Furðufréttir.

 

Voru þær fréttir kallaðar áður fyrr sem sögðu frá atburðum sem þóttu ótrúlegir og vöktu eins og nafnið gefur til kynna, furðu.

Þær þurftu ekki vera ósannar, það þótti fréttnæmt ef það fæddist kálfur með 2 höfuð og 8 lappir, en flestar áttu það sammerkt að þær gerðu kröfu til innlifunar og trúgirni þess sem sagði frá.  Líkt og þegar styggð kom að stóði og það hélt útí buskann, en sökin sögð liggja hjá nykri sem átti að búa í nærliggjandi vatni.

 

Nútíminn er ekki alveg laus við slíkar furður, Trump forseti fíflar þessa dagana bæði fjölmiðlamenn sem og danska stjórnmálamenn með því að kasta fram hugmyndinni að þarlendir seldu Bandaríkjamönnum Grænland.  Eitthvað sem er ekki alveg í takt við nútímann, þó slíkt hefði gerst á árum áður, og voru þá ekki furður, sbr. sala Frakka á Mississippi svæðinu og Rússa á Alaska.

Við Íslendingar upplifum líka þær furður að megameirihluti Alþingis ætlar að innleiða regluverk Evrópusambandsins sem bannar hindranir á flæði orku yfir landamæri en á sama tíma samþykkja lög sem ætlað er að banna bannið við slíkum hindrunum.

En ekki furðufrétt sem slík því til þess þarf einhver að segja fréttir af furðunum, en þar er gröfin þögulli en fréttastofur okkar þegar kemur að umfjöllun um innihald regluverksins kennt við orkupakka 3.

 

Samt rataði furðufrétt inná borð fréttastofunnar, og var samviskusamlega dreift til þjóðarinnar gegnum ljósvakabylgjur.

Tilefnið var að rétt var eftir haft, sem út af fyrir sig er vissa furða þegar fréttastofa Ruv á í hlut, talsmanni þjóðarandstöðunnar gegn orkupakkanum þar sem hann benti á að það fælist í innleiðingu á regluverki sem fjallar um tengingar yfir landamæri, með því markmiði að evrópska efnahagssvæðið yrði einn orkumarkaður (singlet market), að Ísland myndi tengjast þeim markaði þegar markaðurinn teldi slíka tengingu hagkvæma. 

Og vegna þess að satt og rétt var sagt frá, þá þurfti að bregðast við, því óhlutleysi Rúv var jú í húfi.

 

Ég tek það fram áður en ég birti textann, og hann er bein tilvitnun í orð prófessors við hinn óhlutlausa Háskóla í Reykjavík, að þessi orð eru ekki tekin uppúr gömlu viðtali frá því í þorskastríðinu hinu síðasta, en þá var iðulega vitnað í hafréttarsáttmálann til að sýna fram á ólögmæti yfirgangs Breta þegar þeir með valdi létu togara sína fiska innan íslensku landhelginnar.

" Hann sagði hafréttarsamninga koma í veg fyrir slíkt skaðabótamál, enginn væri að fara að koma hingað og tengja sig við raforkukerfið.... sagði það alveg skýrt að það væri íslenska ríkið sem réði því hvort einhver legði sæstreng inn fyrir landhelgi Íslands. „Ef einhver ætlar að leggja sæstreng í trássi við vilja íslenskra stjórnvalda þá er það hreinlega fullveldisbrot sem er hægt að bregðast við með valdi,“".

Maður sér nú samt Þór í anda mæta með klippurnar og rjúfa sæstrenginn með vald þegar hann kemur inn fyrir landhelgi Íslands.

 

Meiri frekja og yfirgangur í þessu Evrópusambandi!!!

En bíddu við, erum það ekki við sem ætlum að fúsum og frjálsum vilja að samþykkja þetta regluverk??

Það eru engin herskip með fallbyssukjafta fyrir utan síðast þegar ég vissi.

Það er ekkert erlent vald sem knýr okkur til þess.

Samt tala menn um að hægt sé að beita valdi ef farið er eftir þessari reglugerð.

 

Kannski var sagan af nykrinum ekki svo furðuleg eftir allt saman.

Það er jú víða þokan og þá má ýmislegt greina sem mætti túlka sem annars heims.

 

En þessar furður er ekki hægt að skýra.

Jafnvel þó þær væru spunnar inní mynd með Cheech og Chong.

Svo útúrreyktir voru þeir aldrei.

 

Hvað skyldi Mulder segja við þessu??

Kannski hringja í Scully??

 

"There is a X-file in ICEland.

Come quickly!".

Kveðja að austan.


Bloggfærslur 19. ágúst 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 351
  • Sl. viku: 1567
  • Frá upphafi: 1321459

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1333
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband