Tími undirmála er liðinn

 

Segir Samfylkingarfólk á héraði.

Ábending þess um að ef Alþingi á annað borð fer leið Landsdóms, þá eru allir sem málið varðar ákærðir, ekki bara pólitískir andstæðingar sem síðan er skorið niður í einn mann, þann veikasta sem fannst, er réttmæt og eins og segir í ályktuninni, skilur á milli feigs og ófeigs.

Ákæra til Landsdóms verður að vera hafin yfir allan vafa um pólitískan loddaraskap og pólitísk undirmál.

 

Og ekkert réttlætir niðurskurð grunnheilbrigðisþjónustu segir í sömu ályktun.

Hún er aðför að lífi fólks á landsbyggðinni.

Og þar sem þetta er kurteist fólk og segir í löngu máli það sem segja þarf, þá skal ég endursegja gagnrýni þeirra á mannamáli.

Aðeins níðingar haga sér á þann hátt sem meirihluti fjárlaganefndar hagar sér gagnvart íbúum landsbyggðarinnar.  Landsbyggðin er ekki að greiða skatta og skyldur og fá ekki lágmarksþjónustu til baka.

Það er mikill misskilningur að skattgreiðslur séu inntar af hendi til að greiða skuldir auðræningja.

Og þeir sem það ekki skilja, skulu ekki ómaka sig út á land, þeir munu aðeins úthrópaðir verða.

 

Allt orð í tíma töluð. 

Núna er boltinn hjá félögum þeirra í VG.  

Hafa þeir æru til að vernda byggð sína???

Kveðja að austan.


mbl.is Gagnrýna framgöngu þingmanna eigin flokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Vandamálið með þingmenn Samfylkingar er það, að þau tala fjálglega heima í héraði (sjá grein Ólínu Þorvarðardóttur hér http://www.bb.is/Pages/82?NewsID=154722), en oft fer það svo, að á leið sinni suður á hið háa Alþingi, þá vill málflutningurinn oft snúast í 180°.  Ég mun því fylgjast mjög vel með umræðum um fjárlagafrumvarpið.  Og þá sérstaklega ræðum landsbyggðarþingmanna Samfylkingar.

Sigríður Jósefsdóttir, 11.10.2010 kl. 11:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sigríður.

Ég vona okkar allra vegna að til þess komi ekki að þessi bastarður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði ræddur.  

Stjórnin víki áður og mennskt fólk taki við.

En það er undir okkur komið, fólk utaná landi verður líka taka þátt í Útburðinum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 14:48

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Sæll aftur Ómar, það er svo merkilegt, að úti á landi virðast skattarnir ekki fara í heilbrigðisþjónustu eða samgöngur...  Það er athyglisvert að af 497 milljarða útflutningstekjum í fyrra, urðu 322 milljarðar til á landsbyggðinni, og 161 milljarður á höfuðborgarsvæðinu.  Það gerir um 2,6 milljónir pr. íbúa á landsbyggðinni og 810 þúsund pr. íbúa á höfuðborgarsvæðinu.  Landsbyggðin er að þessu leyti mikilvægari fyrir efnahag landsins en höfuðborgarsvæðið.  Athygli mín var vakin á þessari staðreynd á facebook í morgun, og hún má gjarna fara víðar.

Og þó að ég búi í Reykjavík, þá er ég fædd og uppalin fyrir vestan,  eiginmaðurinn kemur að austan, og því slær hjarta okkar alltaf með landsbyggðinni.

Sigríður Jósefsdóttir, 11.10.2010 kl. 15:14

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sigríður, enda erum við öll á sama báti.  Aðeins þeir sem vilja okkur illt, þeir reyna að deila og drottna með því að etja fólki saman.

En stjórnin situr með þegjandi samþykki landsbyggðarinnar. Það vantar rútur þaðan og þá fellur hún eins og kommúnistastjórn Austur Þýskalands, þegar rúturnar komu allstaðar frá til Berlínar.

Flotinn þarf ekki annað en að sigla í land, mæta niður á Austurvöll og spyrja hvað andskotans kjaftæði er í gangi að vilja ekki sinna veiku fólki.

Sæi Útburðinn í anda svara þeim að sjómannasið.
Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 519
  • Sl. sólarhring: 620
  • Sl. viku: 684
  • Frá upphafi: 1320527

Annað

  • Innlit í dag: 457
  • Innlit sl. viku: 599
  • Gestir í dag: 425
  • IP-tölur í dag: 422

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband