Hver er kostunaraðilinn??

 

Það hlýtur að vera útgjöld fyrir fjárvana fjölmiðla að senda bæði blaðamann og ljósmyndara til að taka myndir af gjaldþroti Klausturmúgæsingarinnar.

Sem er reyndar frétt í sjálfu sér, nema að Mogginn nær ekki þeirri frétt.

Heldur er mætt til að útvarpa úthrópanir örfárra, sem vissulega hafa rétt á sínum skoðunum, en hvaða tilgangi þjónar þetta að öðru leiti??

Fólk er búið að fá nóg af þessu, og fullt af fólki stórskammast sín að hafa látið þessa múgæsingu glepja sig.

 

Samt mætir Morgunblaðið, samt mætir Ríkisútvarpið.

Fáránleikinn er farinn að minna á skúbbið þegar Sigrún Davíðsdóttir var mætt fyrir utan EFTA dóminn með fullt af sérfræðingum sem áttu að útskýra af hverju dómur féll gegn íslensku þjóðinni í ICEsave fjárkúgun breta.

Hún, sem var svo samdauna eigin lygum og blekkingum, sást algjörlega yfir að dómstólar dæma eftir lögum, og Not þýðir Nei.

Og gerði sjálfa sig og þennan meinta hlutlausa ríkisfjölmiðil að algjöru fífli.

 

Vissulega hefur Mogganum ekki ennþá tekist að toppa Sigrúnu, en það fer bráðum alveg að takast.

Og þetta sér allt vitiborið fólk.

 

Nema náttúrulega að það fái borgað fyrir annað.

Kveðja að austan.


mbl.is Ósátt við Klaustursþingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður líttu þér nær.

 

Það var á vissan hátt spúkí að sjá hvernig athyglisþörf Guðlaugs Þórs birtist í gær þegar hann hringdi í blaðamann Mbl.is og tjáði honum harmþrungnum rómi að Íslendingar liðu ekki framferði stjórnvalda í Venesúela.

Ein og og það væri bráðafrétt eða yfir höfuð það skipti einhverju máli hvað Guðlaugi fyndist um það sorgarmál allt saman þó hann talaði fyrir munn íslensku þjóðarinnar.

Þó var sú frétt aðeins minna spúkí en hliðarfréttin sem upplýsti að ESB vildi að það yrði kosið tafarlaust í sama landi.

 

Ég meina Evrópusambandið af öllu kverúlöntum þessa heims.

Væri því til dæmis ekki nær að virða Brexit vilja bresku þjóðarinnar í stað þess að haga sér eins og naut í flagi í þeim eina tilgangi að hræða Breta til að kjósa upp á nýtt.

Það eru aðeins tvær skýringar á því að það er ekki óeirðarlögregla núna að berja á Bretum í Lundúnum.  Sú fyrri er að ESB flotinn kemst ekki yfir Ermasund, þó Bretar eigi ekki nema á annan tug lítilla skipa, þá á ESB flotinn víst ekkert.  Sú seinni er að ESB á ekki óeirðarlögreglu, og Frakkar geta ekki lánað því sína, hún er upptekin.

En þegar kosið var í Katalóníu, og fólkið vildi burt, þá mætti spænska óeirðalögreglan, enda ekki yfir sjó að fara, og barði mann og annan.  Síðan voru þeir sem voguðu sér að láta kjósa, fangelsaðir.

Það þarf ekki að taka fram að þá kom engin svona fréttatilkynning frá Brussel.

 

Guðlaugur hefur líklegast séð í gærkveldi hvað hann var broslegur, hefur líklegast lesið brandarann frá Brussel, og í miðju hláturkastinu áttað sig á að kannski væru einhverjir þarna úti að hlæja að hans eigin athyglisþörf.

Og ekki gat hann dregið athyglina frá sér með því að kasta skít í Klaustursmálinu, hann er einfaldlega of vel upp alinn til þess.

Svo eina sem eftir var var að gera þarft ærlegt verk.

 

Aftur var hringt í blaðamann Morgunblaðsins, og núna flýtitilkynnt að íslenska utanríkisráðuneytið ætli að beita sér gegn hyskinu sem núna stjórnar Ankara, í krafti atkvæða fáfróðs sveitalýðs sem heldur ennþá að það séu miðaldir.  Og að öll nútímatæknin sem það notar eins og farsímar og sprengjuvörpur, séu gjöf frá Alla, en ekki afleiðing af þróun tímans frá miðöldum til nútíma.

Harmleikurinn í Venesúela er vissulega alvarlegur, en hann er afleiðing því að landið féll í hendurnar á lýðskrumurum sem sögðu það sem segja þurfti til að fátækt fólk kysi það (Trump var ekki sá fyrsti í Ameríku sem beitti þeirri tækni) og hafa síðan notað tímann vel til að rýja landið og landsmenn inn að skinni.  Og lausnin þar eins og allstaðar annars staðar þar sem glæpamenn hafa hreiðrað um sig, það þarf að senda lögregluna á vettvang.

 

Tyrkir hins vegar kusu yfir sig íslamska öfgamenn sem hafa smán saman hert svo tökin á landinu að í dag er öll andstaða þar annað hvort í fangelsi eða flúin úr landi.

Herinn fer svo með báli og brandi um héruð Kúrda, morð og nauðganir eru þar daglegt brauð.

Og ekki hvað síst og verst, þá hefur hyskið í Ankara í nánu bandalagi við ennþá verra hyski í Ryiadh flutt út hina múslímska óöld til Sýrlands svo milljónir hafa lagst á flótta, að ekki sé minnst á öll drápin, nauðganirnar og annað sem verkfæri þeirra bera ábyrgð á.

 

Og Tyrkland er í Nató.

Í sömu heimsálfu eða því sem næst.

Og ekkert er sagt, ekkert er ályktað.

 

Látið eins og það sé eðlilegasti hlutur í heimi að miðalda hyski herji á sína eigin þjóð, á nágrannaþjóðir sínar, og sé hinn undirliggjandi þráður sem tengist hryðjuverkum íslamista um allan heim.

Vissulega eru nánustu bandamenn Trump forseta og peningaklíkunnar í kringum hann, Saudar þar megin fjáruppsprettan, en samt, þetta eru allt angar af sama meiði.

 

Guðlaugur Þór á hreint út sagt heiður skilið fyrir þessa fréttatilkynningu sína.

Hún er þörf, hún er tímabær.

Og hún sýnir að það eru fleiri í íslenskum stjórnmálum en skríll sem gjammar á torgum.

 

Þetta er vonandi upphaf af sjálfstæðri utanríkisstefnu í anda Jóns Baldvins.

Þar sem eitthvað er sagt sem skiptir máli.

Þar sem er kjarkur til að segja það sem þarf að segja.

 

Hélt ég myndi aldrei segja þetta;

En áfram Guðlaugur.

Kveðja að austan.


mbl.is Óska upplýsinga um dómara í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. janúar 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 1319899

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband