Eiga ekki fleiri börn í Reykjavík???

 

En innan við þúsund hræður???

En jú, þeir styðja Samfylkinguna og vilja verða skuldaþrælar ESB.

Svo eru það þeir sjálfstæðismenn sem vita eins og er að það fer ekki saman að styðja formann flokksins og menntun barna okkar.  Það er ekki bæði hægt að borga AGS lánin, ICEsave og afskriftir auðmanna, og bruðla í menntakerfinu.  Þess vegna á að skera meira niður segir þetta sjálfstæðisfólk.

Og svo eru það potta og pönnulemjararnir, þeir komu jú hinum fersku andans mönnum á valdastól.  Og þessir fersku andans menn, eiga svo margar vini í Samfylkingunni, sem vilja borga ICEsave, og braskaralán AGS, svo  við getum orðið fullgild Evrópuþjóð.  Það er því ekki rökrétt að mótmæla afleiðingum sinna eigin verka.

 

Og ekki hvað síst, þá er það almenningur, hinn þrautpíndi almenningur.

Hann er allur í aukavinnu svo það sé hægt að borga afskriftir auðmanna, AGS og ICESave.  Kemst því ekki í tölvu til að mótmæla.  Ekki heldur á Austurvöll.

Það gæti fallið víxill á meðan, bankinn mætt með handrukkara til að henda börnunum út.

 

En daginn sem þessi þrautpíndi almúgamaður rís upp frá brauðstritinu, hugsar um drauma sína sem hann átti þegar hann sleit barnsskónum, hugsar í hvað stöðu hann er í dag, og hvað hún er fjarlæg þeim væntingum sem hann hafði um lífið.  Og hann lítur á börn sín, og hugsar, er þetta lífið sem ég ætla þeim????

"Og er ég orðinn eins og ambáttin á þrælaekrum Suðurríkjanna sem sagði við dóttur sína að hún ætti að hlýða því hennar biði ekkert annað en þrældómur og skortur, og það eina sem hún hefði út úr draumum sínum um frelsi, væri högg og spörk, jafnvel banvæn"

Og þá minnist ég að dóttir ambáttarinnar sagði "Nei, ég er manneskja", og þrælapískarinn gat aldrei lamið þá vitneskju úr sál hennar.

Og ég sé fólk sem á öllum tíma, sagt "Nei við ICEsave, Nei við harðstjórn og þrældómi".

Og ég sé fólkið í Lýbíu sem horfði óvopnað framan í byssukjafta drukkinna málaliða og mannhunda, og sagði, "Nei, við erum fólk, og við verðum ennþá fólk þó þið skjótið okkur".

 

Þann dag mun þúsundir nafna streyma inn á mótmælavefinn gegn vélabrögðum fjárkúgara.

Og íslenskt almannafólk mun síðan mæta á kjörstað og segja Nei við ICEsave.

Nema, og ekki er hægt að útiloka þann möguleika, nema að það segi endanlega hingað og ekki lengra, og mæti á Austurvöll til að tunna út óvini þess.  Handlangara siðblinds fjármagns og ófyrirleitna fjárkúgara.

 

Hvort sem kemur fyrr, tunnunin eða Nei-ið, þá er ljóst að fólk býr á Íslandi.  Og þeir sem halda annað, að það séu þrælar fjármagnsins, munu ekki stjórna mikið lengur.

Því fólk kýs fólk.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is 719 undirskriftir komnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Heyrðu sæll Ómar, það er komin vel á 2700. undirskriftir þegar ég sá núna áðan og það er bara vel farið af stað myndi ég segja...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.3.2011 kl. 21:48

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, almúgamaðurinn er kominn heim.

Var annars að hæðast af fólkinu sem vill  AGS og ICEsave, auðmenn og annað, og sér þá ekki samhengið í að það er ekkert eftir í annað, til dæmis menntun barna sinna eða umönnun foreldra þeirra.

Vissulega ekki í dag, en eftir 2-3 ár.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.3.2011 kl. 21:55

3 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll Ómar minn, baráttumaður og takk fyrir þennan pistil. Nú geri ég hér nokkuð sem ég hef aldrei gert fyrr. Birti hér heila færslu af síðu minni, frá því fyrir nokkrum dögum. Ef þér líkar illa tiltækið, hendir þú þessu bara út, mér algjörlega að meinalausu!

Er heimska sauðkindarinnar heimska þjóðarinnar?

Skemmtilegur var einn viðmælenda minna í dag. Hann er einn þeirra sem hefur skoðanir á öllu. Tekur fáum rökum á móti, en stendur á sínu, sama hvað á gengur. Sannur múrbrjótur í pólitíkinni.

Talið barst að stjórnmálum okkar Íslendinga, eins og stundum áður, og þá fór vinurinn á flug.

"Við Íslendingar erum ekkert annað en heimskt sauðfé."

Af hverju segir þú þetta?

"Það vita allir að ef þú rekur sauðfé nokkrum sinnum að sama fjárhúsinu, þá byrjar það að rata leiðina. Þannig myndast það sem við köllum fjárgötur og hefur gert um langan aldur."

Og ..... hvað áttu við?

"Ertu ekki að fylgjast með Bjössi minn? Hvernig voru úrslit síðustu kosninga? Fékk ekki fjórflokkurinn 59 þingsæti af 63? Eftir allt sem á undan var gengið. Hrunið og allt það. Þjóðin hefur ekki meira vit en rollurnar. Líklega mikið minna."

Ekki voru nú hin framboðin beysin!

"Beysin, það skiptir engu máli, sauðirnir kjósa alltaf sína sauðslegu flokka, sama hvað á gengur, rétt eins og rollurnar éta alltaf sitt gras. Þar er munurinn enginn."

En ........ bíddu aðeins hægur við.

"Bíddu, bíddu hægur, arabarnir eru löngu búnir að fatta þetta. Í þeirra löndum er komið fram við hinn almenna sauðslega borgara eins og sauðfé, nákvæmlega eins og hann á skilið, hann er bara settur á beit í eyðimörkinni, þar sem ekkert er að hafa, nákvæmlega eins og hann á skilið."

Er það, ..........en?

" Já, svona ekkert en, þú sérð þetta allt ef þú nennir að hugsa. Íslendingar eru nákvæmlega jafn upplýstir og sauðféð. Þeir vita ekkert í sinn heimska haus. Kjósa alltaf yfir sig sömu vitleysuna, kosningar eftir kosningar og geta ekki breytt út af því. Þeir hafa bara ekki hugmyndaflug til þess að breyta nokkru í landinu, frekar en sauðkindin, sem alltaf leitar að grasinu á gömlum slóðum. Íslendingar eru svo ofboðslega vitlausir, en þeir vita bara ekki af því."

En bíddu aðeins .......................

" Ekkert bíddu aðeins hér. Nú skulum við lyfta bollum fyrir heimskum Íslendingum og sauðkindinni með sterku kaffi. Það svíkur aldrei þótt flest annað svíki."

"Notar þú mjólk í kaffið?"

Björn Birgisson, 20.3.2011 kl. 22:13

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á undirskriftavefinn eru nú (kl.23.05) komnar 1216 undirskriftir. (Á Ingibjörg Guðrún við einhverja aðra undirskriftasöfnun?)

Jón Valur Jensson, 20.3.2011 kl. 23:27

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, kl. 23.27!

Jón Valur Jensson, 20.3.2011 kl. 23:27

6 identicon

Jón Valur

undirskriftir eru orðnar 3176

þær eru hægra meginn á síðunni

Arnar (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 00:19

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://www.youtube.com/watch?v=LO2eh6f5Go0&feature=BF&list=QL&index=10

Fyrir þá sem vilja borga Icesave og endureistu viðbjóðinn á kostanað þjóðarinnar að sér undanskildum. 

Júlíus Björnsson, 21.3.2011 kl. 03:32

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn, hví ætti ég að amast við lofgjörð um þá mætu skepnu, sauðkindina, elja hennar og þrautseiga hélt lífi í þessari þjóð í gegnum mörg mögur ár.  Vissulega var ég búinn að lesa þetta, en ekki víst að sama gildir um alla þá sem kíkja hér við og lesa athugasemdarkerfið.

Ég er  með kaffibolla í hendi og segi því skál fyrir sauðkind og samborgurum mínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2011 kl. 08:43

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Jón og Arnar, kenning mín um að langþreyttir Íslendingar hafi komið heim að kveldi, og sagt niðurskurðarkerfinu að bíta í rassinn á sér, hefur gengið eftir.

Og er það vel, mótmæli eru eitt af tækjum lýðræðisins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2011 kl. 08:44

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Júlíus, einn kjarni, "að sér undanskildum".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2011 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband