Hrægammavæðing Sjálstæðisflokksins.

 

Það er gróði í gjaldþrotum, sérstaklega af þeirri stærðargráðu sem varð fyrst eftir Hrun þegar allt að 70% íslenskra fyrirtækja fóru annaðhvort í þrot, eða í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu, sem er fínt orð yfir að bankinn hirðir allt eigið fé, en gefur nóg eftir af skuldum til að fyrirtæki séu rekstrarhæf frá degi til dags, en þá í forgang að greiða niður hinar stökkbreyttu skuldir Hrunsins.

Í raun heyrðist aldrei múkk frá forystu Sjálfstæðisflokksins, enda gerði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir fátt annað en að framfylgja samkomulaginu við AGS, þar sem hrægömmum, jafnt innlendum sem erlendum var boðið að veisluborði þar sem þeir fengu skuldir gömlu bankanna á hrakvirði, en innheimtu til fulls þar sem einhvern aur var að fá.

Hið vanheilaga bandalag íslensku stjórnmálastéttarinnar við hrægammanna er henni ævarandi til skammar, smánarblettur sem sagan mun aldrei reyna að þrífa.

 

Það átti að selja Landsvirkjun til að greiða ICEsave skuldir, sem og til að greiða inná gjaldeyrislánið við AGS, en þau áform gengu ekki eftir vegna óvænts útspils Ólafs Ragnars að senda ICEsave samningana í þjóðaratkvæði.

Eins og hvert annað hundsbit fyrir hrægamma og fjárfesta, sem strax endurskipulögðu sig, bæði með því að fjármagna aðförina að stjórnarskránni, sem var ábyrg fyrir ICEsave ósigrinum, sem og með því að undirbúa innleiðingu regluverksins kennt við orkupakka 3, sem færir forræði orkuauðlinda þjóðarinnar til Brussel.  En rauði þráðurinn í öllu orkuregluverki ESB er markaður, hvort sem það er markaðsvæðing orkufyrirtækja eða markaðsverð á hinum sameiginlega evrópska raforkumarkaði.

Framsýnina má sjá að almannatengill Sjálfstæðisflokksins, varð kosningastjóri Guðna Té, fjárframlög úr ranni hrægamma ásamt algjörum stuðningi fjölmiðla þeirra sáu svo til þess að Guðni var markaðsvæddur úr tómhyggju Gnarrismans og gerður að manni fjöldans.

Með Guðna á Bessastöðum var tryggt að þjóðin fengi ekki að eiga síðasta orðið þegar hið evrópska markaðsregluverk yrði sent til þingsins til samþykktar.

 

Á öllum stigum málsins eru fingraför Engeyinga og fjárfesta sem tengjast þeim, sjáanleg.

Og það er ljóst að þeir eru í víðfeðmu bandalagi við fólk sem græddi á hruninu, græddi á þjáningum þjóðarinnar. 

Hvort sem kennitalan var innlend eða erlend.

 

Vandkvæðið var aðeins flokkurinn.

Hann kennir sig við sjálfstæði, sem og að flest fórnarlömb hrægammanna í atvinnurekstri eru og voru stuðningsmenn flokksins.

Bakland þess fylgis sem Davíð og Styrmir fengu á landsfundinum í ársbyrjun 2009 til að hafna stuðningi við aðildarumsókn að ESB.

Þá voru Bjarni og hans menn brotnir á bak aftur, og í mörg mörg ár hefur Bjarni þurft að leika hlutverk manns sem er á móti aðild að Evrópusambandinu, á sama tíma sem hann hefur unnið leynt og ljóst að því að koma íslensku fullveldi í sneiðum í skrifborðsskúffur Brusselskrifræðisveldisins.

Þar gegnir orkuregluverkið lykilhlutverki, að koma forræðinu til Brussel, en gróðanum í vasann.

 

Allt tekur sinn tíma, sérstaklega að fylla flokkinn af andlitslausum pólitíkusum sem eiga allt sitt undir náð formannsins.

Sem og að koma réttu fólk, það er fólk sem er fulltrúi þeirra sem græddu á hörmungum Hrunsins, í lykilstöður innan flokksins.

Allt gekk eftir, og allir vita hvernig fór.

 

Núna vantar ritara.

Og mikið má ganga á ef sú manneskja verði ekki kona, í dragt, með allskonar menntun í þeim viðskiptum sem ekkert skapa, broshýr, mótuð úr leir almannatengilsins, og talar í frösum og lætur eins og ekkert hafi gengið á innan flokksins undanfarna mánuði og misseri.

Þjónar einu og aðeins einu.

Og það eina tengist hvorki almenningi eða almennum flokksmönnum.

 

Þetta er Sjálfstæðisflokkurinn í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn hans Bjarna Ben og hans fólks.

Fólksins sem erfði stefnu um sjálfstæði en kaus að fórna þeirri stefnu fyrir eigin hag.

 

Það er mikil tryggð að styðja þennan flokk, og vísa í sögu flokksins og hlutverk.

Tryggð sem er reyndar þekkt úr sögunni, margur mætur maðurinn kaus að láta lífið vegna tryggðar sinnar við Vichy stjórnina í stað þess að ganga til liðs við bandamenn og baráttu þeirra fyrir frelsi og sjálfstæði.

Tryggð sem skírskotaði til fortíðar en var algjörlega úr tengslum við atburði dagsins, gærdagsins, eða hvað þá morgundagsins.

 

Fólkið sem græddi á hörmungum okkar hinna, fólkið sem seldi sjálfstæði þjóðarinnar til Brussel, það treystir á þessa tryggð.

Það lyftir ekki einu sinni litla putta til sáttar, hæðir hina djúpstæðu andstöðu með hinni algjöru fyrirlitningu, að láta eins og engin átök um grundvallarmál hafi átt sér stað innan flokksins.

Það herðir tökin og festir í sessi hina einsleitu mynd af flokki fjárfesta og Evrópusinna, eins og Viðreisn sé þegar runnin inní flokkinn, og flokkurinn sé í raun Viðreisn.

 

Flokkur auðs og hrægamma.

Jafnt innlendra sem erlendra.

 

Þannig er Sjálfstæðisflokkurinn í dag.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Styrkja tengslin við fólkið í flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. september 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 536
  • Sl. viku: 713
  • Frá upphafi: 1320560

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 623
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband