Hin hlutlausa kynning á ICEsave!!

 

Viðbjóðurinn vellur úr DV

Ríkisútvarpið lýgur.

Fréttablaðið og Stöð 2 segja það sem hentar hagsmunum eigandans.

Netmiðlar eins og Eyjan eru reknir fyrir mútufé ESB.

Og samninganefndin fengin á "hlutlausar" kynningar um sinn eigin samning.  Og hefur ítrekuð verið staðin að rangfærslum.

Þetta er sú málefnalega kynning sem þjóðin fær á kostum og göllum núverandi ICEsave samnings.

 

Hver af þessum aðilum hefur viðurkennt að ríkisábyrgðin er upp á 640 milljarða auk vaxta????

Hver hefur viðurkennt að þrotabú Landsbankans ræður ekki yfir eignum sínum á meðan dómsmál eru í gangi???

Hver af þessum aðilum hefur viðurkennt að vafi leiki á lögmæti neyðarlaganna hvað varðar forgang innstæðna fram yfir aðrar kröfur og úr þeim vafa hefur ekki ennþá verið skorið???

Hver af þessum aðilum viðurkennir að mikil gengisáhætta sé í samningnum???

Hver af þessum aðilum upplýsir þjóðina að eignir hennar eru undir ef allt fer á verri veginn???

Hver af þessum aðilum minnist á að lögsögu þjóðarinnar er afsalað til dómsstóla sem dæma ekki eftir íslenskum lögum???

Hver af þessum aðilum hefur yfir höfuð sagt satt um samninginn þegar aðstæður bjóða upp á rangfærslur eða blekkingu???

 

Rangfærslu sem birtist í fullyrðingunni að (ef) endurheimtur verða eins og skilanefnd áætlar verður ICEsave skuldin aðeins 32 milljarðar.

 

Gegn þessum "hlutlausum" fjölmiðlum er eitt þunnt dagblað og einn ritstjóri.

Samt hallar á hina hlutlausu í upplýsingastríðinu og segir það margt um málstað þeirra.

Og hvernig er þá brugðist við?????

 

Jú, fyrst að staðreyndir málsins vinna gegn fullyrðingum þeirra þá er ritstjórinn tæklaður sem aldrei fyrr.

Og nýja víddir sýndar í þeim hráskinsleik.

Viðbjóðurinn er látin vella út úr sorpskítaþróm DV.

 

Þeir sem hafa séð forsíðu blaðsins dag eftir dag með mynd að góðlátlegum eldri borga sem er sakaður um að hafa kvatt til nauðgunar, misþyrmingar á konum og annars miður fallegs, ættu að kveikja á samhenginu.

Að geta lagt þennan fjanda út af orðum Baldurs Hermannssonar lýsir þvílíkum sjúkleika að Reynir Traustason hefur loksins náð að toppa soratíma Jónasar Kristjánssonar sem endaði með falli blaðsins á sínum tíma.

Og af hverju skyldi Baldur Hermannsson vera tekin svona fyrir af blaðinu þar sem Jóhann Hauksson er flaggskipið???

Jú, Baldur ku vera náinn vinur Davíðs Oddssonar.  Það nægir að maður sé tekinn af lífi án dóms og laga.

 

Svona er innræti þessa liðs sem Sjálfstæðisflokkurinn vinnur skírverkin fyrir.

Að fá þjóðina til að samþykkja hina bresku fjárkúgun.

 

Sorglegur er endir flokksins hans Bjarna Ben og Ólaf Thors.

Hann lætur bjóða sér allt.

Hann vinnur með öllum.

 

Líka þeim sem vega þeirra eigið fólk.

Kveðja að austan. 

 

 

 

 


mbl.is Icesave-nefndin á fyrirtækjakynningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hver á að kynna þessa samninga að þínu mati.... ef ekki samningsnefndin sem stóð að samningum?

Jón Valur eða?

Sleggjan og Hvellurinn, 4.3.2011 kl. 13:57

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nú það Hvellur minn.

Samninganefndin væri örugglega hæf til þess ef hún segði satt, eða væri tengd við lygamæli.

Þegar Lárus greyið sagði frá því að hann hefði skrifað upp á 47 milljarða, þá fór hann alveg með sig karl anginn.  Og eftir það hefur kviksyndi rangfærslna aðeins versnað.  Reimar gekk svo endanlega frá honum að síðan hefur hvorki hósti eða stuna heyrst frá honum í fjölmiðlum. 

Já, þú spyrð um Jón Val.  Hvenær hefur hann farið rangt með.  Og þá er ég ekki að tala um trú hans á Pál postula, heldur umfjöllun hans um ICEsave.  

Þruma mín, það er ofsalega auðvelt að slá svona fram, en komdu með dæmin.  Hafði Jón Valur rangt fyrir sér um síðasta samning, upphæð hans eða skilmála???  Eða vantrúna á hina efnahagslegu ísöld????

Sleggja, þú er meiri maður en það en að bulla svona, og þú átt eiginlega að skammast þín að vega svona að öðru fólki á þessari síðu.  Þú veist eins og er að ef menn vilja tala illa um einhvern, eða skjóta á hann, þá eru tilefnin næg hér, og óþarfi að leita á önnur mið.

Þó sá böggull fylgi að ég svara fyrir mig, þá er ég á staðnum, ekki fjárstaddur, og margt hef ég fullyrt, sem gefur höggstað, eða er beggja blands.  Það er algjör óþarfi að leita á mið þeirra sem ekki eru hér á staðnum til að verja sig.

Hamar minn, þú veist að ég fer með rétt mál.

Svo ég hætti öllu uppeldi og snúi mér að spurningu þinni, þá er hún um margt flókin, Gamma greining afgreiddi málið, en hún sagði víst satt, og því ekki viðurkennd af þeim sem segja ósatt.  

En ef þú átt í hlut, þá veit ég fyrir víst að KH út í Norge setti saman nokkra linka fyrir þig, og bað þig mjög kurteislega að kynna þér þá, og svara.

Það stendur ennþá hans boð, þú hafir ekki treyst þér til að taka því.  En KH er kurteis maður, með afbrigðum, og getur alveg rætt málið á málefnalegan hátt, án þess að nota tungutak austfirska sægarpa.

Prófaðu hann stráksi minn, og þú gætir fullorðnast.  

Og veistu, það væri frekar snemmt miðað við aldur þinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2011 kl. 14:52

3 identicon

Sæll.

Ég sting upp á Ragnari Árnasyni. Vandaðir blaðamenn (hér  með er auglýst eftir þeim) myndu fá t.d. Þórólf Matthíasson (þó hann sé búinn að dæma sig frá allri umræðu vegna orða sinna í fyrra) og Reimar til að ræða um þennan samning - þar gætu tekist á menn sem eru á öndverðri skoðun og í framhaldi af því gæti fólk væntanlega myndað sér sjálfstæða skoðun í stað þessa hræðsluáróðurs sem við heyrum í sífellu.

Ég heyrði fyrir tilviljun hádegisfréttir Bylgjunnar og þar með orð Más seðlabankastjóra að ríkið gæti ekki fjármagnað sig á erlendum skuldabréfamörkuðum ef Icesave III yrði fellt. Þessu var stillt upp eins og hræðilegum hlut sem það er auðvitað ekki jafnvel þó satt sé sem það er auðvitað ekki. Þeir hjá Vefþjóðviljanum gerðu góðlátlegt grín að þessum matsfyrirtækjum um daginn og því hversu skeikul þau eru. Skuldatryggingaálag á lönd lækkar eftir því sem þau skulda minna en alltaf er verið að reyna að telja fólk trú um annað, það hefur verið að lækka á okkur þrátt fyrir að Icesave II hafi verið hafnað og það mun lækka enn frekar ef Icesave III verður hafnað.

Þessi samningur sem við nú getum valið um er lélegur vegna þess að samninganefndin samdi frá sér lögsöguna. Það atriði eitt nægir fyrir mig - ég samþykki ekki þennan samning.

Svo er alveg merkilegt hvað þessir ágætu aðilar í samninganefndinni eru ánægðir með sjálfa sig, þeir ættu að stíga til hliðar en ekki vera að segja þjóðinni hvað þessi samningur þeirra er frábær - menn eiga ekki að dæma um eigin verk en fjölmiðlamenn sjá auðvitað ekki í gegnum það. Hvers vegna?

Helgi (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 15:15

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Ef rétt er haft eftir Má, þá eru það góðar fréttir.

Það sem hann kallar að fjármagna sig er ávísun á lífstíðarskuldaþrældóm.

Ef við ráðum ekki við skuldir okkar, þá semjum við upp á nýtt,

En við bætum ekki á þær.

Már er greindur, en rök hans eru rök fíflsins sem borga Visa með Euro.

Það er tími til kominn að fólk taki við völdum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2011 kl. 15:30

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ég er viss um að Þ,S, H&H er búinn að kíkja á "linkana" sem ég setti á innleggið mitt, þar sem ég hvatti hann til að "skoða" allar hliðar málsins, og er að gera upp sinn hug núna í skrifandi stund. 

Að þú segir mig mann kurteisann Ómar ! verð ég auðvitað að þakka fyrir, en er ekki alveg viss um að ég sé á sama máli sjálfur, var oft og tíðum "grófur" í kjaftinum við þig á meðan ég var "mana" þig til "rífa" niður öll klisjurökin sem ég og fleiri vorum (alltof margir trúa enn) með AGS og Icesave og öðrum tólum elítunnar við kúga og kreista útúr almenningi allt sem fólk á og meira til, held að um leið hafi fleiri opnað "glýjuklístraðar" glyrnurnar í þeirri umræðu en bara ég.

En nú þurfum við ekki núa augun lengur, grímur eru að falla sbr. þessi "hálf falda" í "Viðskiftum" frétt á mbl.is í dag, segir það sem segja þarf um það hvað eiginlega hangir á spítunni og hverra hagsmuna verið er að gæta með því að reyna pressa Icesave III í gegn með öllum tiltækum tólum og meðulum, mitt innlegg um það HÉR  

Það má greinilega ekki nota þá sérstöðu og möguleika sem Ísland hefur gagnstætt öðrum Evrópulöndum í svipaðri stöðu, semsagt þetta með að nota eiginn gjaldmiðil og eiginn auðlindir og virkja innlenda krafta, eða svo bara sé vitnað beint í orð seðlabankastjóra í fréttinni, þar sem hann segir hvað eigi að gera ef samningnum verði hafnað : 

„Þá þyrftum við að treysta á innri öfl Íslands og halda áfram að kaupa gjaldeyri,“ sagði seðlabankastjórinn, og bætti því við að gengi krónunnar verði lægra og verðbólga meiri. Seðlabankinn þyrfti að halda áfram gjaldeyriskaupum af innlendum aðilum

það er einmitt þetta, ásamt neyðarlögunum, sem er verið, og búið að vera gera s.l 2 ár, samhliða þessu Icesave samningaþófi og "aðstoðinni"(??) frá AGS, og þetta gerir að, þó erfitt sé eins og sakir standa, þá eru möguleikar Íslands til að ná sér fljótar og betur upp úr lægðinni, (og það þrátt fyrir AGS “aðstoðina”) en t,d Írlands, margfalt betri, allar fórnir sem fólk er búið að færa s.l. rúm 2 ár yrðu  til einskis, við að samþykkja Icesave III, svo ekki sé meira sagt, þökk sé seðlabankastjóra fyrir að segja þetta eins og það er.

Þetta með mismuninn á stöðu Íslands og Írlands, er ekki "bull" frá eigin huga heldur má finna þetta í greinum hjá fleiri "finance" expertum í seinni tíð, t.d. HÉR hjá "Irish Central"

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 4.3.2011 kl. 15:37

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Bara svona smá útdráttur (Teaser) úr greininni í "Irish Central" til að vekja áhuga ykkar á henni:

Then there is Iceland. Prior to her financial meltdown in 2008, 60% of her citizens favoured entering EU membership and monetary union.Today, more than 70% oppose the move.  Why?  Because had Iceland been in the Eurozone when their banks collapsed, Brussels would have stepped in.

And in return for bailing them out, Brussels would have seized Iceland’s 200 mile limit fishing grounds – the richest in the world – and control over their thermal energy supply, which powers 90% of Iceland’s electricity"

Skrifaði annars mitt innlegg áður 3 og 4 komu inn, en gerir ekkert ;)

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 4.3.2011 kl. 15:51

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég var nú ekki að reyna að særa neinn. nefndi jón val sem dæmi... hefði getað verið hver sem er.

vildi nefna einhvern einstakling sem er á móti icesave... hann hefur ekki farið leynt með það m.a pistlarnir hans á útvarp sögu.

ekkert ílla meint samt

með því að taka þessu svona illa þá ertu eiginelga að segja að það er synd að vera á móit Icesave... þá erum við allavega sammála um eitt ;)

Sleggjan og Hvellurinn, 4.3.2011 kl. 19:39

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Sleggja mín, ég er orðinn leiður á fólki sem þykir sig hafið yfir Jón Val.  Viðurkenni fúslega að skoðanir hans eru ekki allra.  En fáir hafa staðið við skoðanir sínar, og sagt sig úr flokki fyrir sannfæringu sína.  Og svona mönnum átt þú að mæta með rökum, ekki almannaróm. 

Og ég segi það vegna þess að ég hef það álit á þér, að slík vinnubrögð eru ekki þinn stíll.

En þú mættir og útskýrðir þitt mál, og það er gott og vel.  Ég fyrirgef þér alveg þína vörn, þú mátt alveg gera mér upp skoðanir, ég mæti þér eins og tilefni er til.

Vísa annars á Kristján hér að ofan, taktu umræðuna við hann.  Mætur er hann og skýr, alveg eins og þú ert líka Þruma mín.  Taktu umræðuna til enda, og þú verður margs vísari, og eldri líka.

Þú þolir alveg rökræðu.

Bið að heilsa suður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2011 kl. 20:03

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kvur er þezzi Kver ???

Góð grein Ómar.

Steingrímur Helgason, 4.3.2011 kl. 21:48

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Úps !

  • Það er eins og þú hafir ekki hlustað á neinar kynningar sem hafa farið fram hér síðustu daga.
  • Lárus og fleiri hafa sagt að gengisáhætta sé fólgin í að skuldin hækkar ef krónan fellur en óvart eru það allar skuldir okkar erlendis sem hækka við það. Sem og að krónan er nú í nær sögulegu lágmarki. Ef að hún hrynur frekar þá verður varla búandi hér því vöruverð hlýtur þá að hækka verulega sem og að bankarnir hrynja þá aftur.
  • Lársu kynnti það vel að lögsaga málsins verður hér á landi. EFTA dómsstóllin skilar ráðgefandi dómi. Ef við hunsum hann verða Bretar og Hollendingar að sækja málið hér. Dómsstólum hér ber að kalla eftir ráðgefandi áliti um greiðsluskildu okkar. Og þar sem EES er fjölþjóðlegur samningur geta þeir ekki farið gegn áliti hans.
  • Hinsvegar eru mál sem koma upp vegna samningsins sem verður samþykktur 9 apríl rekin fyrir Breskum dómsstólum en það eru deilur um túlkun hans og framkvæmd, ef þær koma upp.
  • Bendi þér á að líkur á að gengið yrði að eignum okkar eru nánst engar þar sem í samningnum er gert ráð fyrir 30 ára greiðslutíma þar sem við þurfum ekki að greiða hærra upphæð á ári en sem nemur 5% af tekjum ríkisins sem í dag er um 350 milljarðar og því yrði sú upphæð aldrei hærri en 17 milljarðar á ári í mesta lagi. Og þá erum við að tala um eftir að TFI hefur nýtt sinn hluta í eigum Gamla Landsbankans. Þar eru nú þegar milli 300 og 400 milljarðar í reiðufé, um 350 milljarðar í skuldabréfi frá Nýja Landsbankanum. Um 1100 milljarðar í útistandandi kröfum sem metnar eru í dag að innheimtist um 40% af sem er mjög varlega áætlað. 
  • Dómsmálin í dag varðandi Landsbankan eru varðand heildsöluinnlán og Skilanefnd hefur því tekið til hliðar um 140 milljarða sem ekki eru taldir með í matinu. Þannig að ef að það mál tapast þá breytir það engu um matið Ef það vinnst þá koma þessir 140 milljarða til viðbótar í eignarsafnið.  Hitt dómsmálið er vegna Neyðarlagana og það tapast þá er hvort eð er allt hrunið hjá okkur en menn telja nánast engar líkur á því.

Finnst að Lárus og fleir hafi sagt frá öllum þeim hugsanlegu hættum sem fylgja því að samþykkja samninginn. En þeir hefðu jafnvel mátt vera skýrari í því að kynna hætturnar sem fylgja því að samþykkja hann ekki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.3.2011 kl. 23:43

11 Smámynd: Elle_

Og enn berst Magnús blóðugri baráttu fyrir kúgun Breta og Hollendinga.  Voðalega leggurðu ótrúlega mikið á þig maður við að koma ósómanum yfir samlanda þína.  Við höfum lögin og stjórnarskrána með okkur og hinn eðlilegi maður óttast ekki dómsmál á forsendum lyga pólitísks flokks og meðhlaupara, en með lögunum og öllum rökum með okkur hefur enga þýðingu einu sinni að segja það við ykkur í þessum vegvillta flokki. 

Elle_, 5.3.2011 kl. 02:22

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Hefur Lárus sagt það já.  Sjálfsagt, ef þú hlustar á hann nógu lengi, þá finnast fyrirvarar hér, og fyrirvarar þar.

En kynningin, þessa fyrsta tveggja mínútu kynning er án allrar áhættu.  Þar er því slegið fram að samningurinn sé upp á 47 milljarða, og gæti jafnvel farið niður í 32 milljarða.  

Tökum fyrst þessa 47 milljarða, hún er fengin út frá 60 milljörðunum sem Gamma greining áætlaði samninginn á miðað við forsendur hans, síðan bætir Seðlabankinn við reikniskúnstum sem Gramma treystir sér ekki til að skrifa upp á að séu möguleiki, og síðan er þessari tölu slegið fram.

Með öðrum orðum, það er byrjað strax að ljúga.

En ef þú skyldir ekki vita það þá er það lygi að meta til jafns líkur sem eru innan við prómil, og setja þær til jafns við líkur sem geta verið allt að helmings líkur, það er 50% líkur eru settar til jafns við minna en 1% líkur.  Góður Austfirðingur kallað svona vinnubrögð að ljúga með tölfræðinni.

Og þegar menn skrifa upp á opinn samning, þá segja þeir frá hvað upphæð þeir skrifuðu upp á.  Og þeir telja síðan hvað getur komið til lækkunar.  Og meta hvað gerist ef slíkt gengur ekki.

Til dæmis þá semja menn, "ef forgangi innlána er hnekkt þá skal....." og menn tilgreina þetta skal á annan hátt en þann að það gerist ekki.

Annað dæmi, "gangi gengisstöðugleiki ekki eftir  þá skal......" og þá tilgreina menn það hámark sem menn telja ásættanlegt að falli á þjóðina.  

En menn segja ekki að það sé ólíklegt og láta síðan sem svo að sá möguleiki sé ekki til staðar.

Vegna þess að ef þetta er svona ólíklegt, þá skrifa menn upp á lægri töluna.  Ef samningurinn er upp á 47 milljarða, þá skrifa menn upp á hann.  Síðan mætti vera ákvæði um hvað gerðist ef endurheimtur yrðu engar og svo framvegis.

Magnús, allir með lágmarksskynsemi átta sig á muninum á þessu tvennu og ég dreg það ekki í efa að Lárus hafi hana.  Þess vegna er hann að blekkja, hann dregur upp eina sviðsmynd, og lætur eins og aðrar séu ekki möguleiki í stöðunni.   Og þar með afhjúpar hann hvað samningurinn er veikur.  

Hinar góðu forsendur hans eru það veikar að viðsemjendur hans neituðu að skrifa upp á þær, þó þeir bönnuðu honum ekki að fábúlera um þær á meðan hann plataði samningnum inn á fólkið sem treysti honum til góðra verka.

En þó má Lárus eiga það að hann lýgur minnst af þeim aðilum sem ég taldi upp.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2011 kl. 09:46

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja Magnús, þá eru það efnisatriði málsins sem þú telur upp.  Kjarna heimskunnar nærð þú ágætlega í fyrstu klausu.

"Lárus og fleiri hafa sagt að gengisáhætta sé fólgin í að skuldin hækkar ef krónan fellur en óvart eru það allar skuldir okkar erlendis sem hækka við það. Sem og að krónan er nú í nær sögulegu lágmarki. Ef að hún hrynur frekar þá verður varla búandi hér því vöruverð hlýtur þá að hækka verulega sem og að bankarnir hrynja þá aftur."

Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að aðeins geðsjúklingar halda til útlanda og gangast þar við fjárkúgun með þeim rökum að annars verði kúgarinn svo vondur við þjóðina, eins og þeir hafi eitthvart vald til að meta það.

Falli krónan enn frekar, þá hækka allar skuldir okkar, allar.  Og þegar þú ræður ekki við það sem fyrir er, þá bætir þú ekki á þær.  Þú hefur ekkert leyfi til að gera samborgar þína og ríkissjóð gjaldþrota vegna þess að þú hefur ekki kjark til að feisa fjárkúgara.  Ef það er rétt mat að um hótanir sé að ræða, þá víkur þú fyrir fólki sem treystir sér til þess, þess vegna vék Chamberlain á sínum tíma.  Hann var rola og vissi það.

Þetta með sögulega lágmark gengisins, er þjóðsaga, það veit enginn um þetta lágmark á þeim tímum þar sem útstreymi er á gjaldeyri vegna skulda, og á sama tíma fara viðskiptakjör versnandi.  Við eigum eftir að finna þetta lágmark.  Og það er ekki það sem Seðlabankinn telur það vera.

Um annað sem þú segir, þá viðurkennir þú að samningurinn afsalar lögsögunni.  Þú viðurkennir að eignir ríkisins séu undir, þú viðurkennir að dómsmál séu rekin.

Og þú leggur út frá þessu, lítið um það að segja.  Röksemdir þínar eru þær að einn liður er tekinn út úr heildarmyndinni og sagt, við ráðum við þetta atriðið, líkt og þegar maðurinn sagðist fara létt með að jafnhenda 1.000 kílóum.  Hann tók fyrst lóð með 50 kílóum, svo aftur með 50 kílóum, svo með 20 og svo framvegis, hvert lóð var viðráðanlegt, þó hann réði ekki við heildina.

Og að lokum, það er þitt mat að hér verði ekki búandi ef krónan fellur, en það gefur þér engan rétt til að tryggja að slíkt verði ekki vegna óviðráðanlegra skulda.  Og það er ekkert búið þó forgangur innstæðna haldi ekki, það eina sem gerist er að tryggingasjóðir Bretlands og Hollands fá minna í sinn hlut.

Jú, og íslenska ríkið ef þjóðin verður svo vitlaus að skrifa upp á.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2011 kl. 09:59

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Steingrímur, þessi Kver er náungi sem ég þekki ekki en auglýsi eftir. 

Elle, Magnús var nú óvenju stilltur núna, og fullyrti ekki um hin helga rétt breta.  Og það verður að virða honum það til vorkunnar að hafa haft svo innilega rangt fyrir sér í öllum sínum spám í fyrra.  Sumum er það hreinlega áskapað að verja alltaf tapaðan málstað.

Kristján, það þekkja allir til erfiðleika Íra, allir nema evrutrúboðið, en það er trú, og skilur því ekki rök.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2011 kl. 10:03

15 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Magnús er rökfastur og setur sitt fram læsilegt og skiljanlega, en það eru forsendurnar fyrir röksemdum hans, sem eru svo haldlitlar, þó þær séu auðvitað ekki hans, heldur þeirra sem eru að villa um fyrir okkur og reyna gera allt þetta "kannski" og "hugsanlega" að staðreyndum, með því að hamra nógu oft á þeim.

Staðreyndin er aftur á móti er sú að Ísland, af öllum þeim evrópsku löndum sem verst urðu útúr kreppunni, er komið lengst á sínum batavegi en hin, t.d. Spánn, Grikkland, Portúgal og ekki síst Írland, þetta eru fínansexpertar að benda á núna, létt að finna greinar og umfjöllun um það, en læt nægja að henda einni HÉR  þar sem Jack H barnes segir m.a.:

"Iceland has embraced hard pain upfront, abandoned its overleveraged banks, and has weathered the storm.  It is growing again, and is able to fund itself.(!!)  These events are a beacon to any nation that could follow the same path.

The only question about Ireland today, is if they are going to stay debt slaves of their banks, or are they going to embrace a return of Sovereignty to the Emerald Island.?"

Og svo er auðvitað spurningin hvað það er sem gerir að Ísland er betur statt, þó hrunið hafi verið hlutfallslega miklu stærra en hjá hinum löndunum, Steingrímur "grobbar" af því í grein Jack H Barnes:

“We’re at an important turning point in many ways,” Finance Minister Steingrimur J. Sigfusson said. “We’re mainly trying to present our own case, which we think is good enough to make a convincing story that Iceland is a safe place to lend money to.”

“The economy is turning to growth and we think it’s about time to start seriously preparing to make a move on the international financial markets,” he said. “The long-term developments have been very favorable and the CDS on Iceland is now lower, or around the same, as it was well before the banking crisis.”

Svo mörg voru þau orð, örugglega ekki ætluð til heimabrúks að sinni, en hann má "grobba" sem Íslendingur, en ekki sem fjármálaráðherra, því "meðulin" sem gera að staða Íslands er þó svo góð sem raun ber vitni, eru auðvitað fyrst og fremst krónan sem gerði gengisfellingu mögulega, og svo neyðarlögin, sem björguðu landinu frá gjaldþroti og töpuðu sjálfstæði.

Þessvegna er uggvekjandi að lesa ummæli seðlabankastjóra um það hvað eigi að gera, annarsvegar ef Icesave III verður samþykkt og hinsvegar ef ekki.

Í fyrra tilfellinu :

"Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að íslenska ríkið muni fara í formlega kynningu á skuldabréfaútboði erlendis umsvifalaust ef að Icesave-samningurinn verður staðfestur í þjóðaratkvæðagreiðslu." hér er verið að tala um svokölluð "EU bonds" að líkindum, spurning hvort það sé það besta fyrir landið, sama hvað, aðgangur að þeim verður ekkert minni við höfnun samnings, það eru allt aðrir þættir sem ráða því, m.a. greiðslugeta lands!!

Í seinna tilfellinu (ef samningnum verður hafnað): 

„Þá þyrftum við að treysta á innri öfl Íslands og halda áfram að kaupa gjaldeyri,“ sagði seðlabankastjórinn, og bætti því við að gengi krónunnar verði lægra og verðbólga meiri. Seðlabankinn þyrfti að halda áfram gjaldeyriskaupum af innlendum aðilum

Nákvæmlega það sem búið er að vera gera og setur Ísland í miklu betri stöðu en hin löndin sem nefnd eru á undan, þetta reyndar með margvíslegum fórnum fyrir almenning, í atvinnuleysi (sem er þó lægst af nefndum löndum, einmitt vegna aukins útflutnings,) háu verðlagi innanlands (verðbólgu), og allskyns sparnaði, en nú á að kasta öllu stritinu og fórnunum á glæ, nú þegar loksins er farið er að birta við sjónarrönd, blekkja fólk til að samþykkja óvissuskuldina Icesave III í fölsku nafni endurreisnar og uppbyggingu landsins ??

Það eru til lýsingarorð á fólk sem gerir slíkt, en held þeim fyrir mig að sinni, vil bara benda á að það að þau öfl sem sterkast eru fyrir því að Icesave III verði samþykkt, eru af sama toga og komu landinu í ógöngurnar á sínum tíma, og bíða nú í óþreyju eftir að komast að "kjötkötlunum" aftur, svo "dingla" með ýmsir sem af einfeldni halda að þetta sé lykillinn að ESB og meiri lánum, eins og það sé það sem þjóðin þarfnist mest núna.

Vil bara enda þetta núna með tilvitnun í Magnús:  "Finnst að Lárus og fleiri hafi sagt frá öllum þeim hugsanlegum hættum sem fylgja því að samþykkja samninginn. En þeir hefðu jafnvel mátt vera skýrari í því að kynna hætturnar sem fylgja því að samþykkja hann ekki."

Orðin 2: "finnast" og "hugsanlegum" flokkast ekki undir staðreyndir, en það gerir "staða" Íslands í dag, borið saman við hin löndin, og sú staða er veruleiki, og það þrátt fyrir óafgreiddann Icesave I, II og núna III.

Að Lárus og fleiri, "hefðu jafnvel" átt að vera skýrari osfrv..segir nú eitt og annað um rökfestuna og viljann til kynna málið fyrir kjósendum á hlutlægann hátt.

Auðvitað er mikið óvíst í báðum tilfellum, að mörgu leiti er slík óvissa eðli lífsins, en þegar staðreyndir eru bornar við staðreyndir, vinnur NEI við Icesave yfirburðasigur. "Flóknara er það ekki"

MBKV

KH

 

Kristján Hilmarsson, 5.3.2011 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 260
  • Sl. sólarhring: 527
  • Sl. viku: 1463
  • Frá upphafi: 1321346

Annað

  • Innlit í dag: 235
  • Innlit sl. viku: 1261
  • Gestir í dag: 222
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband