Trúverðugleiki er auðlind.

 

Sem fæst ekki keypt útí búð.

 

Mér minnisstæð ein saga frá unglingsárum mínum þegar drengur einn góður, jafnaldri minn, gat ekki sinnt vinnu sinni einn daginn því hann þurfti að rúnta um bæinn og segja nýjustu fréttina, þetta var fyrir daga Séð og Heyrt og Smartlands, og þegar hann fann að honum var lítt trúað, þá sagði hann; "þetta er alveg satt, ég er ekki að ljúga".  Eins og að hann gerði sér grein fyrir að hann hefði orð á sér að skálda upp sögur.

Hann hafði nefnilega glatað trúverðugleik sínum.

 

Þjóðverjar lentu í þessu sama þegar þeir kölluðu til Rauða Krossinn og erlenda sendifulltrúa (Sviss) og sýndu þeim líkamsleifar allt að 20.000 hertekinna pólskra liðsforingja sem þeir sögðu að Rauði herinn hefði myrt eftir uppgjöf Póllands.

"Við gerðum þetta ekki", vitandi uppá sig skömmina að þeir hefðu alveg getað framið slíkt illvirki.

Og þeim var ekki trúað, þeir höfðu logið of miklu, of oft, of ítrekað.

Vandi alræðisstjórna fyrr og síðar, þeim er ekki trúað því sannleikurinn er valkvæður, aðeins nýttur þegar hann hentar.

Hafa engan trúverðugleik.

 

Bandaríkin, þetta forystuland vestrænna lýðræðisþjóða, naut þess að umgjörð lýðræðisins gerir ráð fyrir sannsögli ráðamanna, bæði veita frjálsir fjölmiðlar aðhald, slíkt er hlutverk stjórnarandstöðu, og víða varðar það við lög, til dæmis í Bandaríkjunum en ekki á Íslandi, að ljúga að þjóðþingi.

Í Kalda stríðinu naut Bandaríkin þess að þeim var trúað miklu frekar en Sovétmönnum, og þó oft væri reynt á þann trúverðugleik, til dæmis í Víetnam stríðinu, að þá treysti fólk því að á ögurstundu í ögurmálum sögðu leiðtogar þess satt.

Þess vegna var þeim trúað í aðdraganda innrásarinnar í Írak, þó strax hringdu aðvörunarljós þegar það átti að hengja illvirki Alkaida á Saddam Hussein, þeir sem fylgdust með alþjóðlegum fréttum vissu annars vegar að veraldlegu einræðisherrarnir í arabaheiminum litu á íslamska bókstafstrú sem ógn, og Islamistar voru réttdræpir í löndum eins og Írak og Sýrlandi, hins vegar að allir þræðir árásanna á Tvíburaturnanna lágu til Ryad höfuðborgar Sádi Arabíu.  Sem og það er vitað að Sádar fjármagna hatursorðræðu og öfga í moskum um allan heim, sérstaklega á Vesturlöndum.

 

Ríkisstjórn Bush kaus hins vegar að ráðast inní Írak á fölskum forsendum, hver sem ástæðan var, þá var hún aldrei gefin upp, heldur aðeins uppdiktaður sögur um gjöreyðingarvopnaeign Saddams og logið upp tengslum við Islamista og hryðjuverk þeirra.

Og þegar heimsbyggðin áttaði sig á því að þetta var allt saman lygi, þá misstu bandarísk stjórnvöld trúverðugleik sinn, þeim var ekki treystandi að segja satt á ögurstundu, og beittu afli sínu til að telja stuðningsfólki eða fylgjendum sínum í trú um að lygi væri sönn, fóru þar í brunn áróðursmeistara alræðisríkjanna, að markaðssetja lygina sem sannleik þegar það hentaði.

 

Donald Trump segir í dag að Íranar hafi ætlað að ráðast á fjögur bandarísk sendiráð og til að hindra þær árásir hafi verið nauðsynlegt að drepa herforingjann sem skipulagði þessar árásir.

Þetta vekur uppi tvennar spurningar, af hverju yfir höfuð ættu Íranar að standa í slíku veseni og til hvers, sem og hefur Donald Trump sagt satt orð í þessu máli eftir að hann fyrirskipaði launmorðið á Soleimani.

Fyrri spurningin reynir aðeins á heilbrigða skynsemi fólks (sem allir hafa þó margir kjósi vissulega að afneita henni), af hverju ættu Íranar núna að vera skipuleggja slíkar árásir uppúr þurru og hver er ávinningur þeirra??

Það er ekki hægt að vísa í söguna, og ef menn ætla sér að efna til ófriðar, taka menn þá uppá því að ráðast á best vörðu húsakyn heimsins í dag, sem þar að auki innlend stjórnvöld bera ábyrgð á öryggisgæslu??

Slíkt er óðs manns æði, og það er ekkert sem bendir til þess að sá launmyrti, eða aðrir ráðamenn Írans séu óðir, þeir virðast tefla sína stórveldisskák (þeir eru stóra ríkið á svæðinu) nokkuð örugglega og út frá þeirra forsendum og styrk, skynsamlega.

 

Gæti samt verið, en þá reynir á trúverðugleika Trumps.

Hann hélt ræðu eftir launmorðið þar sem hann útskýrði tilræðið og þar var ýmislegt fullyrt.

Hér á Moggablogginu er ákaflega vandað blogg þar sem höfundurinn Einar Björn Bjarnason er víðlesinn, fjallar ítarlega um einstök efni og vísar iðulega í skrif og heimildir í pistlum sínum áður en hann dregur af þeim ályktanir.

 

Þetta er það sem Einar segir um hvernig Trump höndlar sannleikann;

"Úr ræðu Tumps.

As the head of the Quds Force, Soleimani was personally responsible for some of the absolutely worst atrocities...He viciously wounded and murdered thousands of U.S. troops, including the planting of roadside bombs that maim and dismember their victims.

Ræða Trumps er afar sérkennileg -- hann virðist kenna Quassem Soleimani um dauða sérhvers bandarísks hermanns, sem farist hefur -- síðan formlegu stríði lauk í Írak eftir innrás 2003. --En þ.e. eina leiðin sem ég fæ fullyrðingu hans, um dauða þúsunda hermanna, að ganga upp.

En Bandaríkin sannarlega urðu fyrir töluverðu manfalli, í Írak - þegar átök þar voru við al-Qaeta, og einnig í Afganistan þ.s. átök hafa verið við Talibana. --En þ.e. algerlega absúrd, að tengja dauða þessara hermanna við Íran. Eina skiptið sem hugsanlega má tengja dauða bandar. hermanna við Íran -- er á 9. áratug 20. aldar, Lýbanon sprengjutilræði framkv. af Hezbollah. --En það var auðvitað löngu áður en Quassem Suleimani kom við sögu.

Vandamál við tal Trumps -- er hvað það er oft fullt af - bullshit.

Soleimani directed the recent attacks on U.S. personnel in Iraq that badly wounded four service members and killed one American, and he orchestrated the violent assault on the U.S. embassy in Baghdad.

Hópur íraskra Shíta reyndi að storma bandar. sendiráðið í Írak - það var eldflauga-árás á bandar. herstöð sem rakin er til annars vopnaðs shíta hóp í Írak. --Ef Trump hefur einhverja réttlætingu fyrir drápi á Soleimani, þá er það dauði þessa eina hermanns. Bandaríkin hafa lengi haft þá stefnu að hefna harkalega fyrir -- fall á eigin hermanni. Hinn bóginn sé venja að -- senda sprengjur á einhverja herstöð þess lands, sem talið er bera ábyrgð -- ekki að drepa einn af helstu leiðtogum þess. A.m.k. man ég ekki eftir nokkru dæmi þess, Bandar. hefni sín með nákvæmlega þessum hætti - þegar einn maður fellur. --Þegar Bandaríkin eru ekki í formlegu stríði.

Hinn bóginn, hafa fullyrðingar Trumps á þann veg Soleimani beri ábyrgð á dauða -- þúsunda bandar. hermanna í gegnum árin, engin veruleika-tengsl. Að kalla hann, fremsta hryðjuverkamann heims -- farsakennt.

Iran’s hostilities substantially increased after the foolish Iran nuclear deal was signed in 2013, and they were given $150 billion, not to mention $1.8 billion in cash...Then, Iran went on a terror spree, funded by the money from the deal, and created hell in Yemen, Syria, Lebanon, Afghanistan, and Iraq.

Eitt versta vandamálið við ræður Trumps - er bullið í þeim. Þarna endurtekur hann þráð, sem kennir Íran um allt sem miður hefur farið í Mið-Austurlöndum sl. áratug - sbr. stríðið í Sýrlandi, átök í Afghanistan og Írak. Rugl er of veikt orðalag - allir vita að Írak varð fyrir innrás ISIS 2013, og meira að segja Trump ætti að vita, að íranskir aðilar tóku þátt í aðgerðum í samvinnu við bandarískan her, til að kveða niður Íslamska ríkið. Að sjálfsögðu ber Íran ekki ábyrgð eitt á þeirri átakasyrpu sem spratt af stað í Sýrlandi. Að tengja Íran við átök þ.s. Bandar. voru í árekstri við Talibana -- fær mann til að velta fyrir sér, hvað Trump var að reykja -- þetta er slíkt bull.

They must now break away from the remnants of the Iran deal -– or JCPOA –- and we must all work together toward making a deal with Iran that makes the world a safer and more peaceful place...Peace and stability cannot prevail in the Middle East as long as Iran continues to foment violence, unrest, hatred, and war....Today, I am going to ask NATO to become much more involved in the Middle East process.

Eina ferðina enn, vandamálið við ræður Trumps er bullið í þeim. Trump sem sagt, miðar út frá kenningu sem á engan stað í raunveruleika, þ.s. Íran er erki óvinur alls góðs í Mið-Austurlöndum, bakvið allt slæmt sem gerist og hefur gerst. Kenning sem er fullkomnir órar.".

 

Það er eiginlega sjaldgæfari atlaga að sannleikanum en þessi ræða Trump.

En atlagan að lýðræðinu er samt fólkið sem tekur undir bullið þó það viti betur.

Það er lýgur gegn betri vitund.

Alþekktur siður hjá stuðningsmönnum alræðisstefna, plága sem hrjáði lýðræðislega umræðu til dæmis á dögum Kalda stríðsins þegar kommúnistar litu á orð Stalíns sem heilög orð meitluð á steintöflu.

 

Við upplifum þessar lygar og falsarnir á Íslandi í dag.

Elsti og virtasti fjölmiðill landsins er í þessu fúafeni og virtir sérfræðingar um erlend málefni skrifa greinar í blöðin og vitna í fjarstæðuskrif máli sínu til stuðnings.

Það er sök sér að réttlæta launmorð með því að viðkomandi hafi ekki verið góð manneskja en það er aldrei réttlætanlegt að gera slíkt með beinum lygum, eða vitna í beinar lygar máli sínu til stuðnings.

 

Slíkt er ekki gengisfelling viðkomandi, slíkt er ekki einu sinni atlaga að trúverðugleik viðkomandi.

Heldur endalok hans.

 

Er Trump þess virði??

Kveðja að austan.


mbl.is Áætluðu árásir á fjögur bandarísk sendiráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 1567
  • Frá upphafi: 1321459

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1333
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband