Hlutverk Bessastaða.

 

Er ekki að taka í hendurnar á fólki, brosa og segja létta brandara.

Slíkt er uppfylling á skyldum forsetans þegar hann hefur ekkert annað að gera.

 

Hlutverkið er að standa vörð um lýðveldið og lýðræðið.

Vera öryggisventill og grípa inní ef meirihluti Alþingis gengur gegn vilja þjóðarinnar í grundvallarmálum, eða ljóst er að annarlegir hagsmunir eins og fjármagn eða pólitísk fylgispekt við erlend öfl eða ríki stjórna ákvörðunum Alþingis.

 

Ef forseti Austurríkis hefði áttað sig á þessu á sínum tíma, þá hefði hann vikið frá kanslaranum sem hringdi til Berlínar og bað Hitler um að koma og taka yfir stjórn landsins, og boðað til kosninga.  Sjálfsvirðing Austurríkismanna væri þá kannski önnur og betri í dag.

Þetta vissi hins vegar forseti Tékkóslóvakíu hin örlagaríku ár eftir seinna stríð meðan lýðræðið var ennþá virkt í landinu, og þetta vissu kommúnistar að hann vissi. Þess vegna byrjuðu þeir valdarán sitt á því að henda honum út um gluggann og sögðu í anda hlutleysis Fréttablaðsins, að hann hefði gripið skyndilegt þunglyndi og því ákveðið að fara í flugferð.

 

Guðni forseti er í þessari stöðu í dag.

Að gera ekkert og verða sjálfum sér til ævarandi skammar og hneisu, eða grípa inní atburðarrásina og neita að undirrita landsöluna sem kennd er við orkupakka 3.

Eigandi þá á hættu flugferð út um gluggann í óeiginlegri merkingu, að allir níðsneplar og níðpennar landsins sem hagsmunirnir fjármagna, myndu beina öllum sínum spjótum að honum.

Líkt og þeir gerðu við Ólaf Ragnar um árið, en Ólafur tók á móti af karlmennsku eins og Skarphéðinn forðum, greip öll níðspjót á lofti og sendi þau til baka svo undan sveið.

Eins er hætt við því að almannatengillinn sem kom honum á Bessastaði myndi ekki bjóða honum góðan daginn næstu árin.

 

Völin og kvölin býður þessa góða drengs.

Það er einhvern veginn svo augljóst að hann geri ekki neitt.

En maður veit aldrei.

 

Þjóðin gæti átt skjöld í Guðna.

Kveðja að austan.


mbl.is Guðna tilkynnt um 7.643 undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk skilaboð.

 

Varaforseti Bandaríkjanna er mættur til að tilkynna okkur að svo gæti farið að Bandaríkjamenn kynnu að opna herstöðina á nýjan leik, þó fyrst í stað verður það undir yfirskriftinni "aukin umsvif".

Og fjölmiðlar velta sér upp úr hvort hvítur klæðnaður sé skilaboð.

 

Varaforseti Bandríkjanna kom til að skammast yfir samskiptum okkar við Kína líkt og hann sé að vara okkur við auka þau samskipti.  Eins og komið sé að þeirri stund að núna þurfi vinaþjóðir Bandaríkjanna að velja hvorn vininn þau kjósi.

Og fjölmiðlar tala um regnbogaarmbandið hans Guðna.

 

Sýnd og sjóv.

Froða án innihalds.

 

Mogginn má þó eiga að hann tók gott viðtal við Baldur stjórnmálafræðing um Kína hliðina.

En ítarleg umfjöllun um aukin umsvif varnarliðsins vantar.

Hvað þá að spurningar séu spurðar hvort við höfum eitthvað um þetta að segja.

 

Hver er staða Íslands í dag?

Erum við aðeins sjálfstæð að nafninu til??

 

Orkupakkinn bendir til þess.

Og nú þessi heimsókn Pence sem er einskonar silkiklæði um þau skilaboð að við erum komnir aftur, og vildum fyrir kurteisisakir láta ykkur vita.

 

En þetta er jú alþjóðasamvinna.

Er það ekki annars??

Kveðja að austan.


mbl.is Sendi Eliza pólitísk skilaboð með dragtinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 232
  • Sl. sólarhring: 341
  • Sl. viku: 397
  • Frá upphafi: 1320240

Annað

  • Innlit í dag: 216
  • Innlit sl. viku: 358
  • Gestir í dag: 214
  • IP-tölur í dag: 212

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband