Hræddir bretar biðja um náð.

 

"Ekki stefna okkur fyrir dómsstóla!!!"

Þeir  vita eins og er að upp hefur komist um strákinn Tuma sem ætlaði að ræna stærstu fjárhæð á friðartímum sem skráð saga mannkyns greinir frá.

En slíkt er lögbrot, og hvorki bresk eða evrópsk lög mun hlífa þessum þjófum.

Og hættum að sýna þeim miskunn.

Fáum dóm á þá.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Óformleg samskipti við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Ómar þarna fyrir austan. Það er eitthvað annað en pólitík sem fær Jóhönnu til að senda samninganefnd aftur og aftur út til að semja þegar mestöll þjóðin öskrar á dómstólaleiðina. Það eru kannski einhverjir þarna fyrir austan sem vita sannleikan, ekki vitum við smælingjarnir það.

Wolfang fyrir sunnan

Eyjólfur Jónsson, 28.2.2010 kl. 19:51

2 Smámynd: Óskar

Já Bretar eru skíthræddir við 300þúsund manna örþjóð norður í ballarhafi sem er með allt niðrum sig í efnahagsmálum.  Ég vel þetta brandara vikunnar,- góður Ómar!

Óskar, 28.2.2010 kl. 20:01

3 identicon

Sæll Ómar.

Óskar.  Málið snýst ekki um mannfjöld eða hernaðarstyrk.  Davíð sigraði víst Golíat segir sagan.  Það snýst um að réttlætið sigri.  Við það eru Bretar og Hollendingar hræddir.  Þess vegna eru þeir með fyrirvara í Icesave samningnum enn glæsilega, sem er samþykktur af stjórnarþingmönnunum að þeim er ekki skylt að mæta eða taka nokkurt mark á niðurstöðum þeirra dómstóla sem við myndum hugsanlega leggja málið fyrir í framtíðinni.  Þeir eru með uppáskrift frá stjórnaþingmönnum um að þeir þurfa ekki að virða dómsniðurstöður frekar en lög.  Svo hræddir eru þeir við þessa litlu þjóð og góðan málstað hennar. 

Þeir þorðu ekki á síðustu stundu að gerðardómur sem var samþykktur af þjóðunum þrem, að yrði bindandi, sem var frá gengið og samþykkt, sem varð þess valdandi að íslenska sendinefndin pakkaði saman og fóru.  Svo hræddir eru þeir við þessa litlu þjóð.  Ástæða þess að þeir vilja gera allt sem hægt er að þjóðaratkvæðagreiðslan fari ekki fram 6. mars er afar einföld.  Þeir eru dauðhræddir um að umheimurinn fá nákvæma og hlutlausar skýringu frá þeim fjölda fréttamanna sem eru nú þegar komnir ásamt öllum hinum sem eru á leiðinni, um þetta ólíðandi ofbeldi sem þeir og EEB eru að reyna að kúga þessa litlu þjóð með.  Skýringar eins og hafa dunið yfir þá síðan að forsetinn gekk í lið með þjóðinni og vísaði lagahörmunginni til þjóðaratkvæðagreiðslu.  Við það eru þeir dauðhræddir. 

Það sem er ömurlegast fyrir þjóðina að hagsmunir ríkisstjórnarinnar og hennar fara augljóslega ekki saman og hafa aldrei gert í málinu eftir að hún tók það að sér.  Þess vegna hefur hún gengið erinda Breta og Hollendinga allt frá upphafi, og það af mun meiri hörku en stórveldin nokkurn tíman.  Útsendarar íslenskra stjórnvalda hafa sýnt mun meiri grimmd og ófyrirleitni en nokkur tíman stórveldin.  Nægir að benda á greinar Þórólfs Matthíassonar og Anne Sieble.  Ekkert jafn ómerkilegt hefur sést á prenti sem hægt er að rekja til Breta og Hollendinga.  Þar sýna stjórnvöld sitt rétta viðurstyggilega andlit, og hvernig þau telja að þjóðina eigi að afgreiða.

Kosningarnar eru ekki síður uppgjör þjóðarinnar við stjórnvöld vegna óheilindanna.  Það óttast stjórnvöld svo mikið og raun ber vitni, eins og feigðarför hvolpa Össurar til sendiráðs Bandaríkjanna sannaði þar sem þeir báðu grátandi um að eitthvað yrði gert til aðstoðar, vegna þess að atkvæðagreiðslan væri óhugsandi fyrirríkisstjórn Íslands.  Mætti ekki gerast.  Þetta allt óttast Bretar, Hollendingar og íslensk stjórnvöld.  Að þjóðin taki völdin án ofbeldis og segir hingað og ekki lengra.  Rétt skal vera rétt.  Málið mun og er farið að vekja heimsathygli, og það er sameiginlegur ótti íslensku sem erlendu kúgaranna.

Kveðja úr austfirskum sköflum fyrir suð/vestan.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 20:54

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eyjólfur.

Sannleikann þekki ég vissulega, naut þeirrar gæfu að aldraður uppgjafaprestur fermdi mig þegar heimabyggðin var prestlaus.  Og hann kenndi mér að skilja hvað fólst í þeirri speki að gera ekki of mikið af því að gera öðrum það sem maður vildi sjálfur ekki upplifa.

En hvort þessi sannleikur komi ICEsavedeilunni við, veit ég ekki alveg.  Þó hafa breskir ritstjórar bent heimamönnum  á þá staðreynd að þeir myndu sjálfir aldrei líða slíka kúgun, frekar myndu þeir berjast til síðasta manns, og geta vitnað í rúmlega 60 ára sögu máli sínu til stuðnings.  Eins veit ég að það vesalings fólk hér innanlands, sem mælir þessari kúgun bót, að það hefur ekki sjálft hugsað sér að borga hana, það veit að þyngslin lenda á breiðum bökum þjóðarinnar, sjúkum, öldruðum og öryrkjum, barnafólki og öðrum þeim sem þurfa á sterku velferðarkerfi að halda.  

Hjá þessu fólki hefur sannleikurinn öfugsnúist, það vill öðrum það sem það vill ekki sjálft, enda er þetta vesælt fólk, aumkunarvert sem  á rauna alla samúð skilda, svona þann dag þegar völd þess og áhrif hafa verið brotin á bak aftur.

En því miður eru fleiri en Jóhanna áhugasöm að borga, ESB trúboðið eins og leggur sig trúir að Evrópusambandið sé skrímsli sem krefjist mannfórna af fámennri eyþjóð svo hún geti talist tæk inn í sambandið.  Það er eins og þetta fólk hafi aldrei náð sér af Grýlusögunum úr æsku.  Og þetta ESB trúboð á fulltrúa í öllum flokkum, líka þeim sem mynda stjórnarandstöðuna.

En sannleikurinn mun sigra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2010 kl. 21:38

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Ég hélt að þú værir hættur að lesa, svo ég skemmti þér alveg óvart.  Ef ég hefði verið í brandarastuði, þá hefði ég slegið því fram til að skemmta föstum lesendum, að bretar hefðu af alkunnri góðsemi sinni ákveðið að senda daglega inn lokatilboð, og í hvert skipti slegið af kröfum sínum, því þeir eru svo góðir, eins og saga þeirra við smærri nágranna sína sanna.  

En ég er aftur á móti bæði góðgjarn og tillitssamur, og skal því útskýra það stuttlega, sem hann Guðmundur annar sagði hér að neðan í rökföstu máli.  En í mjög fáum orðum, þá sagði ég aldrei að þeir væru hræddir við þessa örþjóð, ekki meðan gæfa hennar er að kjósa stuðningsmenn þeirra til áhrifastarfa, ég benti á þá augljósu staðreynd að það gilda lög í Bretlandi, og innan Evrópusambandsins.

Fyrir þeim eru allir jafnir, nema að stórþjófar fá þyngri dóma en smáþjófar.  Og í ljósi hins langa dóms sem Briggs lestarræningi fékk, og þó var þjófnaður hans aðeins eins og skiptimynt í sælgætissala, miðað við hið þann þjófnað sem breskir ráðamenn voru næstum því búnir að komast upp með, þá er mjög líklegt að 5-falt lífstíðarfangelsi bíði þeirra Brown og Darling, það er ef dómarinn er miskunnsamur.  

Og það þarf aðeins einn mann til að kæra í Bretlandi, ekki þungvopnaða stórþjóð.

Bretland er sko réttarríki Óskar, það gilda lög þar sem banna þjófnað og fjárkúgun.

Alveg satt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2010 kl. 21:48

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Gaman að heyra í þér.  Ég hélt að þú hefðir týnst í snjóskafli, fattaði svo að það þarf meira en 10 sentímetra til að týnast í.  Snjóar nokkurn tímann meira þarna hjá ykkur í rokrassgatinu???

En þú varst svo rökfastur hér að ofan, að ég gæti alveg hugsað mér að stela þessu innslagi þínu.  Tel að blíðan, sem ég tek með mér að austan upp úr miðri næstu viku, séu næg ritlaun.  

En ég skal geta heimilda ef ég finn frétt þar sem ég vil hnykkja á staðreyndum málsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2010 kl. 21:52

7 identicon

Sæll aftur.  Auðvitað nýtirðu allt sem þú villt og færir í þinn meitlaða búning.  Mikill heiður að teljast endurnýtingarhæfur.  Lem þetta inn eins og fúlheitin leyfa manni í hvert sinn.  Heimildirnar skipta engu máli.

Nei meiri snjór hefur ekki mælst á mínu túni í manna minnum.  Strák púkinn minn eignaðist fyrir nokkrum árum forláta snjóboltahnoðunartæki sem var prufukeyrt í gær.  Alsæll með sendinguna frá frænku í Ameríku.  Týndi að vísu hundinum í skafli.  Er búinn að komast að því að dekkin á bílnum eru ekki gerð fyrir slíkt og annað eins fannfergi.  En mikið kann ég nú betur við veturinn í þessum lit. 

Bkv. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 22:05

8 identicon

Hrós

Þið, Ómar og Guðmundur 2., eruð báðir leiftrandi góðir.  Engin hálfvelgja.  Bara umbúðalaus sannleikurinn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 1525
  • Frá upphafi: 1321533

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1300
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband