Það er kurteisi að kalla furður mótsögn.

 

Betra en að segja hreint út við fólk að það sé afglapar.

Og á einhverjum tímapunkti þarf þjóðin að átta sig á að hún er ekki persóna í ævintýri H.C þar sem enginn þorir að segja keisaranum að hann sé nakinn.

Það er ekkert vitrænt í að samþykkja reglugerð frá Evrópusambandinu með þeim yfirlýsta tilgangi að það standi ekki til að virða hana.

Og það er illa komið fyrir opinberri umræðu að eini meinti sérfræðingurinn um innihald orkupakkans sé sveitalögfræðingur sem ákvað að taka líf sitt í gegn.

Hann verður hvorki betri lögfræðingur fyrir það eða niðurstöður hans marktækar.

 

Það fer eiginlega að slá út furðunum í málsmeðferð ríkisstjórnarinnar sú furða að þjóðin sættir sig við alla vitleysuna í svona mikilvægu máli sem varðar velferð hennar og sjálfstæði um ókomna tíð.

Hver gefur frá sér orkuna sína sem nýtt er í almannaþágu, án nokkurra teljandi mótmæla, og sættir sig í leiðinni við að leikhús fáránleikans hefur aldrei náð að setja upp sýningu sem nær þeirri víðáttuvitleysu sem einkennir málflutning stjórnvalda??

Eru engin mörk á því sem við látum bjóða okkur??

Hvað gerðum við ef öldungarnir hefðu þó ekki komið til varnar??

 

Nei, það eru of margar furður í þessu svo að skýringarnar geti verið þessa heims.

Fólk sem á líf sem þarf að vernda, hagar sér ekki svona.

Það er eitthvað sem brenglar og því miður erum við ekki stödd í framhaldssögu um Harry Potter.

 

En á meðan skýring fæst ekki, þá er gott að vita að einhver segi um furðurnar að í þeim sé fólgin mótsögn.

Kannski verður næsta frétt um málið að sveitalögfræðingurinn verði látinn rökstyðja fullyrðingar sínar.

 

Hver veit.

Þetta getur allavega ekki versnað.

Kveðja að austan.


mbl.is Mótsögn í umræðum um sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. ágúst 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 97
  • Sl. sólarhring: 407
  • Sl. viku: 802
  • Frá upphafi: 1320649

Annað

  • Innlit í dag: 76
  • Innlit sl. viku: 692
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 70

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband