Uppgrip hjá vinnumönnum breta.

 

Eftir ládeyðu hins dæmda málstaðar, þar sem hornsteinninn sjálfur, dómstóll EES, dæmdi ICEsave kröfu þeirra ólöglega, að hún væri með þar með bein fjárkúgun, þá heyrðist ekki lengi í þessum launuðum vinnumönnum breta.

Sem sögunörd, þá má alveg benda á samsvörun þess sem gerðist á árum áður, þegar bretavinna var sú sem gaf mest af sér, en hokur til sjávar og sveita varð í gras að lúta.

Svo kom Kaninn, svo kom hið efnahagslega sjálfstæði, svo kom innlend velferð og velmegun,og svo kom Hrunið.

Og þá varð uppgripið hið síðara hjá vinnumönnum breta.

 

Saga sem við þekkjum öll, ósigur þeirra, það er bretavinnumanna, tryggði framtíð þjóðarinnar, það er ef við viðurkennum þá skilgreiningu að þjóð sé fólkið sem býr í landinu, en ekki aðeins velferð og viðgangur hinna Örfáu auðmanna. 

Auðurinn tapaði, en í raun var það vegna þess að handbendi hans, sem kenndu sig við bretavini í ICEsave deilunni, höfðu ekki erindi sem erfiði. 

Þjóðin var ekki svag fyrir skuldaþrældómi

 

Greyin!!

Hvað er ömurlega í þessu lífi en að vera lúser??

Höfum við ekki öll mótast af bandarískri filmmenningu þar sem sá sem ekki vann var ekki til??

Og slæmt er það að þjóna svo illa að salt í grautinn þurfi að koma frá vinnu, ekki föðurlandssvikum.

 

Já, aumingja þeir.

 

En þeir lifðu, sveltir, en lífið er seigt, og það lögmál gildir líka um þá sem svíkja.

Svo kom Hannes, og sagði sögur af því sem gerðist þegar bresk stjórnvöld reyndu að skuldaþrælka okkur hin, okkur sem voru ekki hluti af elítu hinna ofsaríku auðmanna eða þjóna hennar.

Sögur sem gætu verið sannar, eða gætu það ekki.

Þeir sem vita betur geta þar um dæmt.

 

Nema að hinir gleymdu, þeir sem sviku, þeir sem unnu fyrir auðinn og studdu aðför hans að tilveru okkar, okkar sem eru þjóðin, þeir sáu bita, jafnvel kjötbita, og trúðu að sveltið væri að baki, það svelti sem stafar að því að náunginn, að borgarinn hendir ekki fæðu í þá sem vilja henni illt.

Og rammakveinið skekur þann hluta Netheima þar sem fólkið sem þykist vera á móti, deilir skoðunum sínum af hverju það er á móti. Og að var eins og það hefði beðið eftir skýrslu Hannesar, þvílík var gleðin.

 

Og þegar ekkert er barist, þegar menn lúta fyrirfram í gras í uppgjöf gegn framrás alræðis hinna Örfáu, kennd við frelsi Auðsins, þá er Hannes, og lífsbjörg hans, eldsneyti í bál sem enginn sá. 

Allra síst auðurinn sem ógnar velferð og framtíð barna okkar.

Bál sem vinnumenn breta kynda.

 

Hvað getur maður sagt um þá??, nema kannski að benda á þá staðreynd að ákafi þeirra eftir umbun, afhjúpar þeirra raunverulega eðli??

Og hvað er eftir af Sósíalistahreyfingu Íslands, þeirri sem kom góðri konu að í borgarstjórn, og fékk rödd í Eflingu??

Gunnar Smári er málaliði auðsins, feitur sem slíkur, og núna fær hann borgað fyrir að eyðileggja ógnina frá vinstri.

Afhjúpaði sig samt sem vinnumann breta í þessari færslu sinni;

 

„Merkilegt hvað þessir hlunkar í Sjálfstæðisflokknum vilja mikið að annað fólk biðji þá afsökunar. Hvað með að Hannes og hlunkarnir bæðu sjálfir afsökunar á nýfrjálshyggjunni, einkavæðingu bankanna, tilfærslu á kvótanum til örfárra, lækkun og afnámi á sköttum á hin ríku, slælegu skatteftirliti með tilheyrandi stórþjófnaði hinna efnameiri, aukinni skattheimtu á láglaunafólk og lífeyrisþega, eyðileggingu félagslega húsnæðiskerfisins, húsnæðiskreppunni, Hruninu, niðurbroti velferðar- og heilbrigðiskerfisins svo stór hópur hinna fátækustu neitar sér um læknisþjónustu, ótímabærum dauða fólks vegna þessa og þeirri tilgangslausu þjáningu, fátækt og niðurlægingu sem nýfrjálshyggjan hefur þröngvað á hin verst settu. En líklega mun enginn kalla eftir afsökun frá Hannesi, fólk hefur ekki tekið mark á honum á þessari öld. Afsökun frá honum er álíka mikils virði og skýrslan sem hann var að skila. Einskis. Hún hefur neikvætt gildi, kostnaðinn við að farga henni.“

 

Allt rétt, en ekkert íslenskt við þessa lýsingu.

Lúserinn er hið vestræna samfélag, en hví er hið algilda heimfært á lókal aðstæður á Íslandi??, hver glæpur hins íslenska borgaraflokks??

Fyrir utan að hafa ekki haft þrek til að koma þjóðinni í ESB??

 

Jú!!, málaliðinn er ekki heimskur, sökin er ekki fjárkúgarana, ekki hinna Örfáu sem við kenndum við Útrásaravíkinga, sökin er þeirra sem spiluðu með.

Og þeirra er Sökin, vissulega, en þeir voru ekki gerendur málsins.

 

Kerfið féll hjá okkur eins og öðrum, en fall þess var ekki skýring hinnar bresku fjárkúgunar, hennar er að leita í aðstæðum hins breska fjármálakerfis haustið 2009.

En vinnumenn breta sjá sér hag í að skrifa söguna uppá nýtt.

Sveltið knýr þá áfram, hvort sem það er aur í vasann, eða þráinn eftir atkvæðum sem gera þá gildandi á ný.

 

Gott og vel, eigi skal lítið gert úr þeim sem björgina þrá.

En þegar málaliði auðsins, vissulega tungumjúkur, knýr áfram hið meinta andóf þess hluta verkalýðshreyfingarinnar sem ræðst gegn sjálftökunni og misskiptingunni, hvert er þá inntak þeirrar baráttu??

Og svarið er einfalt.

Ekkert.

 

Auðurinn veit sínu viti.

Og handbendar hans eru ekki aðeins keyptir, hinir viljugu sem vilja koma höggi á Sjálfstæðislokkinn, eru margfalt fleiri, þeir eru eins og asninn sem þurfti gulrót, en í þeirra tilviki þá þurfti aðeins að benda, viljinn til að gera þjóðinni illt var sterkari en hvötinn til að verna lífið sem þeir ólu.

Þrælar auðs og auðmanna.

 

Hjá þeim er Hannes guðsgjöf.

Hjá þeim er Málaliðinn sá sem stríðinu stjórnar.

 

Enda þarf auðurinn ekkert að óttast.

Hann stjórnar jú stríðinu.

 

En hví spilum við með??

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Kenna öðrum um hrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þann 6. október kl. 13:00 verður málstofa í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni "Getum við nú rætt Icesave?". Hvet alla áhugasama til að mæta.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2018 kl. 18:17

2 identicon

Sæll Ómar,

allt saman satt, skýrt og rétt. 

En um hvaða málstofu er Guðmundur að ræða? Klikkaði ekki nánast allt háskólasamfélagið á tímum Icesave,

fyrir og meðan á því stóð og eftir, meðan hér var barist gegn ósvinnunni?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.9.2018 kl. 18:43

3 identicon

Jæja já, fróðlegt að sjá, eða ekki?:

Getum við nú rætt Icesave?

Ekkert einstakt mál gagntók íslensku þjóðmálaumræðu jafnmikið í kjölfar fjármálahrunsins 2008 og deilan um ábyrgð Íslendinga á innlánsreikningum útibúa íslenskra banka í Bretlandi og Hollandi. Í málstofunni verður Icesave-deilan og áhrif hennar skoðuð frá sjónarhorni heimspeki, siðfræði, sagnfræði, lögfræði, hagfræði og stjórnmálafræði. Meðal þeirra spurninga sem glímt verður við eru:

Hamlaði Icesave-málið því að þjóðin drægi lærdóma af hruninu og hver voru áhrif þess á þróun stjórnmála og samfélags? Voru siðferðilegar hliðar málsins vanmetnar?

    • Vilhjálmur Árnason (Háskóli Íslands): Icesave og lærdómar af hruninu

    • Guðmundur Hálfdanarson (Háskóli Íslands): Icesave og ábyrgð þjóðar

    • Stefanía Óskarsdóttir (Háskóli Íslands): Áhrif Icesave á stjórnmálaþróun eftirhrunsáranna

    • Guðrún Ögmundsdóttir (Seðlabanki Íslands): Hvernig komum við í veg fyrir annað Icesave?

    Kl. 14.30-15.00: Kaffihlé

      • Sævar Ari Finnbogason (Háskóli Íslands): Siðferðileg ábyrgð og lýðræðið: hvað má læra af Icesavemálinu?

      • Margrét Einarsdóttir (Háskólinn í Reykjavík): Icesave – áhætta borgar sig?
        dósent í lögfræði

      • Markús Þórhallsson (Háskóli Íslands): „Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn, hr. Brown“

      Málstofustjóri: Vilhjálmur Árnason (Háskóli Íslands)

      Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.9.2018 kl. 18:48

      4 identicon

      Guð laun að þetta fólk kjósi sér nú að tjá sig um Icesave, hvar voru þau þá?  Inn í fílabeinsturninum?

      Kúbu Gylfi og Co.?:

      LISTI YFIR ALLA FYRIRLESARA

        • Ásgeir Brynjar Torfason: Uppbygging bankakerfis á gömlum rústum – hvaða hönnunarforsendum var breytt?

        Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.9.2018 kl. 19:07

        5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

        Þetta virðist allt vera enn á villigötum. Enginn virðist ætla að fjalla um þá staðreynd að það vara allan tímann ólöglegt að klína ríkisábyrgð á þetta. Svo virðast skipuleggjendur ekki hafa gert neinn reka að því að fá viðmælanda á ráðstefnuna úr hópi okkar sem stóðum að því að fella samningana.

        Sama tilhneiging sést á því að ein málstofan snýst um heilsu og líðan barna og starfsfólks fjármálafyrirtækja og sveitarfélaga í kjölfar hrunsins. Aftur á móti á ekki að fjalla neitt um heilsu og líðan þolenda aðfara bankamanna gegn heimilum þeirra, eða barna þess fólks, í kjölfar hrunsins. Hversu galið er það eiginlega?

        Öryrkjabandalagið hefur notað slagorðið "ekkert um okkur án okkar". Þetta er miklu verra því það er ekki einu sinni neitt "um okkur" á þessari ráðstefnu, hvorki með né án.

        Allt ber þetta merki einhverskonar sjálfshátíðar fyrir fræðimenn og áhrifafólk sem var sjálft þáttakendur, jafnvel gerendur, í hruninu og eftirmálum þess.

        Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2018 kl. 19:14

        6 identicon

        Varðandi aths nr. 5, Guðmundur, þar hittirðu naglann lóðbeint á höfuðið:

        Allt ber þetta merki einhverskonar sjálfshátíðar fyrir fræðimenn og áhrifafólk sem var sjálft þáttakendur,

        jafnvel gerendur, í hruninu og eftirmálum þess.

        Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.9.2018 kl. 19:22

        7 Smámynd: Ómar Geirsson

        He, he Símon frá Hákoti, las athugasemd Guðmundar og afritaði kjarna málsins;

        "Allt ber þetta merki einhverskonar sjálfshátíðar fyrir fræðimenn og áhrifafólk sem var sjálft þáttakendur, jafnvel gerendur, í hruninu og eftirmálum þess.".

        Alltí góðu að hnykkja á því sem vel er orðað.

        En við höfum rætt áður afhverju EKKERT kemur úr Andófi þess fólks sem kennir sig við að vera á móti.  Það greip feginshendi skýrslu Hannesar, og notaði hana sem skálkaskjól í að vega að Hannesi, en alvara málsins, fjárkúgunin sem stór hluti elítu okkar studdi, er ekki einu sinni aukaatriði, heldur ekkert atriði.

        Og afhjúpar það, en ekki Hannes. 

        Enda hefur Hannes aldrei hjúpað sig neinum leyniklæðum.

        Það er ekki von þó Auðurinn ráði. 

        Kveðja að austan.

        Ómar Geirsson, 26.9.2018 kl. 21:23

        8 identicon

        Bið síðuhafa afsökunar á að hafa gleymt mér vegna málþings Icesave og ESB vina.  En vitaskuld eru þeir af sama sauðarhúsi (og í nokkrum tilfellum þeir sömu) og ráðast nú á Hannes og fyllast gríðarlegri Þórðargleði til að fela eigin undirlægjuhátt.  Og kunna ekkert annað.

        Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.9.2018 kl. 21:47

        9 Smámynd: Jón Valur Jensson

        Vil í fljótri yfirferð sérstaklega taka undir athugasemd Guðmundar Ásgeirssonar hér, nr. 5.

        Jón Valur Jensson, 27.9.2018 kl. 02:09

        10 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu er landið de facto í Evrópusambandinu án þess að hafa þar atkvæðisrétt.

        Enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

        Og Mörlenska þjóð"fylkingin" hefur nær ekkert fylgi. cool

        Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 09:32

        11 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

        "Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

        Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

        Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 09:35

        12 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

        Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

        Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

        Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 09:36

        13 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

        Schengen-samstarfið

        Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 09:37

        14 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Vald íslenska ríkisins var framselt til Brussel með aðild ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu fyrir aldarfjórðungi.

        Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

        Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

        Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 09:41

        15 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

        Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

        Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 09:42

        16 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

        Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002

        Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

        "Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

        Jarðalög nr. 81/2004

        Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 09:44

        17 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

        23.11.2010:


        "Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

        "Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

        "Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

        Eignarhlutur Kínverjanna er
        um 44%, beint og óbeint.

        Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

        Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 09:46

        18 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Lög og reglugerðir sem gilda um innflutning dýraafurða:

        Reglugerð nr.
        1043/2011 um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og dýraafurðum í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins."

        Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.

        Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 09:49

        19 Smámynd: Þorsteinn Briem

        28.8.2009:

        "Alþingi. 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt.

        Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi."

        "Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."

        Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 09:52

        20 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.

        "Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans í Bretlandi og Hollandi."

        "Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

        Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

        Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 09:54

        21 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Bjargvætturin":

        Ólafur Ragnar Grímsson
        í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

        "No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

        "I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many."

        Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 09:58

        23 Smámynd: Ómar Geirsson

        Takk fyrir innlitið Jón Valur.

        Sem og þakkir til þín Steini, en það er samt tvennt.

        Mér þætti vænt um að þú þjappaðir innslögum þínum saman, maður getur orðið þreyttur að skrolla svona langt niður, og það er nákvæmlega ekkert að því að hafa skoðanir á mönnum og málefnum, en mér leiðist svona persónuníð eins og kemur fram hjá þér í athugasemd 22, það hlýtur að vera hægt að tjá sig á annan hátt.

        Hafðu þetta á bak við eyrað.

        Kveðja að austan.

        Ómar Geirsson, 27.9.2018 kl. 10:50

        24 Smámynd: Jón Valur Jensson

        Vegna sífelldra raðinnleggja Steina Briem:

         

        Brussel þjónarðu, briemarinn,

        og breimar eins og læða.

        Áróðursbragur er allur þinn

        Evrópusambandsræða.

         

        Jón Valur Jensson, 27.9.2018 kl. 17:58

        25 Smámynd: Ómar Geirsson

        Takk Jón Valur.

        Það er alltaf fengur af góðri vísu.

        Kveðja að austan.

        Ómar Geirsson, 27.9.2018 kl. 18:34

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Um bloggið

        Ómar Geirsson

        Höfundur

        Ómar Geirsson
        Ómar Geirsson
        Apríl 2024
        S M Þ M F F L
          1 2 3 4 5 6
        7 8 9 10 11 12 13
        14 15 16 17 18 19 20
        21 22 23 24 25 26 27
        28 29 30        

        Nýjustu myndir

        • Screenshot (49)
        • Screenshot (49)
        • ...img_0104a

        Heimsóknir

        Flettingar

        • Í dag (24.4.): 42
        • Sl. sólarhring: 229
        • Sl. viku: 1601
        • Frá upphafi: 1321493

        Annað

        • Innlit í dag: 33
        • Innlit sl. viku: 1361
        • Gestir í dag: 30
        • IP-tölur í dag: 30

        Uppfært á 3 mín. fresti.
        Skýringar

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband