Verður Orkupakki 4 bautasteinn??

 

Samflokksins sem samþykkti regluverk Evrópusambandsins um Orkubandalag Evrópu.

 

Einn sameiginlegur markaður, þar sem framboð og eftirspurn á hinum sameiginlega markaði ræður raforkuverði. Og til að ná því markmiði, hið yfirþjóðlega vald, Orkustofnun Evrópu, ACER, sem mótar raforkustefnu sambandsins, framfylgir henni, og sker úr um ágreiningsefni.

Orkupakki 3 mótaði umgjörðina, orkupakki 4 sníðir af hnökrana og og tryggir skilvirka framkvæmd orkustefnu Evrópusambandsins.

 

Einn hnökrinn er sá að einstaka aðildarríki EES hamla á móti hinum sameiginlega markaði, til dæmis með því að tefja eða reyna að hindra tengingar yfir landamæri.  Eða hygla sínum markaði á kostnað annarra.

Hvort sem það er reynsla síðustu 10 ára eða reglusmiðirnir sáu alltaf það fyrir að herða tökin, skal ósagt getið, en í orkupakka 4 er það áréttað að einstök ríki geti ekki hindrað tengingar yfir landamæri.

"Member States shall ensure that their national law does not unduly hamper cross-border trade in electricity, ... or new interconnectors between Member States, and shall ensure that electricity prices reflect actual demand and supply.".

 

Skýrar er ekki hægt að orða einfaldan hlut.

Það hvílir ekki skylda á íslenskum stjórnvöldum að leggja sæstreng, sú skylda hvílir á þeim að hindra ekki lagningu hans, telji markaðurinn slíka framkvæmd hagkvæma.

Þetta veit markaðurinn, og hefur vitað í um 10 ár.

 

Þess vegna er verið að undirbúa sæstreng til Íslands, í góðri þökk og velvilja íslenskra stjórnvalda. 

Þess vegna er verið að hanna og fjármagna vindmyllugarða á Íslandi, sem munu aldrei borga sig, eða verða rekstrarhæfir, nema rafmagnið frá þeim verði tengt með sæstreng hinum sameiginlegum orkumarkað Evrópu.

Þess vegna kaupir fjárfestir sem tengist hina breska sæstreng, Fréttablaðið og fjármagnar þar með lygar og blekkingar áróðursins. 

Þess vegna snérist Bjarni Benediktsson, það er svo mikið í húfi, svo mikill gróði í regluverkinu, að þjóðernissjónarmið eða samfélagsleg sjónarmið urðu að víkja.

 

Og ekki hvað síst, þess vegna styður Ruv orkupakkann líkt og það studdi ICEsave. 

Hefur ekkert með stjórnmálaskoðanir starfsmanna að gera líkt og margur heldur fram, heldur vegna þess að illa launaðir ríkisstarfsmenn vita að leiðin úr fátækt er í gegnum skilyrðislausri þjónustu og þjónkun við markaðinn. 

Hvað skyldu margir almannatenglar vera úr ranni ríkisútvarpsins, og hvernig launa þeir þeim sem eftir sitja, eða þeim sem eru ráðnir í stað þeirra???

Þetta snýst ekki um stjórnmál, þetta snýst um fjárhag og lífsafkomu.

 

Markaðurinn veit sínu viti.

Og hann kann að kaupa þá sem þarf að kaupa.

 

Hann gleymdi samt að kaupa þjóðina í ICEsave.

Hann var of seinn með brauð og leika.

Mistök sem verða ekki gerð aftur.

 

Og hvar eru rebellarnir í verkalýðshreyfingunni??

Um hvað tala þeir í dag??

 

Þjóðin er samt á móti.

Þó megnið sé sofandi í tómhyggju samfélagsmiðla, þá er hún samt þarna.

Á móti.

 

Hvort orkupakki 4 verði hennar bautasteinn.

Eða bautasteinn þeirra sem seldu hana.

 

Mun tíminn einn leiða í ljós.

Kveðja að austan.


mbl.is Næsta orkupakkaumræða í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út vil ek.

 

Var algeng setning í hjaðningavígum íslenskrar höfðingjastéttar á síðhluta Sturlungaaldar, sem endaði með að einn náði að komast lifandi út, og seldi land sitt Noregskonungi.

Þó var það samband um konung og vald hans, en á Íslandi giltu íslensk lög sem Alþingi þurfti að samþykkja.  Þegar Magnús lagabætir, Noregskonungur, kom með nýja lögbók, Járnsíðu sem átti að leysa hin fornu lög þjóðveldisins, Grágás að hólmi, þá mætti sú bók mikilli andstöðu.

Og réttarstaða Íslendinga var það sterk, að þeir í raun höfnuðu þeirri löggjöf, og urðu ekki sáttir fyrr en Magnús sendi ný lög til samþykkis á Alþingi, Jónsbók sem var síðan undirstaða löggjafar þjóðarinnar um nokkrar aldir.

 

Í dag þá sameinast höfðingjarnir um að fara út, og selja þjóð sína.

Eindrægni og full auðmýkt, og öll lög að utan eru samþykkt.

Í dag erum við sjálfstæð að nafninu til, með valdalausan þjóðhöfðingja sem vinnur við að brosa og segja brandara, en við höfum ekkert að segja með löggjöfina sem hið erlenda vald sendir okkur til samþykktar.

Þá vorum við sjálfstæð eining í norska konungsdæminu, og réðum í raun okkar eigin löggjöf.

 

Það var ekki fyrr en með Kópavogsfundinum 1662 sem við létum sjálfstæði Alþingis að hendi, og vorum þá síðasti hluti danska konungsríkisins sem það gerði.

Í dag hefur enginn fundur verið haldinn í Kópavogi, en samt er okkur sagt að við höfum samþykkt að afsala okkur sjálfstæði löggjafans.

Við séum vissulega sjálfstæð, við höfum sniðugan forseta, en við ráðum bara engu.

Við séum í hjáleigusambandi við Evrópusambandið án þess að vera spurð.

 

Út viljum við er sagt í dag.

Stjórnmálastéttin okkar með þó heiðarlegum undantekningum, hefur ákveðið að hún sé ekki hæf til að stjórna landinu. 

Að hún lúti ordum að utan.

Hennar hjáleið framhjá skýrum vilja meirihluta þjóðarinnar að vilja ekki sækja um og ganga síðan í Evrópusambandið.

 

En mig langar ekkert út.

Og er ekki einn um það.

 

Ný víglína er komin til að vera í íslenskum stjórnmálum.

Kveðja að austan.


mbl.is Þriðji orkupakkinn samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. september 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband