Gæfa Fjarðabyggðar er gott fólk.

 

Meðal annars það ágæta fólk sem hefur valist til forystu í sveitarstjórnarmálum okkar.

Við eigum góða arfleið, svo pistillinn dygði ekki til að telja upp, en úr fortíðinni koma upp í hugann nöfn eins og Smári Geirsson, Guðmundur Bjarnason, og enn lengra náttúrubarnið Hrafnkell A. Jónsson.

 

En tilefni þessa pistils sem er svona friðarpistill í lok bloggtarnar, er þessi frétt um Eskfirðinginn, Jens Garðar.

Drenginn sem tengdist inní Alla ríka-veldið, en stækkaði svo mjög að hann varð til gagns fyrir byggð og samfélag.  Forystumaður sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu til margra ára, og verður það lengi enn, nema ef til þess kæmi að Akureyringar tækju hæfni fram yfir hreppapólitík.  Sameiginlegt vandamál NorðAusturkjördæmis, að fjöldi ræður niðurstöðu prófkjara, ekki mannaval.

Fyrir okkur Norðfirðinga var Jens Garðar betri en enginn í baráttu okkar fyrir hinni lífsnauðsynlegu samgönguæð sem Norðfjarðagöng eru, en fyrir samfélagið í heild, og sjávarbyggðir landsins verður að minnast á hlut hans í baráttunni gegn kommúnismanum sem kenndur er við ofurskattlagningu landsbyggðarinnar sem gárungar kenna við veiðigjöld.

Í mörg ár var eins og við værum ekki til, en alltí einu heyrðist rödd gegn þeim byggðareyðingarskatti, það voru auglýsingar í útvarpinu þar sem staðreyndum sjávarbyggða var haldið til haga.

Að baki stóð ungur drengur sem hefur bara stækkað síðan. 

Hans eldmessa var útvarpsviðtal sem nýkjörinn formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem kostað nörd samþjöppunar eignarhalds í þágu alstærstu fyrirtækjanna fann út 21 staðreyndarvillu og það var blásið út.

En enginn spurði um kjarna þess sem sagt var, sem var alréttur, sannur og heill.

Þá bogna menn eða stækka, en draumur kommúnistanna um 2-3 eða fjögur stórfyrirtæki í sjávarútveginum gekk ekki eftir, lærdómur var dreginn, og loksins eignaðist sjávarútvegurinn á landsbyggðinni sína rödd.

 

Þessu bera að halda til haga þegar sá gírinn er að segja rétt og satt frá um sitt nánasta umhverfi, sem reyndar þaullesnir lesendur þessa bloggs vita, að ég held mig alfarið frá nærumhverfi mínu, nema þegar að Norðfjarðargöng sem þoldu enga bið, voru undir.

Þar höfðum við Norðfirðingar, við Fjarðabyggðarbúar, við Austfirðingar sigur, gegn gjörspillingunni sem rætur á að rekja norður í land.

 

En myndin af Jens, sem myndi vissulega sóma sér vel í hirðsölum Lúðvíks 14. sólkonungs, er kveikjan af þessum pistli, og því fær hann flest orðin.

 

Oddviti Framsóknarmanna í sveitarstjórninni, Jón Björn Hákonarson,  er ekki síður mannaval.

Pabbi minn sagði alltaf þegar hann kom heim úr skólanum (hann var húsvörður í 35 ár í gagnfræðiskólanum sem síðar varð Verkmenntaskóli Austurlands) að hann hefði átt skemmtilegt spjall við Jón Björn, sem þá var að bíða eftir skólabílnum.

Hvorki fyrr eða síðar hafði hann þessi orð um nokkurn nemanda við skólann, þó talaði hann vel um þá flesta ef ekki alla.

Seinna sagði ég alltaf að við yrðum að kjósa Jón Björn, því einhver yrði að taka við af þeim Gumma (Bjarna) og Smára, því það væri svo mikilvægt að einhver gæti haldið tækisfærisræðu, án þess að maður skammaðist sín fyrir ræðuna og byggðarlagið.  Líklegast brenndur af reynslu hinna mörgu leiðinlegra ræðna.

Jón Björn er í dag ritari Framsóknarflokksins og hefur alltaf verið heill í flokknum, og í öllum þeim deilum sem hafa tröllriðið þar rjáfur innanhús.

Þingmannsefni, en eins og Jens Garðar, býr við það ólán að Akureyringar ráða kjördæminu og þar er spurt um búsetu, ekki mannaval.

 

En þá er komið af manninum í Fjarðalistanum, reyndar ekki oddviti flokksins, en er sá sem er með vitið og þekkinguna, húmorinn og þann persónuleika, að það brosa allir í margra kílómetra radíus kringum hann.

Þingmaðurinn okkar, reyndar fyrrverandi en sá sem kom á eftir Lúðvík Jósepssyni(skrifað út frá reynsluheimi Norðfirðinga).

Einar Már Sigurðsson, fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, tapari í prófkjöri við hina gjörspilltu, þar á undan skólastjóri Verkmenntaskóla Austurlands, fékk næst bestu einkunn hjá pabba, aðeins Helga kona hans sló honum við og Einari hefði þótt annað skrítið, en eftir Hrun, skólastjóri grunnskólans á Svalbarðseyri, þar sem hann sá hvernig alvöru fólk tókst á við kreppu.

Það sá til þess að fátæk börn fengju líka að borða, mat en ekki nesti.

Þessa visku flutti hann inní sveitarstjórn Fjarðabyggðar, skólamáltíðar eru gjaldfrjálsar í dag. Sem er alvöru mannúð, alvöru félagshyggja. Í millitíðinni var hann góður skólastjóri Nesskóla sem gott var að tala við um alvöru vandamál.

Kátur kallaði Öldungur bæjarins hann, þá nýfluttan í bæinn.

Segir allt sem segja þarf um þennan eðalmann.

 

Gott samfélag er ekki sjálfgefið.

En það er gæfa að tilheyra slíku.

 

Óendanlega gott fólk í leikskólanum, í skólanum, eða annars staðar þar sem foreldri tvíbura hefur reynt á sínu eigin skinni.

Jafnt á gleðistundum sem á stundum erfiðleikana.

 

Og sveitarstjórn okkar er vel mönnuð.

Hún var það.

Og er það.

 

Og stundum á maður að segja frá því.

Segja frá því að ég bý í góðu samfélagi.

 

Og er stoltur af.

Kveðja að austan.


mbl.is Jens Garðar nýr framkvæmdastjóri Laxa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk flýr siðanefnd.

 

Þó það gefi upp aðrar ástæður. 

 

Því það er pólitísk skítalykt af öllu þessu máli.

Og sú lykt mun loða jafnvel við hið grandvarasta fólk.

 

Það þarf ekki siðanefnd til að fordæma illyrði og skítmælgi, hvað þá klámkjaft og aulahúmor.

Oftast dugar að það renni af fólki og það biður afsökunar, lofar bót og betrun.

 

Í þeim sjaldgæfum tilvikum þar sem slíkt er ekki gert, þá fyrst og síðast er það viðkomandi til minnkunar, og öðrum fordæmi.

Fordæmi sem ber að varast.

 

Ef það er ekki í siðareglum alþingismanna að þeir gæti talsmáta síns, þá er sjálfsagt að setja það.

En slíkt hlýtur aðeins að gilda um störf þeirra á opinberum vettvangi.

 

Í raun kemur engum við hvað hver segir við hvorn annan þegar um einkasamtöl er að ræða.

Hvort sem það er þingmenn, strætóstjórar eða háheilagt fólk siðanefnda.

 

En setji menn þær reglur, sem er yfirdrepsskapur, þá gilda þær fram á við.

Ekki aftur á bak.

 

Og ef hin pólitíska siðanefnd Steingríms og Ástu Ragnheiðar, setur út á hlerað einkatal manna, þá getur slíkt ekki bara gilt um viðkomandi, sem og að það sé skilyrði að gæta bara orða sinna þegar einkasamtöl eru hleruð.

Þá verða aðrir þingmenn að stíga á stokk, og játa, iðrast.

Og þeir sem gera það ekki, -jæja, þeir eru þá bara lygarar.

Þá er um einhverskonar lygapróf að ræða.

 

Ef siðanefnd hins vegar stendur undir nafni, þá tekur hún fyrir framgöngu annarra þingmanna eftir að upp komst um kauða.

Bæði ómerkinganna, sem settu alla á Klausturbarnum undir sama hatt, þó ekki Báru því hún var samkynhneigður kvenkynsöryrki og bar því ekki ábyrgð á tali þeirra sem hún hlustaði á, og dónafólksins sem fór hamförum í dónaskap sínum og lítt siðaðri framkomu.

Væri spurning hvort máli þessa fólks væri ekki vísað til foreldra þeirra.

Til frekari uppeldis.

 

Síðan náttúrulega gengur ekki að einelti sé liðið, slíkt væri slæm skilaboð til skólakerfisins sem heyir hatramma baráttu við það óeðli mannskepnunnar.

Af hverju ættu börn að taka mark á slíku banni þegar þingmenn virða það ekki.

Þeir settu jú lögin.

 

Hvernig sem á þetta er litið, það er ekki gott starf að starfa í siðanefnd Alþingis, og sneyða framhjá ósiðlegri hegðun, eða setja reglu á ósiðlega hegðun, og eiga á hættu að lenda í fári ofstækis og hleypidóma hinna skinheilögu.

Skil að fólk taki afstöðu með fótunum.

 

Ótrúlegt að slíkt skuli ekki fleiri gera.

Ótrúlegt að það skuli manna þessa nefnd.

 

Það gerir fnykurinn

Kveðja að austan.


mbl.is Tveimur skipt út í siðanefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slúðurmiðill.

 

Sem slúðraði og slúðraði og slúðraði.

Og slúðraði.

Sem ræddi við spekinga og spekinga og spekinga um hvort svona drykkjulæti væru siðleg.

 

En spurði þá aldrei hvort það væri siðlegt að ofsækja svona fólk sem hefði orðið á, en beðist fyrirgefningar.

Ekki heldur hina skinheilögu á götunni sem héldu ekki vatni af hneykslun.

Þeir voru ekki einu sinni spurðir í mótmælunum í gær hvort bleyjukaup væru ekki íþyngjandi fyrir þá þessa dagana.

 

Sömu slúðurmiðlar margrödduðu órökstuddar ásakanir á aldraðan kvennamann og spáðu ekkert í hve mörgum hefði orðið í störfum sínum ef flugufótur væri fyrir þeim.

Nei níða skyldi niður manninn því hann var víst að flækjast fyrir áformum keyptra stjórnmálamanna að innleiða orkupakka 3, sem er risaskrefið að orkuauðlindir okkar komist í vasa Örfárra.

 

Níða, níða, níða, --- slúðra, slúðra, slúðra.

Það er sko Meeetooo eða gegnsæi eða eitthvað.

 

En að það skuli ekki vera vottur af skömmustutilfinningu til í þessu fólki!!?!.

Þessi frétt sýnir að svo er ekki.

 

Nú skulu fórnarlömbin selja.

Fórnarlömb þeirra eigin ofsókna.

 

Það skiptir engu máli hvaða slúðurfjölmiðill birti lygafréttina.

Þeir hefðu allir gert það ef þeim hefði boðist það.

 

Hýenan nefnilega glefsar þegar hægt er að glefsa.

Það býr nefnilega í eðli hennar.

 

En hún er dýr og veit ekki betur.

Kveðja að austan.


mbl.is Syni Gunnars Braga brugðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar ættu að hríðfalla.

 

Samkvæmt þessum rökum, núna en ekki eftir 20 ár.

Því það er um hálf öld síðan klukkunni var breytt, og lítill svefn unglinga er ekki nýtilkomið vandamál.

Samt erum við með elstu körlum og kerlingum, og værum elst ef við hefðum ekki fallið í gryfju þeirra kostuðu gervivísinda sem lögðust eins og faraldur á vestræn samfélög uppúr 1970, sem var að henda úti hollustunni, feitu kjöti, smjöri og rjóma, og taka upp neyslu á transfitu smjörlíkisins og sykurbættum fituskertu matvörum.

 

Á þriðja áratug barðist háskólaakademían, læknar, næringarráðgjafar og aðrir sem áttu að vita betur, gegn fitu og létu það á sama tíma gott heita að staðgengill hennar var viðbættur sykur.

Fyrir vikið dó margur fyrir aldur fram og líklegast eru þetta stærstu skiplöguðu fjöldamorð sögunnar.

Þó í harðri samkeppni við ótímabær hjartaáfalla vegna bólgueyðandi lyfja, og núna síðast faraldur morfín lyfja.

 

Enginn læknir hefur beðist afsökunar á þessu, enginn næringarfræðingur hefur beðist afsökunar á þessu,.

Bara hægt og rólega viðurkennt sín mistök með því að breyta ráðleggingum sínum. 

 

Og núna kemur enn einn fræðingurinn með dómsdagsspár sínar.

Spáir faraldri vegna þess að rannsókn sem hann eða kollegar hans gerður í gær eða fyrradag segja til um hann.

En fattar ekki þá einföldu staðreynd, að þó rannsóknin sé ný, þá er ástandið sem er verið að rannsaka ekki nýtilkomið.

 

Maðurinn er ekki gerður til að vaka í myrkri.

Hann er gerður til að sofa í myrkri.

 

Í guðanna bænum látið dagsbirtuna okkar í friði.

Í stað þess að fikta í klukkunni, þá er hægt að byrja vinnudaginn klukkutíma seinna í svartasta skammdeginu, eða nýta birtulýsingu sem vinnur mjög á vandanum.

Eða margt annað.

 

Eiginlega allt annað en að láta fólk lifa í myrkri.

Kveðja að austan.


mbl.is Nauðsynlegt að breyta klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 1534
  • Frá upphafi: 1321542

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1307
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband