Foræðishyggja eða ofríki??

 

Það hefur einkennt ofstækisfólk í gegnum tíðina að vilja banna náunganum að gera eitthvað sem það gerir ekki sjálft, hvort sem það er af siðferðislegum forsendum eða trúarlegum, sérvisku eða annað.

 

Ofstækisfólk lútherskunnar bannað dans og dansskemmtanir hér á öldum áður, og ég efa ekki að ef þá hefðu verið til tæki og tól til að mæla vilja, að þá hefði margt frómt fólkið tekið undir þau sjónarmið að banna ungu fólki að dansa og skemmta sér.

Ekki endilega eftir bókstaf trúarkenningarinnar heldur frekar vegna þess síbylja áróðursins var búinn að telja því í trú um að það væri eitthvað rangt við athæfið, og vel meinandi fólk vill þá grípa inní og banna öðrum ósómann.

Þá svona meira eftir anda forræðishyggjunnar, að telja sig umkominn að hafa vit fyrir öðrum.

 

Að hafa vit fyrir öðrum einkennir forræðishyggjuna og vissulega má segja að oft veitir ekki af.

En spurningin er kannski hins vegar hvort boð og bönn séu besta leiðin, eða á að reyna að upplýsa, fræða, eða reka stífan áróður líkt og gert var í smokkaauglýsingunum??

Stundum virkar ekkert annað en böð og bönn, sbr lögleiðing bílbelta, í öðrum tilvikum er upplýsingin talin betri leið.

 

En það er stutt frá forræðishyggju yfir í ofríki meirihlutans eða ofríki valdsins.

Ég geri ekki, eða ég er á móti, þá skalt þú ekki.

Ég skýt ekki upp flugeldum, þá skalt þú ekki skjóta upp flugeldum.

Ég drekk ekki gott vín, þá skalt þú ekki drekka gott vín.

Ég get gengið í vinnuna, þá skalt þú ganga í vinnuna.

Og svo framvegis.

 

Ég held að þessar frænkur tvær, forræðishyggjan og ofríkið skýri þessa niðurstöðu Maskínu, að bæði vilji margir hafa vit fyrir náunganum sem og aðrir sem vilja að náunginn sé eins og hann sjálfur.

Það er eins og enginn sjái það samhengi að það er frjálst val að kaupa flugelda og skjóta þeim upp. 

Hafi fólk áhyggjur af mengun, eða óþægindum annarra, þá er besta leiðin að tjá afstöðu sína með því að kaupa ekki flugelda.

Og því fleiri sem hafa þessa afstöðu, því minna ætti að vera skotið upp.

Þá er þetta svona siður sem er deyjandi líkt og slagsmál á sveitaböllum. 

Eða fyllerí á Þorláksmessukvöld.

 

Bandalag ofríkisins og forræðishyggjunnar, að banna, er hins vegar tvíræð leið, því hvað verður bannað næst, og svo þar næst.

Í samfélagi trúarofstækis er fleira bannað en leyft, og á einhverjum tímapunkti gefst fólk uppá slíkum samfélögum. 

Þeim er þá haldið saman með kúgun eða ótta, sbr að fólk sem vildi saklausa skemmtun, var talið í trú um að það væri beina leiðin til helvítis.

 

Að kveðja gamla árið og fagna hinu nýja með því að skjóta upp flugeldum er rótgróin hefð sem er greypt inní þjóðarsálina.

Ef ofstækisfólk ætlar gegn henni með böðum og bönnum, þá hlýtur að koma til átaka.

Ekki með hnefum og hnúum, heldur mun fólk reyna að kjósa gegn ofríki og forræðishyggju, líkt og frændur okkar á Norðurlöndum gerðu þegar þeir kusu gegn ofskattlagningu jafnaðarmanna.

Það var ofstækisfólkið í þeirra röðum sem lagði grunn af ósigrinum.

 

Það er nefnilega ekki sniðugt að reita hinn þögla meirihluta til reiði.

Þess vegna ættu menn að fara sér hægt um þessa gleðidyr forræðishyggjunnar.

 

Það hefnist.

Kveðja að austan.


mbl.is Afstaða til flugelda neikvæðari en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víst er til "free lunch".

 

Svo ég vitni í frægan frasa Milton Freedman sem benti á að það þyrfti alltaf einhver að borga.

 

Hluti samborgara okkar er þannig gerður að hann vill fá allt en láta sem minnst af hendi.

Og þá er ég ekki að vísa í kjósendahóp Sjálfstæðisflokksins á gullöld frjálshyggjunnar sem við vitum hvernig endaði.

 

Og ekki er ég að vísa í manninn sem talar um fuss þegar gróðafíkn hans er annars vegar.

Þó ég reikni með að hann fljótur að hringja í björgunarsveitirnar þegar á bjátar.

 

Heldur er ég að vísa í þennan sprengjuóða sem vill alltaf aðeins stærri köku, aðeins fleiri kökur, en tímir ekki að borga fyrir þetta meira og fer þangað þar sem besti díllinn býðst.

Hvað stendur þá eftir hávaðann, mengunina, sóðaskapinn??

Að ekki sé minnst á fjárútlátin.

Ef enginn er samfélagslegur ávinningur.

 

Björgunarsveitir okkar gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki.

Þær aðstoða alla óháð stétt, stöðu eða fjárhags.

Og þær þurfa að fjármagna sig.

 

Þær fjármagna sig vegna þess að stór hluti borgara landsins axlar ábyrgð og beinir viðskiptum sínum um áramótin til þeirra.

Sníkjudýrin fljóta með og fátt við því að gera.

Fjölgi þeim úr hófi þá hrynur kerfið líkt og lífvera sem er undirlögð sníkjudýrum.

Gömul saga og ný.

 

Við sem einstaklingar höfum stjórn á okkar gjörðum.

Ráðum hverja við styrkjum, gerum okkar til að kerfið gangi.

Við bætum ekki heiminn með því að benda á náungann, við bætum heiminn með fordæmi okkar.

 

Höfum þetta í huga og sprengjum og sprengjum.

Og biðjum þess að kverúlantar umræðunnar nái ekki að kæfa þennan ósið okkar.

 

Eitthvað verða vondir að fá að gera.

Heimurinn er ekki bara til fyrir fullkomna fólkið.

Við hin megum líka vera memm.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Kúnninn ræður hvar hann kaupir flugelda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband