Flugeldar skerða lífsgæði viðkvæmra.

 

En hve langt mega viðkvæmir ganga til að skerða lífsgæði fjöldans??

Á agnarsmár minnihluti að verja sig, eða á hann að krefjast að fjöldinn hætti sinni háttsemi svo hann megi láta eins og ekkert sé.

 

Er sem sagt ofríki minnihlutans í góðu lagi því hann er minnihluti?

 

Spurningar sem ég hef hugsað um frá því að ég frétti að fiski var úthýst í skólamáltíðum á Egilstöðum vegna bráðaofnæmis barns.

Eitt barn, versus heilbrigði fjöldans, fjöldinn upplifði djönk gervimatvælaiðnaðarins svo hið eina barn þurfti ekki að upplifa máltíð með sjálfu sér.

Heilbrigði eins á móti heilbrigði þrjúhundruð.

 

Og ég hugsaði, ósköp eiga börnin á Héraði auma foreldra.

Svo kom að því að barn með fiskofnæmi kom í heimsókn í Nesskóla, og þá mátti ekki vera fiskur á borðum.

Og í anda gestristarinnar þá var ekkert sagt.

Í raun sami auminginn og Hérarnir í efra.

 

Lýðskrum rétttrúnaðarins segir að þetta sé í góðu lagi.

Að það megi misþyrma fjöldanum í þágu fárra sem hafa sérþarfir.

 

Spurningin snýst ekki um að gera þeim kleyft sem eru fáir, að lifa sínu lífi, heldur að fjöldinn hætti að lifa sínu lífi, svo hinir fáu geti haldið sínu striki.

Þess vegna átti til dæmis að banna svínakjöt í skóla rétttrúnaðarins því það var múslimi í bekknum. 

Og þess vegna mega börnin, sem við foreldrarnir borgum stórfé fyrir, bæði beint í matarkostnað, óbeint í útsvar, ekki borða fisk því það gæti skaðað einn sem þolir hann ekki.

Fiskur er líklegast hollasti matur sem hægt er að bera á borð fyrir börn, það sem kom í staðinn, pastadraslið úr hvítu hveiti, er tilræði við heilsu þeirra.

En réttur minnihlutans er algjör, réttur meirihlutans er enginn.

 

En það má alltaf finna ýktara og ýktara dæmi um eitthvað sem örfáir þola ekki, og hvenær eru þá mörkin þar sem fjöldinn getur ekki fórnað sér svo hinir geti haldið áfram sínu lífi?'

Ekki til segir góða fólkið, ekki til segir rétttrúnaðurinn sem hefur hertekið svo margt í samfélagi okkar.

 

En hvað með drenginn í plastkúlunni, af hverju þurfti hann að dveljast í plastkúlu vegna sýkingarhættu??

Af hverju fékk hann ekki að vera frjáls??

Laus við flugelda, laus við fisk, laus við sýkla.

 

Lausnin er einföld, við hin þurfum bara að vera í plastkúlu.

Vissulega aðeins fleiri, en so what!!

Er það ekki einstaklingurinn sem hefur réttindin en ekki fjöldinn??

 

Í dag eru meðal okkar fullt af börnum sem þola ekki veirusýkingar og eiga virkilega erfitt.

Væri það ekki stórt réttindaskref ef þeir sem hæst láta og eru virkilega góðir, og hugsa rétt, að þeir taki af skarið, og lifi í plastkúlu, gefi svona fordæmi fjöldanum til eftirbreytni.

 

Ég bara spyr, einhvers staðar eru mörk, sem annað hvort þarf að virða eða stiga yfir.

Þeir sem segja fjöldanum að hann sé réttlaus, hljóta að gefa fordæmið, að engin slík mörk séu til staðar.

Annað er tvöfeldni eða hræsni.

 

Við hin megum hins vegar spyrja okkur, hvar endar réttur hinna fáu, áður hann skerðir rétt okkar hinna.

Þetta er jafnvægi og við eigum að hafa kjark til að ræða það jafnvægi.

Jafnvægi sem segir að það sé rangt að fatlaðir hafi ekki aðgang að sérbílastæðum nálægt inngangi á verslunum og þjónustu, en það er jafn rangt að þeir hafi öll bílastæði, en við hin, fjöldinn, höfum ekkert.

 

Sem eru öfgar.

En það er eins og öfgar séu smátt og smátt að taka yfir.

Að réttur fjöldans sé enginn.

Að hann eigi alltaf að lúffa, hann eigi alltaf að þegja.

Sem hann gerir alveg þar til hann springur.

 

Og þá grunar mig að réttur minnihlutans sé það fyrsta sem springur í loft upp.

Því þegar fólk fær nóg, þá fær það nóg.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Flugeldar skerði lífsgæði viðkvæmra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. desember 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 419
  • Sl. sólarhring: 527
  • Sl. viku: 584
  • Frá upphafi: 1320427

Annað

  • Innlit í dag: 376
  • Innlit sl. viku: 518
  • Gestir í dag: 357
  • IP-tölur í dag: 353

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband