"Í þágu fólks­ins í land­inu"

 

Segja galvaskir VinstriGrænir, flokkur án sögu, flokkur án fortíðar.

Og í anda Steingríms, yfirformanns, þá hvetja þeir til "gagnsæis við uppstokkun fjármálakerfisins".

 

Í gamla daga hét svona lestur faðirvor andskotans, það er þegar andskotinn fór með faðirvorið. 

Það er að það var ekkert að faðirvorinu sem slíku, heldur mátti stórlega efast um einlægni þess sem flutti.

 

VinstriGrænir burðast með sekt, mikla sekt.

Þeir sviku þjóðina á ögurstundu.

Sviku hana í hendur böðla hins alþjóðlega fjármálakerfis.

En láta í dag eins og enginn hafi verið gærdagurinn, eins og þeir séu flokkur án fortíðar.

 

Þeim skortir kjark til að ræða fortíðina, til að gera upp fortíðina.

Kjark sem núverandi formaður Samfylkingarinnar hefur loksins öðlast.

 

Á meðan VinstriGrænir horfast ekki í augun á fortíð sinni.

Á meðan þeir biðja þjóð sína ekki afsökunar á svikum sínum.

Biðja ekki kjósendur sína afsökunar á þjónkun sinni við böðla fjármagnsins.

Þá er flokkurinn einskis nýtt skoffín sem ekkert ærlegt fólk leggur lag sitt við.

 

Ályktanir þeirra eru brandari.

Atkvæðasnap, sem þeir svíkja fyrir hina minnstu von um völd.

 

Skömm þeirra er algjör.

Skömm þeirra er ævarandi.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Landsbankinn verði samfélagsbanki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Að svíkja eftir að hafa verið kúgaður til svika er ekki synd kúgaðra, heldur synd kúgarans. En að plana fyrirfram svik án þess að vera kúgaður til svika, er fyrirfram plönuð og meðvituð svika-synd.

Allar syndir er víst hægt að fyrirgefa, ef kærleiksorkan stýrir heilbrigðum huganum og sálarandanum í hjartanu.

Skilningur er lykillinn að fyrirgefningu. Ef fólk skilur til botns, hvað veldur breyskleikum fólks, þá er auðvelt að fyrirgefa. Fyrirgefning þýðir ekki það sama og að viðurkenna/samþykkja það sem þarf að fyrirgefa.

Vandamálið er að við skiljum flest svo fjandi lítið um okkur sjálf og annað fólk alveg til botns.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.2.2016 kl. 01:15

2 identicon

Sæll.

Ég held ég taki bara að mestu undir með Ómari núna.

VG virðast ekkert vilja kannast við fortíð sína, kannast ekkert við hina hrikalegu skuldasöfnun sem þeir stóðu fyrir í ríkisstjórn, kannast ekkert við þjónkun sína við stefnu Sf í ESB málum, kannast ekkert við Icesave málið sín og kannast ekkert við efnahagssöguna sem sýnir svart á hvítu að hið opinbera á ekki að vera að vasast í atvinnurekstri.

Enn sorglegra er að enn skuli vera nokkrir kjósendur sem virðast vera tilbúnir til að horfa framhjá því hvernig VG hefur hagast sér :-(

Menn bölsóttast iðulega út í stjórnmálamennina en gleyma því jafnframt að þeir eru ekkert annað en spegilmynd af þjóðinni. Heimskir frambjóðandur verða ekki heimskir stjórnmálamenn nema heimskir kjósendur komi þeim til valda :-(

Helgi (IP-tala skráð) 14.2.2016 kl. 08:05

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna og takk fyrir innlit þitt.

Höfum samt eitt á hreinu, það kúgaði enginn forystu VG til að svíkja þjóð sína, hún klæddi sig sjálfviljug í böðulsfötin.  Hins vegar kúgaði hún þá flokksmenn sem sem voru trúir stefnu flokksins, hrakti þá úr flokknum, eða skipaði þeim út í horn.

En þetta fólk hélt æru sinni og reisn.

Síðan er iðrun forsenda fyrirgefningar.  Þess vegna er svo fróðlegt að fylgjast með vegferð Árna Páls.

Hvort sannleikurinn geri hann frjálsan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.2.2016 kl. 10:30

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm Helgi.

Passaðu þig samt á að vera ekki of sammála.

Þú verður að standa þig í stykkinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.2.2016 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband