Sæstrengur í kortunum.

 

Líkt og enginn taki mark á íslenskum stjórnvöldum.

Sem er reyndar ekki skrýtið, þau gera það ekki heldur.

Hinir meintu fyrirvarar eru lýðskrum, ætlaðir til þess eins að blekkja sína eigin stuðningsmenn.

 

Að því gefnu að það verði ekki umtalsverðar breytingar í framleiðslu á rafmagni, það er ný tækni eða nýir orkugjafar, sem stórauka framboðið á endurnýjanlegri orku á viðráðanlegu verðir, þá verður lagður sæstrengur milli Íslands og Evrópu.

Eina spurningin er hvernig umgjörðin verður, og þessi frétt er dæmi um þras þar um.

Regluverkið ætlast til slíkra tengingar, og regluverkið ræður, ekki íslenskir stjórnmálamenn.

 

Einn daginn verðum við tengd.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Hótar að færa sæstrengsverkefni til Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan endurtekur sig.

 

En sumar endurtekningar eru samt algjörlega óþarfar.

 

Það hefur gerst áður að hrokafullir leppar erlends valds hafa montað sig í valdastólum sem þeir eiga annað hvort hinu erlenda valdi að þakka, eða þeir hafa selt þjóð sína, og treyst því að hún hafi engin tök að snúast til varnar.

Sagan segir líka  að slíkt hafi alltaf endað á einn veg.  Þó mislangan tíma taki.

Að þjóðir snúist til varnar og grípi fyrsta tækifæri til að refsa þeim sem sviku.

 

Samt hefur sagan aldrei áður upplifað barnavæðingu stjórnmála, eins og við Íslendingar erum að upplifa í dag.

Útlit án innihalds, frasar án innistæðu.

Að baki liggur köngulóarvefur almannatengilsins, þess sem hannar, þess sem leggur orð í munn, þess sem hefur svipt stjórnmál öllu innihaldi.

 

"Spennt fyrir þingvetri" sagði annar stjórnmálamaður, og alltí einu heyrðist klikk, tannhjól féllu í gróp, púsl fengu á sig mynd.

Áslaug Arna var ekki sú fyrsta.

Maður tók bara ekki eftir því.

 

Sagan endurtekur sig.

Sumt hefur þó aldrei gerst áður.

Til dæmis hafði það aldrei gerst áður, og ekki heldur síðar, að heimsbókmenntir væru samdar og skráðar á útnára líkt og reyndin var á Íslandi á sögutímanum.

Og aftur erum við einstök, þó guð og gæfa hefðu mátt forða okkur frá því dæmi.

 

Vonandi endurtekur sagan sig samt.

Að umbúðir án innihalds séu settar í endurvinnslu.

Að þjóðir rísi upp.

 

Hvort sem það er gegn leppum erlends valds, eða leppum auðs og fjármagns.

Leppum hinna Örfáu.

 

Því án upprisu er ekkert líf.

Kveðja að austan.

 

 

 
 

mbl.is Ánægð með Áslaugu Örnu og spennt fyrir þingvetrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. september 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 353
  • Sl. viku: 1563
  • Frá upphafi: 1321455

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1330
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband