Sigmundur, það eru fleiri að bregðast lýðræðinu en ICEsave vælupúkarnir.

 

Til dæmis þú Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Það er þitt sem þingmanns á löggjafarsamkundu þjóðarinnar að bregðast við þegar upplýsingar koma fram um að þjóðin hafi verið blekkt, og bretar eru að innheimta lögbundnar tryggingar breska tryggingasjóðsins hjá íslenskum almenningi, þegar þeir eru búnir að innheimta þær hjá breskum fjármálafyrirtækjum.

 

Landsbanki Íslands var með fulla tryggingu hjá breska tryggingasjóðnum."skýrteini FSA No.207250"  

Full trygging þýðir að viðskipavinir Landsbankans í London nutu algjörar verndar breska tryggingasjóðsins.

 

"Consumers in the United Kingdom could (thus) be sure of the level of protection they had. We would confirm that the FSCS will pay compensation to the maximum limits, irrespective of the size of the levy paid to them".

 

Þessi klausa  er tekin úr bréfi frá FSA, sem er breska fjármálaeftirlitið ef þér skyldi ekki vera kunnugt um það.  

 

Þessar upplýsingar staðfesta að ICEsave málið er ein lygi frá upphafi.  Landsbankamenn voru ekki þeir skúrkar sem allir vildu vera láta, eða kannski bretar þeir kjánar að láta erlendan banka safna innlánum án þess að viðskiptavinir bankans nytu fullrar tryggingar.

ICEsave er eins og að þú værir með hús tryggt hjá Sjóvá, og þegar það skemmdist í bruna, þá fengir þú trygginguna borgaða út, eins og um var samið.  En Sjóvá vissi að þú ættir heima í sama póstnúmeri og Tryggingamiðstöðin, og að þú hefðir verið með altryggingu þeirra.  

Sjóvá hefði síðan sent bréf til Tryggingamiðstöðvarinnar, sagst hafa keypt tjón þitt, og núna vilji þeir að altryggingin borgi því það felst í orðinu "al" að allt sé borgað.  Þegar TM kemur ofanaf fjöllum og segir Nei, sjáumst fyrir dómi, þá fer Sjóvá ekki í dóm, heldur hringir í félag handrukkara á Íslandi, og býður þeim samning, innheimtið þetta tjón, og þið fáið í nös í staðinn. 

Handrukkararnir mæta á skrifstofu TM og segja, þið borgið eða hafið verra af.

 

En sjúkleiki málsins var að Sjóvá átti endurkröfu á Loyds samkvæmt samningi, og fékk allan sinn kostnað greiddan þar.  

Sjóvá vildi aðeins meira.  Vildi fá sinn lögbundna kostnað samkvæmt tryggingu þinni, tvíborgaðan.

Allir sjá að slíkt er þjófnaður, fyrir utan þá lögleysu að ætla að innheimta með ofbeldi.

 

Um frekari málavexti má lesa í þessum bloggpistli mínum sem á annað þúsund manns hefur lesið síðasta sólarhring.

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1156139/

 

Það er ljóst að þessar upplýsingar kollvarpa málatilbúnaði breta og ríkisstjórnarinnar og því ber þér Sigmundur Davíð að krefjast þingfundar þar sem þú krefst frestunar á þjóðaratkvæðinu og að málið verði tafarlaust rannsakað.

Það er kominn réttmætur vafi í lögmæti þess að borga bretum.

Menn hafa frestað máli á minni forsendum en að spara þjóðinni útgjöld uppá 78 milljarða hið minnsta eins og gengi krónunnar er í dag.

 

Sigmundur það er auðvelt að skamma aðra, sérstaklega vælukjóa.

En það tekur á að vera maður á svona stundu og hafa kjark til að breyta rétt.

Það verður allt vitlaust í fjölmiðlum auðmanna og stjórnin mun froðufella.  En hún getur ekki annað en látið rannsaka málið.

Því umræðan í kjölfarið mun afhjúpa fólk sem sinnir engu, hversu mikilvægt sem það er, sem gæti bjargað þjóðinni í þessu máli.

 

"Borgið þjóð mín, borgið þjóð mín". 

Og þjóðin mun sjá í gegnum blekkingarhjúpinn.

En það þarf fólk, ekki mýs til að standa upp og krefjast réttar og rannsóknar.

 

Spjótin standa á þér Sigmundur.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Gengur gegn lýðræðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr!

Sigurður Haraldsson, 6.4.2011 kl. 07:59

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Ómar

Svona er umræðan þarna á þingi syndarmenska en að krefjast réttlætis fyrir þjóð sína með látum svo að  hrikti  stoðum nei það gera þau ekki hvar er hreyfingin núna ekkert heyrist í þeim feluleikurinn er mikill núna þegar þjóðin þarf raunverulega á því að halda þá þegja þau í sínu skúmaskoti þvílík skömm af þessum þingmönnum öllum sem einum.

EN VIÐ MUNUM SEGA NEI ÞANN 9.

Jón Sveinsson, 6.4.2011 kl. 08:53

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

ALLIR ! eru orðnir smeykir við fólkið, og hvað því kann að detta í hug, þau skilja ekki þennann brennandi áhuga og "óhlýðni" sem er að koma upp á yfirborðið, héldu að "allt væri búið" eftir að róaðist á Austurvelli. 

Eftir áratuga "gerfi" lýðræði, kunna þessar manneskjur ekki að vinna fyrir fólkið eins og þeim ber og þau voru kosin til, getum auðvitað kennt sjálfum okkur um þetta að hluta, en enn er hægt að snúa við blaði án alvarlegra átaka, vonum að ekki komi til þeirra.

Ég skráði mig á "Áfram" síðuna til að geta skotið inn kommentum á "slepjuna" sem fólk er að setja þar og reynir að tengja Icesave, slepjuna segi ég, því það notar allskonar faguryrði og fín slagorð, sem í daglegu tali eru góð til síns brúks, en breyta þeim í "slepju" og það sem verra er. með tengingunni.

Ég reyndi að "linka" þarna á innlegg þitt Ómar "Sprengjan í Icesave" tvisvar sinnum, og hvatti gesti síðunnar til að lesa innleggið, það stóð inni í c.a. 30 sekúndur í bæði skiftin og hvarf svo, hvað segir það okkur ???

Svona kom þetta fram hjá þeim:

„Kommentaði“ fyrst á þetta:

 

·         "Fá ríki eiga jafn mikið undir vel smurðum alþjóðlegum samskiptum og
Ísland, þess vegna segi ég já."

Friðrik Jónsson sem mun ekki hika við að segja já á laugardaginn.

 

KH: Sniðugt þú skulir nota orðið "smurðum" á bæði skandinavisku "smöre" og ensku "greasing" þýðir þetta einnig að "múta" einhverjum til ná fram einhverju, gjarnan einhverju ólöglegu ;)

Áfram: Það er samt þannig sem vélin gengur best, ekki viljum við bræða úr mótornum.

KH: Skora á gesti þessarrar síðu að lesa hér: hér kom svo „linkurinn“ fyrst, en var fjarlægður ?

"Skellti honum þá einum og sér í næsta dálk, allt fór á sömu leið, og bætti svo kommentinu undir við, þeir létu ekki biðja sig tvisvar."

KH: Eða bara "eyða" kommentinu, segir meira en mörg orð um hvað sum ykkar eru hrædd við þessar upplýsingar

Áfram:Það er ánægjulegt hvað nei-sinnar eru duglegir við að lesa síðuna okkar.

KH: Linknum var eytt já einmitt ! og já það er kannski munurinn á Nei og Já sinnum, Nei sinnar "þora" að skoða allar hliðar málsins ;)

Svo þetta er það sem þarf að dreifa sem mest, greinilega "brennheitt" innlegg, enda ekki furða að þeim mislíki það.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 6.4.2011 kl. 09:29

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón, það er eins og stjórnarandstöðunni skorti kjark til að standa upp og segja "vér mótmælum öll".

Vona samt að Sigmundur hafi kíkt á þetta blogg, og sé að íhuga næsta skref í málinu.

Hann er ágætis strákur og hefur virkilega margt gott til málanna að leggja.  

Ég er alveg hættur að hugsa í flokkum, hugsa í fólki, tel að hæft fólk sé víða sem þorir að hugsa út fyrir rammann.   Það vantar frekar kröfuna um að það sé unnið saman á nýjum forsendum, frekar en að fólkið sé ekki til staðar.

En það er önnur saga, núna er ég að hjálpa til að losna við ICEsave drauginn, það er nóg verk í bili.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 09:45

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Það er til of mikils mælt að þau þoli tilvísun í mig eftir allar kárínurnar sem ég hef sent þeim.  Þetta væri svona svipað að reyna fá dómkirkjuna lánaða undir svarta messu, á öllu eru takmörk.

En ég held mínu striki, það voru yfir 1.600 ip tölur í gær, teljarinn sínir núna 3937 flettingar á síðasta sólarhring.

Þess vegna setti ég inn "greinina" um þessa skyldtryggingu núna áðan.  Þokkalega rökfasta, lausa við alla áreitni, svona eins og mér er unnt.

Meira get ég ekki gert, ég hef vakið athygli á málinu, núna er boltinn hjá öðrum.  Ég fer bara að fíflast á eftir ef þetta fær enn eina þöggunina, hjá okkar fólki, því það er ekki Já fólkið sem sker úr, það erum við, almenningur.

Það var Já fólkið sem hélt lífinu í síðustu umræðu, því umræðan er nauðsynleg svo hægt sé að koma með fleiri sjónarhorn og ítarlegri rök.  Það er ekki hægt að segja allt í einum pistli, sökum lengdar, ég hafði allan tímann aðgang að þeim rökum sem Loftur kom með, og hafði fengið þjálfun hjá kallinu í að nota þau.  En ég vildi leyfa honum að slátra mótstöðunni, benti aðeins á um hvað ég væri að blogga, sem var hinn réttmæti vafi.

Þetta vita Já menn, andóf þeirra gerir ekkert annað en að fita púkann á fjósabitanum, því höfðu þeir vit á að henda linknum þínum út.  Vegna þess að þeir eiga engin rök á mót, þeirra eina von er andvaraleysi almennings og leti að standa með sínu fólki.

Ég hef margoft bent á þetta Kristján, við eigum að líta í eigin barm, ekki sífellt að kenna öðrum um ástandið.  

En svona er það bara, á andvaraleysinu eru margar heiðarlegar undantekningar, þess vegna höldum við sjó í áróðursstríðinu.

Og erum við ekki að hafa þetta????  Mér sýnist það.

Ég trúi því ekki að fólk láti kúga sig til að segja Já, hingað til hafa hótanir á Íslandi alltaf haft þveröfug áhrif.

En þetta skýrist, þú kíkir kannski á nýja pistilinn og segir mér hvað þér finnst.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 10:02

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar ! svona fór það já, en það var bara "linkurinn" þinn sem var fjarlægður, kommentin mín fengu að standa (ennþá allavega).

Já þú ert svo sannarlega búinn að gera þitt, og það svo kyrfilega að sama hvernig fer á laugardag, mun baráttan lifa, jafnvel þá fyrst byrja af krafti.

Það verður allavega næsta verkefni að hamra á og benda fólki á það, hvernig það getur haft áhrif á eigin afkomu, vekja frelsiskenndina sem býr með flestum, jafnvel í "krata" hjörðinni, skil vel að "sósíalistar" Evrópu séu sáttir við "hjarðhegðunina" sem birtist nú í sambandi við Icesave málið og vilji viðhalda henni, það liggur í eðli forræðishugsjónar þeirra, en þegar hægri hliðin gerir það er um einskæra spillingu að ræða, þá á bara láta "lýðinn" taka við því sem honum er rétt og afhenda það sem honum er sagt að afhenda.

Og í samkrullinu milli forræðishugsjónar sósíalista og spilltra "hægri" afla liggur hættulegasta leiðin, var ekki einmitt slík stjórn við völd á Íslandi í útrásinni og fram að hruni ?

Jæja nóg um það, ætla skoða nýja pistilinn þinn, og reikna með að "linka" hann á Nei FB síðuna (reyni kannski aftur við Já síðuna )og mína eigin FB síðu.

MB(baráttu)KV

KH 

Kristján Hilmarsson, 6.4.2011 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband