Vanur maður lofar bót og betrun.

 

Og það er kannski kjarni þessarar umræðu ef hún á að vera til góðs.

Að fólk taki sig taki og reyni að breyta því sem viðgengist hefur.

Það viðtekna er nefnilega engin afsökun, og ekkert breytist ef enginn stendur upp og segist ætla að reyna breyta, sjálfum sér, en ekki öðrum.

 

Við skulum líka gera okkur fulla grein fyrir að fleiri afhjúpuðu sig en hinir hleruðu á Klaustri.

Og þá er ég ekki að tala um alla þá í netheimum sem gripu fegins hendi þessa hlerun til að tala illa um annað fólk.  Það er bara svo af einhverju ástæðum að fólk telur sig mega í netheimum sýna verra innræti en það fólk sem það skammar fyrir sinn innri mann.

 

Stór hópur þingmanna leit á þessa uppákomu sem gæs sem þyrfti að grípa, til að koma höggi á pólitíska andstæðinga, eða til að gera upp gamlar sakir.

Vissu menn til dæmis um tilurð allra þessara framsóknarfélaga sem kepptust við að senda til fjölmiðla staðla fordæmingu á hinni hleruðu hegðun, og alveg óvart voru þau flest úr kjördæmi formanns flokksins.  Formanns sem er örugglega vandaður maður orða sinna, en það breytir samt ekki þeirri staðreynd að til að verða formaður þurfti hann að vera ómerkingur orða sinna.

Bláedrú.

 

Það er síðan ekkert sem afsakar þingmenn sem nýttu helgina til að undirbúa sig fyrir fyrsta þingfund eftir hlerunina til að renna í gegn spólu með Einræðisherranum eftir Chaplin, til að ná töktum fagmanna í múgæsingu.

Og fasisma.

Því það er klár fasisma að öskra á afsögn samþingmanna sinna fyrir þær einu sakir að hlusta á tal drukkinna manna við barborð í öldurhúsi í Reykjavík.

Og það er ekki afsökun að vera svo lítill í sjálfi að telja að ef hrópað sé nógu hátt úr ræðustól að þá er hugsanlegur möguleiki að fjölmiðlarnir sem æsa upp múgæsinguna, launi hrópin með örskoti í næsta fréttatíma.

Það er aðeins stundarfrægð forheimskunnar.

 

En þeir sem féllu fyrst og síðast á prófinu, voru fjölmiðlar.

Framan af var það snilldin ein hvernig Stundin herti smán saman tökin þar til hinir forhertu játuðu syndir sínar. 

Viðurkenndu verknaðinn, og viðurkenndu að þeir áttu ekki málsbætur.

Og öxluðu ábyrgð.  Á sinn hátt, hvort sem fólk er sammála eður ei um hvort nóg hafi verið gert.

 

Síðan hætti þetta vera fyndið.

Þegar búið var að afhjúpa skúrkana, og þeir höfðu gengist við orðum sínum og gjörðum, þá var ekki hægt að réttlæta frekari tilvitnanir í hlerað einkasamtal með vísan í einhverja almannaheill.

Fagleg fréttamennska breyttist í slúður og sorp.

Og það er miður.

 

Kannski ekki úr háum söðli að detta fyrir marga fjölmiðla, en a.m.k hefur Morgunblaðið ekki skilgreint sig fram að þessu sem slúðurblað eða sorprit.

Það er slúður að slá upp endalausum fyrirsögnum um hvað þessi og hinn sagði fullur, hvort sem það var á bar eða uppí rúmi.

Það er sorp að bera rangar sakir á fólk.  Að nýta sér tækifærið að meintur glæpur er talinn það óviðfeldur að það geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér.

 

Ekki eins og það hafi ekki verið reynt að lúshlusta hlerunina til að finna eitthvað óviðurkvæmt sem Ólafur Ísleifsson  hefði sagt, en ekkert fannst.

Ekkert.

Samt er alltaf talað um sexmenningana og orðbragð þeirra um konur, fatlaða, samþingmenn.

Eins og siðareglur The Sun séu þau viðmið sem íslenskt fjölmiðlafólk telji sér skylt að heiðra, og telji þau viðmið jafnvel of ströng á köflum.

Hvað sagði síðan Karl, hvað sagði síðan Anna??

Er það svo að fjölmiðlafólk okkar megi haga sér eins og svín ef það telur sig geta selt, eða getað komið höggi á fólk sem eigendum fjölmiðla þess telja að að þurfi að höggva, vegna annarlegra hagsmuna þeirra??

 

Hvar eru mörkin??

Hvenær breytist lýðræðið í skrílræði??

 

Það eru nefnilega fleiri maðkar í mysunni en virðast við fyrstu sýn.

Kveðja að austan.


mbl.is Vilja nota málið til að bæta sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar !

Veltum fyrir okkur: skyndilegri tilurð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í stjórnmálunum.

Hafði áður - staðið sig sæmilega, í fréttamennzku hjá Ríkisútvarpinu, t.d.

Ofmetnazt síðan: eða er uppskrúfaður til meintra hæfileika til stjórnunarstarfa á landsvísu:: mögulega, fyrir tilverknað einhvers hins lúmskazta manns, sem komið hefur að seinnitíma stjórnmálum, hérlendis:: Gunnlaugs föður hans Sigmundssonar m.a., hver fékk Ratsjárstofnun forðum til að braska með / sem síðar leiddi til Kögunar tilbúningsins víðkunna, en þar gáfu Halldór Ásgrímsson og Jón Baldvin Hannibalsson Gunnlaugi og vinum hans, algjörlega frjálsar hendur til æfintýra hans, en síðan hafa flestir hugsandi menn velt fyrir sér, skyndilegri auðlegð Gunnlaugs Sigmundssonar á sínum tíma, sem mörgum þótti ekki / og þykir ekki enn:: einleikin.

Að minnsta kosti - hefur komið á daginn, að Sigmundur Davíð hefur reynst algjör ómerkingur til mannlegra samskipta, hvað þá:: að hann hafi burði til, að veita einhverjum stærri viðfangsefnum nokkra þá forstöðu, sem hægt er að gera kröfur til, hvað þá: á landsvísu.

Eða: hvar er viðletni Sigmundar Davíðs / sem og Miðflokks hans að finna, til að koma Ásmundi ökumanni Friðrikssyni Benzínþjófi, sem og sam- þingmanni þeirra:: hinum illræmda Steingrími J. Sigfússyni húsnæðis kostnaðar þjófi til nokkurra refsinga (allar götur: frá árinu 1983) hvorir tveggju, Ásmundur og Steingrímur, auk ýmissa annarra þingmanna, hafa fengið að valza um fjárhirzlur alþingis eftir hentugleikum sínum sem kunnugt er, þar:: hefur Björn Leví Gunnarsson Pírati þó reynt að standa í stykkinu gagnvart þessum mönnum, sérílagi Ásmundi, enn sem komið er, en Sigmundur Davíð algjörlega áhugalaus um, enda, ..... hvar auður hans virðist ótakmarkaður, skiptir Tuga Milljóna Króna hnupl Steingríms J., undir vernd og yfirskyni SJÁLFTÖKU reglna alþingis, sem og Benzín peninga þjófnaðir Ásmundar Sigmund, EKKI 1 EINASTA máli í huga Sigmundar Davíðs, síðuhafi góður.

Nú er komið á daginn - að fullveldisvæðing Íslands, í Desemberbyrjun 1918 / sem og hin hörmulega Lýðvbeldisstofnun í Júní 1944, hafa reynst landsmönnum hin allra mestu tjón, sé litið til, hvering innfæddir þjófar og ribbaldar ýmiss konar, hafa leikið okkur samlanda sína, Ómar minn.

Vinnubrögð 6menninganna á dögunum: eru einfaldlega Mícró millimeters brotabrot, af öllum þeim scandölum, sem við höfum upplifað, Austfirðingur góður, eða, sjáum tilburði : Bjarna Benediktssonar, sem og þeirra Katrínar Jakobsdóttur (lesizt: Steingríms J. Sigfússonar), svo og Sigurðar Inga Jóhannssonar, dags daglega,, þeim hlutum til sönnunar.

Með beztu kveðjum - engu að síður, austur í fjörðu, af Suðurlandi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.12.2018 kl. 13:08

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Skeleggur sem fyrr Óskar.

Svona til að fyrirbyggja misskilning að þá hef ég ekki í eina mínútu komið Sigmundi til varnar í þessum pistlum mínum, það er ekki mitt hlutverk.

Svo ég dragi það saman sem ég fjalla um;

-þá er í fyrsta lagi lag að knýja þingmennt til að sýna iðrun með því að bæta úr þeim skömmum og skaða sem þeir hafa valdið þjóð sinni og sérstaklega þeim sem höllum fæti standa, til dæmis með því að sýna einhvern lit á að koma til móts við samtök öryrkja um að afnema krónu á móti krónu skerðinguna.

-í öðru lagi þá er í hópi þessara sexmenninga einstaklingur sem ég tel að hafi vit og þekkingu til að láta gott að sér leiða, og hefur þegar sýnt tilþrif í þá átt.

-í þriðja lagi þá leiðist mér persónuofsóknir, hvað þá þegar misjafn sauður nýtir sér svona atburði til að upphefja sjálfan sig.

Varðandi þetta þriðja lagi þá raðpistlaði ég þegar Geir einn var tekinn fyrir, þá töluvert stílbrot miðað við markhóp bloggsins.

Aðrir nálgast hlutina á annan hátt, og þú ert einn af þeim Óskar sem virkilega kann að beita stílvopninu til að hirta meinta drullusokka sem og þá sem þú telur ganga erindi auðs og sérhyggju.

Það er vel, það er nauðsynlegt að einhver kunni að nýta íslenska tungu í stríðinu við helför auðsins.

Ég hins vegar er eins og ég er.

Og þannig er það bara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.12.2018 kl. 13:30

3 identicon

.... nei nei: Ómar minn. 

Fjarri því - að ég teldi þig til aðdáenda Sigmundar Davíðs og þessa furðulega fólks, sem honum fylgir að málum.

Aldeilis ekki: en, ...... fróðlegt verður að vita, hvenær sá dagur upp rynni, að landsmenn tækju á sig rögg, og köstuðu þessu ofur launa- og sérréttindaliði alþingis og stjórnarráðs, fyrir róða ?

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.12.2018 kl. 13:48

4 identicon

Drengir, í guðanna bænum hættið að falla fyrir áróðurstækni kínverska kommúnistaflokksins, eða viðlíkra, með tali um einhverja sexmenninga.  Það gera bara stundin dv eyjan og RÚV ohf.  Aðeins tveir voru með sorakjaft.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.12.2018 kl. 13:54

5 identicon

Nú ber það til tíðinda að bresk blöð vitna nú til orða Margrétar Thatcher þar sem hún sagði það umbúðalaust árið 2001, að ESB væri framhald nasisma þriðja ríkisins.  Taktíkin væri að kn3setja hvert smáríkið á fætur öðru.  Þeim virðist ganga það vel hér á landi, með dyggum leppshætti innlendra fjölmiðla og samsekrar valdaelítu.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.12.2018 kl. 14:10

6 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Símon Pétur frá Hákoti !

Sem: sannur fylgjandi Kúómingtang hreyfingar Kínverska Lýðveldisins (á Taíwan):: liðsmanna Chiang´s Kai- shek heitins Herstjóra (1887 - 1975), eru nú harðla litlar líkur á, að ég falli fyrir einhverjum trompum, ættuðum frá hinni Kommúnízku Peking stjórn eða öðrum plássum, Símon minn.

Ómar síðuhafi - mun svara þér, af sinni einarðlegu kostgæfni, fyrir sína hönd.

Símon Pétur !

Þú getur ekki: umfram NEINA AÐRA, svarið fyrir villimennzkuna og siðleysið, sem uppi veður á hinu bölvaða þingi / og gildir algjörlega einu, hvort 2 eigi í hlut eða 20 eða fleirri, Símon minn Pétur frá Hákoti.

Það er óhætt - að fletta ofanaf viðbjóðnum:: hvar, sem hann er að finna, ágæti drengur !!!

Ekki síðri kveðjur: öðrum og fyrri /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.12.2018 kl. 14:14

7 identicon

Hún vitnaði til orða Adolfs Hitler frá 1943, þar sem hann sagði sögulega nauðsyn fyrir Evrópu að gera smáríkin undirsett fyrir hagsmuni Evrópu (lesist: Stór-Þýskalands nasismans).

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.12.2018 kl. 14:18

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit það ekki Óskar, en ég veit að breytingin kemur innan frá, hún er hugmyndafræðilegs eðlis, tekur á trú og sið.

Verður þegar mæður þessa heims átta sig á að lífið sem þær ólu er í húfi.  Þá fylgja karlfauskarnir á eftir.

Kæri Símon, það vill svo til að það voru sex á Klausturbarnaum, annars þar sem ég hef reglulega rekist á þig hér í athugasemdarkerfinu, þá reikna ég með að þú hafir lesið pistla mína.

Og ættir því manna best að vita að athugasemd þín er dálítð spúkí.

En var tilefni frekar stílbragða frá okkar mæta baráttjaxli á Suðurlandi.  Og slíkt er ekki til skaða.

Það held ég nú.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 5.12.2018 kl. 14:32

9 identicon

Það er rétt ágæti Ómar, að þú gerir glöggan greinarmun, og er það vel sem pistlar þínir hafa margsinnis og ítrekað sýnt.  Og bið þig því afsökunar á því. Jú, vissulega voru sex manneskjur til staðar, en það voru greinilega mun fleiri og þeir hinir fleiri þjóna hjarðeðli fjölmiðlanna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.12.2018 kl. 15:50

10 identicon

Og rétt er það einnig hjá Óskari, að það er rétt að fletta ofan af öllum viðbjóðnum.  Við virðumst komnir á þann tímastað að vargöldin ríki, og vígöldin framundan, en þá reynir á að allt heiðarlegt standi vaktina og láti ekki undan illskunni.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.12.2018 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband