Að lemja hausnum í stein, er það sem Steingrímur kann best.

 

Ennþá heldur Steingrímur að hann geti greitt bretum og Hollendingum ólöglegan skatt ef hann nær um það sátt á Alþingi.

Steingrímur er ekki ennþá búinn að fatta gjána sem er á milli þeirra stjórnmálamanna sem vilja þessa skattgreiðslu, og þjóðarinnar sem vill ekki greiða skatt til breta.

Þjóðin vill nota fjármuni sína til að aðstoða fólk í fjárhagserfiðleikum, fólk sem var fíflað af bönkum og auðmönnum.

Þjóðin vill nota fjármuni sína í geðheilbrigðiskerfið til að vinna gegn þeim hörmungum sem atvinnuleysi og fjárhagserfiðleikar munu óhjákvæmilega hafa í för með sér.

Þjóðin fordæmir þá stjórnmálamenn sem vilja spara milljarð í kostnað við geðlyf, sparnaður sem drepur, en greiða bretum og Hollendingum hundruð milljarða af því bara.  Af  því bara því enginn, enginn stjórnmálamaður hefur haft kjark til að leggja fram þingsályktunartillögu um að krefja ESA um úrskurð á lögmæti fjárkrafna þeirra.  Eða kæra framferði þjófanna til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Þjóðin fordæmir stjórnmálmenn sem svíkjast um að verja hana á neyðarstundu og kjósa að kaupa sér frið við erlend kúgunaröfl með blóði og þjáningum samborgara sinna.

Það verður aldrei friður í þjóðfélaginu á meðan íslenskir stjórnmálamenn telja sig hafna yfir lög og rétt, og geti ráðstafað skattfé almennings vegna þess að þeir telja það vera  það eina rétta í stöðunni.  

Hver segir að þeirra mat sé rétt???  

Og hvaða máli skiptir hvað mat þeir hafa á þessari kúgun???

Lög eru lög,og algjörlega óháð gildismati stjórnmálamanna.  Slíkt er aðeins háttur siðlausra einræðisherra að telja sig hafna yfir lög.

Í lýðræðisþjóðfélögum eru dómstólar látnir skera úr um réttarágreining.  

Þeir stjórnmálmenn sem ekki átta sig á því, þeir lemja hausnum í stein eins og Steingrímur, og hafa upp úr því sama hausverk og hann.

Í dag hvíla augum þjóðarinnar á Alþingi, og þjóðin spyr sig hvert verður næsta skref þingsins í ICEsave deilunni.  

Sá þingmaður sem tekur af skarið og krefst réttar og dóms á þjófnaðartilraun bretanna, sá þingmaður mun verða í framvarðsveit þjóðarinnar á næstu árum.  Hinir, sem skynja ekki kröfur þjóðarinnar, um réttláta lausn, þeir munu enda á öskuhaugum stjórnmálanna eins og hvert annað rusl.

Þjóðin vill dóm á breta.

Þá fyrst verðu sátt í þjóðfélaginu.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Vilji til samningaviðræðna á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 457
  • Sl. sólarhring: 562
  • Sl. viku: 622
  • Frá upphafi: 1320465

Annað

  • Innlit í dag: 402
  • Innlit sl. viku: 544
  • Gestir í dag: 380
  • IP-tölur í dag: 377

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband