Heimskra manna rįš.

 

Hafa sjaldnast gefist vel og sagnfręšingar hafa oft greint hnignun og jafnvel fall mikilla velda  til misvitra rįšgjafa einvaldanna, hvort sem žeir skörušu eld aš eigin köku eša vegna žess aš einvaldurinn žoldi ašeins jįmenn ķ kringum sig, og žį voru bara fķflin ein eftir.

 

Į Ķslandi ķ dag upplifum viš žį furšu aš ķslensk stjórnvöld ętla aš aflétta fyrirvörum į regluverki Evrópusambandsins kennt viš orkupakka 3, sem žżšir aš viškomandi regluverk öšlast lagagildi į Ķslandi, jafnframt žvķ aš žau ętla setja lög sem žau segja aš komi ķ veg fyrir aš helstu įkvęši regluverksins gildi į Ķslandi.

Ķ ljósi žess aš Evrópuréttur er ęšri en innlend lög, žar meš tališ stjórnarskrį, žį er slķkt fįheyrš heimska sem gęti örugglega gert kröfu um aš koma til greina į topp tķu heimskulistann, eina spurningin vęri hvort žaš vęri į žessari öld, sķšustu hundruš įrin, ķ sögu nśtķma lżšręšis, eša vestręnni sögu sķšust 1.000 įrin. 

Vissulega er heimska mannanna mörg, en yfirleitt reyna menn aš fela hana į einhvern hįtt, en hreykja sér ekki af henni į almannafęri.

 

Sér til varnar žį vķsa stjórnvöld sem og megameirihluti Alžingis ķ lögfręšiįlit żmiskonar, flest śr ranni einstaklinga sem tengjast hagsmunum eša eru žekktir fyrir žęgš viš stjórnvöld.  Žau vantaši ekki žegar Hagsmunasamtök heimilanna böršust gegn gengislįnunum, žau vantaši ekki žegar įróšurinn um hinar meintu ICEsave skuldbindingar dundu į žjóšinni.

Žau eru hin heimskra manna rįš.

Eiga žaš sammerkt aš fyrirfram nišurstaša bżr til rökleišsluna.

 

Žaš žarf ekki aš deila um aš regluverkiš allt, bęši žaš sem er komiš, sem og žaš sem er ķ bķgerš, og į eftir aš koma, felur ķ sér grundvallarbreytingu, frį samvinnu ķ orkumįlum, yfir ķ orkubandalag, žar sem markmišiš er aš öll rķki evrópska efnahagssvęšisins séu tengd ķ einn sameiginlegan orkumarkaš og raforkan flęši hindrunarlaust eftir žeim tengingum. 

Hugsunin er aš efla neytendavernd žvķ kerfiš į aš geta brugšist viš orkuskorti į einum staš meš žvķ aš flytja orku frį svęšum žar sem er ofgnótt į henni, sem er til dęmis reyndin meš EES löndin Ķsland og Noreg, og til aš nį markmišum sambandsins um aukna hlutdeild endurvinnanlegra orkugjafa af heildarorkunotkun.

Og žaš žarf heldur ekki aš deila um žaš aš regluverkiš ętlar markašnum og markašsöflum aš sjį um aš eiga og reka žessar tengingar, lķkt og žaš ętlast til aš raforkuverš stjórnist af framboš og eftirspurn.

Til aš flżta fyrir žessari žróun og til aš nį žessum markmišum į sem skilvirkasta hįtt er ķ regluverki nr. 3 kvešiš į um stofnun ACER, sem hęgt er aš kalla Orkusamvinnustofnun Evrópu eša bara Orkustofnun EU, sem fęr žaš hlutverk annars vegar aš skera śr um įgreiningi um millilandatengingar sem og aš śtfęra og hafa umsjón meš regluverkinu um nżjar tengingar, og hins vegar aš fylgjast meš aš  Landsreglarinn svokallaši, sem er ęšsti yfirmašur orkumįla ķ hverju ašildarrķki, sjįi til aš regluverkinu sé framfylgt. 

Hlutverk ACER er sķšan skerpt ķ orkupakka 4, sem veršur lögfestur į žessu įri, og ķ drögum aš orkupakka 5 er ljóst aš ACER fęr žvķ sem nęst algjört vald yfir orkumįlum einstakra rķkja, veršur mišlęg yfiržjóšleg stofnun sem leggur lķnur, tekur įkvaršanir og sker śr um įgreiningsefni.

 

Žetta er sś vegferš sem Evrópusambandiš er ķ meš reglusetningu sinni og EES žjóšir sem undirgangast regluverkiš verša aš sjįlfsögš aš taka žįtt ķ henni.

Landsreglari okkar veršur óhįšur ķslenskum stjórnvöldum, hann mun vinna aš markašsvęšingu raforkukerfisins, hann mun vinna aš žvķ aš fjarlęgja hindranir sem hugsanlega verša settar į  tengingar viš nżjar virkjanir, sem og aš sjį til žess aš einkaašilar sitji viš sama borš viš aš virkja eša eiga virkjanir. 

Og ekki hvaš sķst, žį ber honum aš samžykkja beišni um sęstreng ef markašurinn vill rįšast ķ slķkar tengingar.

 

Allt tal um aš ķslenskum stjórnvöldum beri ekki skylda til aš leggja sęstreng eša žeim sé ekki skylt aš samžykkja beišni frį hinum enda millilandatengingarinnar, er śt ķ hött. 

Žvķ regluverkiš fjallar ekki į neinn hįtt um aškomu stjórnvalda, og meš samžykkt orkupakka 3 hafa ķslensk stjórnvöld afsalaš sér völdum sķnum til Landsreglarans.

 

Žeir sem halda öšru fram, vita betur, žó kannski séu heišarlegar undantekningar žar į.  Žaš er viškomandi viti ekki betur.

Žegar lögfręšingar skrifa grein og fį birta ķ blaši sem er ķ eigu fjįrfesta ķ vęntanlegum sęstreng, og lįta svona orš śt sér eins og lesa mį ķ žessari tilvitnun ;

"Samkvęmt framansögšu er ljóst aš ķ žrišja orkupakkanum er ekki aš finna nein lagaįkvęši sem leggja žį skyldu į heršar ķslenska rķkinu aš heimila einstaklingum eša lögašilum aš leggja sęstreng frį Ķslandi til annars ašildarrķkis EES. Af fullveldisrétti rķkja leišir aš žau rįša hvort lagšur er sęstrengur inn fyrir landhelgi žeirra eša ekki.".

Žį veršur mašur aš spyrja, ķ hvaša heimi eru žeir??

 

Eru žeir ķ réttarsal aš fį mafķósa sżknašan meš hįrtogunum?  "Viš efum ekki aš upptakan af moršinu er sönn, en hśn var tekin upp į ólöglegan hįtt, žvķ ber aš sżkna".

Aš ętla aš vķsa ķ fullveldisrétt rķkja um yfirrįš yfir landhelgi sinni, žegar viškomandi rķki er bundiš samkvęmt EES samningnum aš virša žaš regluverk sem žaš innleišir af fśsum og frjįlsum vilja, er tilraun til snišgöngu laga af įšur óžekktri hugarleikfimi śr lendum heimskunnar.

Žegar slķkt kęmi fyrir dóm yrši ašeins spurt um tvennt.  Genguš žiš ķ EES af fśsum og frjįlsum vilja?, og ef svariš er Jį, žį er spurt; samžykktuš žiš regluverkiš af fśsum og frjįlsum vilja?

Ef svariš viš žeirri spurningu er lķka Jį, žį er augljóst hver nišurstaša dómsins veršur.

 

Regluverk į aš virša, menn samžykkja ekki eitthvaš sem žeir eru ósįttir viš og treysta sér ekki til aš fara eftir eša óttast afleišingar žess.

Haldreipi žeirra sem slķkt ętla aš gera er önnur furša, aš halda žvķ fram aš meginhluti orkupakka 3 gildi EKKI žvķ engin er millilandatengingin.  Absśrd ķ ljósi žess aš til nį fram markmišum um einn raforkumarkaš, žarf tengingar milli landa, og regluverkiš fjallar um hvernig žeim er komiš į.

Žaš fjallar ekki um hvernig hęgt er aš hindra žęr eins og heimskra manna rįš snśast um.

 

Norski lagaprófessorinn Peter Örebech oršar vel rökleysuna aš baki žessarar fullyršingar, sem er hiš augljósa aš reglugerš taki gildi žegar hśn er samžykkt, ekki žegar reynir į einstök įkvęši hennar.

Texti Örebechs er skżr og aušlesinn, og gott aš hafa hann til hlišsjónar ķ žeirri umręšu sem framundan er.

"1. Höfundurinn stašhęfir ķ fyrsta lagi, aš žar sem Ķsland sé ekki tengt śtlöndum meš neinum aflstrengjum, žį sé Ķsland, varšandi orkuvišskipti, heldur ekki hįš neinum hinna mikilvęgustu EES-reglum. Eins og žetta er sett fram, eiga žannig reglur um orkuvišskipti aš vera hįš einni raunstöšu, nefnilega, hvort de facto Ķsland sé tengt śtlöndum meš aflstrengjum. Žessu er ómögulegt aš halda fram. EES-samningurinn gildir ekki bara fyrir ašstęšur ķ nśtķš, heldur einnig ķ framtķš. Žaš, sem virkjar reglurnar, er innleišing Ķslands į ”Žrišja orkupakkanum”, en ekki, hvort raforkukerfi Ķslands sé tengt erlendum raforkukerfum beint. Reglurnar spanna žęr ašstęšur, aš Ķsland neiti t.d. einkaašila, sem rekur millilandastrengi, um aš leggja slķka. Ef hagsmunir mismunandi landa rekast į, žį tekur ACER įkvöršun um žaš, hvort leggja skuli sęstreng til śtlanda, ESB-gerš nr 713/2009, grein 8.1:

”Varšandi innviši, sem tengja saman lönd, tekur Orkustofnun ESB, ACER, ašeins įkvöršun um stjórnunarleg višfangsefni, sem falla undir valdsviš Landsreglaranna ķ viškomandi löndum, ž.m.t. hugsanlega kjör og skilyrši fyrir ašgangi og rekstraröryggi, a) žegar viškomandi stjórnvöld, Landsreglararnir, hafa ekki nįš samkomulagi ķ sķšasta lagi 6 mįnušum eftir aš mįliš var lagt fyrir seinni Landsreglarann.»

Skipulag ACER veršur fest ķ sessi, žegar ”orkuįętlun 2019-21”, ”Project of Common Interest” (PCI), veršur samžykkt. ”In 2013, the TEN-E [Trans-European Energy Network] Regulation introduced a new framework for the developement of critical energy infrastructure – PCIs -, foreseeing a role for the Agency in the process for identifying PCIs and in assisting NRAs [National Regulatory Authority] in dealing with investment requests – including for cross-border cost allocation – submitted by PCI promoters.

Viš sjįum sem sagt, aš gripiš veršur til reglnanna ķ ”Žrišja orkupakkanum” viš ašstęšur, eins og žęr, aš t.d. finnski rafmagnsrisinn Fortun hafi ķ hyggju, ķ samstarfi viš HS Orku, aš leggja rör eša strengi frį Ķslandi til t.d. Skotlands. Setjum svo, aš af hįlfu ķslenzka rķkisins verši lagzt gegn žessu. Ef Landsreglarinn – framlengdur armur ESB į Ķslandi – sem į aš sjį til žess, aš reglum ESB-réttarins verši framfylgt į Ķslandi og sem ķslenzk yfirvöld geta ekki gefiš fyrirmęli – getur ekki leyst śr deilunni, veršur um hana śrskuršaš innan ACER, eša jafnvel ķ framkvęmdastjórn ESB samkvęmt ESB gerš nr 713/2009, sjį grein 4 d), sbr grein 8.1 a) og innganginn, mįlsgrein 10).".

Stofnunin sem vķsaš er ķ er ACER og PCIs er kerfisįętlunin yfir nżtengingar.

 

Žetta er regluverkiš og žess vegna eru fjįrfestar aš undirbśa sęstreng til landsins, ķ góšri sįtt viš ķslensk stjórnvöld, eša alveg žangaš til aš žau įttušu sig į andstöšunni viš orkupakkann, og žóttust žį ekkert kannast viš sęstreng eša žaš stęši til aš leggja hann til landsins.

Hver er trśveršugleiki fólks sem svona hagar sér og žykist nśna ętla aš koma ķ veg fyrir sęstreng, žvert gegn markmišum žess regluverks sem žaš er aš samžykkja??

 

En lįtum sem svo aš žau séu ekki aš ljśga um hina meintu andstöšu sķna, heldur bara um allt hitt, žį er ljóst aš žaš er önnur vegferš en Evrópusambandiš er į ķ regluverki sķnu.

Hvort Evrópusambandiš lķši slķka hundsun og hvort žeir fjįrfestar sem hafa lagt mikla fjįrmuni ķ aš undirbśa sęstreng til landsins sitji uppi meš žaš tjón sitt óbętt, veit nįttśrulega tķminn einn.

Forsendur hins frjįlsa flęšis er aš einstök rķki komist ekki upp meš aš vinna gegn žvķ, en hvort žaš nįi žessu mišstżrša valdi yfir raforkumįlum einstakra rķkja, žaš veit tķminn einn.

En skynsamt fólk į aš geta sagt sér, aš rķki sem vilja ekki lśta žeim reglum sem žau hafa samžykkt, eiga fįa ašra valkosti en aš segja sig frį hinum innra markaši, ķ okkar tilviki aš segja upp EES samningnum.

 

Skynsamt fólk lętur aldrei śt sér orš eins og "langsótt aš lesa śr žrišja orkupakkanum aš ķ honum vęri lögš skylda į ķslensk stjórnvöld um lagningu sęstrengs.", "Žaš sé enn fremur kżrskżrt aš innleišing orkupakkans feli ekki ķ sér neinar kvašir um lagningu sęstrengs", eša "mögulegu skašabótamįli vegna sęstrengs sem lögfręšilegri vķsindaskįldsögu og leikhśsi fįrįnleikans." svo ég vitni ķ fyrirsagnir.

Žaš er örugglega engin žjóšréttarleg skuldbinding aš flytja inn sżkt kjöt sem  ógnar bęši lżšheilsu og heilbrigši einangraša bśfjįrstofna landsins og slķkt stendur hvergi ķ EES samningnum.  Eins er vandséš hvernig heildsali sem žekkir lögin og hefur žvķ aldrei flutt inn hrįtt kjöt ófrosiš, getur ętlaš sér tjón af atvinnustarfsemi sem hann hefur aldrei stašiš ķ.

Samt fékk viškomandi heildsali dęmdar skašabętur, ESA krefur stjórnvöld um aš aflétta hindrunum į hinu frjįlsa flęši, og stjórnvöld leita allra leiša til aš snišganga žį kröfu.

 

Fręšimenn sem vanvirša žunga löggjafarinnar, um hvernig hiš frjįlsa flęši virkar, og hve rķk skyldan er aš virša žį löggjöf sem rķki hafa innleitt, ekki bara hinn beina lagatexta, heldur lķka markmiš žeirra og tilgang, og ljį ekki mįls į vafanum.

Žaš eru ekki góšir fręšimenn.

Hvaš žį rįšgjafar.

 

Og žaš er ekki aš įstęšulausu aš heimskra manna rįš žykja ekki góš rįš.

Sem og žau segja margt um žann sem žiggur.

En žvķ mišur mest um žjóš sem honum lżtur.

 

Žvķ slķkt er val ķ lżšręšisrķki.

Kvešja aš austan.

 

 

 

 

 


Bloggfęrslur 18. įgśst 2019

Um bloggiš

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Aprķl 2024
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nżjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (19.4.): 451
  • Sl. sólarhring: 556
  • Sl. viku: 616
  • Frį upphafi: 1320459

Annaš

  • Innlit ķ dag: 398
  • Innlit sl. viku: 540
  • Gestir ķ dag: 376
  • IP-tölur ķ dag: 373

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband