Þarna komst upp um strákinn Tuma.

 

Messa Bjarna í Valhöll staðfesti einn hlut.

Fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki hugmynd um innihald þess regluverks sem hann er að samþykkja.

"Bjarni sagði umræðuna um sæ­streng annað mál og að hans mat væri að sæ­streng­ur sé ekki „raun­hæf­ur val­kost­ur, við höf­um nóg með að koma ork­unni milli lands­hluta.“ Jafn­framt taldi hann ódýra orku vera hluta af sam­keppn­is­for­skoti Íslands sem ekki væri vilji til þess að af­sala land­inu.".

 

Auk stofnunar ACER, Orkustofnunar Evrópu sem verður húsbóndi Orkustofnunar, þá fjallar orkupakki 3 um tengingar milli landa, og ef einkafyrirtæki vilja leggja sæstreng til Íslands, þá eru skýr ákvæði í reglugerðinni um hvernig staðið er að slíku verki.

Hvergi í reglugerðinni er kveðið á um að þau þurfi að spyrja Bjarna Benediktsson um hvort hann telji slíkt "raunhæfan valkost". 

 

Fyrir utan orðið raforka, er aðeins eitt orð gegnumgangandi í öllum reglugerðunum um raforkumarkaðinn, og það er orðið "markaður".

Það er einn samkeppnismarkaður, markaðsverð, markaðslausnir, fyrirtæki á markaði og svo framvegis. 

Og til að hindra að einstök stjórnvöld eða stjórnmálamenn séu með puttana í ákvarðanatökunni, eða flækjast fyrir markaðnum og ákvörðunum hans, er ACER stofnað.  Það leggur línurnar, það tekur við kvörtunum einkafyrirtækja vegna hindrana, og það sér til þess að einstök aðildarríki virði regluverkið og fari eftir því.

 

Markaðurinn leitar með vöru sína þar sem verðin eru hæst hverju sinni, og því er barnaskapurinn svo ótrúlegur þegar fólk eins og Bjarni Benediktsson sem er tilbúinn að slátra sínum eigin flokki fyrir þetta regluverk Evrópusambandsins skuli síðan segja; "Jafn­framt taldi hann ódýra orku vera hluta af sam­keppn­is­for­skoti Íslands sem ekki væri vilji til þess að af­sala land­inu".

Því það er akkúrat það og ekkert annað sem hann er að gera með því ganga Evrópusambandinu á hönd í þessu máli.

Þetta er eiginlega of barnalegt fyrir strákinn Tuma.

 

Það býr eitthvað undir.

Eitthvað sem skýrir þessar árásir á heilbrigða skynsemi.

 

Og það er tími til kominn að það sé upplýst.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Orkupakkinn takmarkað framsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. ágúst 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 1527
  • Frá upphafi: 1321535

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1302
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband