Það þarf einn.

 

Til að haga sér eins og fífl.

Tvo til að efna til skrípaleika.

 

Það er gott að Trump ætli að gera heimsbyggðinni þann greiða að boða ekki þátttöku sína á slíka leika.

Nóg er skrumið samt og froðan sem vellur um lýðræðislega umræðu vestrænna landa.

 

Það er aðför að lýðræðinu að taka pólitískar átakalínur inní varnagla lýðræðisins eins og Landsdómur var hugsaður á Íslandi, eins og málsókn á hendur forsetanum í Bandaríkjunum er.

Því gengisfelling varnagla þýðir aðeins eitt, að þeir eru ekki lengur varnaglar þegar framkvæmdarvaldið hefur brotið leikreglur lýðræðisins, brotið stjórnaskrá eða tekið sér vald sem það hefur ekki.

 

En að vera pólitískur andstæðingur sem vinnur vinnuna sína er aldrei ástæða til að beita slíkum varnöglum.

Ef slíkt er gert, þá kallast það pólitískar ofsóknir.

 

Það var illa komið fyrir íslenskum vinstri mönnum þegar þeir hófu slíkar ofsóknir með málatilbúnaði sínu á hendur Geir Harde.

Uppskáru aðeins smánina.

 

En tilgangurinn var samt ekki ofsóknirnar, tilgangurinn var afvegleiðing umræðunnar, ýta undir múgæsingu, blása til moldviðris.

Svo umræðan snérist ekki um samstarfið við hrægammanna, um landsöluna kennda við ICEsave, um hin sögulegu svik við heimili landsins sem  voru skilin eftir varnarlaus á sléttum verðtryggingarinnar og gengislánanna, sem bráð fyrir hýenur fjármagnsins.

Vinstrið  var nefnilega komið á mála, og það átti að fela.

 

Í pistli gærdagsins vakti ég athygli á að Trump hefði brotið hin helgu vé sígræðginnar, að stefna hans um efla Bandaríkin, great agian, hefði ekki bara hleypt þrótti í efnahagslífið, heldur líka leitt til umtalsverða kjarabóta láglaunafólks.

Og sú dauðsynd væri hin undirliggjandi ástæða þess að bandaríska vinstrið (eins og það sé nú til) hefði afhjúpað sig sem andstæðinga lýðræðis, því það eru kjósendur sem eiga að kveða upp dóma um embættisfærslur forseta, ekki pólitískir andstæðingar hans.

Afhjúpað sig sem verkfæri globalistanna sem markvisst hafa útvistað fyrirtækjum og jafnvel heilum iðngreinum í þrælakistur, með þeim afleiðingum að verkafólk hefur umvörpum misst vinnuna, og það sem hefur haldið henni, þurft að sætta sig við umtalsverðar kjaraskerðingar.

Virða engan sið, virða engar skyldur.

Eitthvað sem var réttlætt með því að þetta væri lögmál guðs, Mammons.

 

Svo kom bara Trump og trukkaði sig í gegnum elítuna, sagði Mammon stríð á hendur.

Og afhjúpaði lygarnar, blekkingarnar.

 

Borgarlegur kapítalismi felur ekki sjálfkrafa í sér þrælahald og örbirgð fjöldans.

Slíkt er mannanna verk, þeirra sem fá aldrei nóg.

 

Þess vegna voru demókratar settir á strengi.

Þess vegna er öllum meðölum beitt til að stöðva Trump.

 

En karlinn bara hlær af þeim.

Gott hjá honum.

 

Því globalið þarf að stöðva.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Trump virðist ekki ætla að taka til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband