Með morðum skal bæta heiminn.

 

Lítilmenni tísta víða og stæra sig af því að hafa vegið úr launsátri voðamenni sem hafði sagt siðmenningunni stríð á hendur.

Mann sem taldi að morð og dráp væru leiðin til að bæta heiminn og átti fylgjendur um allan heim sem tóku orð hans og boðskap bókstaflega og myrtu saklaust fólk umvörpun til að gera heiminn betri.

 

Þetta voðamenni varð ekki til úr engu, ekki frekar en Eva eða Aþena, skapari hans og guðfeður eru annars vegar miðaldafólkið sem stjórnar Tyrklandi og hins vegar miðaldaríkin við Persaflóa.

Það fylgir fréttunum að annar að guðfeðrunum, Tyrkir hefðu hjálpað til við launsátrið, en hinn hefur líklegast ekki mátt vera að því, enda á fullu við að fjármagna hatur og hryðjuverk gagnvart kristnu fólki um allan heim.

Sbr. með morðum og hatri skaltu bæta heiminn.

 

Það sem lítilmennin átta sig ekki á að það er ákveðinn munur á siðmenningu og villimennsku, sá sem aðhyllist það fyrra stærir sig aldrei af verknaði sem kostar þrjú saklaus börn lífið.

Og hinn siðmenntaði drepur aldrei án dóms og laga.

Þess vegna talar hinn siðmenntaði um hryðjuverk þegar villimennirnir gera slíkt.

 

Þessi hugsun er árþúsunda gömul í vestrænni menningu, öll þekkjum við sögurnar af Salómon konungi sem reyndi að kveða upp réttláta dóma, byggðan á lögum guðs og manna.

Lögin gátu vissulega verið villimannsleg, sem og hegðun valdsmanna, en þáttaskil urðu í vestrænni siðmenningu þegar kristinn siður og kristin lífsviðhorf mótuðu lög og þjóðfélagsgerð til þess sem við þekkjum í dag.

Villidýrið ekki svo glatt tamið, en lét smán saman temjast svo að í dag vitum við að Bakr al Baghdagi var voðamenni, og að morð bæta ekki heiminn.

Nema síður séð.

 

En það er eins og við séum farin að gleyma því.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Hlédrægi draugurinn Baghdadi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 47
  • Sl. sólarhring: 433
  • Sl. viku: 752
  • Frá upphafi: 1320599

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 654
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband