Ríkisútvarpið tók loksins til máls.

 

Um orkupakka 3 í dag.

Umdeilt regluverk sem hefur sviðið fylgi ríkistjórnarflokkanna þannig að það stefnir í hrun, sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum.

 

Regluverk sem fjallar um hindrunarlaus raforkuviðskipti yfir landamæri með því að koma á einum samevrópskum raforkumarkaði, og til að hafa umsjón með og stjórn á, stofnun ACER sem verður yfirþjóðlegt tæki Evrópusambandsins til að ná þeim markmiðum.

Og augljóst mál að ríkisfjölmiðli ber skylda til að fjalla um, til að upplýsa um innihald regluverksins, sem og hvað þýðingu það hefur fyrir íslenskan raforkumarkað, fyrir almenning og fyrirtæki hans. 

 

Hvað felst í hinum samevrópska raforkumarkaði, hver eru áhrif hans á íslenskan raforkumarkað, til skamms eða langs tíma??

Burtséð frá hinu pólitíska þrasi, hverjar eru staðreyndir málsins??

Þó formaður utanríkismálanefndar, þó formenn stjórnarflokkanna, þó aðrir stuðningsflokkar orkupakkans á Alþingi, segi að málið sé fullrætt, þá hefur sú umræða ekki síast út í þjóðfélagið nema á þá í gegnum misvísandi fullyrðingar stjórnmálamanna.

 

En frétt dagsins, sú fyrsta í langan tíma þar sem orð stjórnmálamanna var ekki útgangspunkturinn, fjallaði ekkert um neitt af því sem rakið var hér að ofan.

Hún fjallaði um þöggun á dómara sem vogaði sér að leiðrétta augljósar rangfærslur stjórnvalda og meirihluta Alþingis um að EES ríki geti innleitt regluverk Evrópusambandsins, og sett síðan samhliða lög sem hindra að farið sé eftir viðkomandi regluverki.

Rök dómarans voru ekki krufin, honum var ekki þakkað að sinna þeirri lýðræðislegri skyldu hvers borgara að nýta þekkingu sína til að koma í veg fyrir að staðleysa sé forsenda löggjafar sem mun hafa gífurleg áhrif á nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar, heldur var hann settur í gapastokk fyrir það eitt að segja satt.

 

Og maður getur spurt sig, hvenær hafa blaðagreinar í dagblað með tiltölulega litla útbreiðslu, verið tilefni þess að sérstök fréttaskýring sé samin um að viðkomandi einstaklingur megi ekki skrifa slíkar greinar sökum starfa sinna??

Hvaða þungi var í greinum Arnars Jónssonar sem kallaði fram þessi harkalegu viðbrögð, að sjálfur ríkisfjölmiðillinn var látinn ganga erinda þeirra hagsmuna sem sjá mikinn hagnað í markaðsvæðingu orkuauðlinda þjóðarinnar???

Og hvernig dettur starfsfólki Ruv að láta nota sig eins og húsbóndi þeirra héti Pútin eða Erdogan??

 

Sannleikurinn getur sviðið.

Og í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að hagsmunirnir haldi úti gjammandi lögfræðingum á samfélagsmiðlum eða kaupi Stundina eða Kjarnann til að níða niður þann sem sagði að keisarinn væri nakinn.

En það er þjóðin sem borgar starfsmönnum ríkisútvarpsins laun, ekki auðmennirnir, ekki hagsmunirnir sem vilja féfletta okkur hin.

Þetta er svo aumt að í raun er það skammaryrði að vera starfsmaður Ruv og sitja undir svona misnotkun þegjandi.

 

"Ég get ekki lesið þessar lygar lengur" sagði sjónvarpsþula í ríkissjónvarpi Rúmeníu í árdaga byltingarinnar gegn alræðisstjórn kommúnistaleiðtogans Nicolae Ceausescu, og enginn veit hvort hún lifði þann dag af. 

En lygarnar stóðu bara í henni, hún gat ekki meir.

Starfsfólk ríkisútvarpsins hefur samt ekkert lært, eins og páfagaukar lásu þeir endalaust upp fréttir þar sem fjárkúgun breta var kölluð ICEsave skuldbindingar þjóðarinnar, líka eftir að dómur féll gegn þeirri fjárkúgun, í dag vinnur það svipuð skítverk í orkupakkamálinu.

Hvernig getur þetta fólk horfst í augu við okkur hin??

 

En skítur og hroði kæfir ekki sannleikann, kæfir ekki heiðarleikann.

Eða hindrar borgara þessa lands að snúast til varnar þegar að þeim er sótt, þegar vegið er að lýðræðinu, eða sjálfstæði þjóðarinnar.

Það hefur sýnt sig áður, það sýnir sig í dag, og mun svo verða á meðan sjálfstætt fólk byggir þetta land.

 

Við erum eins og við erum, en okkur þykir vænt um landið okkar, sjálfstæði þess, og um hvort annað.

Og þetta viðhorf er auðlind, ekki síður en fiskurinn okkar eða raforkan.

 

Í raun sú verðmætasta.

Skýring tilveru okkar og sjálfstæðis.

Þess að við erum þjóð.

 

Hafi Arnar Jónsson mikla þökk fyrir skrif sín.

Kveðja að austan.


Bloggfærslur 5. ágúst 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 531
  • Sl. viku: 722
  • Frá upphafi: 1320569

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 631
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband