Berrassaður Bjarni.

 

Með allt niðrum sig gjammar ennþá eins og lítill krakki með silfurskeið í munni sem allt sitt líf hefur treyst á pilsfald móður sinnar til að greiða úr hlutum.

Axlar ekki ábyrgð, áttar sig aldrei á alvarleik gjörða sinna.

 

Skítkast hans út í Mannréttindadómstólinn er að sama meiði og manna sem eru annað hvort á gjörgæsluvakt Evrópuráðsins eða er meinað innganga vegna þess að þeir skilja ekki leikreglur lýðræðisins, halda að lýðræði sé að segja; "ég ræð, ég er lýðræðið".

Vissulega geta margir dómar orkað tvímælis, en það er óumdeilt að kröfur Evrópuráðsins um að aðildarríki þess virði grunnmannréttindi þegna sinna, og virði lög og reglur lýðræðisþjóðfélaga, er einn af hornsteinum vestræns lýðræðis.

Enda var það eitt af því fyrsta sem nýfrjáls ríki Austur Evrópu gerðu eftir að þau losnuðu undan ægivaldi Sovétríkjanna var að sækja um aðild að Evrópuráðinu.  Þannig töldu þau sig best geta tryggt lýðræðislega þróun heima fyrir.

Þar sem lykilatriðið eru frjálsar kosningar og sjálfstæði dómsstóla.

 

Um þetta er ekki rifist nema núna á Íslandi.

Kosningasvindl er líklegast skýring þess að Dagur B Eggertsson er núverandi borgarstjóri, og framkvæmdavaldinu finnst það eðlilegt að það virði ekki lög um skipan dómara í næst æðsta dómsstig þjóðarinnar.

Kosningasvindlið hefur ekki ennþá verið kært þó augljóst sé að það á að kjósa uppá nýtt í Reykjavík, en ordur komu að utan að lýðræðisríki sem er aðili að Evrópuráðinu þurfi að virða sjálfstæði dómsstóla á þann hátt að dómarar séu skipaðir á löglegan hátt.

Og lögbrjótarnir sem ábyrgðina bera, rífast yfir því.

 

Svona hagar fullorðið fólk sér ekki.

Nema jú kannski Erdogan Tyrklandsforseti og Lúkasjenkó einræðisherra Hvíta Rússlands.

Aðrir sem fá svona ákúrur, sýna iðrun og lofa bót og betrun.

En forherðast ekki í glæpsamlegu atferli sínu.

 

Bjarni hefur vissulega komist upp með ýmislegt misgruggugt innanlands svo efni er í framhaldssögu af hinum vinsælu kvikmyndum um Guðföðurinn, en hann breytir ekki grunngildum Evrópuráðsins, sama hve stórt frekjukast hann fær.

Og að hóta úrsögn frá Mannréttindadóminum út af slíku grundvallarmáli að vera krafinn um að virða landslög um skipan dómara er slík firra að leitun er að annarri eins heimsku.

Þá endanlega yrði hann og íslenska þjóðin að algjöru athlægi um alla heimsbyggð.

 

Bjarni er síðan svo vitlaus að hann játar algjöra samsekt með lögbrjótnum Sigríði Andersen, að hann hafi staðið með hverju hennar skrefi sem hún hefur tekið í glímu sinni við að komast upp með lögbrot sín.

Síðasta skref Sigríðar var að segja af sér því henni er ekki lengur stætt að fara með yfirstjórn dómsmála í landinu, og miðað við játningu Bjarna er augljóst að hann á og mun stíga slíkt skref líka.

Því það er með lögbrjóta eins og Skytturnar, einn fyrir alla og allir fyrir einn.

 

Þetta er ótrúlegur málflutningur í alla staði hjá manni sem ekki bara er formaður stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar heldur er líka fjármálaráðherra í núverandi ríkisstjórn.

Að hann skuli ekki skynja alvarleik málsins og að hann skuli ekki sýna iðrun og lofa yfirbót og í þokkabót játa sig algjörlega samsekan brotamanneskju sem þurfti að axla ábyrgð, bendir til þess að djúp kreppa ríkir í Sjálfstæðisflokknum og í ríkisstjórn landsins.

Að það vanti ekki bara vit og skilning á leikreglum lýðræðisins heldur líka yfir höfuð vit á hvernig forystufólk hagar sér.

Eitthvað sem Styrmir Gunnarsson hefur verið að benda mjög kurteislega á í mörgum pistlum sínum undanfarið.

 

Það er ekkert eðlilegt við þessi viðbrögð.

Það er ekkert eðlilegt að ganga út frá að hinn almenni sjálfstæðismaður sé hreinræktað fífl sem hægt er að segja hvað sem er, að því gefnu að það sé nógu heimskulegt.

Það er ekkert eðlilegt að rífa stólpa kjaft vegna dóms sem tekur á grundvallarmáli eins og sjálfstæði dómsstóla og að landslög þar um séu virt.

Það er eins og hver pytturinn á fætur öðrum sé leitaður uppi til að detta ofaní.

 

Það skýrir margt um hvernig ástandið er í dag.

Kveðja að austan.


mbl.is Bjarni telur tvo kosti í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Steinar rífur kjaft.

 

Mætti halda að hann hafi verið að funda með Erdogan út í Tyrklandi nýlega eða hann hafi verið í bréfaskóla hjá Lúkasjenkó í Hvíta Rússlandi.

Lært að brúka munn af Erdogan, og hvernig einræðisherra brýtur lýðræði á bak aftur eins og forseti Hvíta Rússlands gerði sælla minninga.

Aðrir ybba sig ekki yfir þeirri grundvallarreglu lýðræðisins að lög gilda.

Í lýðræðisríkjum, og jafnvel í mörgum einræðisríkjum líka.

 

Mannréttindadómstóll Evrópu benti einfaldlega á þá grundvallarreglu að dómsstólar eru ekki sjálfstæðir ef annarlegir hagsmunir ráða skipan dómara en ekki gildandi lög.

Ef íslenskir stjórnmálamen vilja nota úllen dúllen doff regluna við skipan dómara, þá setja þeir fyrst þá reglu í lög, og segja síðan úllen dúllen doff eins og Sigríður Andersen gerði.

Ekkert flókið, allir sáttir, og ekkert víst að dómstóllinn væri verr skipaður á eftir.

 

Evrópuráðið er elsta samstarf lýðræðisríkja í heiminum í dag.

Gerir aðeins þá einu kröfu til aðildarríkja sinna, að þau virði leikreglur lýðræðisins.

Treysti ríki sér ekki til þess, eða telji kröfu þar um "árás á fullveldi" sitt þá eru þau náttúrulega ekki í Evrópuráðinu.

Enda öllum frjálst að koma og fara, ólíkt einræðisbandalaginu kennt við Evrópusambandið.

 

Sú völ og kvöl er okkar.

Ekki annarra.

 

Og valkosturinn felst ekki í að brúka munn.

Kveðja að austan.

 
 

mbl.is Dómurinn „árás á fullveldi Íslands“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Syndaflóðið er rétt hafið.

 

Og eins og allir syndarar vita þá er aðeins ein leið til að stöðva slík flóð, og það er að iðrast og lofa bót og betrum.

 

Því miður fyrir núverandi stjórnmálastétt þá héldu forverar þeirra að skýrt væri kveðið á í stjórnarskrá landsins að Ísland væri lýðveldi, og lyti lýðræðislegum stjórnarháttum.

Ekki bananalýðveldi þar sem einn valdaflokkur réði öllu, óháð kjörfylgi, óháð lögum og reglum.

 

Ef þeir hefðu haldið annað, þá hefðu þeir aldrei látið landið gerast aðili að Evrópuráðinu, og undirgangast þær skuldbindingar sem því fylgdi, þar á meðal þeim sem snúa að mannréttindum og mannréttindasáttmála Evrópu.

Bananalýðveldi eiga hins vegar ekkert erindi í slíkum klúbbi lýðræðisríkja enda hafa Snatar valdflokksins uppi hávært gjamm um fáráð þess að hér ríki lög og regla, og að skipan dómara fari eftir lögum, en ekki handafli og geðþótta flokksins.

 

Um fáráð þessa alls, og hvað það skuli vera hlægilegt að við sem þjóð skulum hafa fengið á okkur slíkan dóm, að þá má vísa í frétt hér Mbl.is þar sem frægt fólk í Bandaríkjunum var handtekið fyrir að svindla við að koma börnum sínum að í fræga háskóla.

Þegar hæfnina skorti þá var handvalið gegn náttúrulega ríflegri þóknun.

Þess vegna eru íþróttaþjálfarar viðkomandi skóla ríkir, og búbótin er góð fyrir hæfari nemendur sem tóku prófin fyrir hina miður hæfu.

Svo sem ekki óeðlilegt að reyna þetta, nema að þetta eru skýr lögbrot, auk þess að grafa undan trúverðugleika viðkomandi skóla.

Og lögbrotum fylgir afleiðing enda Bandaríkin réttarríki.

 

Hér á Íslandi geta dómarar ekki einu sinni virt lögin.

Og engin spyr sig að þegar hæfnina skorti, hvað fór á milli.

Og fólk spilar sig síðan hálfvita til að þykjast ekki skilja skýran áfellisdóm yfir réttarríki okkar.

Eina umræðan er, hvernig er hægt að sniðganga niðurstöðuna á íslenskan máta.

Hvernig getum við verið skrípó á meðal þjóða.

 

Svo hæðumst við að Trump og fólkinu sem kaus hann.

Lítum aldrei í eigin barm hve óttalega aumkunarverð við getum verið þegar kemur að virða leikreglur lýðræðisins.

Bót og betrun er ekki í sjónmáli.

Annað hvort þegja menn þunnu hljóði, eða bulla eins og Birgir Ármannsson gerði í fjölmiðlum í gær.

 

Syndaflóðið er ekki í rénum.

Það eitt er víst.

 

En það er ekki ljótu köllunum að utan að kenna.

Hvað þá einhverjum aðkomumönnum eins og sagt var á Akureyri fyrir ekki svo löngu.

 

Sökin er okkar.

Barnaskapur í bland við forheimsku.

 

Ásamt einbeittum brotavilja.

Kveðja að austan.

 

 
 

mbl.is Fleiri mál bíða úrskurðar MDE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirring.

 

Eða þykir elítunni það sjálfsagt að við séum á pari við Tyrkland?

 

Sjálfstæði dómstóla er ein af þremur stoðum vestrænna lýðræðisríkja.

Grundvallarforsenda slíks sjálfstæðis er að farið sé eftir lögum þegar dómarar eru skipaðir.

Að lög ráði ekki geðþótti því geðþótti er eitt af tækjum einræðis eða alræðis.

 

Sjálfstæði dómsstóla er eitt af því fyrsta sem fellur þegar fasismi brýtur lýðræði á bak aftur.

Það gerðist í Evrópu á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, með skelfilegum afleiðingum, og það gerðist í Tyrklandi fyrir nokkrum árum.

 

Og núna á Íslandi.

Félegur félagsskapur eða hitt þó heldur.

 

En auðvitað er það ekki svo.

Núna þegar slegið var á puttann á Sjálfstæðisflokknum, og hann vinsamlegast beðinn um að virða leikreglur lýðræðisins, þá mun það hafa afleiðingar.

Og alls ekki þær verstu að valdaklíkan hundsi dóminn að utan, og þjóðin verði svona skrípó meðal vestrænna lýðræðisríkja.

Þjóðin sem handvelur dómara sína eftir geðþótta valdaflokksins.

 

Afleiðingin er og verður aðeins ein.

Að leikreglur lýðræðins séu virtar.

Að farið sé eftir lögum.

 

Vissulega sársaukafullt fyrir valdaklíkuna.

Vissulega sársaukafullt fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Og endalok ráðherradóms Sigríðar Andersen.

 

En so be it.

Sumt er ekki val.

Kveðja að austan.


mbl.is Hafi engar sjálfkrafa afleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 1523
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1298
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband