Grýla gafst uppá rólinu.

 

Þegar fólk hætti að trúa á hana.

Því það er þannig með þekkingu, að hún upplýsir, þegar ekki var vitað, afhjúpar þegar röngu er haldið fram.

 

Það er ótrúlegt að verkalýðshreyfingin með allt sitt fjármagn skuli ekki fyrir löngu hfaa sett á stað óháð rannsókn á verðmyndun afla í sjávarútvegi.

Það er hvorki dýrt eða flókið að fjármagna masterverkefni viðskipta- eða hagfræðinema, og út frá skýrslu þeirra er hægt að ræða málin.

Það er ekki boðlegur málflutningur að segja að útgerðarmenn hafi staðið gegn óðháðri rannsókn, því þá verða þeir bara eins og álfurinn út úr hól, áhrifalausir gagnvart þróun umræðunnar.

 

Ef það er ekkert að fela, þá upplýsa menn.

Ef eitthvað er óljóst, þá afla menn sér þekkingar.

Ekkert flókið þó þetta virðist mjög flækjast fyrir hagsmunaaðilum í sjávarútvegi.

 

Það má segja að það sé visst skipbrot fyrir þá að ráðuneytið skuli loks höggva á hnútinn, og athuga þennan verðmun sem vægast sagt virkar skrýtinn því allir selja á sömu mörkuðunum.

Tortryggni í garð útgerðarinnar eykst þegar mál er þögguð eða ekki rædd.

Spurning um hæfni verkalýðsforystunnar vaknar líka þegar aðeins er hrópað, en ekkert gert í að upplýsa.

 

Þess vegna ber að fagna að ráðuneytið skuli taka að sér að kveða Grýlu í kútinn.

Það er óþarfi að hún sé á rólinu og lýðskrumsöfl noti hana til að ógna sjávarbyggðum landsins á nýjan leik.

 

Í raun eru sárin ekki gróin eftir samþjöppunartímann á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, eða braskaravæðinguna sem fylgi í kjölfarið þar sem útgerð var aukaatriðið en braskið með kvóta aðalatriðið.

Eftir þau braskaraár var sjávarútvegurinn næstum því gjaldþrota, eigið fé hans næstum því komið á núllið, endurnýjun flota og búnaðar lítil.

 

Í dag er jafnvægi, skuldir eru greiddar niður, skip og búnaður endurnýjaður.

Og fólkið sem vinnur við sjávarútveginn býr nokkurn veginn við stöðugleika vel rekinna og vel stæðra fyrirtækja.

 

Arðrán ofurskattlagningarinnar eða kvótauppboð hinnar siðblindu frjálshyggju mun kollvarpa því jafnvægi, enginn mun vita hvort hann haldi vinnunni, hvort byggðin lifi, hvort einhver framtíð er í plássinu,.

Byggðaeyðingin mun fara af stað með tilheyrandi hörmungum.

 

Það eru grimm öfl, mannfjandsamleg sem fóðra skrumið og múgæsinguna í dag.

Það er óþarfi að hjálpa þeim.

 

Það á ekkert að vera sem ekki má ræða.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Verðmunur til athugunar í ráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ericsson játar mútur.

 

Semur um að greiða sekt til bandaríska yfirvalda, ekki sænskra.

 

Það er  margt sem vekur athygli, í fyrsta lagi að enginn virðist ætla að axla ábyrgð innan Ericsson, viðhorfið er eins og að shit happen.

Annað er að engar eru mótmælastöðurnar fyrir utan sænska þinghúsið þar sem annars vegar er gerð krafa um að viðskiptaráðherra og fjarskiptaráðherra víki og hins vegar að sænsku stjórnarskránni sé tafarlaust skipt út fyrir stjórnarskráardrögin íslensku.

Síðan skilaði lausleg netleit mér engum niðurstöðum um að formenn stærstu sænsku verkalýðsfélaganna kæmu fram í viðtölum og töluðu um Svíþjóð sem gjörspillt land, bæði stundi sænskir  bankar peningaþvætti sem og að sænskt stórfyrirtæki arðræni bláfátæk lönd með viðskiptum sínum og mútugreiðslum.

Enginn sem sagði að Svíþjóð "væri fremst meðal jafningja í peningaþvætti og almennri spillingu".

 

En stórfurðulegast af öllu var að ekki skyldi tafarlaust vera gerð krafa á sænska þinginu um að innkalla kvóta og bjóða hann út til hæstbjóðanda.

Því eins og allir vita sem fylgjast með umræðunni, þá er íslenska kvótakerfið upphaf og endir allra spillingar, allavega í Afríku, og örugglega víðar ef grannt er skoðað.

Það er eins og fólk í Svíþjóð viti ekki neitt sem við vitum.

 

Úr þessu þarf að bæta.

Sting uppá að Ágúst Ólafur með einum eða fimm Pírötum verði sendur út á örkina með nýjustu upplýsingar og þekkingu og uppfræði Svíana.

Ágúst er bráðger og með þetta allt á hreinu.

Píratarnir vita líka ýmislegt sem öðrum er hulið.

 

Með slíkri sendinefnd má segja að loksins náum við að endurgjalda Svíum Ingimar Bergman og allt jólaefnið sem gladdi mann hér á árum áður.

Og rúmlega það.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Ericsson í klóm heimslögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurskattur á eina atvinnugrein.

 

Sem er undirstöðuatvinnugrein heilla landshluta, er arðrán.

Arðrán fjöldans á minnihluta sem getur ekki varist í lýðræðisþjóðfélagi þar sem afl atkvæða ræður.

Arðrán þar sem fjöldinn vill gera öðrum, fjarlægum minnihluta, það sem hann vill ekki gera sér sjálfum.

 

Það er siðleysi af svæsnustu gerð að taka eina atvinnugrein út, og skattleggja sérstaklega "... rétt rúm­lega helm­ingi af hrein­um hagnaði".

Atvinnulíf höfuðborgarsvæðisins myndi aldrei sætta sig við slíka skattlagningu á hagnað, talað yrði um sósíalisma, rán og rupl.

Sem það er, ofurskattur er lengri leiðin i fátækt fjöldans.

 

Siðleysi á illt með að horfa á sjálft sig í spegli, og bankar því uppá dyr heimskunnar og biður um rök fyrir arðráni sínu.

Heimskan svaraði að bragði og sagði; "bendið á mikinn hagnað Samherja".

Og notið hann sem rök fyrir að skattleggja hundruð smærri útgerða svo þær hrekist út rekstri, selji kvótann til hinna stærri, og sjá, þar með fáið þið staðfestingu á því að stórfyrirtæki eigi allan kvótann.

 

Bæta böl með því að auka það.

Ráðast á þá sjávarútvegsbyggðir sem lifðu af samþjöppun kvótans.

Eyðileggja lífsgrundvöll fólks, gera  eignir þess verðlitlar.

 

Heimska eða siðleysi, skiptir ekki máli.

Niðurstaðan er sú sama.

Og afhjúpar þá sem þykjast tala í nafni réttlætis þessa dagana.

Í raun þegar þeirra eina hugsun er þeirra eigin frami og metnaður.

 

Höfum það hugfast.

Kveðja að austan.


mbl.is „Í besta falli villandi framsetning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 268
  • Sl. sólarhring: 377
  • Sl. viku: 433
  • Frá upphafi: 1320276

Annað

  • Innlit í dag: 249
  • Innlit sl. viku: 391
  • Gestir í dag: 243
  • IP-tölur í dag: 240

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband