Á meðan við flytjum inn smit.

 

Skipta aðgerðir stjórnvalda engu máli.

Keðjan verður ekki rofin en slíkt er forsenda þess að útrýma veirusýkingum.

Kínverjar voru nokkrar vikur að fatta þetta, en sáu svo sig nauðbeygða að hefta ferðafrelsi fólks og setja heilu landsvæðin í allsherjar sóttkví.

 

Hér ætla blessuð fávísu börnin að endurtaka öll mistök kínverska stjórnvalda með nákvæmalegu sömu afleiðingum.

Stjórnlausri útbreiðslu og mannfalli.

 

Sjá menn ekki hvað er að gerast á Ítalíu eða Suður Kóreu??

Veiran breiðist hratt út frá og þó eru notuð öflugri ráð til að hefta útbreiðslu hennar en vinsamleg tilmæli á Feisbók um samstöðu.

Það má vera að það gildi önnur lögmál hérna, en mikil má trú manna á þau lögmál vera, ef menn hætta lífi fólks fyrir þá trú.

Og ég segi það satt, eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma á sama rétt til lífs og við hin.

 

Það er bara svo.

Virðum það.

Kveðja að austan.


mbl.is Forsætisráðherra hvetur til samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðatakmarkanir virka ekki segir sóttvarnarlæknir.

 

Samt er það svo að ef honum hefði borið gæfa til að leggja til bann á flugi til Ítalíu, og sett þá Íslendinga sem þaðan komu í 14 daga sóttkví, þá væri vandinn núna bundinn við einhverja gáma undir kontról.

Í stað þess að valda ofsahræðslu meðal þjóðarinnar með því að kalla fólk út af vinnustöðvum og vísa því í sóttkví.

 

Það liggur við að það hvarfli að manni að meðvituð ákvörðun hafi verið tekin að hindra ekki útbreiðslu veirunnar á Íslandi.

Hún sé álitin svona tæki.

Fækkunartæki.

 

Eða veit þetta fólk ekki hvað það gjörir.

Kveðja að austan.


mbl.is Ferðatakmarkanir ekki inni í myndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sótt­varna­lækn­ir tel­ur ekki ástæðu til að tak­marka flug­ferðir til og frá Verona".

 

Með því tók hann staðfasta ákvörðun um að bjóða kórónuveiruna velkomna til landsins, og núna er ljóst að hún tók því boði.

Og hvað svo??

 

Játa menn dómgreindarskort sitt og vanhæfni og axla ábyrgð?

Eða verða menn svo ósvífnir að kenna veirunni um að hafa nýtt sér farið, senda henni tilmæli um að hætta því, og leyfa svo fólki að halda áfram að ferðast eins og enginn sé heimsfaraldurinn??

Einhver skálkaskjól verða allavega fundin, og örugglega verður sent erindi til Eflingar hvort einhver skúringakona sé ekki á lausu til að hægt verði að benda á sökudólginn.

 

Eftir stendur sú stóra spurning.

Af hverju er landið stjórnlaust??

Af hverju er dauðans alvara höfð í flimtingum??

 

Það segir allt sem segja þarf að stóra fréttin í morgun frá innlendum stjórnvöldum var að núna ætluðu ráðuneytin að fara vinna saman, eins og samvinna sé ný uppfinning.

Í öðrum löndum ræða menn ógnirnar, áhrifin á lýðheilsu, áhrifin á efnahag.

Og hvað sé hægt að gera.

Fyrirfram, ekki eftir á.

 

En slíkt er ofviða fávísu börnunum sem hafa fátt annað afrekað en að samþykkja regluverk um braskaravæðingu raforkunnar undir styrkri yfirstjórn skriffinna Brussel.

Að ekki sé minnst á að leyfa innflutning á hráu kjöti, frjálsan innflutning á sýklum.

Það er eins og blessuð börnin lifi í sýndarveruleik, og að raunveruleikinn sé þeim ofviða.

Að alvara lífsins sé utan þeirra skilnings.

 

Hvernig lentum við í þeirri stöðu að láta þetta fólk gambla með líf okkar??

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.


mbl.is Fyrsta tilfelli kórónuveiru greinist á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimurinn slæst við kórónuveiruna.

 

Nema náttúrulega við Íslendingar, hér gilda önnur lögmál, og hér er upphaflegri taktík beitt og var í árdaga veirusmitsins í Kína.

Vandinn talaður niður, fólk sem varar við er ofsótt, engar ráðstafanir gerðar til að hindra að hún komi til landsins.

Raftar ríða röftum með barnaskap eins og að þetta sé eins og hver önnur flensa, nema drepi færri.

Hve heimskt má fólk vera ef það heldur að allur þessi viðbúnaður útí hinum stóra heimi sé vegna meinlausrar flensu, og óttinn sé eingöngu bundinn við framandi nafn veirunnar.

 

Í þessari frétt er vakinn athygli á því að "aukn­ing­in á fjölda smitaðra er þar með meiri en til­kynnt hef­ur verið um í Kína, þar sem veir­an greind­ist fyrst.".

Sérstaklega athyglisvert því að í Kína fékk veiran að dreifa sér óáreitt í rúman mánuð, á einu þéttbýlasta svæði landsins, en í Suður Kóreu hefur verið barist frá fyrstu mínútu að hefta útbreiðslu veirunnar.

Það þarf ekki að hafa mikla dómgreind eða ályktunarhæfni að sjá að tölurnar frá Kína eru skáldaðar, hver sem skýringin á því er.  Á þetta hafa fjölmiðlar sem hafa tengsl við Kína ítrekað bent á.

 

Falsið er samt notað til að réttlæta aðgerðaleysið, og fóðrar heimskuna um samanburðinn við meinlausa flensur.

Og fólk er blekkt með samanburði á fjölda greindra með smit og dánartölum, sem er alltaf rangt því það er ekki sama tímalínan. 

Það rétta er að bera saman fjölda þeirra  sem ná fullum bata við dánartöluna.  Í dag er það hlutfall 7% samkvæmt opinberum kínverskum tölum, og munum að það er ekki hægt að treysta upplýsingum frá kínverskum stjórnvöldum. 

 

Þetta er skýringin á því hve heimurinn hefur brugðist harkalega við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Stöðugt berast fréttir af fyrirbyggjandi ráðstöfunum eins og lokun skóla í Japan eða bann við fjöldasamkomum í Sviss.

Ítalir reyna að loka veiruna inni og Kínverjar viðhalda ennþá sínum ströngu takmörkunum á ferðum fólks á smituðum svæðum.

Öll efnahagsstarfsemi slokknar á þessum smitsvæðum og slíkt gera menn ekki nema af brýnni nauðsyn þegar önnur ráð duga ekki.

 

Þannig er raunveruleikinn í dag útí hinum stóra heimi.

Ferðamenn gufa upp, hlutabréf eru í sögulegu falli, bæði vegna áhrifanna í Kína, sem og að ferðamannaiðnaðurinn er það mikilvægur að djúpstæð kreppa þar hefur dómínóáhrif á aðra þætti heimshagkerfisins.

Nái veiran að breiðast út í öðrum löndum eins og hún gerir í dag í Suður Kóreu, þá er ljóst að sóttkvíar verða um allan heim með tilheyrandi afleiðingum á efnahagslíf, að ekki sé minnst á að deildarkeppnir í fótbolta verða ekki kláraðar í bráð.

Sem er svo sem minnsti vandinn en táknrænt fyrir það sem á eftir að gerast.

 

Þetta eru bara áhrifin á mannlífið.

Á efnahagslífið.

Áhrif vegna fyrirbyggjandi aðgerða svo hægt sé að stöðva útbreiðslu veirunnar, einangra hana og láta hana svo deyja hægt og rólega út með því að koma í veg fyrir nýsmit.

En ef það mistekst þá er illt í efni.

 

Því þetta er ekki flensa.

Þetta er sótt sem drepur hluta af þeim sem fá hana.

Og enginn veit hve margir munu falla ef veira fær að dreifa sér stjórnlaust.

 

Nema það er vitað að þeir verða ekki fáir.

Kveðja að austan.


mbl.is Hátt í 600 ný tilfelli í S-Kóreu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband