Gréta kallar á pólitískar aðgerðir

 

En hvað er það í raun sem hún kallar á??

 

Að allir eignist milljarðamæringa að vinum svo þeir geti ferðast um á seglskútum þeirra??

Að fólk sé knúið til að hætta nota jarðeldsneyti, en hvað svo??

Steinöld er það lausnin??, ekki má fara á hestöld því það víst að drepa húsdýrin líka vegna loftslagstrúarbragðanna.

 

Það blasir við að eitthvað þarf að gera, en er félagsskapur Grétu, hinir últraríku og öll auðfyrirtækin í kringum þá, með lausnina?

Sem virðist vera sótt í smiðju frjálshyggjunnar, að skattleggja meðaljónin svo hann hætti að nýta sér gæði og þjónustu. 

Labbi í vinnuna eða nýti sér almenningsfarartæki, hætti að ferðast, taki sér sumarfríin út í garði, eða út á svölum ef hann á ekki garð, og ef það er hvorki garður eða svalir, þá inní stofu.

 

Hverju breytir það í raun??

Og hverju breytir það í raun að íþyngja atvinnulífi Vesturlanda, sem og að drepa niður alla innlenda eftirspurn, þegar auðfyrirtækin, vinir Grétu, flytja framleiðsluna til þriðja heimsins þar sem engar eru mengunarvarnirnar, þar sem kolaorkuver knýja áfram framleiðsluna og hagvöxtinn??

Í þriðja heiminum er fjöldinn, þar er massinn sem vill njóta sömu lífsgæða og við á Vesturlöndum.

Þegar tæknivædda framleiðsla okkar er úr leik, þá er ekkert eftir nema mengunarframleiðslan, og hún er ekki svo glatt stöðvuð.

Allavega ekki af vestrænum krökkum á mála hjá auðmönnum.

 

Það er nefnilega til gjörólík nálgun á baráttunni við hlýnun jarðar.

Það er sjálfbærni, að efla framleiðslu heima fyrir og gera til hennar kröfu um útblástur og annað.

 

Í stað þess að skattleggja fyrirtæki svo þau missi allan mátt, þá er hægt að hvetja þau til breytinga á framleiðslu og framleiðsluferlum, með skattaívilnunum, með því að stórauka allar rannsóknir og þróun, og annað sem hjálpar okkur að þróa þá tækni sem þarf til að mannkynið nái tökum á þeim ferlum sem ýta undir lofslagsbreytingar.

Það er ekki gert með skattlagningu, það er ekki gert með sýndarbókhaldi upprunavottorða eða mengunarkvóta.  Hverjum datt í hug að það drægi úr mengun að sá sem mengar geti keypt kvóta af þeim sem mengar ekki sbr. að núna er íslensk orka framleidd í kjarnorkuverum og með kolum.

Þetta er ekkert annað en blekking auðsins til að ná endanlega heljartökum á framleiðslu og samfélögum Vesturlanda.

Blekking sem eyðir mengunarminni framleiðslu og færir hana til landa þar sem er Mengað með stóru Emmi.

 

Gréta er nefnilega verkfæri sem gerir illt verra.

Henni er hampað af fjölmiðlum auðsins, ímynd hennar er tengd við aðgerðir sem litlu skila ef þá einhverju, og á meðan eru raunverulegar lausnir ekki ræddar.

Hún er til tjóns, ekki til góðs.

 

Því miður.

Kveðja að austan.


mbl.is „Hvernig er það mögulegt?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðavæðingin, globalisminn.

 

Sem jarðar við að vera trúarbrögð nútíma vinstrimanna og er trúarbrögð svokallaðra frjálslyndra hægrimanna, byggist á þrælkun vinnandi fólks.

Og í raun er enginn munur á nauðung vinnuaflsins, hvort það sé í vinnubúðum harðstjóra, eða þeirri nauðung að eiga ekki annarra kosta völ um framfærslu.

Á Englandi urðu konur reiðar á 19. öldinni þegar lög voru sett um að þeim var bannað að vinna 18 tíma á dag, 6 daga vikunnar í kolanámum, eins og þeir sem lögin settu héldu að þær væru að þræla þar að gamni sínu.

Það var annað hvort þetta eða hungrið.

 

Þetta kallast samnefnari hins lægsta, að borga aðeins það lágmark sem verkamaðurinn þarf til að skrimta. 

Og verkamaðurinn treystir á að þegar heilsan bilar, þá eigi hann börn sem taki við framfærslu hans.

Eitthvað sem var svo algengt á 19. öldinni en löng og ströng barátta samtaka verkafólks batt enda á í lok 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20.

Við tók velferðarþjóðfélagið þar sem laun dugðu fyrir mannsæmandi framfærslu, vinnutími var skikkanlegur og samfélagið kom á öryggisneti handa sjúkum og öldruðum.

 

Eða þar til alþjóðavæðingin tók yfir skipan heimsmála á tíunda áratug síðustu aldar.

Framleiðslan var markvisst flutt út til fátækra landa þar sem kjör og aðbúnaður var í flugulíki miðað við velferðarþjóðfélög Vesturlanda, og sígræðgin það mikil að alltaf var leitað leiða til að ná niður launakostnaðinum.

Þá fóru að berast fréttir af vinnuafli fanga, í til dæmis Kína og Víetnam, þá bárust fréttir af barnaþrælkun í spunaiðnaði í löndum eins og Pakistan og Bangladess, og þá bárust meira að segja fréttir um að Kínverjarnir væru að verða of dýrir, og þá var leitað til ennþá landa þar sem mátti finna ennþá fátækara fólk til að þrælka, í löndum eins og Haíti eða Eþíópíu.

 

Fréttir segi ég því það kannast enginn við að nýta sér slíka nauðung, eða keyra laun niður fyrir sultarmörk.

HM keðjan stærir sig af umhverfisvitund sinni, nýta meir að segja appelsínubörk í spuna sinn.  Allar verksmiðjur teknar út, ekkert misjafnt þar að finna.  Sem aftur vekur spurningar um hvað var gert við börnin þegar eftirlitsmennirnir komu, og voru þeir svo drukknir að þeir sáu ekki allan sóðaskapinn og skítinn sem vellur út í ár og fljót, uppí himinn og andrúmsloft, eða var þeim bara alveg sama.

Er hið svokallaða öryggistékk aðeins Exel skjal sem samviskulega er fyllt út.  Óháð raunveruleika, óháð kjörum verkafólks, óháð þrælkun barna og kvenna í skítaverksmiðjunum sem þetta fólk skiptir við. 

Og gleymum aldrei hvað einn eigandi slíkrar verksmiðju sagði þegar hann var spurður út í aðbúnað og öryggiskröfur, "jú, það eru gerðar kröfur, en við missum viðskiptin ef við látum kostnaðinn við þær út í vöruverðið". 

 

Tesco var afhjúpað í gær.

Fyrirtækið á sér enga afsökun, upplýsingar um vinnuafl fanga í Kína liggja fyrir.

Iðrun þeirra er sýndariðrun, en lokaorðið er hjá neytandanum, hvað samkennd hefur hann gagnvart náunganum.

 

Vinstrimenn hafa líka verið afhjúpaðir.

Þeir standa vörðinn með frjálshyggjunni að vernda þrælahald alþjóðavæðingarinnar.

Berjast hatrammlega gegn þeim stjórnmálamönnum sem vilja framleiðsluna heim.

Sem vilja skorður á félagsleg undirboð og samkeppnina við framleiðslu þrælafyrirtækjanna.

 

Þetta er að gerast í Bandaríkjunum.

Það er ekki að ástæðulausu sem Donald Trump er í ólgusjó nornaveiða.

 

Hér á Íslandi sjáum við þetta í markaðsvæðingu orkuauðlindarinnar, þar er okkur skylt að opna fyrir globalfjármagninu sem rekur sig frá skattaskjólum. 

Eða í stuðninginn við evrópska regluverkið sem á núna að ganga að innlendum landbúnaði dauðum.

 

Það eru ekki bara heildsalar og Viðreisn sem vill slíkt náðarhögg.

Samfylkingin stendur þar heilshugar að baki.

Stuðningurinn við glóbalið er leifarnar af alþjóðahyggju jafnaðarmanna.

Núna syngja þeir Nallann hinu sígráðuga fjármagni til heiðurs.

 

Slík er arfleið þeirra sem börðust fyrir velferðarkerfinu og höfðu sigur.

Kveðja að austan.


mbl.is Skilaboð frá föngum í jólakorti frá Tesco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlæting Dags

 

Er svo innileg að jafnvel frú Thatcher hefði vöknað um augun hefði hún lesið.

Tekið beint úr faðirvori andskotans þar sem þuldar eru máttugar særingar gegn samfélögum og innviðum; "cheapest bid", hagræðing, niðurskurður.

Lágmarka kostnað, hámarka arðinn, eða alveg þar til almenningur fær reikninginn.

 

Í formi innviða sem bila.

Lífsnauðsynlegra innviða sem bila.

 

Gírugir stjórnmálamenn hafa í mörg undanfarin ár sogið til sín fjármagn úr orku og dreifikerfi þjóðarinnar.

Hvort sem það er Landsvirkjun eða Orkuveita Reykjavíkur, milljarðarnir streyma í hítina, milljarðar sem að hluta eru fegnir með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi en að stærstum hluta fegnir með því að fresta eðlilegri endurnýjun dreifkerfa.

Ofsalega arðbært eða þar til veður og tími minntu á að það sem drabbast niður, það dugar ekki þegar reynir á.  Sbr. að það mátti lengi fara á sjó á fúadalli, á meðan ekki var farið í straumrastir, þá sukku þeir með manni og mús, eitthvað sem ósjaldan gerðist og enginn sætti ábyrgð á.

 

Hvort við látum gíruga stjórnmálamenn komast upp með aulalegar afsakanir sínar á eftir að koma í ljós.

Iðrun og lof um bót og betrun koma ekki beint fram í þessum orðum Dags.

Aðeins afsakanir og aftur afsakanir.

 

Svipað má segja um viðbrögð stjórnmálamanna okkar vegna illvirðisins sem lék landsbyggðina grátt fyrir skemmstu.

Þeir voru svo firrtir að þeir þóttust ekki vita um lamasess innviða sem þeir höfðu svo markvisst skorið niður og í raun eytt víða um land, og töldu því mikilvægt að skipa starfshóp til að upplýsa þá um ástandið og regluverkið sem þeir víst óvart settu fyrir 2 áratugum eða svo.

Að segja afsakið, lofa bót og betrun, það var ekki inní myndinni.

 

SEm segir aðeins eitt, ekkert mun breytast.

Hugmyndafræði andskotans er ennþá hin ríkjandi hugmyndafræði.

Og núna á að markaðsvæða, gera almenning endanlega að blóðmjólkurkú gírugra manna.

 

Þannig er Ísland í dag.

Í okkar boði.

 

Engra annarra.

Kveðja að austan.


mbl.is Bilun tengist ekki endilega niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. desember 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 1537
  • Frá upphafi: 1321545

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1310
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband