Mikill er máttur peninganna.

 

Þeir geta jafnvel fengið faglega stjórnsýslunefnd vega heilu byggðarlögin.

En þeir geta samt ekki fengið fólk til að hverfa.

Og þeir sem eiga lífsafkomu sína undir, þeir ljúga ekki um hluti sem auðvelt er að sannreyna.

 

Það var ákaflega auðvelt fyrir Ruv. að bera fullyrðingar lögmannsins undir heimamenn fyrir vestan, fyrir utan eitthvað sem heitir hlutleysi og fagleg vinnubrögð, þá eru nefgjöld íbúanna þar hærri en þeirra örfáu auðmanna sem standa að aðförinni að byggðinni þar.

Peningar gátu kannski keypt allt fyrir Hrun, en það er ekki svo í dag.

Fólk hverfur ekki, Ruv á ekki að láta lögmann komast upp með að ljúga í beinni útsendingu, og stjórnsýslunefnd á ekki að vera handbendi auðmanna.

 

Ekki í dag.

Það er 2018, ekki 2008.

 

Og við sem eigum heima á landsbyggðinni erum líka fólk.

Alveg satt.

Kveðja að austan.


mbl.is Gera athugasemdir við frétt RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Óttar Ingvason er sonur Ingvars Óttarssonar, sem á sínum tíma gekk berserksgang gegn landeigendum Haffjarðarár og hafði betur, í krafti fjármagns og ótrúlegrar mannvonsku og skíthælshátts. Vann fyrir þetta eitt sinn og á þeim tíma sá ég ekkju neitað um bætur að eiginmanni sínum látnum, því hann hafði ekki tilkynnt veikindi sín. Skítapakk á heimsmælikvarða.

Halldór Egill Guðnason, 7.10.2018 kl. 02:24

2 identicon

Fyrst hægt er að setja neyðarlög á verkföll þá hlýtur hér að vera komin forsenda til að setja á neyðalög sem bjarga þesumm byggðum frá að fara í eyði

eða eru mikilvægir innviðir Íslands bara flugfélög sem þjóna suð-vestur horninu

Grímur (IP-tala skráð) 7.10.2018 kl. 08:31

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Ég þekki ekki til persóna leiksins, en ég veit að allavega Lilli klifurmús hefði tekið varann á orðum lögmannsins, hann þekkti sitt fólk.

En við þurfum dálítið að gæta okkur þegar stóru orðin eru notuð gegn nafngreindum einstaklingum, það er viss klemma fyrir mig ef ábyrgðarmenn Moggabloggsins fá kvörtun.

En ég veit allavega að ég varð kjaftstopp þegar ég hlustaði á lögmanninn og skil ekki af hverju fréttarmaðurinn varð það ekki líka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.10.2018 kl. 09:15

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Ég held að það sé á hreinu að eitthvað verði gert, með tilheyrandi rammakveini fyrir sunnan.  Því þar er það bjargföst sannfæring góða fólksins að ekki sé verið að díla með líf og limi fólks.  Í besta falli segir það að þetta séu bara eintómir útlendingar, jafnvel Pólverjar.

Það er ljóst að þetta mál er flókið, það takast á þarna miklir hagsmunir.  Hvort hægt sé að samræma þá, eða hvort þeir séu yfir höfuð samræmanlegir veit ég ekki.  Við megum ekki gleyma því að það eru margir sem vinna við að gæda hina erlendur milljónamæringa sem nýta laxveiðiár okkar. Síðan ber okkur siðferðisleg skylda til skila landinu nothæfu til næstu kynslóðar, með allavega eitthvað að náttúru landsins lítt snortið eða ósnortið. 

Hvar mörkin eru dregin milli þess og þess að byggðir fái að nýta gæði sín til að komast að í hinni hörðu lífsbaráttu samfélaganna er ekki svo einfalt að skera úr um. 

En það á ekki að gera það einhliða, á þann hátt að sá ríki kaupi upp kerfið til að leggja hina niður. Það er ekki vitglóra í úrskurði kærunefndar, og það er enginn svona heimskur frá náttúrunnar hendi.

Síðast þegar ég vissi erum við lýðveldi, ekki peningaveldi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.10.2018 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 1524
  • Frá upphafi: 1321532

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1299
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband