Annar kjarni ICEsave deilunnar.

 

Michael Hudson prófessor við Coumbia háskóla.

" Þar sem Bretar og Hollendingar reyna að hóta efnahagslegu stríði gegn Íslandi ef Íslendingar gefa ekki eftir og greiða samkvæmt kröfum Englendinga án þess að fara fyrir dómstóla."

 

Jan Kregel hagfræðiprófessor.

 

"Það fyrsta sem ber að gera er að lýsa því yfir að þetta sé deila á milli Evrópuríkja sem beri að leysa fyrir evrópskum dómstóli.

Dómarar geta þá skorið úr um hvort Ísland hafi greiðsluskyldu umfram ákvæði laga um innistæðutryggingar, í úrskurði sem íslensk stjórnvöld yrðu að hlíta."

 

 

Þessir erlendu menn eru að benda á augljósan hlut, að kröfur breta og Hollendina hafa engan lagalegan stuðning, þeir hafa heykst á að láta dómsstóla skera úr um þær.

 

 

Á þennan annan kjarna ICEsave deilunnar bentu lögmennirnir Sigurður Líndal og Jón Steinar Gunnlaugsson í grein í Morgunblaðinu "að rétturinn til dómstólameðferðar er varinn af íslensku stjórnarskránni, mannréttindasáttmála Evrópu og raunar gildir hann einnig hjá þeim ríkjum sem við höfum deilt við í málinu".

 

Rétturinn til sanngjarnar dómsstólameðferða er hornsteinn réttarríkisins og án réttarríkisins þrífst ekki siðmenningin.  Þetta er annar kjarni ICEsave deilunnar.

 

 

 

Fullorðnu fólki er boðið upp á þá skröksögu að í því felist sérstök ógn að nýta sér leið siðmenningarinnar, að láta dómsstóla skera úr um ágreining. Að andstæðingur okkar hafi þá lagastöðu að hann geti fengið mun hærri bætur ef hann hefði farið með málið fyrir dómsstóla. Það hefði aðeins verið fyrir góðsemi hans að hann hefði ekki strax í upphafi deilunnar gert slíkt. Í stað þess hefði hann kosið að setja á landið hryðjuverkalög, beita því efnahagsþvingunum, hóta því, bera út lygar og róg.

 

Því niðurstaða dómsstóla hefði verið svo ægileg fyrir þessa litlu þjóð sem hann ákvað að rukka fyrir lögleg útgjöld tryggingasjóð síns.

 

Og í hvert skipti sem þessi litla þjóð skyldi ekki þessa góðsemi hans, og sagði Nei, þá ákvað hann af ennþá meiri góðsemi, að slá að kröfum sínum í stað þess láta kné fylgja kviði hinnar ægilegu dómsstólaleiðar.

 

Svona er málflutningur þeirra sem hafa alltaf viljað samþykkja ICEsave kröfu breta, og þeir sem standa á rétti þjóðarinnar hafa meðvirkir tekið undir þessa skröksögu með því að segja að þessir ægilegu dómsstólar Evrópu hafi ekki dómsvald á Íslandi. "

 

 

Dómsstólar Evrópska efnahagssvæðisins dæma eftir lögum og reglum, annað væri geðþótti sem myndi ekki þrífast í nútíma lýðræðisríkjum.  

 

 

 

Þeir sem fullyrða að þeir munu ekki dæma eftir lögum gleyma einum grundvallarhlut, að enginn fórnar minni hagsmunum fyrir meiri.  Þó ESA gangi erinda skrifræðisins í Brussel þá mun rangur dómur í ICEsave málinu skapa fordæmi sem mun hafa bæði gífurlegan kostnað fyrir önnur aðildarríki sem og að dómsfordæmi geðþóttans er ógn við önnur aðildarríki.

 

Munum kjarna ICEsave deilunnar sem Sigurður Líndal orðar mjög vel;

 

"Nú hefur það verið ítrekað oftar en tölu verði á komið að tilteknir einstaklingar hafa stofnað til þessara skulda, en ekki íslenzka ríkið og því síður þjóðin sem heild. Ef ríkið ætti að ábyrgjast slíkar skuldir – að ekki sé minnzt á þungar og ófyrirsjáanlegar byrðar næstu kynslóða – yrði það að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, alþjóðasamningum eða löglega bindandi yfirlýsingum ráðamanna sem hefðu til þess heimild." 

 

 

Ef dómur fellur um að ESB geti sett reglur um ótakmarkaða ríkisábyrg, án þess að hafa til þess skýra réttarheimild, án þess að orða hana á skýran hátt, eða réttara sagt sleppt því að orða hana yfir höfuð í viðkomandi reglugerð, en dómurinn er byggður á afleiddri túlkun á almennum markmiðum eða einhverju sem enginn vissi um þegar reglurnar voru settar, þá er allt hægt.

 

Ég sæi Norðmenn í anda sætta sig við að vegna nýrra umhverfisskatta sem hefðu verið samdir fyrir níu árum, og tóku þá strax gildi, þá eigi allur arður af olíuframleiðslu Norðmanna að renna í sameiginlegan sjóð ESB, og útdeilast til allra aðildarríkja sambandsins, nema Norðmanna. Að vísu hefðu þeir ekki verið látnir vita af þessum lögum ESB, en þeir hefðu átt að vita það, það liggi í almennri túlkun umhverfislaga ESB, sem sambandið að vísu túlkar einhliða. En á meðan Norðmenn krefjast dóms um þennan ágreining, þá líti ESB svo á að landið neiti að viðurkenna alþjóðlegar skuldbindingar sínar, og hafi því sett algjört viðskiptabann á landið.

 

Auðvita myndu Norðmenn ekki sætta sig við það en ef landið yrði sett í herkví annarra ESB landa líkt og Ísland lenti í eftir ICEsave deiluna, og hópur innlendra stuðningsmanna ESB myndi segja að fórnin væri þess virði því siðað fólk semdi en stæði ekki á rétti sínum???

 

Vissulega myndi þetta ekki gerast í dag, en fordæmi lögleysunnar er komið og enginn veit hver er næstur.  En þetta er lýsing á ríkjabandalagi sem er haldið saman með hervaldi líkt og Sovétríkin sálugu, ekki ríkjasambandi siðaðra lýðræðisþjóða.

 

 

 

Nú hefur verið bent á að framkvæmdarstjórn ESB hefur lýsti því yfir að ekki sé ríkisábyrgð, og hafa þá innlendir stuðningsmenn fjárkúgunar breta bent á að við getum lent í ægilegum píslum vegna brota á svokallaðri mismunareglu.

 

Sú fullyrðing stenst ekki heldur skoðun heilbrigðrar skynsemi, ef Ísland fengi á sig dóm þá væri sá dómur líka fordæmisgefandi og þar með gætu aðrir sem töldu sig verða fyrir mismun vegna björgunaraðgerða annarra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins, farið í mál og fengið skaðabætur. 

 

Því það er eðli neyðaraðgerða að þær mismuna einhverjum.   En ef einstök aðildarríki geta ekki gripið til þeirra vegna ótta við málshöfðun, þá væri þau búin að glata sjálfsforræði sínu.  Slíkt vald hafa dómsstólar ESB ekki, slíkt valdaafsal geta aðeins þjóðþing viðkomandi landa samþykkt, og þá verður sú samþykkt að standast stjórnarskrár viðkomandi landa.  

 

Enginn dómsstóll getur dæmt þjóðir í neyð, eða hindrað þær í að bregðast við neyð, enda er um þetta skýrt ákvæði í EES samningnum og ESA hefur staðfest rétt íslenskra stjórnvalda til að grípa til þeirra.

 

 

Og fyrir þá sem hengja sig í þvingaða yfirlýsingu íslensku ríkisstjórnarinnar frá því haustið 2008 þá mættu þeir lesa og íhuga þessi orð Bjargar Thorarensen lagaprófessors.

 

 

"Það var ekki um annað að ræða að gangast undir þá þvingun að taka lán, sem rennur að hluta til þess að ábyrgjast greiðslur tryggingasjóðsins, nokkuð sem ríkinu ber engin lagalega skylda til, hvorki eftir Evróputilskipun né öðrum þjóðréttarreglum. Samningar af þessum toga eru á lögfræðimáli kallaðir nauðungarsamningar. Ekki aðeins í okkar lögum heldur einnig í þjóðaréttinum – og slíkir samningar eru raunar ógildanlegir."

 

 

 

 

 


Það er ekki hægt að misskilja þennan annan kjarna ICEsave deilunnar, þrátt fyrir góðan vilja þar til. Það þarf annarlegar hvatir til að ganga gegn gangverki laga og reglna, að hundsa leiðir réttarríkisins í deilunni. Og það sorglega er að flestir þeir sem þjást af þessum annarlegum hvötum eru samlandar okkar.

 

Slíkt er þyngra en tárum tekur.

 

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg hárrétt hjá þér.  Takk fyrir góðan pistil og upplýsingar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 11:33

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Setti þetta á feisið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.3.2011 kl. 12:35

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið stöllur.

Aftur Nei.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.3.2011 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 1321537

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband