Sannleikurinn er sagna bestur.

 

Og þó á Alþingi í dag sé stór hópur fólks sem ekki hefur hlustað þegar ömmur þeirra mæltu þessi vísdómsorð þá er það samt svo að ekki ljúga allir stuðningsmenn orkupakkans og hafa bæði vit og manndóm til ræða kosti hans og galla.

 

Einn slíkur, Egill Benedikt Hreinsson pró­fess­or emer­it­us í raf­orku­verk­fræði og raf­orku­hag­fræði skrifar grein í Morgunblaðið síðastliðinn fimmtudag, að sögn til að "Þenn­an mis­skiln­ing finn ég mig knú­inn til að leiðrétta og út­skýra jafn­framt ým­is­legt í viðskipt­um með raf­magn, sbr. 3. orkupakk­ann sem nefnd­ur verður hér O3.".

Egill bendir réttilega á að sú stefna sem Jón Þorláksson verkfræðingur og síðar formaður Sjálfstæðisflokksins, markaði í árdaga sjálfstjórnar okkar, að nýta hitann í jörðu og orku fallvatnanna í þeim tilgangi að útvega almenningi orku og hita á sanngjörnu verði svo allir gæti notið, jafnt fiskverkunarkonan sem stórkaupmaðurinn, væri réttilega undantekningin.  "Sann­leik­ur­inn er sá að raf­magn hef­ur verið meðhöndlað sem vara á sam­keppn­ismarkaði í flest­um heims­hlut­um árum og ára­tug­um sam­an.".

 

Nýting orkunnar á samfélagslegum forsendum, að framboð hennar sé öruggt og viðráðanleg öllum almenningi, er eitt af því góða við okkar samfélag, og varðandi atvinnulífið, samkeppnisforskot sem vinnur upp annað óhagræði sem fylgir smæð þjóðarinnar og fjarlægð frá mörkuðum.

Um þetta hefur ríkt sátt að mestu en án allrar umræðu ætlar sá hluti alþingismanna, sem er fyrirmunað að segja satt orð um orkupakkann, að innleiða regluverk sem gerir ráð fyrir einum samevrópskum raforkumarkaði þar sem samkeppnismarkaðurinn ákveður raforkuverðið. 

 

Um þetta segir Egill meðal annars; "Yfir 30 ár eru síðan sú þróun hófst m.a. í Nor­egi þar sem Norðmenn settu sér þá það mark­mið að gera sem mest verðmæti úr norsk­um vatns­orku­lind­um. Hér á landi er hins veg­ar haldið fram full­um fet­um þeirri furðulegu skoðun að gera sem minnst verðmæti úr orku­lind­un­um og að „ork­an okk­ar“ sé selt á sem lægstu verði. Flest­ir sjá von­andi að slíkt get­ur ekki staðist sem þátt­ur í ís­lenskri orku­stefnu.".

Þetta er gilt sjónarmið, að fá sem hæst verð fyrir orkuna, og eins og venjulega geta  hinir fátæku étið það sem úti frýs.  Eða þá farið út í skóg og höggvið eldivið eins og  Norðmenn gera.  Samt hefði verið heiðarlega að hafa umræðuna sem undanfara svo fólk gæti ræktað skóginn fyrst. 

Og það er þetta sem þau Þórdís Kolbrún og Þorsteinn Víglundsson áttu við þegar þau sögðu að raforkan væri eins og fiskur, ekkert óeðlilegt við að fá sem hæst verð.  Það er þau sögðu þetta þegar þau kunnu ennþá að segja satt.

 

Egill minnist á þetta með samkeppnisverðið til að leiðrétta meintan misskilning að með orkupakka 3 fái ACER vald til að ákveða orkuverð, misskilning sem örugglega einhverjir eru haldnir. 

Þess vegna útskýrir hann hvert hlutverk ACER er varðandi raforkumarkaðinn og þau orð ættu allir að lesa.  Og ef það varðar við lög að trúnaðarfólk þjóðarinnar, hvort sem það eru þingmenn eða ráðherra, ljúgi vísvitandi í opinberri umræðu, þá ætti sá Benni frændi sem er ríkislögreglustjóri, að nota helgina til að gera rassíu áður en þing kemur saman á mánudaginn og samþykkir grundvallarbreytingu á skipan orkumála þjóðarinnar með lygina eina að vopni.

"Marg­ir hafa mis­skilið þetta hlut­verk ACER, sem er lýst í skjali 713/​2009 úr O3. Það ligg­ur lík­lega aðallega í að gera ekki grein­ar­mun, ann­ars veg­ar á vett­vangi viðskipt­anna, þ.e. raf­orku­flutn­ings- og dreifi­kerf­inu og síðan viðskipt­un­um með vör­una sem er keypt og seld. Það er ekki sama raf­leiðslur og raf­magnið sem um þær fer. Hlut­verk ACER lýt­ur einkum að hinu fyrr­nefnda, há­spennta flutn­ings­kerf­inu, bæði inn­an landa og milli landa, en ekki viðskipt­un­um með vör­una sem er flutt.".

 

Til að útskýra þetta með innan þá þýðir þetta til dæmis að ef Landsnet neitar að leggja nauðsynlegar tengingar svo vindmyllugarðurinn sem félagsmálaráðherra ætlar að reisa í Dölunum ásamt öðrum fjárfestum, geti selt orku sína á hinum sameiginlega markaði, ber til dæmis við kostnaði sem fellur að meginparti á óskylda notendur, að þá ber Landsreglaranum að sjá til þess að Landsnet falli frá andstöðu sinni.  Landsreglarinn er sjálfstæð stofnun, óháð innlendum stjórnvöldum, heyrir beint undir ACER þó milliliður á pappírnum er ESA.

ACER er með sama hlutverk milli landa, þó ég hafi ekki haft fyrir því að dekkja orðið "milli" eða stækka letrið.  Vilji einkafyrirtæki tengja orkueyjur við hinn sameiginlega markað, eða bæta við tengingar yfir landamæri, þá er regluverkið þannig að stjórnvöld einstakra ríkja hafa ekki aðkomu að þeirri ákvörðunartöku.  Vegna þess að þau hafa falið Landsreglaranum vald í þeim málum og greini landsreglara þeirra landa sem crossborder tengingin snertir, þá sker ACER úr um ágreiningsefnið.

 

Þetta útskýrir annar prófessor, Peter Örebech, mjög vel í greinargerð sinni sem hann vann til að kenna meintum sérfræðingi utanríkisráðuneytisins lögfræði.

"Reglurnar spanna þær aðstæður, að Ísland neiti t.d. einkaaðila, sem rekur millilandastrengi, um að leggja slíka. Ef hagsmunir mismunandi landa rekast á, þá tekur ACER ákvörðun um það, hvort leggja skuli sæstreng til útlanda, ESB-gerð nr 713/2009, grein 8.1: ”Varðandi innviði, sem tengja saman lönd, tekur Orkustofnun ESB, ACER, aðeins ákvörðun um stjórnunarleg viðfangsefni, sem falla undir valdsvið Landsreglaranna í viðkomandi löndum, þ.m.t. hugsanlega kjör og skilyrði fyrir aðgangi og rekstraröryggi, a) þegar viðkomandi stjórnvöld, Landsreglararnir, hafa ekki náð samkomulagi í síðasta lagi 6 mánuðum eftir að málið var lagt fyrir seinni Landsreglarann.»" ,, Ef Landsreglarinn – framlengdur armur ESB á Íslandi – sem á að sjá til þess, að reglum ESB-réttarins verði framfylgt á Íslandi og sem íslenzk yfirvöld geta ekki gefið fyrirmæli – getur ekki leyst úr deilunni, verður um hana úrskurðað innan ACER, eða jafnvel í framkvæmdastjórn ESB samkvæmt ESB gerð nr 713/2009, sjá grein 4 d), sbr grein 8.1 a) og innganginn, málsgrein 10)".".

 

Ísland er búið að afsala sér forræðinu yfir tengingum milli landa með samþykkt orkupakka 3, því það regluverk er um crossborder tengingar og það er um stofnun hins yfirþjóðlega valds, ACER, og það er um stofnun Landsreglarans sem er óháður stjórnvöldum en heyrir undir ACER.

Eða eins og Egill segir og full ástæða til að endurtaka; "Hlut­verk ACER lýt­ur einkum að hinu fyrr­nefnda, há­spennta flutn­ings­kerf­inu, bæði inn­an landa og milli landa".

Þegar þingmenn fullyrða síðan fullum fetum að þeir hafi ekki afsalað neinu forræði, eða að regluverkið snúist um neytendavernd en ekki crossborder tengingar, þá er þeir annað hvort hreinræktaðir blábjánar, hafandi ekki vitsmuni til að skilja sínar eigin gjörðir, eða hreinræktaðir lygarar.

 

Þetta er fólkið sem ætlar að selja þjóð sína á mánudaginn.

Treystir á að þjóðinni sé sama hvort hún sé seld eður ei.

Eins og slíkt sinnuleysi geri ábyrgð þess eitthvað minni.

 

"Allt er þetta þyngra en tárum tekur.

Trúverðugleikinn fer og þar með flest.".

 

Lokaorð Reykjavíkurbréfsins verður bautasteinn þessa fólks.

Kveðja að austan.


Bloggfærslur 31. ágúst 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 1319899

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband