Bjarni veifar röngu tré.

 

Telur það betra en að veifa öngvu.

Kostnaðurinn við ICEsave hefði aldrei getað orðið 30 milljarðar, jafnvel þó sólgleraugu fjármálaráðherra hefði séð um þá útreikninga.

Skýringin er einföld, þrotabúið greiðir ekki vexti fyrr en allar almennar kröfur eru greiddar, það gilda lög og misvitrir stjórnmálamenn gátu ekki ráðstafað eignum gamla Landsbankans í vaxtagreiðslur vegna fjárkúgunar breta.

 

Ljóst er að Bjarni hafði aðeins einn tilgang með því að skrifa grein sína um Sparisjóð Keflavíkur, sem var stýrt af stuðningsmönnum hans í Sjálfstæðisflokknum.

Hann er að réttlæta svik sín í ICEsave deilunni, að svikin hefðu aðeins verið upp á 30 milljarða.

 

Núna þegar evran er að falla og fjármálakerfi Evrópu riðar til falls, þá hefur óvissan um bréfasafn gamla Landsbankans aldrei verið meiri, eða óvissan um gengisþróun króunnar, er ljóst að varfærið mat Gammagreiningar um að hinn meinti kostnaður við ICEsave, 60 milljarðar, að það hefð aldrei gengið eftir.

Kostnaðurinn við hina bresku fjárkúgun hefði líklegast hlaupið á hundruðum milljörðum því eins og Gamma greining sagði, ef allt fer á versta veg í efnhagsmálum heimsins, þá er ljóst að allt fer á versta veg með endurheimtur og þróun gengis.

Og íslenska þjóðin hefði orðið gjaldþrota vegna svika Bjarna.

 

En Sjálfstæðismenn ganga fyrir sjálfsréttlætingu, eigin sök hefur aldrei valdið þeim hugarangri.

Það sást þegar þeir sviku heimili landsins í tryggðum haustið 2010.

Og kenna svo bölvaðri vinstri stjórninni um að framfylgja stefnu AGS, stefnu sem þeir sömdu sjálfir um.

 

Og eftir nokkrar svona greinar í viðbót, þegar allt verður tengt við hinn meinta kostnað í ICEsave, þá verða svikin komin í gróða.

Og sagt, "við hefðu betur samið við breta, þá væri hér allt í blóma, fjárhirslur fullar og gengið i hæstu hæðum".

 

Og það yrði klappað á landsfundi flokksins.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Ítrekað byggt á röngu mati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ómar það er svo sagt að það sé betra að veifa röngu tré en engu,það gerir allavega Þinn maður þarna að austan S.J.S. Ég er ekki að verja mína menn ef þeir gera rangt !!!,en þú virðist samt leggja þá i einelti,og kenna um flest sem aflaga fer/En með berstu kveðjum að sunnan /samt

Haraldur Haraldsson, 28.7.2011 kl. 17:00

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haraldur, mér finnst þú leggja full mikið í skrif mín þó ég minni stöku sinnum á að stefna forystu Sjálfstæðisflokksins er í grundvallaratriðum sú sama og ríkisstjórnarinnar.

Ef þér er það einhver huggun þá skömmuðu einmitt "mínir" menn mig fyrir það sama á fermingarbarnamóti sem ég var á um síðustu helgi.  Vissu eins og er að ég er vinstramegin við miðju í pólitík og fannst ég ekki vera sanngjarn við vinstri stjórnina okkar.

Hvað get ég sagt???  

Að ég bloggi gegn stefnu, ekki flokkum og ég er í andspyrnu gegn ógnaröflum fjármagns sem er langt komin með að eyða þjóð minni.  Og eru angi af öflum sem hafa eyðilagt Vesturlönd, fjárhagslega styrk þeirra og einhagsgetu.

Og mannvonska þeirra og sígræðgi hafa startað ferlum sem enda í alheimsátökum.

En mælkasti maður seinni tíma á Vesturlöndum talaði fyrir tómum sölum þegar hann varaði við illsku svipaðs eðlis og af sömu rót, þó gat hann lesið beint út stefnuyfirlýsingu leiðtoga þeirra þar sem hann sagði nákvæmleg hvernig hann ætlaði að kúga nágranna sína og eyða "óæskilegum".  Ég ætla því ekki að reyna slíkt.  Veit að það er vonlaust, næsta höfn er feigðarós og fátt sem fær því hindrað.

En Haraldur, ég tel að þú skiljir það þrennt sem ég hef bloggað gegn í grunni.

Þú þekkir ICEsave andstöðu mína, ef þau áförm hefðu gengið eftir, þá værum við leppríki ESB í dag, fátæk og smáð eins og Eurokratar ætla Grikkjum og öðrum þjóðum í erfiðleikum.  Forysta flokks þíns sveik í því máli.

Og þú þekkir AGS andstöðu mína, hún hefur verið þéttofin við ICEsave blogg mín.  Risalánið, sem tekið var til að vernda krónubraskara, mun gera þjóð okkar gjaldþrota.  Ungu frjálshyggjustrákarnir hjá Viðskiptakálfi Moggans hafa ítrekað bent á það, augljóst en þaggað í umræðunni.  Ég þarf ekki að taka það fram að þínir menn styðja AGS.

Og það er til lítils að berjast gegn aðildinni að ESB, en berjast ekki gegn gjörningi sem mun gera okkur fjárhagslega háð ESB og aðild að sambandinu verður eitt að "endurfjármögnunarskilyrðunum".  Ég skil ekki ykkur ESB andstæðinga Haraldur, að þykjast vera á móti, en styðja forystu sem kemur okkur bakdyramegin í sambandið með því að láta AGS gera landið gjaldþrota.

Þú verður að fyrirgefa Haraldur, ég skil ekki ykkur, og tel að andstæðinga þinna sé að leita í öðrum húsum en mínum.

En þriðja efnið sem ég bloggaði um, og það var meginþema mitt fyrstu mánuðina, er andstaðan mín við að tugþúsundir samlanda minna skuli hafa verið gerð eignarlaus eftir Hrun með því að stjórnvöld neituðu að leiðrétta misvægið sem verð og gengistrygging ollu á lánum fólks.

Fólk, sem varð það á að treysta þínum mönnum Haraldur, um að hér ríkti efnahagslegur stöðugleiki og velmegun, og keypti sér húsnæði á árunum 2004-2008, það var svipt öllu sínu.

Það var rænt og svívirt.  Þetta eru samlandar okkar, vinir og ættingjar.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins stefndi ekki viljandi öllu í Hrun, en Hrunið var afleiðing af þeirri stefnu sem flokkurinn stóð fyrir.  Ófyrirséð segið þið og gott og vel, kannski ekki ykkar sök að lesa ekki hagfræði og hafa ekki vit á gjörðum ykkar.

En Hrunið varð, það er staðreynd.

Það er líkt og slys sem veldur manntjóni, að gáleysi en þeir sem fórust eru jafndánir samt sem áður.

Þá reynir á þann sem olli slysinu, ef hann iðrast og reynir að bæta úr, reynir að aðstoða og hjálpa, þá áfellist hann enginn því fólk veit að hann er fullfær um það sjálfur.  Ef hann hins vegar hæðis að fórnarlömbum sínum, reynir að auka þjáningar þeirra sem eftir lifa, þá er hann sálarlaus, ekki góður maður.

Ég held að menn deili ekki um þessa skilgreiningu Haraldur, ekki fyrr en flokkur þeirra á í hlut.  Sú "blinda" er skýring orða minna um sjálfsréttlætingu ykkar stuðningsmanna flokksins, þið látið foringja ykkar komast upp með  sálarleysið.

Og þetta er siðferðisleg gagnrýni á hinum sögulegum svikum flokksins haustið 2010 þegar Bjarni og Ólöf björguðu lífi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur úr þeirri hengingaról sem reiður múgur á Austurvelli setti stjórnina í.

Efnahagsleg heimska hennar hafa þínir eigin flokksmenn útskýrt.  Má þar nefna "mína" menn, þá Tryggva Hrút og Kristján Þór, báðir gerðu slíkt í greinum í Morgunblaðinu snemma árs 2010 á þann hátt að Samfylkingarliðið átti ekkert svar.

Það er nefnilega ekki þannig að það sé ekki vit í flokki þínum Haraldur, og það er ykkur, hinum venjulega trúa og trygga flokksmenni að kenna, að það vit fær ekki að njóta sín.

Bjarni var að koma til, sagði margt gott og gilt, og gáfulegt líka á árinu 2010.  Jafnvel eins og hann hefði lesið hagfræði og sögu Sjálfstæðisflokksins.. En svo gekk hann í björg Péturs Blöndals, og hefur ekki verið marktækur síðan.

Aðeins misheimskulegt sem hann lætur út úr sér.

Og það er synd, því ég hafði álit á drengnum, og tel hann með gott hjartalag.

En hann er ekki síðri óvinur þjóðar minnar en Jóhanna Sigurðardóttir, hann er fótgönguliði auðliðsins sem rændi okkur og er að koma landinu allslausu inn í ESB.

En ég er ekki harðorður við Bjarna, ef þú vilt tala um einelti þá er Jóhanna Sigurðardóttir skotmark mitt.  Og skýring þess að þrátt fyrir allt þá fjalla ég ekki um ykkur íhaldsmenn nema með silkihönskum, er sú að innan ykkar raða er margt góðra manna sem hafa reynst þjóðinni ómetanlegir í baráttunni gegn ICEsave og AGS.

Má þar nefna varaþingmanninn, Óla Björn og gömlu jálkana, Björn og Styrmi.

Fyrir utan grasrótina sem stóð vaktina.

En stefna er ill, og henni þarf að eyða eins og hverri annarri óværu, AGS er ekki síðri óvættur en SS á sinni tíð, með ótal mannslíf á samviskunni.

Það er nefnilega hægt að drepa fólk á annan hátt en að skjóta það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.7.2011 kl. 20:38

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Jæ ja. Hvað viltu þá segja um fjáraustur almannafés í umsjá Steingríms í gjaldþrota fyrirtæki. Hvað viltu segja við Árna Pál um ný lög hans sem tryggja endurheimtur kröfuhafa nr.2 og 3(þá sem keyptu afskrifaðar kröfur kröfuhafa) í stað þess að láta almenning og fyrirtæki njóta. Hvað viltu segja um aðgerðir Steingríms vegna Byrs sparisjóðs. Hvað viltu segja um skráningu bankanna þ.e. eru enn fjárfestingabankar í skjóli ríkisvalds og eftirlitskerfa. Bankar sem eru enn að mergsjúga almenning og fyrirtæki.

Það má alltaf bölva og ragna út af því sem gerðist og það má finna sökuldólgana.

En nauðsynlegt er að læra af þeim óförum sem sökudólgarnir orsökuðu. En við erum að horfa upp á ríkisstjórn sem gerir nákvæmlega ekkert til þess að bæta okkur sakleysingunum okkar tjón. Það er haldið áfram á sömu braut og rutt er undir rassgatið á þeim sem glutruðu öllu niður. 

Það eru tugir ef ekki hundriðir milljarða sem hafa tapast frá alþýðu þessa lands í tíma núverandi ríkisstjórnar, þessir milljarðar  gætu hafa farið til þeirra "saklausu" aftur til uppbyggingar íslensks samfélags. 

Það má setja þau mál til umræðu.

Það má rífa niður mikið af trjám og nota. Þau tré, verða ekki röng tré.

Eggert Guðmundsson, 28.7.2011 kl. 21:34

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Ég hef svo sem litla skoðun á því sem Steingrímur er að gera, reikna með að hann sé að hlýða húsbónda sínum.  Og Bjarni myndi gera nákvæmlega það sama ef þeir hefðu sætaskipti, enda húsbóndinn sá sami.

Og ég get ekki verið mikið meira sammála þér um þau óhæfuverk sem núverandi ríkisstjórn hefur framkvæmt, stefnan er ekki bara röng, hún er siðblind, og hún þjónar "illum" öflum.  Öflum sem telja fjármagn æðra fólki.

Og það þarf að verjast þessum öflum.

Í dag hefur grasrót Sjálfstæðisflokksin verið einn virkust í þeirri varnarbaráttu, mun virkari en almennt vinstra fólk.  Þar annað hvort styðja menn óhæfuna af flokkshollustu, eða þegja, sem er sama og samþykki þegar veist er að þjóðinni og hún rænd eins og er verið að gera, og reynt að gera til dæmis í ICEsave.

Og ef grasrót Sjálfstæðisflokksins bæri gæfu til að kalla á fólk í forystu, ekki leppa, þá sæjum við breytingar, því auðmenn og þeirra fólk er svo fátt, í raun svo máttlaust, það er ef snúist er gegn þeim að festu.

En þeir eiga áróðurinn, og akademían er keypt, eða heimsk, veit ekki hvort er verra.

Hún hefur ekki ennþá fattað Hrunið 2008, í raun er hún ennþá í draumalandi evrunnar og klukkan er 12 á hádegi þann þriðja júlí 1998, aldamótin framundan og gósentíð alþjóðavæðingarinnar.

Hún talar um stöðugleika evrunnar og ávinninginn að ganga í ESB.

Og þjóðin, og þjóðin, hún er án leiðsagnar og kyngir ógeðinu á meðan.

Flóknara er það nú ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.7.2011 kl. 00:59

5 identicon

Það er verið að fórna heimillum, sparisjóðum og öðrum fyrirtækjum fyrir kröfuhafa stóru bankanna á ólöglegan hátt, stóru bankarnir kæmust aldrei upp með þetta annars staðar. Það hefði kannski verið eðlilegt að einn eða tveir sparisjóðir hefðu fallið í eða rétt eftir hrun en ekki að þeir séu að tína tölunni alls staðar á landinu tveim árum eftir hrun, það er heldur ekki eðlilegt að stóru bankarnir séu alltaf að hagnast um leið og þeir neyðast til að afskrifa lán og hækka laun starfsmanna úr öllu hófi. Ástæður þess að sparisjóðirnir eru látnir falla á kostnað stóru bankanna eru í fyrsta lagi að reyna að tryggja Seðlabanka eitthvað af 800 milljarða króna kröfum á stóru bankanna hvort sem að um víkjandi lán eða ástarbréfagjörninga í gegnum Icebank var að ræða, en öll þessi lán voru ólögleg, en svo í öðru lagi þá var og er mjög dýrt fyrir ríkið að ábyrgjast innistæður stóru bankanna með því að færa þau yfir í glænýja banka sem ekki eru á sama grunni og gömlu, en meðan að útlán væru að skila sér inn í gömlu þrotabúin sem að síðan myndu greiða af þeirri ríkisábyrgð sem að ríkið lagði fram þá situr ríkið uppi með vaxtakostnað á meðan. Hinsvegar þá er þetta mjög ósanngjarn leikur af ríkinu gagnvart stofnfjárhöfum sparisjóðanna, heimillum, og öðrum fyrirtækjum vegna þess að stóru bankarnir eru ekki viðskiptabankar heldur fjárfestingabankar á pappírunum en það vita ekki margir.

Reikniregluverkið Basel 2 var fundið upp til að leysa Basel 1 af hólmi. Basel 1 er frá 1988. Í Basel 1 þá var útlánastuðullinn 1 en þá gastu fengið 10 milljóna lán á 10 milljóna íbúð að nafnvirði Basel 1.

Basel 2 er fundið upp 1999 og er tekið upp í mörgum bönkum úti 2001 en stóru bankarnir hérna taka það upp 2003 en þá lækkaði útlánastuðullinn í 0,5 og fólk gat  fengið tvöfalt hærri lán síðan 2007 þá lækkaði útlánastuðullinn í 0,35. Í Basel 2 þá breyttust áhættugrunnarnir töluvert. (Það var samþykkt á þingi í febrúar 2007 að síðustu bankarnir tækju upp Basel 2 um áramótin 2007-2008 en stuttu seinna þá eru nokkrir þingmenn sem að selja bréfin sín en með því að fresta rannsókn á sparisjóðunum þá gátu þingmenn leyft 4 ára riftunarfrestinum að líða út og það var hægt að brjóta á sparisjóðunum til að reyna að bjarga stóru bönkunum)

Áhættugrunnarnir eru þrír og flokkast undir fjármagnskipan í cad- hlutfalli, en cad hlutfall er byggt upp svona (meðalstaða eigna, lánsfjármögnun, fjármagnskipan,vaxtamunur)  

Áhættugrunnarnir heita Tier 1, Tier 2, Tier 3, en hafa ber í huga að banki getur einungis innihaldið einn af þessum áhættugrunnum þó um blandaðan rekstur sé að ræða og verður það að miða út frá megin starfsemi bankans þetta nær líka til dótturfélaga svo að það gengur ekki upp að einn að einhver af stóru bönkunum verði móðurfélag sparisjóðs eða eigi á einhvern annan hátt ráðandi hlut í sparisjóði né sameinist homum

Tier 1 er fyrir fjárfestingarbanka og er innramatsaðferð en þá ber FME minni ábyrgð á því sem að þar fer fram og byggist upp á hlutafé, yfirverð hlutafjár, víkjandi skuldabréfum og óráðstöfuðu eiginfé eða varasjóð öðru nafni, Það er hægt að krefjast hærra eiginfjárhlutfalls hér en í Tier 2.

Tier 2 er fyrir viðskiptabanka og sparsisjóði en það er staðallaðferð þannig að það þýðir ekkert fyrir FME að segja að þeir viti ekki neit þeir bera sína ábyrgð líka. Tier 2 inniheldur endurmat breytileg skuldabréf, víkjandi lán og afskriftreikning.

Tier 3 er fyrir banka eins og Hraðpeninga og inniheldur einungis víkjandi lán til skamms tíma.

Þó stóru bankarnir hafi verið fjárfestingabankar fyrir hrun þá er ekki þar með sagt að þeir geti rekið dótturfélög sem fjárfestingabankar eftir hrun en ef við tökum og kryfjum aðeins Tier 1 og rekstrarumhverfi banka hér á landi í dag þá vill ég benda á hlutafé og yfirverðhlutafjár(allt fyrir ofan 1) þar sem .þetta er hlutafé sem bankinn á í öðrum félögum á opnum markaði þá passar þetta ekki en þau hlutafélög sem ekki eru á opnum markaði myndu krefjast endurmats en það er ekki innan Tier 1, víkjandi skuldabréf, það kaupir þau engin af íslenskum banka í dag, varasjóður er heldur ekki til staðar þar sem það voru einungis gerðar áætlaðar afskriftir og allt umfram þær rennur aftur til gömlu þrotabúanna svo að rekstrargrundvöllur fyrir Tier 1 fyrir innanlandsstarfsemi á Íslandi er engin. Þar að auki þá er eigið fé nýju bankanna byggt á mjög ólöglegan hátt þeir högnuðust á gengishagnaði vegna ólöglegra lána, þeir yfirtaka félög og breyta skuldum yfir í hlutafé sem þeir meiga ekki þar sem í því felst endurmat á hlutafé, þeir innihalda mjög litla afskriftareikninga þó svo að Tier 1 banki þurfi ekki að hafa nema 1,25 prósent í afskriftum, þeir eru með ólögleg víkjandi lán og fá ríkisábyrgðir á víkjandi skuldabréf, þeir telja upp hlutfé í sjálfum sér og yfirverð þess sem eigið fé sem að stenst ekki bókhaldslega þar sem það er bókfært hjá eiganda bankans, þeir endurmeta vexti á lán sem þeir meiga ekki vegna þess að Tier 1 inniheldur ekki endurmat. Fyrir utan það þá voru KB og Glitnir að skila inn starfsleyfi um daginn og meiga ekki reka fyrirtæki að þeim sökum.

Ef ég tek Byr sparisjóð fyrir þá ætla ég að benda á að haustið 2009 þá lágu samningar við kröfuhafa fyrir með það að afskrifa og að ríkið kæmi þess í stað með stofnfé á móti og það var ekki krafist þess af kröfuhöfum að stofnfé yrði fært niður þar sem vitað mál var að það lá inn á afskriftareikningum og eigendur fengu síðast sitt. Fjármálaráðuneytið var ekki sátt við þetta og fór að bjóða kröfuhöfum upp á víkjandi skuldabréf og ríkisskuldabréf auk þess að jarða Byr sparisjóð í fjölmiðlum. En það eru engin víkjandi skuldabréf né ríkiskuldabréf innan áhætttugrunsins svo að það getur ekki hafa verið ætlunarverk fjármálráuneytis að láta þessar samningaviðræður takast. ef FME hefði gefið Byr sparisjóð færi á að gefa út breytileg skuldabréf sem síðan hefðu breyst í stofnfé ef ekki hefði náðst að greiða af þeim, en þá hefði það bara bitnað á stofnfjárhöfum sem að höfðu tekið út arð og ekki komið yfirvöldum neit við eða þá að Seðlabanki hefði veitt víkjandi lán til að mæta mjög ýktum afskriftareikning eða fjármálaráðuneytið komið með aukið stofnfæé en Seðlabankinn og ríkið hafa hingað til getað mætt stóru bönkunum án þess meira aað segja að það sé á löglegan hátt þannig að stofnfjáraukning hefði bara verið til að jafna leikinn þá væri Byr sparisjóður í fullu fjöri í dag. 

Svo er ömurlegt að vita til þess að með því að leyfa stóru bönkunum að brjóta af sér með því að endurmeta vexti á lán og yfirtaka félög og breyta skuldum yfirí hlutafé en stóru bankarnir höfðu áður hagnast vegna gengislána þá neyðast sparisjó'irnir til að afskrifa meira, þar að auki þá lánuðu sparisj´joðir í raun og veru í erlendri mynt. bara ólögmætt endurmat úr peningamarkaðsjóðum hjá stóru bönkunum kostaði Byr 8 milljarða, yfirtakan á SP og Húsasmiðjunni var líka ráðlögð af fjármálaráðuneyti en ef þessi félög hefðu farið í mál við Landsbankann þar sem lánin til þerra voru gengislán þá stæðu þau vel í dag en Byr átti 35% ´SP og 43% í Húsasmiðjunni auk þess voru lán til stærstu eiganda vel endurheimtanleg ef að stóru bönkunum hefði ekki verið leyft að brjóta á þeim. Byr á líka 15 milljaðra heildsöluinnlán inni í Íslandsbanka og Landsbanka sem að með dráttarvöxtum næðu 22 milljörðum.

Það að blanda saman Byr og Íslandsbanka r svipað og að reyna að láta belju og hest eiga saman afkvæmi, en að auki þá hef ég sýnt fram á að Íslandsbanki ætti ekki að hafa starfsleyfi en að auki þá er móðurfélagið yfir honum Glitnir búið að skila inn starfsleyfum.

þið hafið líklega heyrt talað um samráðshóp um fjármálstöðuleika en sá hópur var myndaður árið 2006 og er enn starfræktur í dag. Þennan hóp mynda Efnahags-og viðskiptaráðuneyti, Fjármálaráðuneyti, Forsætisráðuneyti, FME og Seðlabanki, og eiga þessir aðillar hver einn fulltrúa í senn innan samráðhópsins. Þarna sátu til dæmis Baldur Guðlaugsson, Stefan Svavarsson (fyrrum aðalhagfræðingur Seðlabankans) Bolli Bollasson, Ingimundur Friðriksson, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir auk margra annara. Samráðshópurinn var myndaður 2006 þegar Seðlabankinn uppgötvaði að öll þau víkjandi lán sem þeir höfðu veitt stóru bönkunum væru ólögleg og að einhvern vegin þyrfti að ná þeim til baka, síðan fengu þeir Glitnismenn sem áttu líka ráðandi hlut í Byr og Icebank og VBS til að láta Icebank og VBS taka víkjandi lán hjá Seðlabanka þar sem þeir gátu það á þeim tíma en ekki stóru bankarnir og kaupa síðan víkjandi skuldabréf af stóru bönkunum svo að þeir gætu greitt upp víkjandi lán sem kominn voru á tíma, semsagt skuldbreyting, þannig að víkjandi skuldabréfin fóru ekki einu sinni í að byggja upp eigin fé stóru bankanna og voru þar að auki aldrei sett á almennan markað né bókfærð í sumum tilfellum en þetta var allt gert án þess að minni stofnfjáreigendur vissu af, en á meðan var Ingimundur Friðriksson Seðlabankastjóri líka í stjórn FME og átti sæti í samráðshóp. Með því að láta Byr taka á sig ýmis áhættur sem að á ekki að geta gerts með þessum hætti þar sem bankinnn notar staðallaðferð þá var verið að reyna tryggja endurheimtur til Seðlabanka. Það þarf engin að segja mér að veðlitlar lánveitingar til stærstu eiganda og útrásarvíkinga geti átt sér stað á sama tíma og Byr fer í gegnum miklar sameiningar og er að taka upp Basel 2 og það í staðalaðferð að fleiri milljarðar eru fara ýmist í innlán til hinna bankanna eða sem léleg lán til eiganda svo þeir geti staðið við skuldbindingar annars staðar. Svo hef ég verið að benda þessum stofnunum á að það er hægt að ná þessum útlánum Byrs til baka þar sem að stóru bönkunum er óheimilt að beita endurmati á lán o.s.f. svo að Byr sparisjóður er ekki jafn veikur og menn vilja meina í fjölmiðlum. Auk þess geta þessir aðillar sem settið hafa í samráðshópnum orðið persónulega ábyrgir fyrir miklu sem fer þar fram þar sem einungis eru gerð fundardrög.

Valgeir ásbjörnsson (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 05:23

6 identicon

Ég vill líka benda á að það er ekki nóg með að stofnféð hafi farið í afskriftareikninga sem gætu skilað sér að fullu til baka (af 29 milljarða tapi Byrs 2008 þá voru 3 milljarðar vegna niðurfærslu á viðskiptavild og endaði hún í einum milljarði, en 26 vegna yfirfærslu á afskriftareikning en einungis 500 milljónir af því endanlega tapað). Síðan er yfir þriðjungur útlána Byrs vegna lána frá lánadottnum, en skuldir vegna þeirra voru allar eftir í gamla Byr. Nýji Byr (Byr hf) bókfærði aldrei þau lán sem hann fékk yfir á hundrað prósent afslætti í Debet, þess vegna er verið að keyra málin í gegn án þess að gera ársuppgjör. Það var skuldajafnað að öllu leyti við stóru nýju bankanna og þess vegna eru þeir og fleiri innlendir kröfuhafar sammála sölunni á Byr hf, á meða þá eru þýskir bankar arfareiðir og koma aldrei til með að lána íslenskum viðskiptabanka aftur ef að þessu verður en þeir hafa nú áður sent fjármálaráðuneytinu bréf vegna yfirtökunar á Byr sparisjóði að nú væri íslensk þjóð rúinn öllu trausti.

Það er líka einkennilegt að það sé skuldajafnað við kröfuhafa meðan að fleiri kröfuhafar sem eiga ekki innlán á móti fá ekki neit. Auk þess þá væri FME búið að gera eitthvað vegna tengsla skilnefndar Byrs við fyrirttækið sem á að selja Byr ef að ekki væri um pólutískar mútur að ræða en Það er engin tilviljun að júlí sé valin til sölunnar því þá er þingi meinað að koma saman.

Valgeir ásbjörnsson (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 06:06

7 Smámynd: Ómar Geirsson

"Ísland hefur orðið fyrir árás - ekki hernaðarárás, heldur fjármálaárás. Afleiðingarnar eru jafn banvænar þrátt fyrir það. Fleiri verða veikir, lifa í örvæntingu og deyja fyrir aldur fram ef þjóðin neitar ekki að greiða til baka megnið af þeim lánum sem prangað hefur verið inn á hana á síðustu átta árum. En leiðin til bjargar er þyrnum stráð. Voldugir skuldunautar á borð við Bandaríkin og Bretland munu siga áróðursmeisturum sínum, sem og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum á Íslendinga og krefjast þess að þeir verði hnepptir í skuldafangelsi með því að þvinga þá til að greiða skuldir sem þessar þjóðir myndu aldrei greiða sjálfar."

Michael Hudsson í grein í Fréttablaðinu.

Birtingarmynd þessarar fjármálaárásar er það sem gerðist með bankakerfið eftir Hrun.  Þá var það sérhannað til að blóðmjólka almenning og fyrirtæki.

Að neita taka verðtrygginguna úr sambandi á meðan hagkerfið er að ná jafnvægi, er annað dæmi um fjandsamlega aðgerð gagnvart þjóðinni og efnahagnum.

Krónubraskaralán AGS er þriðja dæmið, gjörsamlega óþarfi og mun eitt og sér gera þjóðina gjaldþrota.

Sigur þjóðarinnar í ICEsave var aðeins smá truflun á þessu ferli.  En sá sigur dugar hinum venjulega sjálfstæðismanni, hann heldur að núna sé allt í lagi og það eina sé að er að vondir vinstri menn stjórna.

Og það fyndna er að helstu fórnarlömb AGS eru þeir sem eiga, frá þeim sem ekkert áttu, er ekkert að ræna.  Með öðrum orðum, hinn almenni sjálfstæðismaður styður forystu sem vinnur fyrir fólk sem er að eyða eignum hans og fyrirtækjum, og gera þjóð hans gjaldþrota, og þar með þurfaling ESB.

Og þeir sjá þetta ekki greyin eins og glöggt má lesa þegar maður lítur yfir íhaldsblogg eða ræðir við þá á öðrum vettvangi.

Byr dæmið er aðeins einn angi af mörgum um það sem gert var, og hefur aðeins eitt markmið, að endurreisa hið gamla kerfi sjálftöku og ránsskapar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.7.2011 kl. 10:06

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þakka gott svar! sem ég met mikils og segi margt hið sama um mína menn,En hugsjón okkar er mjög svo lík svo ekki sé meira sagt,samt viljum við báðir að réttlætið taki við,en skeður ekki með J.S. og S.J.S.!!!!!/kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 29.7.2011 kl. 15:00

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei það skeður ekki með JS eða SJS en því miður ekki heldur með BB.

Það skeður þegar við, hinn almenni Íslendingur, tökum okkur taki og líðum ekki lengur órétt.

Þegar við líðum ekki lengur þá svívirðu að fólki í neyð sé ekki hjálpað.

Óháð hagsmunum okkar, óháð stöðu okkar, óháð hvort við sjálf höfum hag af eða séum hjálpar þurfi.

Þetta snýst allt að lokum um Mannúð og Mennsku Haraldur, eitthvað sem við glötuðum í velmeguninni í aðdraganda Hrunsins.  Og án þess á þjóðin enga von.  Enga framtíð, við endum sem þurfalingur ESB.

Og eigum það skilið því við erum ekki lengur fólk, við neituðum samborgurum okkar í neyð um hjálp .

Og Haraldur, ég veit hvað Óli Thors, Bjarni Ben og Geir Hallgríms hefðu gert, kannski af vanmætti en alltaf að viljanum að láta ekki órétt líðast.

Ég veit það því ég hef lesið sögu Óla og Bjarna, og ég man eftir Geir, ég var ekki mjög gamall þegar ég fattaði að hann var mjög vandaður og heiðarlegur maður sem vildi fólki vel.  Enda var hann fyrsta fórnarlamb Nýfrjálshyggjunnar innan flokksins, þótti úreltur, "maður með hjarta".

En þegar upp er staðið þá er það það eina sem skiptir máli, að fólk með hjarta stjórni.  Hægri, vinstri eru merkingarlaus hugtök, hagfræði er aðeins tæki, líkt og tommustokkur, það er sá sem heldur sem veldur. 

Vilji hann vel, stefni hann að einhverju góðu, þá verða samfélög okkar góð, og þau verða betri, og halda áfram að batna.

Þessu einföldu sannindi eru fólki hulin í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2011 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband