku upp þjónustutilskipanir ESB.

Og ég er líka það gamall að ég man hvenær þetta breyttist, það var þegar Ítalirnir komu uppá Kárahnjúka, og þó nafn þjóðar þeirra byrjar á Í, þá eru þeir ekki Íslendingar, ekki einu sinni í dularklæðum.

Og þetta frjálsa flæði ásamt reglunni um skylduna að taka lægsta tilboði, sem sannarlega er búið að gjörbreyta stöðu verkafólks um allt efnahagssvæðið, það er með innbyggðan hvata um samnefnara hins lægsta.

Hér fyrir ofan skrifar mætur maður stutta athugasemd um áhrif þessa óskapnaðar á byggingaiðnaðinn, sem hann gjörþekkir.  Þú greinilega skautaðir framhjá athugasemd hans, en lestu hana, og ef þú nærð ekki inntaki hennar, þá getur þú hringt í Magnús. Hann er í símaskránni og á heima í efra.

Síðan skaltu venja þig á að svara rökum með rökum en ekki bulli.

Staðreyndir tala alltaf sínu máli, hversu óþægilegar sem þær eru.  Og það skiptir engu hvort sá sem heldur þeim fram sé kommi eða hommi, krati eða íhald, svartur eða hvítur.

En röklausir menn gera einmitt slíkt að aðalatriði andsvara sinna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2019 kl. 14:03

10 identicon

Staðreyndir tala alltaf sínu máli, hversu óþægilegar sem þær eru. En þú mátt alveg taka sögur biturs fyrrverandi atvinnurekanda sem guðspjall og neita að trúa reynslusögum Íslenskra verkamanna þegar það passar ekki við þína pólitísku sannfæringu. Það er þitt vandamál ef raunveruleikinn er þér minna virði en þín pólitíska trúarsannfæring og rósrauðir fortíðardraumar. Og þó ég sé eldri en þú þá fæddist ég ekki á nítjándu öldinni.

Vagn (IP-tala skráð) 9.2.2019 kl. 14:55

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ hættu þessu bulli Vagn, það er óþarfi að þykjast vera genginn í barndóm til að reyna sannfæra mig um aldur þinn, sem ég dreg stórlega í efa.

Það er staðreynd að hið frjálsa flæði vinnuafls frá fátækari löndum Evrópu hefur stórskaðað kjör og aðbúnað ófaglærðs fólks í Evrópu, svo mikið að evrópska verkalýðshreyfingin sem áður horfði á réttarbætur, horfir núna á afleiðingarnar og gagnrýnir forsendurnar.  Á síðustu árum hefur hún reglulega ályktað þar um og fréttir af því hafa meiri að segja ratað í íslenska fjölmiðla, ekki bara á bloggsíðu Ögmundar Jónassonar.

Á Íslandi eru dæmin mýmörg og blasa alls staðar við fólki út í samfélaginu.

Að rugla eitthvað með að þetta tengist einhverjum bitrum fyrrverandi atvinnurekanda er aðeins tilraun til að toppa fyrri vitleysu.

Síðan er uppreisn verkamannastéttarinnar í Evrópu eins og í Bandaríkjunum staðreynd.  Fólk reynir að kjósa sig frá þessum reglum.

Síðan ætla ég að benda þér á það að ef þú þarft að eltast við rökleysur í málflutningi þínu þá er miklu kúlara að segjast ekki tala við negra eða annað litað fólk, það viti aldrei neitt hvað það segir, þú hafir lesið það í sögunni um litla Svarta Sambó.

Það sýnir þó frumleika og kjark.

En ekki detta í sama farið og kommarnir í gamla daga sem afneituðu myndum úr Gúlaginu því þær var ekkert að marka, því helv. Mogginn birti þær.

Enn og aftur, það er ljótt að réttlæta níðingsskap og nútíma þrælahald, og það er ljótt að ljúga ástandi sem er bein afleiðing af leikreglum evrópska efnahagssvæðisins uppá eitthvað sem er séríslenskar aðstæður.

Ráðlegg ennþá lútinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2019 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 244
  • Sl. sólarhring: 353
  • Sl. viku: 409
  • Frá upphafi: 1320252

Annað

  • Innlit í dag: 225
  • Innlit sl. viku: 367
  • Gestir í dag: 222
  • IP-tölur í dag: 220

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband