Saklaus dregur ekki í efa.

 

Hann lýsir yfir sakleysi sínu.

Og ef hann er undir hjá dómstól almennings og hann á undir að sá dómsstóll dæmi rétt, þá sannar hann sakleysi sitt.

Eitthvað sem Samherji hefur heykst á.

 

Björgólfur er skynsamur maður og veit þetta.

Því annað er svo foráttuvitlaust.

Hann hefur lýst því yfir að varlega verði stigið til jarðar, og ekki snúist til varnar fyrr en öll kurl eru komin til grafar.

Sem er svona svipað eins og málfarið í setningunni hér að ofan, heiðarleg tilraun til að svæfa fólk.

 

Það má vera að það sé taktískt gagnvart norsku fjölmiðlum að draga í efa, og gefa í skyn að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað í Namibíuviðskiptunum.

En það er alls ekki taktíkst gagnvart íslenskum almenningi.

Hann hefur séð gögn, á móti fær hann orð og fullyrðingar.

Og jú, það hefur tekist að sýna fram á að sannleiksatriði eru aukaatriði hjá Helga krossfestara, tilgangurinn sé að krossfesta, en það breytir samt ekki staðreyndum málsins hvernig sá hugsar sem sýnir þær.

 

Áróðursstríð Samherja er það illa rekið að það bendir óneitanlega til þess að þar sé fátt til varnar.

Þú segir til dæmis ekki að sóknaraðilar þínir hafi handvalið tölvupóst án þess birta þó væri ekki nema einn sem gæti hugsanlega varpað öðru ljósi á málið og skotið þar með stoðum undir fullyrðingar þínar.

Jafnvel orðið örvænting nær ekki að lýsa svona vörn.

 

Um margt er staða Samherja farin að minna á stöðu stráksins sem var ásakaður um að hafa gert honum Lúkasi meint, og fyrir utan hús hans var kominn múgur með nagla og spýtur.

Ekkert gat bjargað honum nema eitt.

Það að Lúkas skyldi á síðustu stundu koma skoppandi að múgnum, geltandi, dillandi rófunni.

Þá var nöglunum og spýtunum skilað í Byko, og DV fann sér nýtt fórnarlamb.

 

Það er spurning hvort þetta sé varnartaktík Samherja.

Að þegar múgæsingin sé í hámarki, að koma þá með gögn sem varpa öðru ljósi á málið og gætu stutt þá fullyrðingu að æðstu stjórnendur hafi verið í góðri trú.

Og þá sé vonast eftir að múgurinn lyppist niður og skammist sín.

 

Veit ekki.

Ég held samt að það sé enginn Lúkas í þessu máli.

 

Það kemur samt í ljós.

Kveðja að austan.


mbl.is Dregur mútugreiðslur í efa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 343
  • Sl. sólarhring: 452
  • Sl. viku: 508
  • Frá upphafi: 1320351

Annað

  • Innlit í dag: 314
  • Innlit sl. viku: 456
  • Gestir í dag: 303
  • IP-tölur í dag: 300

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband