Hvað er virðulegt við Landsrétt??

 

Dóm þar sem allavega fjórir dómarar þekkja ekki muninn á réttu og röngu, hafa ekki siðferði til að hafna flokkspólitískri skipan.

Dóm þar sem hluti dómara er beintengdur viðskiptalífinu og þeirrar hugmyndafræði græðgi og sjálftöku sem hefur arðrænt þjóðina á þann hátt að þrátt fyrir að við höfum aldrei aflað meira, þá eru allir innviðir okkar að grotna, og aðeins tímaspursmál að þeir hrynji.

Því þjóð sem þarf fyrst að taka frá árlega tugmilljarða til að fylla vasa örfárra fjármálamanna, hún hefur ekki efni á að fjárfesta í framtíð sinni.

Í umfjöllun Ruv um hina 15 dómara Landsdóms má þetta lesa um tengslin við viðskiptalífið;

 

"Dómarar við nýjan Landsrétt hafa margir tengsl við íslenskt viðskiptalíf og stjórnmál. Lögregla gerði húsleit heima hjá einum þeirra eftir hrun. Sá sami er kvæntur stjórnarmanni í þremur stórfyrirtækjum. Einn dómari situr í stjórn fjármálafyrirtækis og stórrar heildsölu, á hlut í Klíníkinni í Ármúla og er kvæntur stjórnarformanni Klíníkurinnar, annar er giftur eiganda fjármálafyrirtækis og einn er giftur eiganda stórs verktakafyrirtækis.".

 

Síðan eru æpandi tengsl við Sjálfstæðisflokkinn.

Og þar með hugmyndafræði hans um veiðileyfi auðfólks á almenning.

 

"Ein þeirra sem skipuð var landsréttardómari er frænka Bjarna Benediktssonar, önnur náskyld Davíð Oddssyni, þriðji er frændi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur ritara Sjálfstæðisflokksins, fjórða er gift Brynjari Níelssyni þingmanni flokksins, fimmti kvæntur Ásdísi Höllu Bragadóttur fyrrverandi framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og sjötti er fyrrverandi varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og svili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Sá síðastnefndi er sá eini sem hefur verið kjörinn pólitískur fulltrúi.". (Ruv 08.06)

 

Hvernig er hægt að búast við neinu öðru en að þetta fólk haldi hlífðarskyldi yfir sjálftökukerfinu.

Verndi hagsmuni flokks og fjármagns.

 

Hvernig á þjóðin að bera virðingu fyrir dómi sem elítan skipar úr sínum röðum, eins og enginn hafi lært lögfræði á Íslandi nema þeir beintengdu??

Þessi sama elítan og grenjar hástöfum, eða réttara sagt lætur þjóna sína grenja, þegar það á að setja krónu í að bæta kjör aldraða, krónu í gjörslitna vegi, og tvær eða þrjár í að bæta menntun og menntakerfið.

Er sjálf hokin í baki undan þunga silfurpeninganna sem renna í vasa hennar og yfirfylla leynireikninga í erlendum skattaskjólum.

 

Það er eitthvað mikið að á Íslandi að við náum ekki að skipta í dóm sem þjóðin getur treyst.

Að það sé sama hvað margir kjósi gegn elítunni og flokki hennar, að hún ráði samt öllu.

Stjórnmálum, fjármálum og dómskerfinu.

 

Það er ekkert virðulegt við það.

Það er fyrst og síðast.

 

Sorglegt.

Kveðja að austan.


mbl.is „Virðulegi Hæstiréttur, nei Landsréttur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill rústa sér endanlega, þá mun svo verða.  Flokkur sem eitt sinn naut 45% fylgis þjóðarinnar, en er hruninn niður í 25% fylgi og tapar nú um 1% á mánuði og verður kominn í 20% með sama áframhaldi.  Það er skiljanlegt, því flokkur sem svo blygðunarlaust ástundar kremlíska stjórnsemi til eigin sjálftöku og græðgi og jötulífs á kostnað fjöldans.

Sem gömlum og þjóðhollum íhaldsmanni finnst mér erfitt að segja það, en get ekki annað en sagt það samt, að með þessum flokki vil ég ekki eiga lengur samleið.  Hann vekur mér nú orðið viðurstyggð. 

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 6.2.2018 kl. 13:56

2 identicon

Þetta er svakaleg lesning um glórulausa spillingu, siðspillingu. Manni er brugðið.

Ein lög og einn sið svo friðinn megi halda og þar með virðingu fyrir dómstólum er hér algjörlega fyrir borð borið og hreint út sagt drekkt, myrt. 

Já, manni er hreint út sagt brugðið hversu hagsmunagæsla hinna fáu er orðin skelfileg.  Enginn siðlegur maður getur borið virðingu fyrir slíku.  Og að bera blak af slíkri vitfirru er ekki boðlegt fyrir þá sem er annt um land og þjóð og alls ekki fyrir þá sem krefjast trausts á meðal okkar allra.  Þetta hlýtur allt siðmenntað og vel gert fólk að sjá. 

Því ef við slítum í sundur lögin og siðinn, það sem við höfum talið að sé þess virði að virða, til að kallast þjóð, þá er úti um friðinn, þá er úti um land og þjóð.  Og það er hið alvarlegasta af þessu öllu.  Og að það skuli vera móðurflokkur íslenskrar sjálfstæðisbaráttu sem standi að slíku er vægast sagt sorglegt, að rústa sjálfum tilverugrundvelli, undirstöðum, þjóðfrelsis okkar er ... já, með orðum Styrmis Gunnarssonar ... ógeðslegt!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.2.2018 kl. 14:56

3 identicon

Tek það fram að ég ber takmarkaða virðingu fyrir fréttastofu RÚV ohf., en staðreyndirnar um það hvernig handvalið var í hinn svokallaða Landsrétt tala sínu máli og eru óyggjandi.  Það er hið sorglega, hið válega og hið ógeðslega við allt þetta mál.  Enginn ærlegur maður getur borið virðingu fyrir,  hvað þá borið traust til slíks dómstóls sem kenndur er við landið, Ísland.  Slíkt er vægast sagt sorglegt. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.2.2018 kl. 15:11

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlegg ykkar fóstbræður, Símon frá Koti og Pétur Örn.

Það skelegg að ég hef engu við að bæta.

Hins vegar var ég að dunda mér að rökstyðja einfalda staðreynd sem ég setti í fyrirsögn á nýjum pistli, það er hver borgar þeim sem bulla við að réttlæta handvömmina.

Þegar þeir hinir sömu er opinberir embættismenn.

Það er nefnilega þannig að elítan mun komast upp með gjörspillingu sína ef fólk annað hvort situr hjá þegjandi, eða mjálmar  í stað þess að segja hlutina eins og þeir eru.

Og opinber saksóknari er ekki á launum hjá Valhöll, það eitt er víst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.2.2018 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1532
  • Frá upphafi: 1321540

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 1306
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband