Var þetta ekki sprengja???

 

Hvað réttlætir eiginlega að stefna lífi fólks í stórhættu???

Skattmann????????

Þá er verr komið fyrir siðferði okkar en Atlakæran gefur til kynna.

Kveðja að austan.


mbl.is Áfengi fannst í bifreiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tollgæslan er bara að sinna sinni vinnu. þeir vou búnir að óska eftir aðstoð lögreglu, en það var enginn bíll á lausu. málið er mjög einfalt þetta er ekki tollinum að kenna, heldur manninum sem ákvað að smigla áfengi, sinna ekki boðum tollsins um að stoppa og keyra hratt

pjakkur (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 11:40

2 Smámynd: The Critic

Síðast þegar ég vissi þá hefur tollgæslan engan stöðvunarrétt og því þurfti maðurinn ekki að stoppa þó þeir væru með gul blikkandi ljós í gangi!

The Critic, 28.9.2010 kl. 11:52

3 identicon

Hvort var það tollgæslan eða smyglarinn sem þrumaði á strætóinn?

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 11:54

4 identicon

Að kenna tollinum um þetta er eins og að kenna löggunni um gíslatökur...

Ólafur S (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 11:57

5 identicon

Hvaða fjandans rétt hefur TOLLGÆSLAN til að stoppa fólk á Bústaðarvegi? Þeir eiga þetta skuldlaust.

KS (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 11:58

6 identicon

KS, það kemur fram í fréttinni að þeir hafi heimild til að veita eftirför. Þessi smyglari á þetta skuldlaust, gjörsamlega. Enda lagði hann á flótta, keyrði glannalega og þrumaði á strætóinn.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 12:14

7 Smámynd: The Critic

Ef áfengis verð á íslandi væri ekki svona geðveikislega hátt þá værum við laus við svona vitleysu.

The Critic, 28.9.2010 kl. 12:18

8 identicon

Já það er um að gera að réttlæta lögbröt, líkt og sumir gera í kommentum sínum.

Vissulega þarf bæði Tollgæsla og lögregla að gæta fyllstu varúðar í eftirförum sem slíkum, en þarna var meintur brotamaður á ferð og vegna sönnunarfærslu reyndi Tollgæsla að stöðva för hans. Átti meintur brotamaður að reyna að stinga af? NEI!!! Sökin er því hans en ekki Tollgæslu.

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 12:35

9 identicon

tollurinn má ekki keyra yfir hámarkshraða ! og þar með má hun bara veita eftirför i laumi eða undir hámarkshraða ! þar með hefur þessi ökumaður tollsins brotið umferðarlög !  eða best ég viti þá hefur tollurinn ekki forgángsljós !! ef þeir hafa það þá leiðréttið þið mig . tollurinn stofnaði lífi fólks í hættu .

ragnar (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 13:07

10 identicon

Það eru minnst þrír hérna sem lásu ekki fréttina eða eru lesblindir.

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 13:08

11 identicon

lögreglan á heldur ekki að veita bil eftirför á ofsahraða það er bara eitt sem stöðvar fólk sem keyrir á undan lögguni á ofsahraða !! . en hun á samt að elta bara ekki inn i rasgatinu á bilnum !!!

ragnar (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 13:12

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar hér að ofan.

Miðað við sumar athugasemdir hér þá er ljóst að forheimska Atlakærunnar er ekki tilviljun, margir virðast vera hættir að þekkja muninn á réttu og röngu, sérstaklega ef það ranga á einhverja tilvísun í lög.

Hvað hefði gerst ef það hefði verið fólksbíll sem lenti fyrir jeppanum, og til dæmis ung móðir þriggja barna hefði látið lífið???  Eða eitthvað af börnum hennar???????

Sjá menn ekki fáráð þess að stofna lífi fólks í hættu vegna brennivíns????  Hvaða samfélagshætta stafar þó smyglarinn hefði náð að koma þeim í umferð????  Færri flöskur seldar úr ríkinu, hugsanlega það er ef meintir kaupendur hefðu haft efni á að versla þar innandyra.

Smyglarinn sannar sekt sína með því að flýja af vettvangi, lögreglan veit hver er á ferð, og gat beðið eftir honum í innkeyrslunni heima hjá honum.  Eða halda menn að hann hefði flúið til Texas, að þetta væri atriði í Reyk og Bófa?????

Þetta er vítavert, og tollgæslan mun örugglega endurskoða sín vinnubrögð í kjölfar þessa atburðar. 

Mannslát á ekki að þurfa að koma til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2010 kl. 13:35

13 identicon

Er fólk í alvörunni að reyna að fría þennan smyglara ábyrgð eða í það minnsta draga úr henni? Hér talar fólk eins og hann hafi neyðst til að keyra eins og fífl af því að tollgæslan var að vinna vinnuna sína!

Satt er það, forheimska Atlakærunnar er engin tilviljun.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 13:43

14 identicon

Já Þórður, voru þeir að vinna vinnuna sína, afhverju voru þeir þá að hleypa grunuðum smygglara út af svæðinu? Ég hélt að tollskoðun ætti að fara fram í tollinum ekki í hraðaeltingaleik á götum borgarinnar.

Svo er engin að reyna fríja smygglaran ábyrgð, glæpur er glæpur, en þegar þú getur valið milli þess að banka upp á hjá smygglaranum í rólegheitum eða stunda háhraðaeltingaleik á götum borgarinnar, hvort velur þú?

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 14:22

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Þórður Ingi.

Aumt er það að þú skulir halda að einhver sé að ræða um smyglarann, ábyrgð hans eða ekki ábyrgð.  Staðreyndin er að hann keyrði eins og fífl, og flúði vettvang.  Það var ekkert í hegðun hans eða atferli sem benti til þess að hann væri hættulegur umhverfi sínu.  

En aðgerðir lögreglunnar sköpuðu stórhættu og þakkarvert að ekki fór verr.

Hugsaði eina hugsun til enda, hefðir þú horft framan í föður þinn og sagt, "leitt pabbi að mamma dó, en það er stóralvarlegt að smygla áfengi".

Hvað kölluðu bandaríkjamenn þetta þegar þeir murkuðu beint lífið úr á annað hundruð þúsund Íraka, fyrir utan þá á aðra milljón sem dó ótímabærum dauða vegna skort á grunnþjónustu sökum gjöreyðingar árásaraðilans, kölluðu þeir þetta ekki "ásættanlegan fórnarkostnað".

Ásættanlegur fórnarkostnaður er annað nafn yfir siðblindu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2010 kl. 14:27

16 identicon

Tollgæslan hefur ekkert með blá forgangsljós að gera. Fyrir það fyrsta þá er þetta forgangsljós en ekki stöðvunarmerki, þó svo að þau séu notoð sem slík. Forgansljós hafa þann tilgang að stytta útkallstíma og flestum tilfellum til að bjarga mannlífum og verðmætum. Einnig til að afstýra hættu (öfugt við það sem þessir tollgæslumenn stuðluðu að). Í öðru lagi þá er tollgæslan löggæsla en á sínu sviði eingöngu. Hún hefur ekki lögregluvald fram yfir almennan borgara nema á afmörkuðum svæðum sbr.flugvelli og hafnarsvæði. Tollgæslumenn meiga ekki einu sinni fara framúr hámarkshraða. Jú, þeir meiga stunda eftirför en bara á sama hátt og ég og þú! Hinn almenni borgari hefur enga skyldu til að framfylgja skipunum tollvarða td. eins og í umferðinni. Til þess höfum við lögregluna! Í þriðja lagi eru sjúkra og lögreglumenn "þjálfaðir" í því að aka forgangsakstur svo langt sem það nær. Tollgæslan ekki! Nánast eingöngu er þeirra menntun á bóklega sviðinu. Í fjórða lagi, þá er lögreglan löngu búin að átta sig á (sem betur fer) að það borgar sig ekki að hanga í rassgatinu á þeim sem ætlar sér greinilega ekki að stoppa ökutæki sitt og eru það mörg ár síðan. Þeir hafa sína yfirstjórn eða vaktstöð sem tekur slíkar ákvarðanir og stendur og fellur með þeim td. eins og halda áfram, draga úr eða stöðva eftirför. Þetta eru staðreyndir en hér fyrir neðan er mínir eigin duttlungar.

Síðan er það mín persónulega reynsla að tollverðir eiga það til að ofmetnast og halda sig stærri en raunin er og vísa ég þá í valdsvið þeirra. Einnig er misgáfulegir menn þar eins og annarstaðar en af einhverjum ástæðum hef ég alltaf lent í óttalegum aulum í póstmiðstöðinni upp á höfða. Menn sem ekki hafa geta skilið þá pappíra sem þeir báðu um og eitt skiptið þurfti ég að prenta út 3var sinnum sama pappírinn áður en ég gat fengið draslið afgreitt. Tek fram að ég var að panta vörur af ebay. Og eigum við eitthvað að ræða tollstjórnina....Mannsæði er EKKI landbúnaðarvara og ætti ekki að vera í sama tollflokki einu sinni. Ipodinn minn sem ég pantaði að utan var flokkaður sem upptökutæki og þurfti ég að borga fullt vörugjald, toll og vask þess vegna. Það er ekki einu diktafónn í ipodnum. Einn má nefna það að ef ipod kostar 50$ og sendingargjaldið aðrir 50$ þá þarftu að borga fullt vörugjald, toll og vask af 100$. Sambærilegur mp3 spilari ber miklu lægri gjöld og sumir með upptökumöguleika. Eru engin takmörk fyrir heimskunni? Svo segja menn að láta þá fá blá ljós svo þeir geti keyrt eins og fávitar "löglega"?
Nei takk!!!!  Látum eingöngu þá sem skipta okkur máli á neyðarstundu, aka með forgangsljós s.s. lögreglu, sjúkralið, slökkvilið, björgunarsveitir og læknavaktina.

Afsakið langlokuna en maður bara verður að svara svona vitleysu sem er hent, af hugsunarleysi, út í loftið:Þ

Kveðja,
Haukur Þór

Haukur Þór (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 14:49

17 identicon

Laglegt tilfinningaklám í boði síðuhöfundar en hefur ekkert með þetta að gera. Ég myndi ekki reiðast tollgæslunni ef aðstandandi hefði orðið fyrir þessum snaróða bílstjóra heldur bílstjóranum sem var að reyna að flýja afleiðingar þessa annars sárasaklausa glæps að þínu mati.

Síðan tókst þér að koma á framfæri stórkostlegri þversögn í tveimur stuttum setningum:

"Staðreyndin er að hann keyrði eins og fífl, og flúði vettvang.  Það var ekkert í hegðun hans eða atferli sem benti til þess að hann væri hættulegur umhverfi sínu.  "

Eru menn sem keyra svona ekki hættulegir umhverfi sínu?

Og hvernig kemur Íraksstríðið þessu við?

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 15:41

18 identicon

P.s. Haukur, þessi langloka er ansi hressilega út og suður einnig og lýsir best þínum innri manni þar sem þú lítur niður á heila starfstétt og afgreiðir hana sem óttalega aula. Málefnalegt?

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 15:43

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þórður.

Maðurinn flúði vettvang og keyrði eins og fífl við þá athöfn, hefði hann haldið áfram að keyra eins og fífl um allan bæ, þá var það skylda lögreglu að meta hvernig hún stöðvar hann, með öryggi borgaranna að leiðarljósi.

Eftirförin sem slík viðhélt háskakstrinum, og ef tilefnið er ekki annað en að stöðva vodkasmyglara, þá er ljóst að yfirvöld meta tolla á áfengisflöskum meir en hugsanlegt tjón á lífi og limum fólks.

Slík yfirvöld vil ég ekki, og er ekki einn um það.  

Annars er það merkilegt með ykkur ofurtöffaranna, að þið kallið það alltaf tilfinningaklám þegar missir fólks er heimfærður upp á ykkur sjálfa, en ef aðrir bíða skaða af, eða missa nána ástvini, þá er það bara "ásættanlegur fórnarkostnaður".  En vissulega ætla ég ekki að rífast við þig að þú værir sáttur við að missa náinn ættingja vegna eltingarleiks út af nokkrum brennivínsflöskum.  Hver er þannig gerður eins og guð skapaði hann.

En ég yrði ekki sáttur, og ætlast til að löggæslan sé ekki á sama plani og geðvillingar sem spá aldrei í afleiðingar gjörða sinna.

Hvað Íraksstríðið kemur málinu við þá er það augljóst að það gerir það ekki, hafði bara gaman að tengja þetta saman til að ergja íhaldssálir sem álíta alla réttdræpa sem verða fyrir sprengjum stóra bróður  í vestri.  Það er hreyfing á blogginu og þetta er eini þráðurinn sem skýrir þá hreyfingu og þess vegna kviknaði á "Út og suður" takkanum mínum.

Svona er það nú, ekki nema gott um það að segja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2010 kl. 17:14

20 identicon

Hvaðan kemur þetta með ásættanlegan fórnarkostnað? Er ég sáttur við að fólk hafi slasast í þessum árekstri? Nei, engan vegin. En ég get ekki séð að það sé tollgæslunni um að kenna. Það var búið að kalla út lögreglu. Og sagði ég að ég væri sáttur við að missa ástvin þegar ég sagðist verða reiður bílstjóranum? Þetta eru merkilegir útúrsnúningar.

Ég álít ekki nokkurn mann réttdræpan og myndi þiggja það að þú hættir að gera mér upp lífsskoðanir.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 17:19

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þórður, það er leitt að ég sé að gera þér upp lífsskoðanir.  Ekki var það nú meiningin þegar ég var að reyna að útskýra fyrir þér orsök og afleiðingu. 

Skal gera aðra tilraun.

Eins og ég benti þér á þá kallast það geðvilla þegar mönnum er nákvæmlega sama um afleiðingar gjörða sinna.  Einkennir oft glæpamenn og við það þurfum við að búa.

En við eigum ekki að þurfa að búa við að líf almennra borgara sé stefnt í voða að ástæðulausu af hálfu yfirvalda, og ég tel að efna til eltingarleiks út af smyglgrun vegna áfengis vera dæmi um slíkt.  Það að maðurinn flúði af vettvangi staðfesti sekt mannsins og það eina sem þurfti að gera var að hirða hann upp án þess að stofna lífi og limum fólks í hættu.

Átti yfirmenn löggæslu sig ekki á þessu einfalda orsakasamhengi, þá eru þeir jafn geðvilltir og hinir villtusut glæpamenn, og ættu því að víkja tafarlaust.

Og þar sem ég ætla ekki að gera þér upp lífsskoðanir, þá máttu þú alveg segja mér hvað þú kallar þá lífsskoðun að styðja geðvillu???

Bara spyr.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2010 kl. 17:52

22 identicon

sama hvað fólk segjir þá er það tollgæslubillin sem olli þessu slysi . þetta hafði ekki gerst ef hun hafði ekki elt bílin. "mjög liklega alveg i rasgatinu á sama hraða og jeppa maðurinn " þar með hefur tollgæslumaðurinn brotið umferðarlagabrot !!!

hætti að segja að maður sé að reyna réttlæta lögbröt jeppaökumansins.

ragnar (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 18:45

23 identicon

í fyrsta lagi. Þið segið að tollgæslan hefði ekki átt að elta hann og fara bara heim til hanns og tala við hann þar.

Haldið þið virkilega að þessi maður hefði bara rúntað heim til sín með áfengið og beðið þar eftir löggunni? Auðvitað hefði hann losað sig við sönnunargögnin á leiðinni.

Í öðru lagi er aldrei talað um það í fréttinni að tollgæslan eða að maðurinn sem var að reyna að stinga þá af hafi farið yfir hámarkshraða. Ég skil ekki hvernig þið komist að því að tollgæslan hafi verið að brjóta einhver lög eða gera eitthvað rangt. 

Gunnar (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 19:20

24 identicon

Þórður...þetta er einfaldlega rangt hjá þér. Ég var einungis að lýsa reynslu minni af viðkomandi tollvörðum og þar af leiðandi er það mín skoðun að þeir hafa ekkert við auknar heimildir að gera. Það eru ákveðnir hlutir sem eru á verksviði lögreglunar og þar á það að vera! Hinsvegar vinnur tollgæslan þarft og oft á tíðum vanþakklátt starf og stendur sig almennt vel. Yfir heildina er ég ánægður með hana þótt ég hafi verið óheppinn.

Vil líka bæta við að ég fór í inntökupróf hjá tollskólanum og komst inn við góðan árangur. Eftir smá umhugsun sá ég fram á að ég hefði ekki efni á að vinna þar þanig að ég hætti við. Þannig að ég veit sitthvað um starfsvið tollgæslunar enda kynnti ég mér það!

Kveðja,
Haukur Þór

Haukur Þór (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 20:18

25 identicon

Tollarar hafa heimild til að stöðva og leita í bílum komi þeir í beinni eftirför af      tollasvæði.

Það er síðan Steingrími er kenna má um þetta enda væri ekkert smygl á Vodka ef að hann skildi að áfengisneyslu er ekki stjórnað með sköttum.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 22:21

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Það er nákvæmlega það sem tollgæslan átti að gera ef hún mat fólk meira en brennivín.  Dugi flótti frá löggæslu til að menn sleppi við sakfellingu, þá eru lögin rotin, og þeim þarf að breyta.

En almenningur á aldrei að vera fórnarlamb laga og réttar, aðeins sú réttlæting að voði hafi verið á ferðum, og því hafi þurft að elta manninn, getur réttlætt áhættuna af eltingarleik á götum bæjarins.

Lífið er ekki bíómynd, þar hittast bófarnir og löggurnar alltaf á rauða dreglinum þegar myndir eru frumsýndar.  Í raunveruleikanum þá hitta aðstandendur ástvini sína á sjúkrahúsi, eða í líkhúsinu.

Þeir sem átta sig ekki á kjarna málsins, þeir eiga bágt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2010 kl. 22:45

27 Smámynd: Ómar Geirsson

Óskar, málið snýst ekki um lögmæti gjörða tollsins.

Málið snýst um hugsanlegar afleiðingar af ofsaakstri á götum bæjarins.

En ég byrjaði á Skattman, af hálfkæringi að vísu.  En við vitum það báðir að hann kemur þessu máli heldur ekki við.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband