Hatrið eyðlileggur umræðuna.

 

Svo ég vitni beint í þann aðila sem er hluti af flóttamannaiðnaðinum sem gerir ekki nokkurn mun á flóttamanni og túristaflóttamanni.

Vegna þess að það er mikill peningur í að hjálpa túristaflóttamönnunum.

Áður en brjálaðir hagsmunaaðilar sendi út stórskotalið sitt til að þagga niður þessa ábendingu, þá vil ég benda á viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu sem benti á af hverju við hjálpuðum ekki fólki í neyð, og vísað þar til alls þess fólks sem hefur flúið hörmungar hinnar kostuðu borgarstyrjaldar í Sýrlandi, og býr við ömurlegar  aðstæður í flóttamannabúðum í Líbanon, Jórdaníu eða jafnvel innan Sýrlands.

 

Af hverju hjálpum við ekki fóli í neyð spurði Ingibjörg Sólrún?

Og svari er einfalt, það er svo miklir peningar í hinu, og þar eru fremst í flokki hið meinta góða fólk sem fær reglulega við sig viðtal um hvað það er gott, og hvað bátt það á þegar heiftin snýst gegn því.

Sem enginn dregur í efa.

 

En að má spyrja hvort umræðan væri í öðrum farvegi ef það mætti ræða raunveruleikann.

Ef þöggun rétttrúnaðarins væri skilgreind sem ofríki og fasismi líkt og hjá þeim ofríkisstjórnum sem þola enga umræðu, þola enga gagnrýni, þola ekki skoðanaskipti.

Til dæmis hver er gæskan og gæðin hjá fólkinu sem fjárhagslega hagsmuni af því að ekki sé gerður greinarmunur á túristaflóttamönnum og alvöru flóttamönnum, eða neitar að viðurkenna að heimurinn er fullur af lífsgæðaflóttamönnum, og það er eðlilegt að þeir leiti í skjól.  Og segi það sem segja þarf til að það skjól sé veitt.

Ekki að saga þessa fólks sé átakanleg, heldur hverjir lifa góðu lífi á neyð þeirra, hverjir hafa áskrift af tekjum við að flækja mál þeirra út í hið óendanlega.

 

Gleymum því ekki að flóttamannaiðnaðurinn lifir sjálfstæðu lífi, og hann þarf jafnvel ekki meinta flóttamenn til að þrífast.

Gleymum því ekki að fólkið sem á engin björg, það er yfirleitt samankomið í flóttamannabúðum sem næst liggja heimabyggð þeirra,.

Það hefur til dæmis ekki fjármuni til að kaupa sér farmiða frá Afganistan til Íslands, eða borga mafíunni stórfé til að flytja sig yfir Miðjarðarhafið.

Það er fólkið sem þarf hjálp, en fær hana að litlu leiti vegna þess að flóttamannaiðnaðurinn sýgur til sín æ stærri hluta af þeim fjármunum sem vestræn samfélög veita til að mæta neyð flóttafólks.

Og spyrja má, hver er gæskan eða mannúðin þar að baki.

 

Margir þurfa á hjálp að halda.

Margir vilja vel.

Til að hjálpa, til að líkna.

 

Við skulum ætla að það gildi um góða fólkið á Íslandi,.

En það má líta í sinn eigin barm, á hvaða stigi þöggunarinnar missti það samúð fólks.

Hvar byrjaði tengingin milli þess og voðaverkanna.

 

Aðeins heimskur, hvort sem það er blaðamaður eða annar, tengir viljann til að hjálpa, og síðan það hlutskipti að sitja undir heiftinni sem hryðjuverkin skapa, og ala á.

Jafnvel vitgrannur blaðamaður, sem sá ekkert óeðlilegt við það siðferðisstig Evrópusambandsins að krossfesta almenning þeirra ríka sem fjármagnið rændi, ætti að geta spurt sig einnar spurningar.

Hvaða sögu hefur fólkið sem hjálpar að segja.

Hjá Rauða Krossinum, hjá Hjálparstofnun kirkjunnar.

 

Er það ofsótt??

Sætir það hatursorðræðu??

Og hverjir þá??

Hverjir eru það sem ráðast á þá sem hjálpina veita??

 

Hef ekki hugmynd.

En hef ekki orðið var við blaðaumfjöllun þar sem þessar spurningar eru spurðar.

Kannski vegna þess að þetta fólk tekur ekki þátt í þöggun umræðunnar.

Kannski vegna þess að þetta fólk var löngu til áður en hinn pólitíski rétttrúnaður fékk einkaleyfi á hvað mætti segja, og hvað ekki.

Það hjálpaði án þess að vera í pólitík.

 

Það er þannig að fólk uppsker sáningu sína.

Hvor sem það er með réttu eða röngu.

 

En það er ekki sjálfgefið að uppskerubresturinn sé án ástæðu.

Og þá er hægt að bæta úr.

 

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is „Það má ekki byrgja þetta inni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er einfaldlega þvæla að Sema eða einhverjir aðrir hafai barist gegn því að gerður sé greinarmunur á því sem þú kallar flóttamanni og túristaaflóttamanni. Það hefur engin gert það. En við vitum ekki hvorum hópnum menn tilheyra fyrr en við höfum farið yfir mál viðkomandi. Bara það að hann sé frá tilteknu ríki dugar sjaldnast.

Það sem Sema hefur barist fyrir er að komið sé fram við hælisleitendur eins og fólk meðan það bíður niðurstjöðu í máli sínu og síðan barist fyrir því að mál fólks í sérstaklega viðkæmri stöðu sem svo sannarlega eru alvöru flóttamenn sé tekið fyrir hér á landi. 

Sigurður M Grétarsson, 21.8.2017 kl. 23:18

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Nákvaemlega Ómar. Gódur pistill.

Thetta er nefnilega ordin atvinnugrein margra og their hafa ansi gódar

tekjur af thessu.

Schengen sér til thess. Um leid og vid taekjum landamaerin okkar aftur í okkar

vorslu, thá vaerii haegt ad setja thetta á ábyrgd flytjenda og hann skikkadur

til ad flytja vidkomandi aftur til baka thadan sem hann kom.

Engum finnst athugavert ad svona er gert í USA og vídar. Fólk veit

ad thad thýdir ekkert ad fara thangad, vegna thess ad thad verdur sent til baka.

Ef thú kemur thangad passalaus, ertu settur í vardhald thangad til thú faerd

far til baka. Ekki hótel og frítt uppihald eins og hér.

Af hverju er t.d. ekki skodad hvernig flugmidin var keyptur fyrir vidkomandi...??

Thad tharf ad greidast med kreditkorti og hver á thad..???

Ég er ansi viss um thad, ad í morgum tilfellum er thad sami adili sem tekur svo

himin háa thóknun fyrir ad gera slíkt. Ábyggilega vel auglýstur enda

horku buisness.

Nýju login sem heimila fólki ad koma hingad passalaust, ljúga til um nafn og aldur,

segast vera unglingar, full skeggjadir, neita aldursgreiningu, komast upp med thad,

er náttúrlega eitt thad klikkadasta sem frá althingi hefur komid og theim sem af thví

stódu. Tolverd greindarskerding svo vaegt sé til orda tekid.

Svo er spurning hvort Sema vilji ekki fá somu log og í Svíthjód thar sem bannad er ad

raeda um Islam og múslima.

Ef einhver gerir svo, thá er hann sektadur og sakadur um haturs skrif.

Mál og ritfrelsi er thad fyrsta sem tekid er út thegar Islam er annars vegar

og svo fylgir allt hitt rólega á eftir.

Theim gengur bara mjog vel í Svíthjód enda Svíthjód ordin ruslakista Nordurlanda.

Allt vegna thess ad umburdarlindid snérist uppí andhverfu sína og er búid

ad vera misnotad af thessum flótta-haelis-ferda monnum, sem flestir thurfa engva hjálp

heldur í fríi í bodi góda fólksins á kostnad almennings.

Sorglegt en satt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.8.2017 kl. 01:15

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Sigurður M.

Ekki verra að þú hnykkir á rökleysu flóttamanniðnaðarins; "En við vitum ekki hvorum hópnum menn tilheyra fyrr en við höfum farið yfir mál viðkomandi. Bara það að hann sé frá tilteknu ríki dugar sjaldnast."

Og einmitt vegna þessara fjárhagslegu hagsmuna þá er fólki í sári neyð ekki hjálpað.

Sem fyrrum foringi þinn og andlegur leiðtogi benti réttilega á.

Samfylkingin væri ekki í núllstöðu ef vitiborið fólk réði enn þar ríkjum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.8.2017 kl. 07:44

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Sigurður, það verður að ræða þessa vitleysu og stöðva hana.

Og það er löngu orðið tímabært að rannasaka flóttamannaiðnaðinn, kanna hvaða hagsmunir ráða þegar hann er látinn grassera afskiptalaust.

Varðandi skert málfrelsi i Svíþjóð þá setja innflytjendur, hvort sem þeir eru múslimar eða kristnir (til dæmis hafa margir sem tilheyra kristna minnihlutanum í Írak og Sýrlandi, lagt land undir fót og leitað hælis á Vesturlöndum undan trúarofsóknum heima fyrir) ekki lögin.

Það er góða fólkið.

Sama fólkið sem lyftir ekki litla fingri (gott að hafa ódýrt vinnuafl til að þrífa skítinn) til að hjálpa þeim að aðlagast, eða berjast gegn öfgum og forneskju sem ógnar samfélögum þeirra.

Það er nefnilega gott í orðum en ekki gjörðum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.8.2017 kl. 07:55

5 identicon

Góður og djúpur pistill Ómar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.8.2017 kl. 12:09

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Pétur,.

Núna er þríleiknum lokið, þó kannski hafi verið fleiri pistlar en þrír í honum, og sumir með sama nafni, þar sem ég prófaði að segja með mínu nefi hluti sem ég held að þurfi að segja.

Án þess að rasista umræðan rjúki uppúr öllu valdi.

Það eina sem mér finnst dapurlegt við þetta, er tilefnið, það er fréttirnar sem ég fékk uppí hendurnar fyrir þessi efnistök.

En á einhverjum tímapunkti þurfum við að geta rætt um Íslamista, án þess að fólk taki sjálfkrafa upp hanskann fyrir alla múslíma, sem eru náttúrulega stærsti hluta fórnarlamba Íslamistanna, eða að þeir sem fordæma verknað þeirra, fordæmi ekki um leið alla múslima þessa heims, bæði þá sem lifa og þá sem eru liðnir.

Heldur snúist umræðan einfaldlega um þá sem fremja voðaverkin, hverjir þeir eru, hvar þeir njóta skjóls og stuðnings, og af hverju er ekki tekist á við þá.

Af hverju fær þessi miðaldamennska að þrífast í samfélögum okkar??

Hvað þá hatursorðræða hennar??

Ekki að þessi skrif skipti neinu máli Pétur, það er bara gaman að hafa komið þeim frá sér, í þokkalegri sátt við lesendur bloggsins.

En síðan má ekki vanmeta mátt dropans, þar leggst margt á eitt.

Bið að heilsa í bili, núna taka haustverkin við. 

Í Víkinni minni fögru.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.8.2017 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband