Það er enginn sem bannar atvinnurekendum að borga aleigu sína til breta.

En þjóðin borgar ekki af sínu skattfé nema að undangengnum dómi þar til bæra dómstóla.

Af hverju er það svo erfitt fyrir hagsmunaaðila breta á Íslandi að skilja að Evrópa er réttarsamfélag.  Bretland er réttarsamfélag.  

Og  Ísland var réttarsamfélag.  Alveg þar til bretum tókst með mútum og hótunum að fá Samfylkinguna og tengda aðila að víkja af braut réttarríkisins.

Með kúgunum og ofbeldi átti þjóðin að taka á sig drápsklyfjar án þess að hafa nokkuð um það að segja.  Og versti blekkingarleikurinn var af hálfu innlendra aðila. 

Á meðan doktor í alþjóðlögum við Cambridge háskóla segir að ekki sé fótur fyrir fjárkröfum breta, þá fullyrða auðmiðlarnir og Ruv að um sé að ræða alþjóðlega skyldu íslenskrar þjóðar.  Og undir þetta hafa leppar breta í verkalýðshreyfingunni og hjá atvinnurrekendum tekið.

Þjóðin á að borga segja þessir aðilar í síbylju, án nokkurra raka, án þess að sína fram á að þjóðin geti staðið undir þessum drápsklyfjum án þess fórna velferð sinni, menntun barna sinna og umönnun foreldra sinna. 

Enda er lygum og blekkingum beitt, skuldin sögð helmingi minni en hún er miðað við bestu hugsanlegu forsendur, og því logið til að engin dómstóll sé til í Evrópu sem geti dæmt til um ágreining sem rís af mismunandi túlkun Evrópulaga.

Og þegar blekkingarleiknum er lokið, hið alþjóðlega fræðasamfélag búið að afhjúpa alla lygar íslenskra bretaleppa, þá er hvatt til samstöðu.

Samstöðu um uppgjöf.

Og það er engin tilviljun að þessi áskorun kemur fram núna.  

Grein þeirra Sigurðar Líndal og Jóns Steinar Gunnlaugssonar er fyrsta grein íslensks fólks (hvað sem bretavinir eru, þá eru þeir ekki Íslendingar, þó ríkisfangið sé íslenskt) sem hefur fengið athygli og sanngjarna umfjöllun í ríkisfjölmiðlum.

Í grein sinni þá benda þeir á augljósa staðreynd.

 

"Ástæðan fyrir þessu er að öllum líkindum fyrst og fremst sú, að íslenska þjóðin er ósátt við að á hana verði lagðar hinar þungu fjárhagsbyrðar án þess að hún hafi fengið að njóta réttar til úrlausnar um skylduna til þess fyrir hlutlausum dómstóli, sem lögsögu hefur í málinu. Við blasir að aldrei muni nást nein sátt um málið á Íslandi nema að undangengnum slíkum dómi. Minnt skal á að rétturinn til dómstólameðferðar er varinn af íslensku stjórnarskránni, mannréttindasáttmála Evrópu og raunar gildir hann einnig hjá þeim ríkjum sem við höfum deilt við í málinu. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa á undanförnum misserum lagt því lið á einn eða annan veg að Íslendingar tækju skuldbindingar þessar á sig án undanfarandi dóms um að þjóðinni sé það skylt að lögum. Við teljum að þeir ættu nú að láta af slíkri afstöðu og sameinast um stefnu sem tryggir Íslandi fyrrgreindan rétt."

Núna er síðasta blekkingin reynd.  Ákall bretavina til stjórnmálaflokkana að semja við bretana fram hjá dómi svo þjóðin geti borgað.

En ekki dettur þeim sjálfum í hug að borga.  Þó eiga þessi menn nóg að pening, dýra bíla og flott hús. 

En það er ekki nógu fínt að borga það úr sínum vasa sem hægt er að ná úr vösum öryrkja, aldraða og sjúkra.

Og það fyndna við þessa  pótintáta er það að þeir njóta stuðnings vinstri og félagshyggjufólks, en ekki hægri manna.

Aldrei áður í sögu vestrænna stjórnmála hefur slíkt vanheilagt bandalag auðmanna, og auðmannsleppa annars vegar og félagshyggjufólki hins vegar myndast.  Aldrei áður hafa þessi öfl sameinast um að sniðganga réttarríkið svo hægt sé að arðræna allan almenning í þágu erlends ríkis og fjármálaafla. 

Um einstæðan atburð er að ræða. 

En fyrst að meira að segja Ruv er farið að fjalla um þá siðvillu þeirra að neita íslenskum almenningi um lög og rétt, þá eru fáir sem ekki ennþá sjá í gegnum þennan svikamálstað.

Hið vanheilagabandalag mun lúta moldu áður en það nær að eyðileggja þjóð sína.

Og farið hefur fé betra.

Með lögum skal land byggja.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Standi saman um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég ætla ekki að standa á hliðarlínunni ef til uppþota kemur þar verð ég í fremstu víglínu vegna þess að það er vonlaust að horfa upp á þennan hroða sem yfir okkur er keyrður. Við verðum að fá stjórn sem er með hag almennings að leiðarljósi en ekki fjármagnseigenda og þjófa eins og nú er.

Sigurður Haraldsson, 26.1.2010 kl. 01:03

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Draumurinn um hið Nýja Ísland má ekki deyja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2010 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband