Ha, voru skúringarkonurnar uppteknar???

Var þá næst besta að lögsækja nokkur krakkagrey.

En án gamans, þá ætla ég ekki að gera lítið úr virðingu Alþingis eða alvarleika þeirra atburða sem um ræðir.

En ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins brást í kjölfar Hrunsins.  Hún hvorki tók á málum með festu, eða viðhafði heiðarlega opna stjórnsýslu.

Fólk upplifði að stjórnvöld hefðu aðstoðað fámenna auðmannsklíku við að ræna það aleigunni.  Og það virtist sem stjórnvöld hefðu ekkert lært.

Það sem auðmönnunum tókst ekki að ræna, það átti að afhenda skjólstæðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á silfurfati.  Bretar, Hollendingar, amerískir vogunarsjóðir var boðið til leiks að ræna skattfé okkar og okkar yfirveðsettum eignum.

Og enginn var spurður neins.   Leyndarhyggjan og baktjaldamakk blómstraði sem aldrei fyrr. 

Reiðin og ótti fólks var kjörinn jarðvegur fyrir múgæsingu og það sem endaði í skrílslátum.  

En allar byltingar byrja svona, í Frakklandi var það Bastilan, í Litháen var það útvarpshúsið og þingbyggingin, í Austur Þýskalandi var það múrinn.

Aðeins siðblint samfélag tekur hart á þeim brotum sem ákært er fyrir.  Samfélag sem neitar að horfast í augun á þeim atburðum sem voru kveikjan af öllu því sem gerðist í byrjun árs 2009.

Tjón starfsmanna Alþingis á að bæta, og það rausnarlega.  Þetta voru menn sem voru að sinna sínum skyldustörfum, menn sem voru að vernda löggjafarþing þjóðarinnar.  

En samfélagið á að gera upp við þessa tryggu menn.  Við erum öll sek að hafa látið auðmennina ræna okkur.  Við snérumst ekki til varnar þegar þeir stálu Íslandi.  Og við snúumst ekki til varnar þegar núverandi stjórnvöld gera okkur að féþúfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skjólstæðinga hans.

Það eru við sem erum sek, ekki þau af börnum okkar sem gátu ekki lengur kokgleypt spillinguna og þjónkun stjórnvalda við glæpahyski.

Aðeins lítilmenni hengja börnin sín fyrir sína sekt.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Mál mótmælenda þingfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ekki bara brást og gerði mörg alvarleg mistök í kjölfar hrunsins,  Þar á meðal að dæla inn 200 milljörðum til að verja peningamarkaðssjóði, heldur svaf þessi ríkisstjórn á verðinum fyrir hrun.  Tíminn frá maí 2007 til október 2008 var mjög illa nýttur og þar eru stærstu mistökin í íslensku stjórnmálunum.  Vonandi tekur skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á því máli.

Jón Óskarsson, 21.1.2010 kl. 11:40

2 Smámynd: GAZZI11

Ætli það hafi verið " innanbúðarmaður" með í ráðum ??

GAZZI11, 21.1.2010 kl. 11:56

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Markmiðið með tímasetningu kærunnar er klárlega að draga hug úr fólki varðandi frekari mótmæli eftir birtingu skýrslunnar ?

Er ekki eitthvað bogið við svona réttarkerfi ?

hilmar jónsson, 21.1.2010 kl. 13:06

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Hilmar: Já það er ekki laust við að manni finnist tímasetningin sérkennileg, þó svo að dómstólar eigi að vera sjálfstæðir og tímasetja þingfestingu á málum án tillits til þess sem er að gerast í þjóðfélaginu hverju sinni og þess hvað sé efst á baugi í umræðunni í fjölmiðlum landsins.  Hins vegar gerist það býsna oft að viðkvæm mál eru tekin fyrir á sérkennilegum tímum.  Spurning hvort Spaugstofan þurfi ekki að kanna það hver sé "maðurinn á bak við tjöldin" þegar svona gerist.

Jón Óskarsson, 21.1.2010 kl. 13:11

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Maðurinn á bak við tjöldin er úr ICEsave stjórninni, núverandi eða fyrrverandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2010 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 1524
  • Frá upphafi: 1321532

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1299
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband