Þorgerður Katrín er heiðarleg undantekning.

 

Í þeim hópi síljúgandi ráðherra sem hafa birst þjóðinni undanfarna daga ljúgandi sig frá stjórnarsáttmálanum.

 

Það stendur skýrt í stjórnarsáttmálanum að það eigi að auka samkeppni í mjólkuriðnaðinum og þegar forystumenn bænda saka hana um að koma í bakið á þeim, þá er eins og þeir hafi talið að það hefði aldrei staðið til að standa við þau fyrirheit sem þar voru gefin.

Að landbúnaðarráðherra myndi taka svona Jón og Benna frænda á þetta.

Menn þurfa ekki að vera sammála ráðherranum en það er óþarfi að brigsla þeim heiðarlega um óheiðarleika.

 

Síðan er það óheilbrigt fyrir samfélagið að sérhagsmunir ætlist til að ráðherrar séu sífellt síljúgandi, að þeir ljúgi sig til valda með loforðum sem fólk vill heyra, en haldi svo áfram sínu striki í þágu sinna þegar í ríkisstjórn er komið.

Bændur þurfa að svara ráðherra málefnalega og vonandi skilar sú samræða góðri niðurstöðu, bæði fyrir bændur og neytendur.

 

Það er nefnilega alveg hægt.

Trúið mér.

Kveðja að austan.


mbl.is Á ekki að koma mönnum á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Ómar

Ef niðurstaða téðs frumvarps verður eitthvað í líkingu við þá sem varð í kjölfar breytinga á rekstri Ríkisútvarpsins, en þessi sama Þorgerður Katrín kom þeirri breytingu á, þá líst mér ekki á blikuna.

Breytingin á RUV sem ÞKG kom á hefur síður en svo orðið til góðs. Verði breyting á búvörulögum í samræmi við RUV breytinguna munu mjólkurafurðir stórhækka í verði, innflutningur á mjólkurvörum stóraukast, bændastéttin skilin eftir í forinni og sjálfbært matvælaöryggi þjóðarinnar kastað á glæ.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.3.2017 kl. 10:05

2 identicon

Tek undir með Tómasi.

Þessari manneskju er ekki treystandi. Nefskatturinn hefur kostað

venjulegar fjöldskyldur margfallt meira en það var fyrir breytingu.

Gleymum svo ALDREI sjö hægri og 2 milljarðarnir sem lentu á okkur.

Eftir það sukk er með ólíkindum að hún skuli sitja á þingi.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 9.3.2017 kl. 11:39

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það datt upp úr mér fyrir stuttu síðan, að það ætti bara að selja ógerilsneidda og ófitusprengda kúamjólk, því þá myndi ég þola að drekka hana (ásamt mörgum öðrum með mjólkurprótein óþol, því próteinið er þá umlukið ósprengdri fitunni). Ég fékk fljótt og skýrt svar til baka að það mætti víst ekki. Hugsa sér að mega ekki selja ekta mjólk beint frá bónda án mengandi og skemmandi gráðugra milliliða? Alla vega þeir bændur sem vilja selja beint og ómengað. Það eru sem betur fer ekki allir með mjólkuróþol, og vonandi minnihlutinn.

,,Ja hérna það má ekki" varð mér þá að orði?

Ég varð svo orðlaus að ég gleymdi að spyrja hver bannaði slíkan sparnað og hollustu beint frá bónda, og hvernig slíkt bann væri þvingað fram af embættisdeildarstjórum í skriffinnskubáknunum ruglsins og lögleysisins.

Á eftir að spyrja aftur og betur um þessi milliliða-skemmdarverk klíkukarlaklúbba stjóranna (minkanna) grimmu, gráðugu, siðlausu og feitu á fjósbita falda valds embættisspillingar-milliliðaræningja.

Mér hefur alltaf fundist Þorgerður Katrín koma heiðarlega fram, og vonandi heldur hún sjálfri sér í þessu glæpaumhverfi. Það er víst hægara sagt en gert.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.3.2017 kl. 11:49

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta heitir Hagsmunagæsla Anna mín og ekkert annað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2017 kl. 13:01

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar Sigurður og Tómas.

Ég var nú ekki að fjalla um efni tillagna Þorgerðar, aðeins að benda á þann heiðarleika hennar að ljúga sig ekki frá stjórnarsáttmálanum eins og mjög er til siðs þessa síðustu daga hjá stjórnarmeirihlutanum og stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar.

Og án þess ég að þekki nokkuð til kosningabaráttu Viðreisnar, þá var það þannig að ég gat ekki alltaf sett tappa í eyrað þegar skrúfað var frá fréttum, og því tel ég mig vita að Viðreisn hafi boðað aukna samkeppni í mjólkuriðnaðinum, og Þorgerður er bara að standa við þá stefnu.

Hvort hún verði til góðs veit ég ekki, auðvitað óttast maður að þetta sé svipað eðlis og brennivínsfrumvarpið, gert í þágu örfárra innflytjenda.  En reynum manninn, treystum á að samræðan skili ásættanlegri niðurstöðu en ekki því sem full ástæða er til að óttast svo ég vitni í orð þín Tómas;

Verði breyting á búvörulögum í samræmi við RUV breytinguna munu mjólkurafurðir stórhækka í verði, innflutningur á mjólkurvörum stóraukast, bændastéttin skilin eftir í forinni og sjálfbært matvælaöryggi þjóðarinnar kastað á glæ.

En fólk fær jú það sem það kýs.

Og á það benti ég bændum í einhverjum öðrum pistli.

En þeir lásu hann víst ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2017 kl. 15:13

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Það næðir um Þorgerði og svo sem ekki að ástæðulausu.  Þess vegna er alltaf gott að lesa hlýleg orð, það þarf líka að gæta að því.

Varðandi mjólkina þá er byggt á gömlum lagagrunni sem byggðist á heilbrigðissjónarmiðum, það var ekki allt gott sem kom með mjólkinni hér á árum áður.  Rætnar tungur sögðu hins vegar að heilsusjónarmiðin hefðu bara verið skálkaskjól til að ganga að búrekstri Thors Jenssonar dauðum.

Veit ekki, en hins vegar veit ég að hreinlæti og aðbúnaður, allavega hjá venjulegum bændum þó ég viti að það er í eðli sparnaðar stórbúskapar að svindla á hreinlæti, er allt annar í dag en var í gömlu moldarfjósum fjórða áratugarins. 

Og ógerilsneydd mjólk er holl og góð.

Þess vegna er gott að opna umræðuna um þessi helgu vé, sum eru hreinlega til að tryggja fákeppni og einokun.  Líkt og leitnin er í reglugerðafargani Evrópusambandsins.

Bændum á að treysta til að selja afurðir sínar beint ef þeir kjósa svo. 

Það er mín skoðun.

Það á ekki að þvinga einn eða neinn til að skipta við stóru sláturhúsin eða afurðarstöðvarnar, það á að vera valkostur.

Síðan eigum við að rækta okkar garð, það er alfarsælast eins og Tómas er í raun að benda á hér að ofan.

En sjáum hvað setur.

Kveðja að ausan.

Ómar Geirsson, 9.3.2017 kl. 15:25

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér góð svör þín Ómar

Mér hefur þótt kratar, bæði til hægri og vinstri, vilja ganga að landbúnaðinum dauðum. Ég á erfitt með að skilja sjónarmið þeirra, nema það að þeir vilja flytja inn "ódýrar" landbúnaðarvörur. Þeir kvarta yfir styrkjum til bænda en þykir í lagi að flytja inn niðurgreiddar afurðir annarsstaðar frá. Síðan væru það vinir þeirra sjá um innflutninginn sem myndu stórgræða á öllu saman eins og Hagar til að mynda.

Ég myndi vilja geta verslað beint við bónda, farið með minn brúsa eins og í gamla daga og fá fylli af mjólk hjá honum/henni og greiða bóndanum beint. Eins vildi ég geta keypt mitt kjöt beint af bónda, að þeim skilyrðum uppfylltum að hreinlæti sé í hávegur haft á býlinu. Ég er nokkuð sannfærður um að bændur og neitendur kæmu betur út úr slíkum viðskiptum fremur en að láta ógrynni fjár í milliliði eins og nú er gert.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.3.2017 kl. 16:07

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því Tómas, að geta verslað beint við bónda sem maður veit að er góður bóndi.  Ég hef dvalið um hríð bæði í Austurríki og fleiri löndum, og alltaf er ég jafn glöð þegar ég kem heim í kjötborðið í Samkaupum á Ísafirði, þar fær maður almennilegt kjöt.  Þetta sem boðið er upp á í verslunum ytra í Billa, Hoger, Lidl og fleiri verslunum er allt sama útbeinaða kjötið hakkið og pulsurnar.  

Má ég þá frekar biðja um íslenskt lambakjöt með beini, eða svínakótelettur og fleira góðgæti.  Við eigum að vera okkur sjálum sem mest nóg, og ef garðyrkjubændur fengju niðurgreitt raforkuverð eins og önnur stóriðja, þá gætum við ræktað allt okkar grænmeti og ávexti sjálf og það án eiturefna.  Fyrir nú utan sparnaðin í útblæstri og öðrum hroða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2017 kl. 00:12

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hofer átti þetta að vera. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2017 kl. 00:13

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Ásthildur.

Vildi aðeins endurtaka ákveðinn grunnkjarna.

Má ég þá frekar biðja um íslenskt lambakjöt með beini, eða svínakótelettur og fleira góðgæti.  Við eigum að vera okkur sjálum sem mest nóg, og ef garðyrkjubændur fengju niðurgreitt raforkuverð eins og önnur stóriðja, þá gætum við ræktað allt okkar grænmeti og ávexti sjálf og það án eiturefna.  Fyrir nú utan sparnaðin í útblæstri og öðrum hroða. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.3.2017 kl. 08:59

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er kjarni málsins Ómar minn, takk fyrir að benda á það. smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2017 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 38
  • Sl. sólarhring: 455
  • Sl. viku: 743
  • Frá upphafi: 1320590

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 646
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband