Hvert sem lögbrot ráðherra er.

 

Hvernig sem hann hefur logið að Alþingi, hvort sem þeir þingmenn sem vitnuðu í upplogin rök hans, trúðu þeim eða ekki, þá standa ólögin, ef ráðherraræðið hefur knúið Alþingi til að samþykkja gjörræði hans og geðþótta.

Er efnislegt andsvar Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra þegar Jón Þór Ólafsson hefur áhyggjur af réttarfarslegri óvissu.

 

Sigríði er reyndar vorkunn.

Vissulega er málsvörn hennar þekkt, minnisstæð er ræða ríkissaksóknara Þýskalands við réttarhöldin yfir Sophie Scholl og félögum hennar í Hvítu rósinni í myndinni "Sophie Scholl: Síðustu dagarnir", hann svaraði siðferðislegum rökum Soffíar einmitt með að vísa í að svona væru lög ríkisins.  Og þó ljótt sé frá því að segja þá er mikið til í því að réttarmorð hafi verið framin við Nurnberg, því þeir sem dæmdir voru, fóru eftir settum lögum Þýskalands.

Lagatextinn um útrýmingu gyðinga var til dæmis mjög skýr.

En gjörðirnar samt taldar varða við önnur lög, bæði skráð og óskráð.

 

Það er nefnilega ekki þannig að rangindi og valdníðsla varði við lög, svona ekki per se, en í lýðræðisríkjum þá stangast slíkt alltaf við heildarmyndina.

Og á það mun reyna.

En á meðan skálkaskjólið virkar, þá er ekki hægt að ætlast til að brotamanneskjan játi afleiðingar gjörða sinna.

 

Til hvers er þá þessi fyrirspurn?'

Hvaða tilgangi þjónar svona máttlaust mjálm og væl.

 

Af hverju hefur þingmaðurinn, sem og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn, ekki þann manndóm og döngun að krefja ráðherra um afsögn sína.

Vísandi í lögbrot hennar, beina lygi gagnvart þingi, og sannarlegan geðþótta sem mun kosta skattgreiðendur mikla fjármuni.

Að ekki sé minnst á skaðann gagnvart Landsdómi.

 

Hvað myndi innbrotsþjófurinn, sem staðinn er að verki, segja ef það eina sem löggan segði, "átt þú að vera hérna vinur??".

Og ef hann segði; "Uh, nei líklegast ekki". Og þá yrði honum sleppt vegna þess að hann átti ekki að vera í peningageymslunni sem hann braut upp.

Vissulega yrði hann frelsinu feginn, en hann væri ekki mannlegur ef hann myndi ekki tauta á útleiðinni, "hvurslags algjörir fávitar fá vinnu í löggunni nú til dags?".

 

Sama og ég hugsa þegar ég hlusta á fréttir frá Alþingi í dag.

Nema ég reyndar spái aðeins í hvert er gjald samtryggingarinnar??

 

Hvað kostar hin raunverulega þögn??

Kveðja að austan.


mbl.is „Mjög alvarleg réttaróvissa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Síðan má bæta við að þegar skrollað er niður fréttir Mbl.is, að þá má rekast á þessa frétt, sem sannar enn og aftur, að annaðhvort er fávitagangurinn algjör, eða stjórnmálamenn okkar eru ekki lengur meðal vor.  Þeir lifa í öðrum heimi en hér á jörð.

Verð að birta hana, hún er ein af þeim sjaldgæfum fréttum sem segja allt.

Rík­is­stjórn­in opn­ar sam­ráðsgátt.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, og Sig­ríður Á. And­er­sen, dóms­málaráðherra, opnuðu í dag nýja sam­ráðsgátt stjórn­valda á vef­slóðinni samrads­gatt.Is­land.is. Mark­mið sam­ráðsgátt­ar­inn­ar er að auka gagn­sæi og mögu­leika al­menn­ings og hags­munaaðila á þátt­töku í stefnu­mót­un, reglu­setn­ingu og ákv­arðana­töku op­in­berra aðila.

 

Þar er á ein­um stað hægt að finna mál ráðuneyta sem birt hafa verið til sam­ráðs við al­menn­ing, svo sem drög að laga­frum­vörp­um.

 

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðsins kem­ur fram að öll­um sé frjálst að senda inn um­sögn eða ábend­ingu og jafn­framt er mögu­legt að ger­ast áskrif­andi að sjálf­virkri vökt­un upp­lýs­inga, hvort held­ur er eft­ir mál­efna­sviði, stofn­un eða til­teknu máli. Að sam­ráðstíma­bili loknu er gerð grein fyr­ir úr­vinnslu at­huga­semda og niður­stöðu máls. Lögð er áhersla á skýra fram­setn­ingu og auðvelda notk­un.

Sam­ráðsg­átt­in er ætluð bæði al­menn­ingi og hags­munaaðilum, svo sem í at­vinnu­lífi, fé­laga­sam­tök­um og fræðasam­fé­lagi. Fyrst um sinn munu ein­ung­is ráðuneyti setja inn mál til sam­ráðs en lík­legt er að rík­is­stofn­an­ir og e.t.v. fleiri aðilar muni bæt­ast við síðar.

Hvers á þjóðin að gjalda.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 18:00

2 identicon

J.Þ. Ólafsson líkist sífellt meir O.J. Simpson

Grímur (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 18:37

3 identicon

Vantraust, menn sem hafa hreina samvisku leggja fram vantraust.

Já, hvers á þjóðin að gjalda, á þingi finnst enginn heiðarlegur maður, hvorki karl né kona, allt er þar transgender til andans,

flakka kynlaus og vegvillt og vita ekki muninn á réttu og röngu, mjúku né hörðu,

hvað þá að þau viti að einungis sannleikurinn mun gera menn frjálsa.

En það ber nú helst til tíðinda af réttarríkinu, að ein kona var dæmd til fangelsisvistar fyrir að stela einum nærbrókum á 1245 krónur

frá Lind ex, sem útleggst væntanleg sem hið uppþornaða Dauðahaf íslenskrar réttvísi.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 18:58

4 identicon

En um Sjálfsæðisflokkinn vil ég segja að þar þarf laxerandi meðferð, lúsakembingar og hvað það sem þarf til hreinsunar

og það vil ég segja einu sinni enn og mun segja það aftur og aftur, að  

Auðvitað er það eilítið pínlegt, svo vægt sé til orða tekið, að frú Andersen hafi verið tilbúin að leggja í alla þessa orrahríð sem Landsréttarmálið allt saman er orðið, bara til að koma eiginkonu Brynjars Níelssonar á ríkisjötuna.  Er nema von að manni finnist sem illa sé komið fyrir þeim flokki sem kenndur var áður við heilbrigt einkaframtak, en getur það nú helst að troða sínu liði á ríkisjötuna eins og jötukommarnir í nómenklatúrinni í Sovétinu forðum.

Og treysta þar helst á meðvirkni allaballa og samfylktra pírata vesalinga, að maður minnist nú ekki á maddömuna sem ætíð selur sig hæstbjóðanda.

Á meðan talar Simmi fyrir daufum eyrum meðan The Great Bank Robbery á Arion banka er á fullu gasi. 

En guðlaun fyrir að 1245 kr. brækur skuli þykja helsta afrek og ástæða til fullnustu snimhendis dóms og tugthúsrefsingar.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 19:38

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Eigi skyldi maður vanmeta Hómer kallinn, álagafylgja hans var að slumpast áfram og ná einhvern veginn góðri niðurstöðu þrátt fyrir allan sinn hringlandahátt.

En málið með Jón, sem og félaga hans í Pírötum, að þau eru orðin stofnanavædd, og þeirra fyrsta hugsun er að eyðileggja ekki fyrir sér möguleikann á boði í kokteilpartíi með fína fólkinu.

Einhvers staðar á þeirri vegferð hvarf rebellinn, svo í raun eru þau enn eitt andlit samspillingarinnar.

Má vera að ég hafi rangt fyrir mér, en það er ekki beint augljóst verið að vega að því mati mínu, til dæmis með beinskeyttum málflutningi, og aðgerðum í kjölfarið.

Meira svona keppni við Púdul og Chia, um ámátlegt gjamm.

Þar sem í gjamminu felst sú óskhyggja að einn daginn verði krílið stór hundur, meðal stórra hunda.

En verður aldrei eðli málsins vegna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 19:39

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon frá Koti.

Það er rétt að kýrhausinn rúmar ekki lengur allar þessar firrur, þó hefur hann rúmað til þessa flest það sem skrýtið er.

En minni á að fleira hékk á spýtunni en frú Nielsen, eiginmaður samstarfskonu til margra ára slapp inn, bæði með typpi og minni dómarareynslu, en hærra skor í hinu dulda mati.

Svo veit enginn hvað milli fór, frá þeim sem þáði veitinguna, og þess sem veitti, því enginn vill rannsaka.

Og meira að segja í Mexíkó þætti það klént.

En kannski ekki í Zimbabwe.

En er það sá samanburður sem við viljum??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 19:44

7 identicon

Hómer er ekki O.J. Simpson sá síðarnefndi sýmdi fram á fáranleikan í bandarísku réttarkerfi í beinni útsendingu sem flestir þegnar USA fylgdust með daglega

Grímur (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 20:17

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ já Grímur, fyrirgefðu.

Mistökin mín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 21:17

9 identicon

Hvur skrambinn, slapp einn með typpi inn? 

Eiginmaður samstarfskonu frú Andersen?

Ekki bara frú Nielsen?

Ja nú liggja þau laglega í því.

Það mætti halda að þetta væri svall revía eftir Jóa Ragg.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband