Þegar haltur hitti blindan.

 

Og þeir fóru að leiðast á þann hátt að sá blindi réði stefnunni en sá halti göngulaginu, þá varð útkoman lofgjörð um hallalaus fjárlög.

Heilbrigðiskerfið í rúst, skólastarf í uppnámi, vaxtarsprotar kæfðir.

Og framtíðin engin.

Svikin loforð, algjör þjónkun við fjármagn og auð.

 

Sigurjón á Sprengisandi er aumingjagóður þegar honum tókst að finna veruleikafirrtari mann en núverandi fjármálaráðherra, og leiddi þá saman.

Loksins fékk Bjarni Ben klapp á bakið fyrir þann einbeitta vilja sinn að fórna þjóð fyrir fjármagn.

Frá vönum manni sem veit hvað er að svíkja allt og alla fyrir stundardýrð valdastólsins.

 

Já, Sigurjón er aumingjagóður maður.

Stuðningur Steingríms hlýtur að gleðja mjög hinn óbreytta sjálfstæðismann.

 

Það fannst einn sem skildi visku þeirra.

Kveðja að austan. 


mbl.is Kyrrstöðuframtíð í fjárlagafrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ég horfði á fréttir RUV 6.10.2013 og þar kom fram að íslenskur læknir í Svíþjóð fékk hálfa milljón fyrir tveggja daga vinnu (ekki kom fram hvort þetta var fyrir eða eftir 50%+ tekjuskatt, Ekki tíðkast að fara alveg rétt með launatölur á Íslandi ). Þá varð mér ljóst að við höfum ekki efni á íslenskum læknum. Við bara getum ekki haft af þeim +12 milljónir kr. á mánuði. Leyfum þeim að fara.

En ekki tjáir að gráta dr. Björn bóndason, lækni. Það orðspor fer af læknum í Rússlandi að þeir séu með þeim færustu í heimi, en á skítakaupi og sumir með litla vinnu, Illum aðbúnaðir vanir svo ekki kvarta þeir yfrir smá þakleka. Bjóðum þá velkomna. Bið þig að nefna þetta við Pútin og aðra ráðmenn ef þú heyrir í þeim, Þið hafið samband Austur þarna fyrir austan, hef ég frétt. Kemst ekki frá sjálfur í sláturtíðinni.

Ps: Sama er sagt um kúbanska lækna. En Castro er hættur. Bróðir hans er kannski viðræðugóður.

http://www.youtube.com/watch?v=P-Q9D4dcYng

Þjóðólfur bóndi (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband