Þess vegna gáfum við Magma HS.

 

Eða hver voru hin öfugmælin, "arbeit macht frei", nei það var víst frá þriðja ríkinu.  "Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stuðlar að uppbyggingu efnahagslífsins".  Nei þessi voru víst frá Steingrími Joð.

"Tryggjum efnahagslegt sjálfstæði landsins með því borga bretum ICEsave", nei þessi voru frá Vinnuveitendum.

"Engin atvinna án ICESave", nei, þessi eru frá Gylfa forseta.

 

Það er ótrúlegt þegar maður les svona brandarafrétt eins og þessa um ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, að maður skuli gleyma hennar frægustu öfugmælum.

En auðvitað eru þau orð hennar um Skjaldborg heimilanna.

Samt má finna fleiri fleyg í þessari ræðu eins og þau sem ég sný út af í fyrirsögn þessa pistils.  Eins og þau að flokkur hennar stýri ESB umræðunni í farsæla höfn með því að fá alla upp á móti sér með yfirgangi sinni og frekju.

Og hvað hefur þjóð, sem lítur boðvaldi alþjóðagjaldeyrissjóðsins, við nýja stjórnarskrá að gera?  Hún stýrir jú ekki sínum málum.

 

En öfugmæladrottning Íslands kann alla þessa frasa, bíð samt eftir að hún toppi Richard Nixon og fræg ummæli hans.  Til dæmis að hún horfi í einlægni í myndavélina og segist vera jafnaðarmanneskja, enda samstarf hennar við góðmenni AGS best vitni um það.

En eftir að Jón Gnarr varð leiðinlegur, þá er eins gott að fjölmiðlar hafi einhverja skemmtilega manneskju að vitna í.  

Þannig séð á Jóhanna mikla þökk fyrir að láta hafa sig út í þessa vitleysu.  Það hefði alltaf getað hugsast að einhver hæfur hefði Leppað AGS og fest þjóðfélag ójafnaðar og arðráns endanlega í sessi.

Klaufagangur og hin algjöra vanhæfni flestra ráðherra þessarar ríkisstjórnar mun sjá til þess að AGS mun hrökklast héðan með skömm eins og hann gerði í Argentínu.

Í fíflunum liggur nefnilega vonin.

Kveðja að austan. 

 

 


mbl.is Auðlindir verði almannaeign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anepo

magma hlutabréfaeigendur eru björgólfur thor og jón ásgeir. FACT!

Anepo, 26.6.2010 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 38
  • Sl. sólarhring: 455
  • Sl. viku: 743
  • Frá upphafi: 1320590

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 646
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband