Í vitfirrtum heimi takast vitfirrtir menn á.

 

Hafa stríð í flimtingum.

Hafa dauða milljóna í flimtingum.

 

Þða er vitað hvaða öfugþróun siðmenningarinnar leiddi til vitfirringarinnar í Norður Kóreu.

En erfiðara að skilja hvernig hún gat yfirtekið forysturíki vestrænna lýðræðisríkja.

 

Ennþá erfiðara að skilja fólk sem horfir í spegil á hverjum morgni, og segir, "jahá, ég er bara nokkuð normal".

Og styður síðan vitfirringuna.

 

Hefur stríð í flimtingum.

Hefur dauða milljóna í flimtingum.

Eins og það sé statt í sýndarveruleika en ekki bláköldum raunveruleikanum.

 

Þó er huggun harmi gegn, að það eru ekki allir gegnir af vitinu í Washington.

Hve lengi sem það varir.

Kveðja að austan.


mbl.is Tilhugsun um stríð skelfileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

 Sagan endurtekur sig, Ómar.  Einn vitfirringur með öflugt herveldi að baki hefur leikinn - hvernig eiga aðrir að bregðast við?

Kolbrún Hilmars, 11.8.2017 kl. 14:40

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, mitt einlæga svar er að biðja og treysta, og ég veit að Skáld lífsins getur staðfest að mér sé alvara með þetta svar.

En það er engin eftirspurn eftir því.

Og í hreinskilni sagt Kolbrún þá á ég ekki annað svar en þau sem ég bloggaði um á sínum tíma, um Aðferðafræði lífsins, Hagfræði þess og þann Galdur að Lífið finni sér alltaf leið til að lifa af.

En jarðneska svarið er, verum ekki samdauna vitleysunni, látum ekki ljúga að okkur, trúum að það sé eitthvað við líf okkar sé þess virði að vernda, og berjast fyrir.

Hefur vissulega engin áhrif á vitfirringana, en gefur okkur von um þá Samstöðu sem að lokum mun sigra.

Illskan hefur áður ráðist að mennskunni.

Hún var sigruð.

Það eina sem ég veit Kolbrún, er að við munum líka sigra.

Lífið mun lifa af.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.8.2017 kl. 16:37

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Þegar ég las pistilinn þinn, þá kom flassbakk í hugann. Mynd í glugga Glitnisbanka í Hafnarfirði af Obama og Kim Yong? Ég man ekki hvaða ár þetta var, en eitthvað nálægt bankaráninu 2008.

Veit ekki enn hvað þessi mynd táknaði, en man að ég velti þessari risastóru mynd töluvert fyrir mér þá.

En kannski þýddi þetta ekkert markvert?

Það getur enginn gert heiminn betri án þess að biðja góðu orkuna um að verja sig, og ekki síst aðra, fyrir illu og óboðnu óumbeðnu orkuna stríðandi.

Illa orkan treður sér þar sem veikindin og varnirnar eru ekki umbeðnar til staðar, að verja og leiðbeina.

Ekkert er öruggt fyrir neinn jarðneskan.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2017 kl. 20:22

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Margt má segja um Obama, og ég til dæmis gæti rætt um margar af hans raunforsendum í stjórnmálum, persónulega finnst mér hann vera svona mitt á milli Davíðs og Geirs Harde.

En hann var ekki og er ekki vitfirrtur.

Vitfirringin braust út síðar.

En sumt finnst mér öruggt.

Til dæmis vit þitt og styrkur Anna.

Margur mætti gefa sér tíma til að lesa orð þín og íhuga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.8.2017 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 45
  • Sl. sólarhring: 435
  • Sl. viku: 750
  • Frá upphafi: 1320597

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 652
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband